Ísafold


Ísafold - 10.09.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 10.09.1884, Qupperneq 2
142 ast yfir þær. A einum sprungubarmi var varða, og eins vestan við skarðið. Héld- um við svo fram með norðurströnd á nýlegu úfnu hrauni að miðrana fjallanna, urðu þar fyrir oss stórkostlegar gjár og jarðfall mikið á milli, ganga gjár þessar frá norðri til suð- urs, suður eptir dal, sem gengur upp á milli miðranans og vestasta hrygg fjallanna ; eru gjáarbarmarnir meir en 100 fet á hæð, og jarðfallið um £ úr mílu á breidd. Engar hefi jeg sjeð gjár á Islandi, er jafnazt geti við þessar, nema Almannagjá og Hrafna- gjá. Komumst við niðr með felli nokkru niður af eystri barminum, en vorum lengi að leita til uppgöngu á vestari barminn unz fyrir okkur varð klif, sem við komumst upp, og voru við það 3 vörðubrot; hefir klif- ið auðsjáanlega verið rutt einhverntíma, en nú er grjót mjög fallið í það úr börmunum. f>aðan eru í beina stefnu alltaf vörðubrot í Fremri-Námur. Merkilegt er, að byggðar- menn skuli eigi hafa orðið varir við vörður þessar, og þó fara þeir stundum í fjallaleit- um um þessar slóðir. |>egar hjer var kom- ið, hugðum við allar torfærur úti, en því var ekki að fagna. Nokkru fyrir austan Fremri- Námur er mjög nýleg hraunspilda og nær hún suður á Kerlingardyngju, og langt norð- ur á öræfi. Hraun þetta hefir ollið þar upp úr sprungum 1875, er gaus á Mývatnsöræf- um, í beina stefnu suður frá eldgígunum í Sveinagjá; vissu menn ekkert um þessi gos, og þegar Johnstrup skoðaði Nýjahraunið 1876, vissi hann ekkert til þeirra, og áupp- drætti hans af hrauninu er þar alls ekkert hraun sett; er þetta hraun eflaust eins stórt og helmingur þess, sem kom úr Sveinagjá. Fyrir austan hraun þetta er jörðin öll sund- urtætt af nýjum hyldýpissprungum og veitti mjög erfitt að komast yfir þær, urðum við að láta hestana stökkva sumar, en fara sumar á smáum urðarbrúm, sem opt sviku svo að hestarnir voru rjett komnir niðurúr; man jeg ekki til, að jeg hafi komízt í hann krappari en þar, eða gengið fremur með lífið í lúkunum; var það hin mesta mildi að ekk- ert slys skyldi verða á mönnum njé skepn- um. f>egar við komum að Nýjahrauni, leit- uðum við fyrir okkur hvort hvergi væri þar fært yfir, en það var eigi tiltök að koma þar nokkurri skepnu; yar okkur því nauðugur einn kostur að fara suður með hrauninu, og hjeldum við svo suður með því upp eptir austurhlíðum Kerlingardyngju. Syðst við Nýjahraun sá jeg mjög einkennilega sprungu; var hún mjög lítil 30—40 fet á lengd og 3 —4 þumlungar á breidd, á henni höfðu myndast 12 smágígir að öllu eins lagaðir sem stórir gígir en svo smáir, sem þeir væru ætl- aðir til leikfangs fyrir börn; op flestra var að eins 4—5 þumlungar að þvermáli, en op hins stærsta var 2 fet, frá gígum þessum höfðu kastast hraunslettur 10 faðma langt í burtu. Er Nýjahrauu þraut tók við stór- kostleg gjá, sem aldrei ætlaði enda að taka, og hvérgi var hægt yfir að komast; riðum við suður með henni 2—3 tíma, þá minnk- aði hún og skiptist í smærri, og gátum við svo klöngrazt yfir, var þá komið miðnætti og hafði Nýjahraun og sprungurnar tafið okkur um 5 stundir. Riðum við svo um mjög leiðinleg hraun vestur Kerlingardyngju og að Katli við Fremri-Námur og þaðan brennisteinsveginn gamla á Heilagsdal aust- an undir Bláfjalli, og tjölduðum þar kl. 2 um nóttina. Um nóttina og morguninn var vonzkuveður, svo hvasst, að naumast var sitjandi á hestbaki, fórum við þá niður Bláfjallahálsa niðurbratt gil hjá Bláhvammi og niður að Grænavatni. Nokkur orð um verzlun og gufubáta. --1«-- Síðan vj er í slendingar fórum sj álfir að hugsa nokkuð um hagi vora, hefir verzlunin jafn- an verið mikið áhugamál landsmanna og margar tilraunir verið gjörðar til þess að bæta hana. Hið stærsta stig sem vjer höf- um stigið í þá átt er það, þegar oss loksins tókst eptir talsverða streitu, að fá lög um verzlunarfrelsi 15. apríl 1854. En þó