Ísafold - 10.09.1884, Page 1

Ísafold - 10.09.1884, Page 1
íeruur ál á miívikulajsmorpa. Vefð irgangsins (50 arka) 4 kr.: erleadis 5kr. Borgist íjrit miöjan júlimánuJ. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundm vi9 áramót. 6- jild nema komin sje til útg. tjrir L akt. ilgreiðsluslota i Isatoldarprentsm. 1. sal. XI 36. Reykjavík, miðvikudaginn 10. septembermán. 1884. 141. Frjettir innlendar. Brjef úr Ódáðahrauni (Niðurlag). 142. Nokkur orð um verzlun og gufubáta. 144. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. Sept. ánóttu umhád. fm. em. fm. em. M. 3- + 5 + 12 29,7 29.7 Nvhb 0 b F. 4- + 5 + 13 29,7 29,7 0 b N h b F. s. + 7 + 12 29,7 29,6 A h b 0 b L. 6. 4 6 + 12 29,5 29,6 0 b 0 b S. 7- + 2 + 1° 29,b 29,6 A h b A h b M. 8. + 2 + 9 29,7 29,4 A h d A hvd þ. 9- + 5 + 10 29 29,1 S hv d S hv d Athg. Fyrri part vikunnar var stilling á veðr- inu og þurrt; síðari partinn optast dimmviðri með nokkurri úrkomu; að kveldi h. 8. var hjer rok á austan með miklu regni og í dag 9. er hann hvass á sunnan með skúrum. Loptþyngd- armælir mjög lágur. Reykjavík 10. sept, 1884. Burtfararpróf á prestaskólanum 1884 var lokið 3. sept. fessir sjö útskrifuðust (róm- versku tölurnar tákna einkunn, hinar stig): Árni Jónsson I. 50 Kristinn Daníelsson I. 49 Jón Sveinsson I. 49 Stefán Jónsson II. 35 Pjetur f orsteinsson II. 31 Jón Thorsteinson II. 27 Halldór Bjarnarson II. 23 Binn stúdent stóðst eigi prófið. Spumingar í hinu skriflega prófi voru þessar: I bifluþýöingu: Jóh. 6, 43'—51. incl. - trúýrœdi: í hverju er fólginn hinn mismun- andi skilningur kaþólsku og prótestantisku kirkjunnar á lærdóminum um sköpun manns- ins í guðsmynd, og hver áhrif hefir þessi mismunur á aðra lærdóma kirknannaV - siðfrœði: Ilvað er eptirbreytnin eptir Kristi samkvæmt rjettskildum lærdómi kristindóms- ins? og hverjar eru hinar röngu ímyndanir um þetta efni, sem mest ber á í sögu kristn- innar? Rœðutexti: 1. Kor. 3, 16.—20. Embættaveiting. Hinn 6. þ. m. veitti lands- höfðingi cand. theol. Kristni Daníelssyni Sanda í Dýrafirði, cand. theol. Pjetri J>orsteinssyni Stað í Grunnuvík og cand. theol. Halldóri Björnssyni Presthóla á Sljcttu. Lík skólakennara Sigurðar heitins Sigurðar- sonar hefir fundizt á floti við Lambhússund á Akranesi og er flutt hingað til þess, að greptr- ast hjer. — Lík pilts þess er drukknaði mefl þeim Sigurði heitnum og Larsen hefir og fund- izt við Engey. t Brjef úr Odáðahrauni, eptir ]Oozvaid affli&ioddoen. I. Herðubreiðarlindum 27. júlí 1884. (Niðurlag). Æði vetrarlegt var í Öskju alveg eins og maður væri á ferð um jóla- föstu svo var snjórinn mikill. Öskju hefir áður verið lýst á íslenzku og fer eg því fljótt yfir. Askja er allmikill dalnr (1 □ m. á stærð, hér um bil kringlóttur í Dyngjufjöllum miðjum; eru barmar dalsins víðast 7—800 fet á hæð, en sjálf eru fjöllin 4500 á hæð yflr sjávarmál; hefir dalurinn áður verið dýpri, en hraun hafa runnið úr ótal gígum fram með börmunum, og hafa fyllt hann til hálfs ; hafa þau fengið útrás til austurs um op það, er við fórum um ; er halli hraun- anna í Öskju lítill, aðeins 1° 26'. í suð- austurhorni Öskju eru eldgígar þeir, er gusu 1875. Við þetta hið mikla gos sökk all- mikil landspilda í suðausturhorni Öskju við gígina, eru barmar þessa jarðfalls þver- hnýptir, ogþeim megin