Ísafold - 29.10.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.10.1884, Blaðsíða 2
170 höfn sje vottur þess, að spítalinn sje góður, ; þar sem sjúkhngaskorturinn hjer beri þess ! vott, að sjúkrahús vort sje ekki svo, sem það ætti að vera. Árið 1883 fjekkst jeg við 950 sjúklinga, og af þeim varð jeg að við hafa skurði á eitthvað 65, og af þeim dóu 3, en mikill hluti sjúklinga þessara afsögðu að vera á sjúkrahúsinu hjer, svo að jeg varð að eyða fjarska miklum tíma til skurðanna, þar sem þeir voru sinn í hvorri sundrung- inni hjer og hvar um bæinn í einstakra manna húsum, og þó var aðsóknin að sjúkrahúsinu svo mikil, að margir sjúk- lingar urðu að bíða marga daga, áður en þeir gátu komizt’að fyrir rúmleysis sakir. Einn sárþjáður sjúklingur varð jafnvel að bíða nokkrar klukkustundir niðri á bryggju í hinum auðvirðilega kassa, sem hann var fluttur í þangað, meðan við vorum að reyna að koma honum fyrir hjá bæjarbúum, og þegar það tókst eigi, varð hann að liggja nokkra daga í sama kassanum í köldu her- bergi í sjúkrahúsinu, unz eitt rúmið losn- aði. Af þessu virðizt auðsætt, að landið hefir afarmikla þörf á góðum og haganlegum spí- tala, þar sem jeg ætla að hjer um bil 40 sjúklingar gætu fengið rúm, og þar sem auk þess væri nokkur herbergi fyrir geðveika menn. f>ótt það eigi heppnaðist þegar á þinginu 1883, að þingið og Reykjavíkurbær yrði einhuga í þessu máli, gat það eigi verið næg ástæða fyrir stjórnarnefnd sjúkrahúss- ins til þess að hafa fram miður vel íhugaða spítalagjörð, og með því gjöra það örðugra en ef til vill annars hefði orðið, að ráða þessu máli svo til lykta, að fullnægjandi hefði verið, og það því síður, sem umræð- urnar á alþingi 1883 um þetta mál bera þess ljósan vott, að þingmenn óskuðu, að landið og bærinn ynnu að þvi í sameiningu, að mál þetta fengi heppileg afdrif. f>að sem á milli bar, var að eins lítilvægt. Eigi gat heldur það atvik, að hið gamla sjúkrahús var þá þegar selt, verið svo mikilsvarðandi ástæða til að bíða eigi lengur, að sjúkrahús- stjórnin af þeim sökum þyrfti að byrja svo óheppilegt fyrirtæki, sem hin nýja spítala- gjörð hefur reynzt, og sem stjórnarnefndin mátti sjá fyrir, að hún yrði, enda hefir hún með þessu móti rýrt fjárstyrk þann, sem fengizt hefði upp úr hinu gamla sjúkrahúsi og sjóði þess, og bundið hendurnar á þeim, sem vilja koma upp nýjum spítala, er sam- svarar þörfum tímans. Jég skal alls eigi að þessu sinni tala neitt um umræður þær, sem orðið hafa um þetta mál á aðalfundum sjúkrahúsfje- lagsins, en að eins geta þess, að mjer hef- ttr ávallt virzt og virðist enn það gagn- stætt 9. gr. í lögum fjelagsins, 15. d. des- embermán. 1863, að ráða slíku máli til lykta, án þess að »J allra fjelagsmanna í Reykjavík gjaldi því jákvæði sitt á fundi«. En enda þótt að stjórnarnefndin hefði talið sig bæra um, að leggja annan skiln- ing í grein þessa, en jeg hef á henni, virð- ist mjer það þó eigi rjett, að ráða svo mik- ilsvarðandi máli til lykta með eins eða tveggja atkvæða mun. En samkvæmt skilningi sínum á nefndri grein, Ijet nefnd- in þó smíða þennan hinn nýja spítala, þrátt fyrir beztu vonir um, að alþingi mundi taka málið fyrir aptur á næsta þingi, þrátt fyrir allmikla mótspyrnu af hálfu sumra fjelags- manna, þrátt fyrir ónógt fje, og þrátt fyrir þekkingarskort á því, hversu spítala ætti að vera fyrir komið, svo hagkvæmur og hag- anlegur yrði. Hinn nýi spítali er mjög lítilfjörlegt hús úr timbri, með mörgum göllum, og þótt það sje bætt eða því breytt, getur það aldrei orð- ið að velgjörðu steinhúsi, sem sje hæfilega stórt og sem landið og Reykjavíkurbær geti gjört sig ánægð með; því að ef læknaskól- inn á að vera þar, geta að eins 12 