Ísafold - 05.11.1884, Síða 3
176
og miðlungi heilnæmum bæjum er ætlað
talsvert meira rúm. Bn þess ber að geta,
að læknaskólanum hefir hingað til ekki ver-
ið ætlað nema eitt herbergi, sem líka er
nægilegt, og getur þá spítalinn, þó að skól-
inn sje þar, veitt 23 sjúklingum móttöku.
Auk þess er húsið þannig byggt, að það
má ef þörf og efni eru á, iengja það suður
á við.
þá er að gæta að því, hvort líkindi sjeu
til að aðsóknin að spítalanum muni fram-
vegis verða svo mikil, að spítalinn reynist
ónógur. þjer segið, herra ritstjóri, »að það
hljóti að þurfa bæði heppni og lag til þess
að hrinda svo af sjer aðsókn sjúklinga, að
slík kytra reynist ekki von bráðar mikils til
of lítiltt. Jeg verð að játa, að jeg skil ekki
þessi orð yðar. Hvér skoðar það sem
heppni, að þurfa að hrinda sjúkum frá sjer?
Og þar sem þjer talið um »lagið«, þá virð-
ist liggja beinast við að skilja það svo, að
þjer dróttið því sjerstaklega að mjer sem
lækni spítalans, að jeg reyni til og hafi lag á
að hrinda burtu sjúklingum frá spítalanum.
Hvað hafið þjer fyrir yður í þessu? Er yð-
ur kunnugt nokkurt dæmi þess, að jeg hafi
bolað sjúklinga frá spítalanum ? Jeg sjálfur
er mjer þess ekki meðvitandi, að slíkt hafi
nokkru sinni komið fyrir.
En víkjum að efninu. það er ljóst, að
enginn annar áreiðanlegur mælikvarði er til
fyrir aðsókn að spítalanum eptirleiðis held-
ur en sú aðsókn, sem að undanförnu hefir
verið. Allt annað er byggt í lausu lopti.
En hver hefir þá aðsóknin verið að undan-
förnu ? í síðustn 5 árin hafa að meðaltali
legið 60 sjúkl. á spítalanum ár hvert, og
síðan farið var að taka á móti sjúkum í nýja
spítalann í byrjun október hafa 2 sjúkl.
agzt inn og nú sem stendur er þar 1 sjúkl.
þetta er öll aðsóknin. Jeg fyrir mitt leyti
er sannfærður um, að aðsóknin varla muni
fara mikið fram úr þessu eptirleiðis fyrst
um sinn. þetta álit mitt byggi jeg á því, að
jeg geng að því vísu, að hinar sömu ástæð-
ur, sem hingað til hafa valdið því að að-
sóknin hefir verið svo lítil, muni einnig ept-
irleiðis um langan tima haldast við og halda
áfram að hafa hinar sömu afleiðingar.
Aðal-orsökin til þess, að aðsóknin að spí-
talanum hjer er og hefir verið svo lítil, er
einkum fátœktin. þetta er mjer kunnugra
en bæði yður og landlækninum, með því að
jeg nú í 16 ár hefi fengizt við lækningar
hjer og jafnlengi verið læknir spítalans. Jeg
hefi ráðið sjúklingum svo mörgum hundruð-
um skiptir að leggjast á spítalann ; en einatt
hefir viðkvæðið verið, að þeir hefðu eigi efni
á því. Er þá nokkur ástæða til að halda,
að veruleg breyting verðt fyrst um sinn á
efnahag manna hjer á landi? það er al-
kunnugt, að nú um hin síðustu ár hefir j
gengið yfir landið hið mesta hallæri, sem
verið hefir síðan í byrjun þessarar aldar, og
nú sem stendur er útlitið hjer í nærsveitun-
um, sem Jhelzt geta notað spítalann, alls
ékki glæsilegt. Getur nokkur, þegar svo
stendur á, haft nokkra vissu fyrir því, að
efnahagur landsmanna batni stórum á hin-
um næstu árum, svo að við megi búast, að
spítalinn þess vegna verði betur sóttur ?
Onnur ástæða fyrir því, að aðsóknin hefir
verið lftil, er sú, að sjúklingar út um landið
eigi geta nálgast spítalann sökum fjarlægðar-
innar og sakir þess, að flutningar hjer á
landi eru bæði dýrir og örðugir og óþægi-
legir eða með öllu óþolandi fyrir sjúka.
Helzt verða sjúklingar að sæta strandferð-
um, en þær eru skemmstan tíma ársins og
sjúklingarnir komast opt eigi heim aptur
með þeim fyrr en að ári liðnu, og margir
sjúklingar ná ekki til strandferðanna Er
nokkur von um að bót verði á þessu fyrst
um sinn?
Eigi allsjaldan er það, að sjúklingar hafa
ótrú á spítalanum, eins og líka á sjer stað
t. a. m. í Danmörku; jeg verð að álíta að
þessi ástæða muni alls ekki falla burt
hversu góður spítali sem hjer væri byggður.
