Ísafold - 02.09.1885, Side 1

Ísafold - 02.09.1885, Side 1
YIÐAUKÁBLAÐ VID ÍSAFOLD XII. 38, MIDVIKUDAGINN 2. SEPT. 1885. Ágrip af sýslufundargjörðum í Árnessýslu, 20.-24. apríl 1885. Á fundinum, sem haldinn var í barna- skólahúsinu á Eyrarbakka, mættu, auk odd- vita, 12 sýslunefndarmenn; fyrir Selvogs- hrepp var enginn sýslunefndarmaður til, og kosning sýslunefndarmannsins úrHruna- mannahreppi, sem fyrra ár var skotið undir úrskurð amtsráðins, en vísað heim aptur, sem heyrandi undir endilegan úr- skurð nefndarinnar, var í byrjun fundarins úrskurðuð ógild. Til skrifara var kosinn nefndarmaður ölveshrepps. 1. Yar samþykkt, að birta fundargjðrð- irnar framvegis á þann hátt, að ágrip af þeim sje á kostnað sýslusjóðs prentað í viðaukablaði við »ísafold*, sem sent sje sýslunefndarmönnum og breppsnefndum. Nefndarmanni Öl- veshrepps var falið að gjöra útdrátt úr fundargjörðunum til prentunar. 2. Amtið hafði borið undir álit nefnd- arinnar beiðni Sigurbjörns Guðleifsson- ar um úmælingu á nýbýli í afrjettinum umhverfis Kolviðarhól. Nefndin lagði til, að þessari beiðni væri neitað, en að amtsráðið útvegaði hjá hlutaðeig- andi hreppsnefnd leyfi fyrir gestgjaf- ann á Kolviðarhóli til að mega rækta tún og kálgarða á Kolviðarhóli sjálf- um. 3. Lögð var fram reglugjörð um grenja- leitir og refaveiðar í Gullbringusýslu, og sömuleiðis frumvarp til reglugjörð- ar um sama efni hjer í sýslu, samið milli funda. Frumvarp þetta var síðar á fundinum rætt og samþykkt og sent amtsráðinu til staðfestingar. 4. Nefnd sú, sem á síðasta fundi var falið að gjöra breytingar á af- rjettarreglugjörð fyrir eystri hluta sýslunnar, lagði fram álit sitt. Til að íhuga þetta nefndarálit var kosin 3 manna nefnd (nefndarmennirnir úr Pingvalla-, Biskupstungna- og Gríms- ness-hreppum), og lagði hún síðar á fundinum fram álit sitt. Var þá frumvarpið rætt, og gjörðar við það nokkrar breytingar, og síðan sam- þykkt og sent amtsniðinu til staðfest- ingar, ásamt með sams kyns frum- 11. varpi fyrir vesturhfuta sýslunnar, sem nokkrar smábrevtingar einnig voru gjörðar við. 5. Nefndarmanni Sandvíkuriirepps var neitað um leyfi ti! að vera burtu af fundum nefndarinnar, þegar ræði væri. 6. Guðmundur hreppstjóri ísleifsson á Háeyri hafði beðizt lausnar frá hrepp- nefndarstörfum. Nefndin vísaði þess- 12. ari beiðni frá sjer, þar sem leyfis hennar þyrfti ekki, er meðnefndar- menn beiðanda hefðu gefið leyfi sitt. 7. -Sæmundur Ingimundarsou á Stakka- vík afsalaði sjer hreppstjórn í Selvogs- hreppi, eptir 3 ára þjónustu. Nefndin stakk upp á þessum hreppstjóraefnura: 13. Árna Árnasyni í f>orkelsgerði, Olgeiri forsteinssyni á Vogsósum og Jóni Jónssyni á Stóra-Leðri. 8. Var samþykkt, eptir samkomulagi við sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu, að fara þess á leit við landshöfðingja, að aukapóstleiðin úr Reykjavík til Keflavíkur verði fratnlengd þaðan um Hafnir, Grindavík, Krísuvík, Selvog, porlákshöfn til Eyrarbakka. Einnig var samþykkt, að biðja um brjefhirðingarstað á Vorsabæ í ölvesi. 9. Eptir fyrirlagi sýslunefndarinnar á síð- asta fundi hafði oddviti í Biskups- lungnahreppisentálit sitt umhaganleg- astan ferjustað á Brúará, og samþykkti nefndin, eptir uppástungu hans og sýslunefndarmanns hreppsins, að lög- 14. ferja verði sett á Böðmóðsstöðum. Beiðni ábúandans þar um styrk til að kaupa ferjubát áleit nefndin sjer ó- viðkomandi, þar sem að hreppavegur getur legið að ferjustaðnum. 10. Nefnd sú, sem kosin var á síðasta fundi, til að semja frumvarp til sam- þykktar um ýmislegt, er að fiskiveið- um lýtur í þessari sýslu, lagði fram 3 frumvörp, sitt fyrir hverja af þeim 3 veiðistöðum, Þorlákshöfn, Eyrar- bakka og Stokkseyri. Frumvörpin, sem höfðu verið borin undir álit for- manna í þessum veiðistöðum, voru samþykkt. þrír inenn, Jón kaupmaður Árnason í forlákshöfn, Magnús bóndi Sæ- mundsson á Búrfelli og Loptur bóndi Gíslason á Vatnsnesi höfðu beðizt með- mælasýslunefndarinnar með beiðnium verðlaun af Styrktarsjóði Kristjáns 9. Nefndin áleit verk allra þessara manna verðlauna makleg, en mælti sjerstak- lega með Lopti Gíslasyni, sem fátæk- um einyrkja. Nefndin veitti Jónasi Magnússyni á Árbæjarhjáleigu verzlúnarleyfi sam- kvæmt lögum um siglingar og verzlun og skoraði jafnframt á lögreglustjóra sýslunnar, að ganga ríkt eptir, að á- kvæðum laganna um slíka verzlunar- menn sje stranglega fylgt. Eptir fyrirlagi amtsins var gjörð upp- ástunga um, hvernig verja skyldi 520 kr., sem ekki hafði verið ávísað af þeim 920 kr., er ætlaðar voru þessari sýslu f. á. til eflingar búnaði. Samkvæmt reikningum, er nefndin nú hafði í hðndum um unnin jarðabóta- störf í 2 hreppum, lagði hún til, að þessu íje væri skipt þannig: 1. Til nýs farvegar í Skúfslæk í Vill- ingaholtshreppi . . . 275 kr. 2. Til stýfiu í Hengladalsá og framskurðar á Hjalla- for í ölvesi............. 245 — = 520 kr. Eeikningar yfir þessi verk’ og álit búfræðings um þau var sent amts- ráðinu. Nefndiu lagði til, að þeira 910 kr., sem eptir tilkynningu amtsins eru ætlaðar þessari sýslu til efiingar bú- naði, verði varið þannig: a, til búfræðings Gísla Gíslasonar fyr- ir að hafa umsjón með og starfa að jarðabótum um 4 mánaða tima..................... 400 kr. b, til framhalds á nýjum far- vegi fyrir Skúfslæk . . 100 — c, til framskurðar kring ura Vörðufell á Skeiðum . . 205 — d, til framhalds á skurði í _________ Flyt 705 kr.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.