Ísafold - 11.03.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.03.1885, Blaðsíða 2
42 búð, þar sem menn úr Vatnsleysustrandar-' og Rosmhvalaneshreppum hafa atkvæðis- j rjett, því að, þótt sá fundur hefði verið fjöl- sóttur hjeðan úr hreppi, mundu atkvæði okkar samt eigi hafa getað ráðið úrslitum, og menn þeir, er fóru hjeðan á fundinn, segjast hafa gefið atkvæði með 3amþykkt- inni, af því að sýslumaður bar það fram, sem eðlilegt var, að öll samþykktin væri felld, ef þetta atriði væri vir henni numið;— en sýslunefndin ein hefði borið ábyrgð fyrir það, að hún hefði tekið þetta atriði inn í samþykktina. Jeg fyrir mitt leyti treysti mjer eigi til að dæma um málið: »net« eða »ekki net«, því að til þess vantar mig nægilega þekkingu og reynslu; en þegar jeg talaði við menn hjer, sem eru gamlir og reyndir og sem hafa aflað mikinn fisk í net á hinu umrædda svæði, þá fann jeg það fljótt, að þeir voru allir á einu máli um það, að skaðlegt væri að banna mönnum netalagnir þar, og mjer fannst það líka sjálfum, að það gæti orðið dýrt «experiment» (dýr tilraun) að byrja á þessu nú í ár. f>að væri sannarlega hryggi- legt að hugsa sjer það, að nægur netafiskur kæmi inn' á fjörðinn, og enginn mætti svo veiða hann, en menn yrðu ef til vill daglega að fara í land átómum ferjum, af því að enginn fiskur fengist á færi. Af því að mjer heyrðist á mönnum, að þeir myndu ætla sjer að leggja net sín, hvort sem sam- þykktin yrði löggilt eða ekki, þá sagði jeg þeim, að þetta væri óhyggileg aðferð, og að þeim væri betra að skrifa amtmanni og skýra honum frá áliti Garðahreppsmanna um þetta málefni, og af þessum ástæðum mun skjalið til hans hafa orðið til. Jeg verð enn fremur að álíta að fund- urinn á Tangabúð hafi ekki verið bær til að samþykkja þetta atriði í samþykktinni, hafi Bessastaðahreppsbúar eigi verið kvadd- ir til fundarins. Að endingu læt eg þá skoðun mína í ljósi, að aldrei fáist'góð lög um fiskiveiðar vorar með þessari samþykktaraðferð. Hið eina rjetta finnst mjer vera, að skipuð sje nefnd af valinkunnum mönnum og hún látin semja frumvarp til laga um fiskiveiðar í Faxaflóa, og að það svo verði lagt fyrir næsta þing. Hafnarfirði 4. marzm. 1885. Q. Zimsen. Nokkur oró um hag alpýðu, einkumá suðurlandi. Eptir J>. Bjarnason. Ef einhver spyrði á þá leið: hvernig stendur á því, að almenningur hefir nú á þriðja ár orðið að neyðast til að lifa að meira eða minna leyti á gjöfum, að minnsta j kosti hjer í suðuramtinu, þá mundi svarið að líkindum verða: það er allt sprottið af ótíð- inni og fellinum 1882, og þetta batnar bráð- um. Eg vildi óska að svo væri, og að sá neyðarhagur, sem almenningur lifir við nú um stundir, væri að eins skyndi-ástand. En hagur almennings víðsvegar urn land, og þó einkum á suðurlandi, var því miður allt annað en góður áður en fellirinn og mislingarnir dundu yfir 1882, og skal eg að eins taka árin frá 1860 til 1880 til skoðunar í þessu efni. 1860 fjekk Snæfellsnessýsla lánaðar 400 tunnur af korni til að afstýra yfirvofandi hallæri. 1861 beiddi þingið stjórnina um 7000 rd. lán handa bágstöddum sveitum í Gullbringu- og Iíjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu, og var það einkum sökum fiskileysis. 1867 báðu Skagafjarðar og Eyjafjarðar- sýslur stjórnina, sökum skorts, um kornlán, sem og fjekkst. 1868 var ástandið í suður og véstur amtinu, mest sökum fiskileysis, svo bágborið að bæði var skotið saman stórmiklu fje í Danmörku til hjálpar hinum nauðstöddu og stjórnin veitti og suðuramtinu 5000 rd. lán í sama skini. 1864 féngu bæði Austur-Skaptafells og Suðurmúlasýslur fyrir aðstoð stjórnarinnar kornhjálp til að koma í veg fyrir bjargar- skort. 