Landlæknirinn segir, að um loptbreytingu
sje alls ekki að ræða á spítalanum. þessu
verð jeg algjörlega að mótmæla. í 4 her-
bergjum eru vindaugu út í gegnum vegg-
inn og eru þau sett eptir snmkomulagi
við landlæknirinn sjálfan, svo að honum
getur ekki verið það ókunnugt. Á þess-
um og öllum öðrum herbergjum spítalans
eiga að vera gluggar á hjörum og sömu-
leiðis báðir ganggluggarnir, svo að nægan
loptstraum geti lagt um allt húsið; og þar
sem landl. segir, að eigi verði lokið upp
rúðu í sumum herbergjum, þá á þetta sjer
að eins stað um eitt herbergi, af því það er
enn að þessu leyti ófullbúið, en það verður
gjört áður en húsið er tekið út.
Baðherbergið er ekki búið enn og hefði
því verið rjettara að láta það bíða að setja
út á það. það er misskilningur yðar, herra
ritstjóri, að þetta herbergi sje ætlað almenn-
ingi til afnota, heldur á það að eins að vera
fyrir sjúklinga.
Landl. spyr: »Hvernig ætli færi, ef ein-
hver mikil meinsemd er skorin og snögglega
tekur að til blæða á nóttu, ef enginn læknir
er í nánd». Landl. veit eins vel og jeg, að
þegar svo stendur á, er æfinlega einhver af
læknaefnunum, sem til þess er trúandi,
látinn vaka hjá sjúkl. og honum áður sagt,
hvernig hann skal fara að, ef slíkt ber að
höndum.
Að því er snertir þá spurningu, hvort
skólpið geti runnið frá spital., þá er jeg
j sannfærður um, að ekki verða meiri vand-
ræði með það frá spítal. en frá öðrum
húsum í bænum.
Landl. hefði því átt að íhuga betur allt
það, sem hann hefir fundið að hinu nýja
sjúkrahúsi áður en hann ljet þessar að-
finningar sínar koma fyrir aJmennings
sjónir. Jeg hefði þvi, ef jeg vildi, eins
mikinn rjett til að bera honum á brýn
þekkingarskort á því, sem hann ritar um,
eins og hann hefir til þess að segja að
sjúkrahússnefndina skorti þekking á því,
hvemig spítala eigi að vera fyrirkomið.
það er auðvitað, að mjer dettur ekki í
hug að jafna mjer saman við herra landl.
að því er snertir þekking á fyrirkomulagi
spítala; en jeg verð þó að halda, að hon-
um hafi gleymzt það, þegar hann skrif-
aði grein sína, að jeg á sæti í spítala-
nefndinni og að jeg þó er allvel kunn-
ugur báðum þeim spítölum í Khöfn, sem
hann er kunnugastur. þar að auki ætti
landl. að muna eptir því, að uppdráttur
spítalabyggingarinnar var borinn undir álit
hans og flestallar þær uppástungur til breyt-
ingar, sem hann gjörði, voru teknar til
greina. En hins vegar hygg jeg, án þess
að jeg vilji styggja herra landl. í nokkru, að
jeg hafi miklu meiri reynslu og þekking en
hann um það, hvernig tilhagar hjer á landi
og hvað þörfum vorum íslendinga gegnir
bezt. þetta gæti ef til vill jafnað upp það,
sem mig skortir á við herra landl. í þekk-
ingu á spítölum erlendis.
Landl. er góðrar vonar um, að næsta þing
mundi hafa sýnt sig fúsara til að leggja
fram fje til spítala en hið síðasta þing, ef
til hefði komið. Á hverju hann byggir það,
veit jeg ekki. þeir þingmenn, sem jeg
þekki, segja hið gagnstæða. Mjer sárnar
það eigi síður en landl., að þingið tók eigi
betur í málið á síðasta þingi. Jeg fyrir
mitt leyti er vonardaufur um, að næsta
þing muni leggja fram stórfje til nýrrar
spítalabyggingar.
Landl. hefir verið sagt skakkt frá um þær
7000 kr., sem spítalastjórnin hefir fengið
loforð um að fá til láns úr landssjóði. Lán-
ið er að mestu tekið til þess að geta staðið
í skilum við húsasmiðinn, og er ekki víst
að það verði notað allt. Síðasti aðalfund-
ur samþykkti mólmælalaust þessa lántöku
stjórnarinnar.
Jeg skal að þessu sinni ekki tala neitt
um læknaskólann nje um hinn fyrirhugaða
geðveikisspítala landlæknisins; tilgangur
minn með þessari grein er að verja að-
gjörðir spítalafjelagsins fyrir ómildum og
ósanngjörnum dómum. — Með virðingu
Reykjavík T\. 84.
J. Jónassen, Dr. med.