erað Öskju snýr 740 feta háir, en þeim megin, sem að fjöllunum veit, nærri helmingi hærri; í börmum jarð- fallsins sjást hraunlögin sem eru á botni dalsins, því að þau hafa klofnað um þvert. Kynlegt er að sjá þar sumstaðar jökul eða snjólög milli eldgamalla hraunstrauma í hömrunum. þegar hraunin runnu fyrir mörgum öldum , hafa þau runnið yfir snjó- skafla og eigi getað brætt þá til fulls, og sést nú snjórinn eins og jarðlög í hömrun- um, af því þau eru svo hátt yfir sjó að sól- in fær aldrei brætt þau til muna. þegar Johnstrup kom í Öskju 1876, var dálítið vatn skolgrænt á lit í botni jarðfallsins 4000 fet að þvermáli; nú fyllir vatn þetta allan botn jarðfallsins, og er um 10000 fet á lengd. þá var hiti vatnsins 22° C., nú að eins 14°. A norðurbarmi jarðfallsins er gígurinn, sem gaus vikrinum yfir Austurland; hann er 300 fet að þvermáli og 150 fet á dýpt. Gígur- inn er að utan flatvaxinn, og hlaðinn upp úr vikurösku, en að innan þverhnýptur. þegar Johnstrup kom þar, komu að eins gufur úr gfg þessum, nú er hann orðinn að vellandi leirhver líkt eins og Víti hjá Kröflu var forðum. Leirinn er gráleitur með blá- leitum og grænleitum blæ og sýður og bull- ar án afláts. Sunnan og austan í botni hans þýtur digur gufustólpi upp um holu með orgi og ólátum, og allt í kring koma fram smærri gufustólpar og reykir. Suð- austan til í jarðfallinu upp af vatninu eru margir gfgir, og niður frá þeim ganga stór gil með ótal hverum, standa þaðan gufu- mekkirnir hátt yfir fjallabrúnir, en orgið og óhljóðin heyrast langa vógu; er það þvf lík- ast, sem gufu væri hleypt úr mörgum gufu- kötlum í einu. Brennisteinn er setztur kringum marga af hverum þessum, og gul- grænar brennisteinsskellur eru hér og hvar upp eptir öllum hömrunum við jarðfallið, kemur þar gufa fram úr hverri sprungu. Upp undir brúnum að austanverðu er stór sprunga og í henni mestallri hrafntinna. Ný- lega hefir jarðfall mikið orðið austan við hvylftina, hefir vatn etið sig undir snjóskafl og myndazt þverhnýptur skurður gegnum vikurlögin 150—200 fet á dýpt ofan frá brúnum niður í vatn, er þar engum fært yfir nema fuglinum fljúgandi, og verða menn að klöngrast lengst upp í fjöll til að komast að hverunum í suðausturhorni jarðfallsins. Náttúran er hér öll hrikalegri og mikilfeng- legri en á nokkrum öðrum stað á íslandi, sem jeg hefi sjeð, og sá, sem einu sinni hefir staðið á barmi þessa jarðfalls gleymir því aldrei. þegar eg var búinn að skoða það, sem jeg vildi snerum við aptur sömu leið, og vorum bæði lúnir og syfjaðir er við kom- um að tjaldinu í lindunum ; höfðum við þá verið á ferðinni nærri 30 klukkustundir. II. Reykjahlíð 30. júlí 1884. Nú er jeg kominn aptur úr Herðubreiðar- lindum, og er nú að búa mig til nýrrar ferðar um vesturhluta Ódáðahrauns. Svo reyndist, er jeg hafði getið til í fyrra brjef- inu, að fomi vegurinn um norður jaðar Ó- dáðahrauns liggur þar, er jeg hugði, nú er jeg og búinn að fara hann. 28. júlí fórum við á stað úr Herðubreiðarlindum í bezta veðri, riðum við beina stefnu á norðurenda Herðubreiðarfjalla, og fylgdum vörðum þeim, er fyrr var getið. Nyrzt í austasta hala fjallanna er skarð, og fórum við gegn- um það; austan við skarðið eru vond hraun og ótal sprurigur, þó tókst oss að klöngr-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.