Ísafold - 08.07.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.07.1885, Blaðsíða 3
115 gert ráð fyrir, að tekjurnar hrökkvi ekki I fyrir gjöldunum á fjárhagstímabilinu 1886 1887: vantar á um 4000 kr. Aður hefir allt af verið gert ráð fyrir talsverðum af- gangi, sem jafnan hefir þó orðið langt um drýgri í reyndinni. J>essi halli er að miklum mun fólginn í því, að ekki er búizt við nema 24,000 kr. í lausafjárskatt á fjárlagstíma- bilinu, í stað 39,000 kr. nú. Að öðru leyti er fátt utn nýungar í fjárlagafrumvarpinu. Nefnd í þvi máli er: Tryggvi Gunnars- son (formaður), Eiríkur Briem (skrif.), Hall- dór Kr. Friðriksson, jporkell Bjarnason, þorst. Thorsteinsen, Lárus Blöndal, |>orlák- ur Guðmundsson. Endurskoðun stjórnarskrárinnar. f>rír þingmenn í neðri deild, Benid. Sveinsson, Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson, hafakomið fram með stjórnarskrárfrumvarp, sem er sem mest sniðið eptir frumvarpi þingsins 1873, samkvæmt áskorun f>ingvallafundarins, þar á meðal sjerstaklega farið fram á landstjóra (sama sem jarl) hjer á landi,með ráðgjöfum, er hafi ábyrgð fyrir alþingi. Nefnd var sett í mál þetta í gær: Jón Sigurðsson (20 atkv.), Benidikt Sveinsson (19), f>órarinn Böðvarsson (19), f>orvarður Kjerulf (18), f>órður RÍágnússon (14). Hall- dór Kr. Friðriksson (13), og Jón Jónsson (12). Á undan nefndarkosningunni urðu nokkr- ar umræður, og varð fyrstur til máls Landshöfðinginn, er kvaðst vilja lýsa því yfir nú þegar, að stjórnin álit sjerhverja breyting á stjórnarskránni ónauðsynlega að svo komnu og mundi því eigi aðhyllast neinar breytingar á henni. Sjerstaklega lýsti hann því yfir, að petta frumvarp mundi með engu móti geta öðlast staðfestingu kon- ungs, þótt svo hefði verið að stjórnin hefði eigi álitið endurskoðunina ónauðsynlega, hvað þá heldur þegar svo væri. f>ar með kvaðst hann hafa lýst skoðun stjórnarinnar og þeim afdrifum, er málið ætti í vændum, þótt það kæmist gegn um þingið. Jón Sigurðssoti svaraði fyrstur landshöfð- ingja, og kvað sjer eigi hafa komið óvart þessar undirtektir, en taldi þingmönnum byrja að líta meira á þörf og kröfur þjóðar- innar en geðþótta stjórnarinnar í þann og þann svipinn. — I sama streng tóku þeir Jón Ólafsson og Benidikt Sveinsson; enn fremur Eiríkur Kúld að nokkru leyti, en II. Kr. Friðriksson barði heldur í vænginn. Landsbanki. f>essi eru nokkur hin helztu fyrirmæli landsbankafrumvarpsins: Banka skal stofna í Reykjavík, er kall- ast landsbanki; tilgangur hans er að greiða fyrir peningaviðskiptum landsins og styðja að framförum atvinnuvega þess. Til þess að koma stofnun þessari á fót, leggur lands- sjóður 10,000 kr. til. — Landsbankinn fær að láni úr landssjóði allt að hálfri miljón króna, er skal vera vinnufje hans. Fje þetta greiðist bankanum smám saman, ept- ir því sem þörf hans krefur, í seðlum þeim, er getur um hjer á eptir. Bankinn greiðir landssjóði 2°/° í leigu um árið af skuld sinni og ver öðrum 2f> um árið til að mynda varasjóð. — Stjórninni er heimilt að gefa út fyrir landssjóð seðla, fyrir allt að hálfri miljón. Seðla skal gefa út er gilda 100, 50 og 10 krónur. — Seðlum landsjóðs skal tekið við í konungs og öðrum opin- berum sjóðmn á Islandi; þeir gilda þar manna milli og eru skuldgengur greiðslu- eyrir með fullu ákvæðisverði. Engum öðr- um en landssjóði er heimilt að gefa út brjefpeninga á Islandi. — 1 bankanum má fá seðlunum skipt mót öðrum seðlum og mót smápeningmn eptir því sem tök eru á. — Bankinn hefir á hendi þessi störf: 1. Tekur við peningum sem innláni eða með sparisjóðakjörum, á dálk og í hlaupareikn- ing. 2. Kaupir og selur víxla og ávísanir, sem gjaldast eiga á íslandi eða erlendis, útlenda peninga, bankamiða, brjefpeninga og auðseld arðberandi verðbrjef. 