Ísafold - 24.09.1884, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.09.1884, Blaðsíða 1
CV7 íeniur 51 á nl&riknáajsBaorgna. Íer5 árgangsins (50 arka) 4 kr.: erlendis 5 kr. Borjisl fjrir miöjan júl;mánnð. f Uppsögn (skrið.) bundin við áramót, ð- jilJ nema komin s;e lil 5ij. fjrir L akl Mjreiísluslofa ! Isafoldarprenlsm. L sal. XI 38. Reykjavík, miðvikudaginn 24. septembermán. 1884. 149. lnnlendar frjettir m. m. (Reykjaneseyjan, ódáðahraunsför, um hafísinu við ísland, ferða- pistill frá ísland o. s. frv.). 151. Ávarp frá hinum danska fiskifræðing. Út- lendar frjettir. 152. Hitt og þetta. Auglýsingar.__________________ Póstar fara frá Rvfk 30. sept.(v.)ogI.—2.okt.(n.og a.). Strandferðaskipið fer af stað frá Rvík 26. sept. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12-2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Sept. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. á nóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 17. + 7 + 9 29.9 30.2 s hd Sv h d F. 18. + 3 + 8 3°. * 30 Sv h b O b F. 19. + 2 + 8 29.7 29.3 A h d A hv d L. 20. -i 4 + ‘3 29 28,9 A h b N hv d S. 11. + 5 + 7 29.3 29.5 N hv b N hv d M. 22. + 2 + 5 29.7 29,6 N hv b N h b Þ- 23. + 2 + 6 29,6 29.5 A h b A h b Fyrri part vikunnar var sama vætutíðin sem að undanförnu þar til hann gekk til norðurs h. 21. og hefir síðan verið bjart veður; talsverður snjór fjell á fjöllin í gær. í nótt sem leið var 2 stiga frost; var það fyrsta frostnóttin, sem hjer hefir komið í haust. Reykjavík 24. sept. 1884. Reykjanes-eyjan. Enginn mun hafa vitjað eyjarinnar enn, nema ef vera skyldi annað herskipið franska á leiðinni burt hjeðan um síðustu mánaðamót. Nokkrir foringjar af því fóru skömmu áður suður á Reykjanes landveg og mældu afstöðu eyjar- innar, og reyndist hún vera að eins f mflu í norðvestur af Eldey. Fyrir rúmri viku síðan fór hinn brezki konsúll hjer, W. G. Spence Paterson, suð- ur á Reykjanes, að forvitnast um þessa ný- breytni þar. Eyjan sjest eigi nema í björtu veðri, og varð hann að bíða þess i 2 daga. Hann segir eyjan sje í lögun eins og keila, ójöfn nokkuð og stýft ofan af, og lítil lægð niður í hana að ofan. Hæð eyjarinnar er f á við lengdina. Hún er brattari að sunn- anverðu nú, segir hann, en þegar hún sást fyrst; hefir hrunið þar úr hénni síðan, og sjást tveir klettar þar fyrir neðan frá lausir 6ynni; það eru molarnir sem hrunið hafa úr henni. Norðan undir henni eru tölu- verðar grynningar. Hann segir, að vel geti verið undirlendi hringinn í kring með sjó fram, þó það sjáist ekki. Allan fyrri hluta ágiistmánaðar var eyjan ósýnileg fyrir regni og þoku, og þegar hún sást svo aptur, var þessi þessi breyting orðin á lögun hennar, sem fyr segir. Vitavörðurinn, Jón Gunn- lögsson, sem sá eyna fyrstur manna 26. júlí, af tilviljun, sagði Paterson, að hún hefði þá verið dökk að ofan; en nú er hún farin að hvítna, af fugladrít, eins og Eldey, sem þar af dregur hið danska nafn sitt, Melsækken. Bendir þetta til, að eyjan hafi því verið nýlega upp komin, er vita- vörðurinn sá hana fyrst, þótt annars hefði vel getað verið töluvert síðan. Ekki hafði orðið vart við nein eldsumbrot eða lands- skjálpta þar syðra áður en eyjan sást, og ekki vikur eða neitt þess háttar, sem ann- ars er vant að fylgja slíkri nýbreytni. Hafna- menn sumir hafa viljað ímynda sjér, að éyj- an sje ekki annað en Geirfugladrangur, breyttur eitthvað samt af eldsumbrotum; en afstaðan sýnir, að það getur ekki verið. En nú kemur það sem merkilegast er! — Fylla, herskipið danska, sem var hjer á ferðinni síðast í ágúst, á heimleið frá Græn- landi, gerði sjer ferð að leita uppi og rann- saka hina nýju ey, en—fann ekki, eptir því sém