að þessi lög hafi óneitanlega bætt mikið úr því ástandi sem áður var, þá getum vjer engan- vegin sagt að verzlunin hjá oss sje komin í gott horf eða orðin hagnaðarsöm og hagfeld fyrir landsmenn. f>etta kemur einkum tiT af því að tilraunir þær sem gjörðar hafa verið til að hagnýta sjer verzlunarfrelsið hafa enganveginn verið heppilegar. Fyrst hugsuðu menn mest um að geta náð sem beztum prísum fyrir sig og gjörðu víða hvar í sveitum öflug fjelög til þess að neyða út úr kaupmönnum betri prísa en þeir þóttust vel geta staðið við að gefa, en þessi fjelög hafa sjaldnast átt langan aldur, og þegar úr þeim hefir dregið hafa kaupmenn náð sjer upp aptur. Vörupöntun eða pöntunarfjelög sem gjörð hafa verið í sama skyni, hafa óneitanlega komið þeim, sem hafa getað notað það til mikilla hagsbóta, en þessar vörupantanir geta hvorki orðið almennar nje staðið til langframa eins og reynslan hefir sýnt. Um þessi samtök verður því ekki annað sagt, en þau hafa verið gjörð til hagsbóta fyrir ein- stöku menn og um stuttan tíma, en alls ékki til að beina verzlun landsmanna í betra horf almenningi til gagns. Aptur á móti hefir hin fyrsta tilraun, sem gjörð hefir verið í því skyni, verið hin innlendu verzl- unarfjelög, sem ekki verður neitað, að hafa komið miklu góðu til leiðar meðan þau hafa staðið, en þessar félagsverzlanir hefir vant- að nægan peningaafla og þess vegna verið að mestu leyti færðar með erlendu fje og verið kúgaðar undir oki útlendra lánveit- anda, svo að þær hafa átt fullt í fangi með að keppa við aðra kaupmenn, þangað til þær hafa fallið um koll, svo nú stendur engin þeirra uppi nema Gránufjelagið eitt, sem þó kvað eiga full örðugt uppdráttar, og og það jafnvel undir stjórn hins alþekkta verzlunarstjóra, alþingismanns Tryggva Gunnarssonar. Hugir manna eru því að miklu leyti horfnir frá þessum innlendu verzlunarfjelögum við útlenda markaði. Seinustu ár hefir aptur farið vaxandi áhugi manna á því, að gjöra mönnum hægra fyrir með að flytja að sjer heimilisnauðsynjar úr kaupstað og er eðlilegt þó að menn hafi fundið meira til óþægindanna af löngum og örðugum kaupstaðarferðum eptir því, sem vinnulaun hafa hækkað og hestar hækkað í verði, og orðið kostnaðarsamara að halda þá, en einkum eptir því, sem áhugi manna hefir vaxið á því að nota hina dýrmætu en stuttu sumartíð til jarða og húsabóta. |>að mun varla of hátt reiknað, að til jafnaðar kosti að flytja hvern hestburð einn lesta- áfanga úr kaupstað 3 krónur og nú eru flutt- ir upp og niður 2 hestburðir til jafnaðar fyrir hvern mann, ef viður er með talinn, svo það verður 6 krónur fyrir hvern mann, þegar ekki er lengra í kaupstað en þetta, svo ekki er að furða þó menn vilji stytta sjer kaupstaðarleiðir. Verzlunarstaðir voru 1879 34 og síðan hafa 12 verið löggiltir, þá voru verzlarar hjer á landi 76 svo að ætla má að þeir verði innan skamms ekki færri en 90, og ef vjer setjum svo, með því að flestir af þeim lifa eptir kaupstaðar tízku og þeir kosta auk þess mikið til húsa og fólkshalds, að hver þeirra þurfi til forsorg- unar og alls kostnaðar, sem hann verður að hafa af verzluninni, beztu sýslumannslaun eða 3500 krónur um árið, sem varla mun ofhátt, með því að sumir brúka mikið meira, og jöfnuðum þessum kostnaði (90x3500), 315,000 niður á heimilin á landinu sem voru 1880, 13,862 og sem varla hafa fjölgað síð- an, þá þarf hvert heimili að kosta til und- irhalds kaupmanna í hið minnsta 150 krón- um til jafnaðar, og geta menn á því rennt grun í hvaða framfærslu þeir þurfa að hafa á vörunum til að geta staðizt. Lögin frá 7. nóv. 1879 eru einnig gjörð í sama skyni, þar sem þau leyfa fastakaupmönnum að sigla inn á hvern vog og vík til verzlunar, þó hann sje ekki löggiltur. f>ví verður ekki neitað, að bæði þessi lög og eins lög um fjölgun verzlunarstaða gjörirmönnum hægra fyrir með aðflutninga úr kaupstað til heim-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.