Ísafold - 05.11.1884, Síða 4

Ísafold - 05.11.1884, Síða 4
176 Ritstjóri ísafoldar leyfir sjer að svara nú þegar lauslega því litla, sem til hans er talað í þessari grein. J>að er þá fyrst að taka það fram, að hinn heiðraði höf. er svo alkunnur að mannúð og nákvæmni við sjúklinga, að hann þarf ekki að óttast að al- menningur leggi þá getsök í ummæli blaðsins um „heppni og lag til að hrinda frá sjer aðsókn sjúklinga", sem hann virðist ímynda sjer. Orðin þýða vitaskuld ekki annað en að það þurfi heppni með til þess að svona lítið hús endist til nokkurrar hlitar og lag til þess að sjá sjúklingum borgið hvað húsnæði og hjúkrun snertir utan spít- alans. Um þetta, að spítalinn sje mikils til of lítilfjörlegt hús til þess sem hann á að vera ætlaður, munu flestir vera á einu máli, að fráteknum spítalalækninum sjálfum og þessum fáu mönnum sem gerðu hans spítalahugmynd að kapps- máli gagnvart tillögum hins nýja land- læknis, byggðum á sjerstökum kunn- ugleik á spftalafyrirkomulagi víðar en í Danmörku, hinum sömu mönnum, sem munu eiga heiðurinn fyrir það að málið ónýttist á síðasta alþingi. Dæm- ið frá Færeyjum um aðsókn að spítal- anum þar er ekki ómerkilegt, þvi ekki eru Færeyingar miklir auðsældarmenn. Enginn getur fortekið, að hinir miklu gallar á eldri spítalanum hafi átt mest- an þátt í því, að svo lítil var aðsókn að honum ; og hvað fátæktina snertir, þá er það auðvitaður hlutur og sjálf- sagður, að þar sem í öðrum löndum er fullt af spítalaölmusum, margvíslega löguðum, er spítalar þar eiga að miklum mun aðsókn sína að þakka, þá muni því síður hugsandi til að komast af án þess konar hjer á þessu sárfátæka landi. Sú skoðun mun meira að segja vera að ryðja sjer til rúms annarstaðar, að rjettast sje að gera það að almennri reglu, að láta fátækt fólk hafa ókeyp- is læknishjálp og spítalavist, bæði fyrir mannúðar sakir, og eigi síður hins, að það muni fyllilega tilvinnandi þjóðmeg- unar vegna. Sú stefna tímans mun von bráðar knýja að dyrum hjer, og hvað mun þá „kytran“ þessi endast, og jafnvel hvort sem er ? Sje það svo, að ekki eigi aðrir kost á að lauga sig i hinum nýja spítala en sjúklingar, þá er það apturför frá því sem var á gamla spitalanum, og hún merkileg. Auglýsingarjettur f’jóöólfs. þar er búið að augiísa, og í „Suðra“, hvað haft liefir verið að átyllu til að svipta þjóðólf aug- lýsingarjettinum og fórna Suðra þessum rjetti. þjóðúlfur á að vera orðinn svo óvirðulegt blað, að uppboðsauglýsingar o. þ. h. óhreinkist á því að birtast í honum, og annað það, að ritstjórinn sje lcominn í sakamál, — reyndar sýknaður í því með dómi. En að Suðri lilaut auglýsingarnar, var af því, að hann bauðst til þess fyrir miklu minna verð en þjóðólfur; bara það og ekkert annað. Svo mörg eru textans orð.— Sje nú svo, að hver maður haldi þingmennsku fyrir það, þött hann sje sterklega grunaður um glæp, allt hvað hann er ekki beinlínis sakfelld- ur fyrir hann með dómi, þá verður æði-kátlegt að bera það upp í sig, að sá maður, sem að eins er höfðað á móti sakamál, sje ekki sið- ferðislega hæfur til að lesa prófarkir á auglýs- ingum. Sjer eru nú hver fínlieitin á þessum hábomu auglýsingum. þeim er vandara um en sessunautum þingmannsins, hvað þá heldur kjósendum hans. Og þá hitt, að þeir, sem annara hluta vegna hafa ýmugust á blaði, finna upp á því í hefnd- arskyni að kalla það „óvirðulegt11. það er önn- ur ástæðan. þess konar ástæður, sem í óvilhallra manna augum eru einber hjegómi, geta þótt áheyri- legar í stofuhjali meðal fjandmanna blaðsins. það er margt gott í þá skuld, sem er allsend- is óboðlegt í valdsmanns sæti eða dómara. Hjer er gjörræði í frammi haft, sem eigi er