eða 14 sjúklingar fengið rúm í húsi þessi. Með því að það er svo mjótt, yrði viðbótin mjög ó- haganleg. Um loptbreytingu (ventilation) er alls eigi að ræða. f>au eru sum her- bergin, að engri rúðu verður lokið upp, og hvílík loptspilling hlýtur eigi að eiga sjer stað í slíkum herbergjum, þar sem sjúkling- ar liggja í rúminu nótt og dag? f>ar er engin sú stofa, er sje nægilega björt til skurða, og þar sem sje hentugt borð til sjúkdómsrannsókna og skurða á meinsemd- um, o. s. frv., og slík stofa er þó með öllu nauðsynleg, þar sem öðrum sjúklingum er það mjög óþægilegt, að vita af því, að slíkir skurðir sjeu gjörðir í návist þeirra. Bað- herbergið er einungis þekkjanlegt á »beton«- gólfi og einu baðkeri, er vatnsburðurinn þangað er svo örðugur, að böðun getur að éins við sjerstök atvik átt sjer, en alls eigi steypibað ; enginn ofn til að eyða sóttnæmi eða hreinsa föt dauðra manna, og aptra þannig útbreiðslu næmra sjúkdóma. Hvern- ig ætli að færi, ef mikil meinsemd er skor- in, og einhver æð tekur snögglega að blæða um miðja nótt, ef enginn læknir er í nánd? Hvert getur allt skolp runnið, einkum ef hús eru reist í túninu fyrir neðan ? En nú er þá spurningin : Hvað skal nú til ráða taka ? Svarið verður, að jeg ætla, það eitt, að vjer verðum allir að leggjast á eitt, að fá nýtilegan spítala, en það verður með því einu móti, að landssjóður leggi til fjeð, og Reykjavikurbær styðji. Með því að hús það, sem hjer ræðir um, hefir með öllu mistekizt til spítala, væri það heppilegast, að landsjóðurinn með aðstoð Reykjavíkur, eptir nánara samkomulagi, kostaði alveg nýjan spítala, en fengi hið nýja spítalahús til eignar og umráða, og mætti þá hafa það til læknaskóia og ef til vill til spítala handa geðveikum mönnum. Ef þessu gæti eigi framgengt orðið, vil jeg til vara gera þá uppástungu, að hús þetta losaðist við læknaskólann, og gætu þá 18 sjúklingar rúmazt þar, en þá ætti lands- sjóðurinn að reisa á sinn kostnað spitala handa geðveikum mönnum ; í honum ættu þá að vera hjer um bil 8 herbergi, og gæti læknaskólinn fengið 2 þeirra til sinna þarfa, og einhver einn af hinum elztu lærisveinum skólans eitt herbergi til íbúðar. Slík stofn- an mundi kosta á að gizka 12000 kr. ásamt ofni til að eyða sóttnæmi. En ef þetta ráð væri tekið, þá yrði landssjóðurinn að kosta í þarfir læknaskólans að öllu lækningar og hjúkrun 4—6 þess konar sjúklinga, er eink- um þjáðust af meinsemdum þeim, er skera þyrfti. í>ess skal hjer getið, að brýna nauðsyn ber til að landsjóður auki tillag sitt til bóka- kaupa og verkfærakaupa, svo að verði 600 kr. um árið. |>ær 7000 kr., sem spítalastjórnin hefir fengið að láni úr landsjóði, til kaupa á hús- búnaði, eptir því sem mjer hefir verið sagt, án samþykkis eða heimildar frá aðalfundi fyrir sjálfa sig eða síðari stjórnendur fjelags- ins, að því er mjer er kunnugt — þetta 7000 króna lán er vonandi að Reykjavík- urbær taki að sjer, og jafnframt veiti að auki nokkurn árlegan styrk til spítalans, gefi nægt svæði handa spítalanum og gjöri það sem gjöra þarf svo að allt verði þrifa- legt og þokkalegt umhverfis. Reykjavík 25. okt. 1884. Scliierbeck. Brjef úr Odáðáhrauni. Eptir v. (Siðasta brjef). Reykjahlíð 26. ágúst 1884. Hinn 22. ágúst var um morguninn heldur ískyggilegt veður. Við hjeldum samt á stað úr Hvannalindum, fengum húðariguingu yfir Kverkfjallarana; vestan við hann var krapa- slettingur og bálhvasst á milli, en stórhríð á jöklinum. Riðum við Jökulsá á sama stað og fyr, var hún nú miklu meiri, og stærri kvíslarnar voru á miðjar síður,. og 9vo var straumkastið mikið, að áin skall yfir, svo við urðum votir. Norður af vað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.