skrifað er hingað nú með póstskipinu af einum, sem í förinni var, Dr. H. Topsöe. Eru þeir fjelagar því fulltrúa um, að eyjan sje ekki nema eintómur hugarburður, nema svo sje, segir hann, sem ólíklegt er, að þeim hafi verið sagt rangt til um, hvar hún ætti að vera. Fróðlegt væri að heyra, hvað hinir frönsku sjóforingjar, sem mældu afstöðu eyjarinnar, segja um þessa uppgötvun Fyllu-manna. Jú, hjérkemur það, eða_ svo gott. Eptir að þetta var sett, barst lsafold svolátandi útdráttur úr brjefi til hins frakkneska kon- súls hjer í Reykjavík, herra N. Zimsen, frá yfirforingjanum á franska herskipinu öðru, Dupleix, sem fór hjeðan 24. ágúst í björtu veðri, ritað á Færeyjum : »Jeg leitaði um leið og jeg fór að eynni vitavarðarins á Reykjanesi. Jeg sá ekkert nema þessa tvo Eldeyjarhólma, sem áður voru kunnir (Eldey og Eldeyjardrang). Má- ske vitavörðurinn hafi haft blett á glerinu í kíkinum sínum«! ?! Rannsókn á Ódáðahrauni m. in. Eins og getið er í síðasta blaði, er herra porvaldur Thoroddsen hingað kominn, að afloknum rannsóknarferðum sínum um O- dáðahraun, er nokkuð hefir verið frásagt í undanfarandi blöðum. Síðasta ferðin, hjer um bil 12 þingmannaleiðir samtals, var hin lengsta og jafnframt hin örðugasta, vegna grasbrests og illviðra. Arangurinn af þessu ferðalagi, er lýst mun verða ýtarlega hjer í blaðinu í brjefum frá herra þorvaldi sjálfum, er einkanlega mjög mikilsverður hvaðsnertir Uppdrátt Islands. Meðal annars reyndist efri hluti Skjálfanda- fljóts skakkt settur þar. Enn fremur fundnar í ferð þessari 2 ár allmiklar, er í það falla að austan. Yxnadalsá og Hrauná meira en helmingi lengri en þær eru gerðar á uppdrættinum, og Ódáðahraun nær ekki eins langt vestur og þar er sett. Hæstu jökulbungur á Islandi á Vatnajökli austan- við Vonarskarð, yfir 6000 fet. Syðsti hluti Ódáðahrauns kominn undan Vatnajökli. Stœrsti skriðjökull á íslandi milli Kistufells og Kverkfjalla, mjög geigvænlegur, um 20 ferh. mílur. Fundið nýtt stöðu-vatn milli Vaðöldu og Dyngjufjalla, ú stærð við f af Mývatni, til orðið síðan 1880, lfklega við framhlaup jökulkvísla. Jökulsá á Fjöllum eigi lengsta á á landinu, 25 mílur, heldur pjórsá, sem er um 30 mílur, en áður haldin að eins 24. Uppsprettur þjórsár eru tölu- vert í norðvestur af Fjórðungsöldu, og Jök- ulsár á Fjöllum við Kverkfjöll, en eigi Kistufell. Ödáðahraun yfirfarið allt, í fyrsta sinn síðan iand byggðist. Enginn hagablettur nokkurstaðar um pað allt saman; að eins víðirtoppar og melstrá á stöku stað. Jarð- myndunin lík þeirri sem er á Reykjanes- skaga: móberg undir, dólerít ísnúið ofan á, síðan eldfjöll og hraun þar ofan á. Gerðar um 150 hæðamælingar. Um liafísiiiii við ísland. Herra por- valdur Thoroddsen, sem er orðinn eigi síður nafnkunnur og mikils metinn utanlands en innan fyrir ritstörf sín og vísindalegar rann- sóknir, þótt ungur sje, hefir ritað nýlega eptir tilmælum próf. NordenskiöLds mikið fróðlega ritgjörð um hafísinn við Island, skýrslu um það sem í frásögn er fært um hann frá elztu tímum, preutað og óprentað, m. m. Ritgjörð þessi er prentuð í þ. á. tímariti hins sænska landfræðingafjelags, er Ymir heitir, á sænsku (fyrirsögn: Den grön- landska drifisen vid Island), og fylgja henni tveir uppdrættir, er annar sýnir hvernig haf- ísinn hefir hagað sjer hjer við land það sem af er þessari öld (1800—1883): hvaða ár hann hefir komið, hvað lengi hann hefir legið við land og hvað mikill á að gizka; en hinn sýnir, hvernig straumar bera ísinn að landinu og frá, og með landi fram. það er nú, eins og kunnugt er, mikið áhugamál fyrir Nordenskiöld að komast að austurströnd Grænlands, og með því að eigi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.