Ísafold - 15.10.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.10.1884, Blaðsíða 3
163 grannt, um, að sumir hafi verið hræddir um ! að einstöku hjerlendir menn hafi stuudum | freistazt til að laga sumar tillögur sínar ’ meir eptir því, sem þeir vissu að hinni dönsku stjórn var mest að skapi, heldur en eptir þjóðlegu áliti landa sinna, eða máske nokkuð gagnstætt eigin áliti, að frádreginni þeirri stjórnkænsku, er hálærðir menn, sem kunna að bera kápuna á báðum öxlum, kalla diplomatik. En hafi stjórnina vantað nógu góðan vilja, þá ætla jeg það hafa helzt komið af því, að yfirstjórn lands vors hefir vérið skipuð útlendum mönnum, sem voru svo samvaxnir lífi þjóðar sinnar, að þeir freistuðust til, ef hagur vor og hennar ætlaði að koma í bága, að láta þá vorn hag lúta í lægra haldi, einkum í öllu því, er að sjálfsforræði laut. En þetta mundi verða á allt aðra leið, ef stjórn vor yrði innlend, skipuð innlendum mönnum, sem yrðu sam- vaxnirlífi vorrar þjóðar, fremur én lífi Dana. þá eru minni líkindi til, að stjórnina vant- aði vit til að sjá hvað landi voru hagar eða vilja til að fá því fram gengt, sem þjóð vorri væri hagkvæmt. það er enginn vafi á því að ef yfirstjórn vor kæmist í þjóðlegt og hag- anlegt horf, þá mundi hún hafa árvakrara auga á högum vorum og þjóðlegum fram- förum heldur en hingað til hefir átt sjer stað, þá mundi hún telja sjer skylt að gjöra uppástungur um allt það, er henni gæti hugkvæmzt, að landinu mundi verða til framfara og þjóðþrifa, og að semja um það lagafrumvörp og leggja þau fyrir þingið. En þó það sje skoðun mín að stjórnin eigi að hafa fyrirleikinn í öllu því, sem miðar til frjálsra og þjóðlegra framfara, þá er það ekki ætlun mín, að þjóðin sjálf eigi að vera hugsunarlaus og aðgjörðalítil. Hver einstakur maður meðal þjóðarinnar, sem til þess er fær, á að hugsa og ræða og jafnvel rita um landsins gagn og nauðsynjar, eptir því sem við verður komið, sýna með greinilegum ástæðum gailana á því, sem er, og benda til hvernig því muni verða breytt til batnaðar. Margir einstakir eiga að bera saman skoðanir sínar og reyna til að sam- rýma þeim í eina skoðun, sem menn geti kallað almenningsálit á rökum byggt. þeg- ar slikt almenningsálit kemur fyrir stjórn- ina, tekur hún úr því það sem hún getur fallizt á að sje hyggilegt oghagkvæmt, upp í frumvörp þau, sem hún leggur fyrir þingið. Hafi almenningsálitið komið fyrir al- mennings sjónir, þá geta þingmennirnir sjeð hvar almenningsálitið og stjórnarskoðanirn- ar fylgjast að og hvar þau greinir á, og því meira tillit, sem stjórnin hefir getað tekið til almenningsálitsins, því meiri líkur eru til að þingið geti fallizt á frumvörp stjórnarinnar. Að undanförnu hafa frumvörp stjórnar- | innar ekki verið auglýst almenningi og þing- j mönnum til skoðunar fyr en þau hafa ver- 1 ið fram lögð á þingi, og helir sutnum virzt þetta lita svo út, eins og stjórnin vildi að þjóðin og þingið hefði sem minnstan tíma til að átta sig á skoðunum og ástæðum stjórnarinnar. það af þingmönnum, sem einkum hafa virzt álíta það köllun sína og skyldu, að vera optast eða æfinlega á sömu skoðun og stjórnin, þeir hafa lítið og flestir alls ekkert látið til sín heyra um þingmál á milli þinga. það er eins og þeim hafi þótt það óhultara að láta ekki skoðanir sínar í ljósi, fyr en þeir voru búnir að fá að vita skoðanir og vilja stjórnarinnar. þarna gægist það fram : »Vjer skiljum ekki, vjer triium; vjer viljum ekki, vjer hlýðumo. það getur nú líka verið, að sumir álíti þetta nauðsynlega stjórnkænsku eða víg- kænsku, eins og þegar vígkænir hershöfð- ingjar fara með liði sínu um langa ogkrók- ótta launstigu, til að geta komið þar fram og á þann hátt, sem mótstöðumennina varði minnst. það getur nú ekki hjá því farið, að þessi aðferð stjórnarinnar, að láta ekki frumvörp sín koma til sýnis og íhug- unar fyr en á þing er komið, og þessi þag- mælska stjórnstefnumannanna milli þinga um skoðanir á þingmálum, valdi opt