3. Lánar fje móti tryggingu í fasteign. 4. Lánar fje mót handveði. 5. Veitir lán sveitum og bæjum og opinberum stofnunum á Islandi mót sveita eða bæja ábyrgð. 6. Veitir láns- traust mót handveði og sjálfsábyrgð. 7. Heimtar inn útistandandi skuldakröfur. — Bankinn má taka lán út á eigin eignir sín- ar. — Hinar nákvæmari reglur og fyrirmæli mn alla tilhögun á störfunum verða ákveð- in í reglugjörð, sem bankastjórinn stingur upp á, en landshöfðingi samþykkir.—Bank- inn getur með samþykki landshöfðingja sett á stofn aukabanka eða haft framkvæmda- stofur annarstaðar á Islandi. Fje ómyndugra og opinberra stofnana má um stundarsakir setja á vöxtu í bankann. Fje það er hefir verið lagt inn í bankann og vextir þess, er undanþegið kyrsetningu og löghaldi, meðan það stendur þar inni. Baukanum er heimilt að áskilja sjer hærri leigu en 4°/» um árið af útlánum gegn fasteignarveðum. Baukinn er undanþeginn tekjuskatti og sveitarútsvari. I stjórn bankans skal vera einn fram- kvæmdarstjóri (með 2000 kr. launum), er landshöfðingi skipar með hálfs árs uppsagn- arfresti, og tveir gæzlustjórar (500 kr. hvor), er kosnir eru sinn af hvorri deild alþingis til fjögra ára um sinn. Af gæzlustjórum þeim, sem í fyrsta skipti eru kosnir, skal þó annar að 2 árum liðnum fara frá eptir hlutkesti. Endurkosning getur átt sér stað.—Heimili bankans er í Reykjavík og þar skulu forstjórarnir vera búsettir. — Landshöfðingi skipar og setur frá bókara bankans (laun 1000 kr.) og fjehirði (1000) eptir tilliigum stjórnarnefndarinnar. Hinal aðra sýslunarmenn skipar stjórnarnefndin. —Landshöfðingi skal og hvenær sem er gota látið rannsaka allan hag bankans.— Forstjórar bankans og sýslunarménn mega eigi vera skuldskeyttir bankanum, hvort heldur er sem skuldunautar eða ábyrgðar- menn annara. — Landshöfðingi tekur til endurskoðara, er rannsaki reikninginn í hverju einstöku atriði og beri hann saman við bækur bankans og heimafjeð. — Auk hinna 2ý um árið af seðlaupphæð þeirra, er landssjóður lánar og 2. gr. getur, skal og leggja í varasjóð eptirstöðvar þær, er verða við árleg reikningsskil bankans.— Nefnd í bankamálinu: Arnljótur Ólafsson, Jón Ólafsson, Eiríkur Briem, |>orvarður Kjerulf, Egill Egilsson. Kveðið á þingvelli 27. júni 1885. Sje jeg frægra feðra stöð fimbulmúrum varða, þar sem bláa bjargatröð beljar iðan harða, þar sem alþing áður var ítrum skipað höldum, skarð er fyrir skyldi þar skeð af norna völdum. Nú er sjerhver brotin búð brott er Hallur1 liðinn, gjörvallt horfið skógarskrúð, skelfur hamar sviðinn; þannig vitum eldist allt, öldin hin sem fæddi; einn þó brosti ávalt kalt, örlög tiðar hæddi. þar sem fellur öxará ofan þingvöll forna fossinn glottir grár að sjá geipun hæðir norna; kappa frægra kveður óð kynjum þrældóms gleymir, helgrar móður hjartablóð hans um æðar streymir. Skoðum forua frelsismynd fossinn hæru gráa; bergjum hans úr hreinni lind hug og þrekið áa, ef vjer sýna þorum þá þol um nokkrar stundir, munum þreyða frelsið fá föður* merkjum undir. 1) Hallur á Síðu, einhver bezti drengur i fornum sið. 2) föður=;konungs. Árni porkelsson, Grímseyingur. Fyrlrspurn. Herra ritstjóri! Leyfist að spyrja, hvernig fer um það mikla svo nefnda plankamál þar syðra ? J>að var svo stórt á því risið, að margan furðar á, ef það á að ilognast út af«. Hafi Rosmhvalanesmenn verið eins sekir, eins og að þeim var drótt-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.