Ísafold - 05.11.1884, Page 2
174
hann standa fyrir yfirgripsmiklum verkum.
Hann rjeð sjer verkamenn með þeim kjör-
um, að hann legði þeim sjálfur til fæði, fyr-
ir tiltekinn part af kaupinu og hann ekki
lítinn ; en hvernig fæðið var úti látið, um
það var hann alvaldur. Nærri má geta, að
ekki hafi valizt til hans verkamenn af betri
endanum. Auðvitað ekki aðrir en þeir, sem
ekki áttu annars úrkosti. Svo var fæðið
svo úti látið, að þessir vesalingar höfðu ekki
hálft vinnufjör við það. Svo var skipt um
þetta lið að miklu leyti á hverju ári; fáa
fýsti aptur í vistina.
Með þessu hði var nú vinnan unnin, og
með því samboðinni ráðdeild. Meðal ann-
ars var t. a. m. varla borið við að flytja
ofaníburð í veg öðruvísi en á svokölluðum
handbörum. Með þeim þurfti 2 menn til
til þess að flytja svo sem fjórða part af
þvf sem einn maður gat haft á hjólbörum
með gamla laginu, sem nú er orðið mjög
sjaldsjeð, af því að það er svo óhentugt.
Allir hristu höfuðið yfir þessu ráðlagi.
En þar við lenti lengi vel. Opt töluðu menn
reyndar um sín á milli, að þétta væri hrap-
arleg brúkun á landsfje. En hins vegar
var almenningi raunar ekki svo mjög sárt
um þennan svo kallaða landssjóð ; það
eimdi eptir af hugsunarhættinum frá því
fyrir fjárhagsaðskilnaðinn við Danmörku;
af jþví að Danir hjeldu ranglega fje fyrir
oss, þótti jafnvel fremd að því að sækja sem
fastast fje í þeirra hendur; því var það
lengi fram eptir, að það þótti lítil sök að
hafa af landsjóði, og af óvananum við hið
nýja stjórnarfyrirkomulag var almenningi
miður hugfast, að það var að taka úr vasa
þjóðarinnar að taka úr landsjóði. I annan
stað höfðu forfeður vorir í raun og veru
miklu meiri undirgefnisanda og lotningu fyr-
ir »háyfirvöldunum« (svo nefndum) og öllum
þeirra verkum heldur en nú gerist, þótt þeir
töluðu opt í aðra átt. þessi háyfirvöld áttu
að vita allt og gera allt. f>að var svo fáum
öðrum til að dreifa til nokkurs hlutar; og
þó að þessir embættismenn kynnu ekki ann-
að en meira eða minna í lögum, og höfðu
ekki öðru vanizt en skrifstofustörfum—þetta
var á hinni annáluðu skriffinnskuöld—, og
ekki annað sjeð af heiminum, en Kaup-
mannahöfn og nokkuð af Islandi, þá var
trúin hjá almenningi og hugsunarhátturinn
sá, er lýsir sjer í hinum danska málshætti:
»f>eim guð gefur embætti veitir hann líka
vit«. Fór þá opt, eins og gerist, að em-
bættismennirnir leiddust sjálfir á sömu trú
á endanum, og hjeldu sig meira en vaxna
margs konar störfum, er allir vita nú að
þarf sjerstaka kunnáttu til, sjerstakt nám,
allt eins yfirgripsmikið og vandasamt eins
og þeirra embættisnám.
Eitt af þessum störfum var nú að ráða
og segja fyrir um vegagjörð. f>að sem eng-
um kemur nú til hugar hjer á landi og eng-
um kom þá til hugar í öðrum löndum að
trúa öðrum fyrir en mannvirkjameisturum
(ingenieurs), það ljetu forfeður vorir lögfræð-
inga sína gjöra, ýmist eina saman eöa með
ráði einhverra þeim jafnsnjallra.
Agætt sýnishorn af þeirri ráðsmennsku
er hinu alræmdi Svínahraunsvegur, sömu-
leiðis örskammt frá höfuðstað landsins.
Vegur þessi var fyrst og fremst lagður yfir
þvert hraunið, f stað þess að hafa hann
þar sem hann er nú, að mestu fyrir norð-
an það eða yfir Norðurvelli, sem var miklu
fyrirhafnarminna og meira en tilvinnandi
fyrir ekki meiri krók; því þar sem hraun
eru fyrir, er í lengstu lög betri krókur en
kelda. Vegurinn var lagður þvert yfir
hraunið, en þó engan veginn beint, heldur
með stórum hlykk, svo stórum, að nam
fullum fimmta hluta allrar vegalengdarinn-
ar yfir hraunið. f>ó kastar tólfunum, þeg-
ar vjer heyrum, hvernig vegurinn var gerð-
ur. Hann var hafður allur upphækkaður,
hjer um bil jafnt hvort heldur voru hæðir
eða lautir; hleðsla hans var þannig gerð, að
grjótinu var að eins hróflað saman, en hvergi
raðað eða eiginlega hlaðið. Ofan í þessa urð
var síðan hrúgað mold og efst strokið yfir
með sandi. f>etta leit dável út þegar veg-
urinn var nýgerður. En sem nærri má
geta skolaði rigningin moldinni burtu mjög
bráðlega og var þá eptir ber urðin, er allar
skepnur forðuðust meira en hraunið sjálft.