mikl- um og löngum ágreiningi, þegar á þing er komið, og að þessi ágreiningur verði jafnvel stundum svo megn, að hann spilli öllu góðu og nauðsynlegu samkomulagi. Hjer er hvorki staður nje stund til að tala um, hvorir hafa rjettari skoðanir á hverju einstöku þingmáli og þjóðmáli, stjórnstefnumenn og þjóðstefnumenn; en það er sannfæring mín, og að því vildi jeg leiða rök, að þessi framantalda aðferð stjórn- arinnar og stjórnstefnumannanna sje hvorki rjett nje þjóðholl. '1 ^J- því hvað á stjórnin að gera ? Hún á að hafa vakandi auga á öllu því, sem miðað getur þjóðinni til framfara og farsældar, hún á að afla sjer uppjjilýsingar um og þekkingar á sem flestum einstökum atriðum, sem að þessu lúta. Hún á að hafa svo mikið tillit til almenningsálitsins, sem hún getur álitið hyggilegt og þjóðhollt. Hún má ekki ríg- binda sig svo við vísindalegar grundvallar- reglur, ýmist rjett skildar eða misskildar, að hún hafi ekki hæfilegt tillit til reynslunnar og ástands þjóðarinnar. Hún á að kosta kapps um að verða fyrri til en almenningur og einstakir menn að gera uppástungur og semja frumvörp til nýrra laga og laga- breytinga um sjerhvað það, sem þjóðinni horfir til framfara og hagsældar. þessi frum- vörp sín ætti hún að láta koma fyrir al- menningssjónir svo tímanlega á undan hverju þingi, að bæði alþingismenn og aðrir, sem um þessi mál vilja hugsa, hafi sem lengst- an tíma til að velta fyrir sjer uppástungum og ástæðum stjórnarinnar. þá gætu stjórn- stefnumenn og þjóðstefnumenn verið búnir að jafna ýmsan ágreining sín á milli áður en málin koma til umræðu og fullnaðarúr- slita á þinginu. þetta mundi gera þing- störfin liðlegri og samkomulagið auðunnara og spara bæði tíma og kostnað að mörgu leyti. En framkvæmdarvaldið er líka hjá stjórn- inni og erindsrekum hennar, og jeg efast ekki um, að sú stjórn, sem hefði þá árvekni á löggjafarmálum og undirbúningi þeirra í sameiningu við þingið og sambandi við þjóð- ina, sem hjer er gert ráð fyrir, mundi einn- ig fara vel með framkvæmdarvaldi sínu. Jeg efast ekki um, að slík stjórn mundi verða árvökur í að framfylgja lögunum ræki- lega, og þar sem lagaákvarðanir kynnu að vera ónákvæmar í ýmsum einstökum atrið- um, að hún þá ljeti sjer annt um, að haga framkvæmdarstjórninni í anda laganna. Jeg efast og eigi um, að þjóðin mundi fúsari til að hlýða lögunum, ef hún tæki þá hlutdeild í lagasetningunni, sem hjer er gert ráð fyrir; því þegar hún hlýddi lögunum og fram- kvæmdum stjórnarinnar, þá mundi hún finna, að hún hlýddi sjálfri sjer, og að hún með hlýðninni gerði í rauninni ekki annað en sinn eiginn vilja. þessu lík er skoðun upplýstra Englendinga og Bandaríkjamanna. Flest það, er þjóðinni horfir til sannra framfara, hefir kostnað í för með sjer; en sllkur kostnaður má ekki skoðast nema eins og bráðabirgðakostnaður, sem vinnist upp og meira en vinnist upp aptur fyr eða síðar; að leggja fram slíkan kostnað er eins og að setja fje á vöxtu, sém gefur af sjer ekki einungis vexti, heldur líka vaxta vexti, ept- ir því meiri eða ruinni, sem fyrirtækið borg- ar sig fljótt eða seint; ætlanir manna eru nú, sem við má búast, næsta misjafnar um það, hvað muni svara kostnaði og hvað ekki; það getur t. a. m. verið, að sumir ætli að kostnaður til meiri alþýðumenntunar en vanalega gerist borgi sig seint, því mörg- um verðum starsýnt á hið fornkveðna: »auð- urinn er afl þeirra hluta sem gera skal«. En þeir gæta þess ekki, aðmeuntunin er frum- afl þeirra hluta, sem gera skal, því án mennt- unar getur engin þjóð aflað sjer auðs til að vinna með, og án menntunar uppsker engin þjóð hálfa vexti af fje því, sem hún ver til framkvæmda. því verður ekki neitað, að skoðanir al- þýðu hjer á landi eru þó að smalagast í þessari grein; en stjórnin verður að láta sjer annt um að laga þessa þjóðskoðun æ betur og betur. þegar stjórnin leggur lagafrumvarp fyrir þingið, þá verður hún að láta sjer anut um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.