1871 fengu 2 hreppar í Norður-þingeyjar- sýslu 20 tunnur af kornmat lánaðar hjá stjórninni, sökum ótta fyrir hallæri. Vestmanneyjar og íbúar Gullbringu- og Kjósar og Borgarfjarðarsýslu hlutu og á ár- unum 1875 til 1877 bæði stjórnarlán og talsverðar gjafir til að firra sig hungri, enda er flestumvísthjer við Faxaflóa sunnanverð- an minnisstætt fiskileysið á árunum 1876 og 77. Slíka opinbera og einstakra manna hjálp urðu menn víðs vegar um land að fá á þessu tímabili til að verjast vandræðum, og þegar þess er gætt, hversu örðugt gekk opt að fá lán þessi endurborguð, má geta nærri, hversu ástandið hefir verið bágt, og eg held líka, að þeir sem þekkja til og hafa tekið eptir hag almennings nú um síðustu 20 ár, ekki sízt hjer víðsvegar um Suðr- og Vest- urland,hljóti að játa, aðhagur alltof margra alþýðumanna sje í sannleika bágborinn. það eru margir og hafa lengi verið hjer á landi svo bágstaddir, að þeir hvorki geta haft nægilegt nje hollt viðurværi nje klætt af sjer kulda, auk heldur að menn eigi kost á að gjöra sjer dagamun, sem þó er eðlilegt að menn langi til, ekki sízt þá sem eyða aldri sínum við strit og skort. Um húsa- kynni ætla eg ekki að tala. f>að eru því miður of fáir meðal almennings til sveita svo efnum búnir, að þeir geti gjört þau viðunanleg og því síður varanleg, að minnsta kosti á Suðurlandi. f>að er auðvitað gott og þakkarvert, að fá hjálp hjá öðrum, þá er sönn þörf krefur; en óskandi væri, að hugsunarháttur sem flestra væri svo, að þeir vildu þó áður leita allrar ærlegrar sjálfshjálpar, því mjög er hætt við, að gjafahjálp til langframa þegin sljófgi rneir en æskilegt er hverjum manni nauðsynlega sjálfstæðistilfinningu, enda hvorki við gjöfum að búast til lengdar, — leiðir verða langþurfamenn, — nje skemmtilegt að lifa á þeim, verði öðruvísi af komizt. Bágborið ástand manna, og það áður en harðærið hnekkti bjargræði manna, er, f>eg- ar að er gáð, raunar mjög eðlilegt. Arið 1850 var fólkið á landinu rúmar 59 þús., en 1880 var það nær 72f þús., eða milli eins fjórða og eins fimmta parts fleira (22jy» fleira). Til þess nú að menn hefðu haft eins góðar ástæður 1880 eins og 1850, hefðu atvinnuvegirnir þurft að aukast 1 hlutfalli við fólkið eða þó raunar töluvert meir, með því að þarfirnar fara sífellt vaxandi, bæði sannar þarfir og ímyndaðar. En því fer fjarri, að svo hafi verið. Eg hefi ekki, svo eg muni, sjeð greinilega skýrslu um skepnu- fjöldann á landinu 1850, og þess vegna tek eg árið á undan eða 1849 til samanburðar. þá mun tala nautpenings á landinu hafa verið um 22£ þús. (að kálfum frátöldum), en sauðfjenaður um 430 þús. (að lömbum frátöldum). En 1880 var nautpeningurinn aptur 21 þús. og sauðfje 501 þús. þ>að er með öðrum orðum, að í stað þess að pen- ingurinn hefði samkvæmt fólkstölunni átt að fjölga á þessu tímabili um hjer um bil fjórða part, til þess að afkoman hefði verið jafn góð, þá hefir sauðfjenaðurinn fjölgað að eins um sjöttapart (16£"/>) og nautpeningur- inn alls ekkert fjölgað, heldur fækkað (um 6-Jý), og er von að slíkt dragi dilk eptir sig Að vísu kann peningur að gjöra sumstað- ar nokkuð betra gagn nú en þá, af nokkuð betri meðferð, og yms smá atvinna að hafa aukizt; en það gjörir þó sjálfsagt ekki mik- inn mun. Að vísu hafa þeir og fjölgað méir en um helming á þessu tímabili, sem taldir eru að lifi af sjó, svo aflinn í heild er sjálf- sagt töluvert meiri. En meðan menn stunda sjó á opnum skipum mestmegnis, er sú fjölgun eigi veruleg framför, heldur jafnvel hinn voðalegasti háski fyrir landið, ekki sízt þar sem fiskurinn eins og t. d. í Faxaflóa virðist fremur vera að fjarlægjast þær stöðv- ar, sem almenningur * getur sótt hann á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.