Nú er að vita, hvað þessi snilldarlega
vegargjörð kostaði. Svínahraunsvegurinn
var allur rúm 3000 faðmar, að áðurnefnd-
um 600 faðma hlykk meðtöldnm, eða f míla,
og kostaði nær 14000 kr. eða meira en
kr. faðmurinn.
f>etta var nú hinn upphaflegi kostnaður.
Eptir 2—3 vetur var nauðugur einn kost-
ur að fara að gera við veginn allan saman.
f>að var gert fyrst með þeim hætti að bera
ofan í hann aptur; því var haldið áfram í
tvö sumur, með miklum mannafla, og lokið
við á þeim tíma hjer um bil f af allri vega-
lengdinni eða tæplega það. f>að kostaði um
þúsund krónur.
f>egar svo langt var komið, uppgötvuðu
menn, að vegurinn mundi litlu bættari, og
sáu þá að eigi mundi annað stoða en að rífa
upp alla hina eldri hleðslu, ef hleðslu
skyldi kalla, og flórleggja allt saman, og
bera síðan möl þar á ofan.
A þessu var byrjað þriðja sumarið, sum-
arið 1884, flórlagður þá hjer um bil f hlut
vegarins, og borið ofan í þann kaflann að
nokkru leyti. f>að kostaði 3500 kr.
Taldist þá svo til, að með viðlíka áfram-
haldí mundi þessi hin nýja umbót á vegin-
um öllum kosta heldur meira en minna en
hin upphaflega vegargjörð.
Og vegurinn þá allur fullgjörður, þessir f
hlutir úr mílu, langt yfir 30,000 kr., eða svo
sem 10—12 kr. faðmurinn.
Eór þá að renna á menn tvær grímur —
Hinn nýi spítali í Reykjavík.
--»«--
Herra ritstjóri ! f>jer hafið í blaði yðar í
41. tölubl. þ. á. farið ómildum orðum um
hina nýju spítalabyggingu hjér í bænum, og
nú hefir landlæknirinn í 43. tölubl. gripið í
sama strenginn. Af því að greinar þessar
eru þess eðlis, að þær hljóta að villa sjón-
ir fyrir þeim sem ókunnugir eru, skal jeg
leyfa mjer að gjöra við þær nokkrar athuga-
semdir, sem jeg vil biðja yður um að ljá
rúm í blaði yðar sem fyrst.
Ykkur landlækninum þykir húsið of lítið.
f>jer, herra ritstjóri, kallið sjúkraherbergin
»herbergja-holur og þakklefa«, og landlækn-
irinn segir, að byggingin sje »mjög lítilfjör-
legt hús« og geti að eins tekið við 12 éða 14
sjúklingum, ef læknaskólinn eigi að vera þar.
Að mínu áliti eru sjúkraherbergin mjög
vel viðunandi eptir því sem hjer hagar til
og mikil framför frá því sem áður hefir ver-
ið hjer, og að því er snertir það álit land-
læknisins, að húsið muni að eins rúma 12
til 14 sjúklinga, þú sje jeg ekki að þetta sje
á neinum rökum byggt, enda kemur það í
beina mótsögn við það, sem landlæknirinn
sjálfur segir síðar í grein sinni, að sjúkra-
húsið mundi rúma 18 sjúklinga, ef lækna-
skólinn ekki væri þar. Landlæknirinn virð-
ist ætla læknaskólanum 2 herbergi, og játar
hann því að í þeim herbergjum, sem skól-
anum er ætlað, sje rúm fvrir 6 sjúklinga
eða 3 sjúklinga í hvoru. Nú hefir lækna-
skólinn ekki og þarf ekki að hafa hin stærstu
herbergi á spítalanum, sém eptir því ættu
að geta tekið 4 sjúklinga. Af þessum hin-
um stœrstu herbergjum eru til 2, sem þá
taka samtals 8 sjúkl. f>á eru til 4 herbergi
jafnstór því, sem læknaskólinn hefir, og taka
þau eptir þessum reikningi 3 sjúka hvort
eða samtals 12. Auk þess eru til 5 herbergi
og má eftir sama hlutfalli ætla, að 4 af þeim
taki eirm sjúkl. hvert, en eitt taki 2. Ept-
ir þessu geta alls komizt fyrir á sjúkrahús-
inu 26 sjúkl., ef læknaskólinn er ekki, en
20, ef 2 herbergi eru tekin til skólans. Jeg
hefi hjer að eins dregið ályktanir út úr
reikningi landlæknisins sjálfs, enda hygg
jeg, að sjúkrahúsið vel geti rúmað þessa
sjúklingatölu, eptir því sem hjer er ástatt,
þó að jeg vel viti, að sjúklingum í heitum