auðfundið dæmi til samkynja, þótt smátt sje. Eina dæmið nærlendis mun vera signor Estr- úp, loflegi’ar fyrirmyndar. Hann mun hafa sýnt einu sinni sömu karlmennskuna á einu vesalings-vinstrimannablaði á Jótlandi. En hann fór þó það drengilegar eða vægilegar að, að hann veitti blaðinu áminningu og aðvörun áður. Og ekki datt honum i hug að færa aug- lýsingamar í kaupendafærra blað eða sem kom miklu sjaldnar út. þar eru lærlingarnir meist- aranum fremri. Um auglýsingaverðið sýndi þjóðólfur í fyrra með rökum, að það er ýmist lítið eða ekkert meira í honum en í Suðra, stundum jafnvel minna. En látum svo vera, að þessi ástæða væri sönn: ætli það mundi mælast vel fyrir því í viðskiptum einstakra manna á milli, að láta einhvern og einhvem aðvífandi undir- bjóða í laumi gamlan viðskiptamann V Er það laglegt afspurnar, að laumast til að þiggja undirboð Suðra, og láta þjóðólf ekkert af vita fyr en allt er fullgert og um garð gengið ? J>að er illt að fóðra flík, sem engin heil brú er í. Hitt og þetta. Merkilegur reki. Snemma í sumar, 18. júni, fundu þrír Grænlendingar frá Julianehaab á ísjaka þar á flóanum fyrir utan ýmsa muni frá pólfararskipinu Jeannette frá Ameríku, er sökk í landnorður frá Nýju-Síberíu vorið 1881 , eptir tveggja ára hrakning fyrir norðan Asíu austanverða. Munir þessir voru tjaldslitur, kassahrot með nafninu „Jeannette“ á, farmskrá og ávísunarbók, hvorttveggja undirskrifað „De Long“, en svo hjet oddviti fararinnar og var einn af þeim, er á land komust i Síberíu, en urðu þar úti. Enn fremur olíuskinnbuxur, merktar nafni eins af hásetunum, er Louis Noros hjet. Enn fremur sáu Skrælingjar á jak- anum eitthvert hrúgald, með bjarnarfeldi yfir, og þótti líkt þvi, að vera mundi lík af manni, en þorðu eigi fyrir líkhræðslu að grennslast ept- ir, hvað þetta væri. Hina munina hírtu þeir og fóru með í land. Danskur verzlunarstjóri í Julianehaab, Carl Lytzen að nafni, brá þegar við og fór út með einum Grænlendingnum til til frekari rannsókna; en þeir fundu ekki jak- ann aptur. pessi reki er merkilegur að því leyti, að hann sýnir hvernig straumum hagar norður í hö f- um. Svo er sagt, að í fornum rússneskum frá- sögum sje þess getið, að veiðarfæri hjeðan frá Norðurálfu hafi fundizt rekin austur við Beh- ringssund. En þetta dæmi fer í gagnstæða átt. Dannenhower lautinant, einn af yfirmönnum á Jeannette, er af komust, segir svo frá, að eptir að skipið var sokkið, skiptu skipverjar vistum og öðrum föngum á milli sín og tjölduðu á ísjaka. J>eir leituðu síðan til lands á bátum flestir eða allir. En jakann hefir rekið vestur Karahaf, vestur á milli Novaja-Semlja og Franz- Jóseíslands, norður fyrir Spítzbergen og þaðan vestur í pólstrauminn fyrir austan Grænland, bor- izt síðan með honum suður allt Grænlandshaf og suður fyrir Hvarf, en síðan norður með landi þar að vestanverðu, enda beygir pólstraumur- inn þannig við þar. J>að er nokkuð meira en 600 vikur sjávar, sem jakann hefir rekið, á hjer um bil 1000 sólarliringum. AUGLÝSINGAR Hin nýja útgáfa af sálmabókinni verður hjá mjer innan skamms til sölu, með minna verði en annarsstaðar, þannig : í alskinni, gylt á kjöl og hliðum 3 kr. 60 a. í----— - — 2 kr. 60 a. í gyltu velsku bandi 2 kr. 25 a. Reykjavík, 1884. Br. Oddsson. Sundfjelags-tillögum er veitt viðtaka á afgr. stofu Isafoldar, þar geta menn og skrifað sig í fjelagið. Hjer með auglýsist, að við seljum ekki beitu, að minnsta kosti ekki tvö næstkomandi ár. Hvammi í Kjós 31. okt. 1884 6r. 6hiömundsson. J. Einarsson. J. porleifsson. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. pliil. Prentsmiðja isafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.