Ísafold


Ísafold - 02.09.1885, Qupperneq 2

Ísafold - 02.09.1885, Qupperneq 2
2 Fluttar 705 kr. Hjallafor og nýs farvegar fyrir Vaimá .... 205 - — 910 kr. þessurn verkum á búfræðingurinn að stjórna og þar að auk að ferðast um sýsluna eptir kringumstæðum, til að leiðbeina mönnum með jarðabætur. Auk þessa bárust nefndinni þessar 3 bænaskiár: a, frá sjera Jensi Pálssyni á Þingvelli um 200—300 kr. styrk til að koma upp húsi yfir laxaklak. b, frá Þorkeli Jónssyni á Ormsstöðum um styrk til að láta mann læra að kljúfa og böggva grjót og kenna pað út frá sjer. c, frá formönnum í Þorlákshöfn um sem ríflegastan styrk til að gjöra þar hina þriðju lendingu (áætlaður kostnaður minnst 2000 kr.). Nefndin var öllum þessum fyrirtækj- um mjög hlynnt, og sótti um til landshöfðingja, að hann veitti fje til þeirra af fje því, er hann hefur undir höndum til eflingar búnaði, og treysti amtsráðinu til hinna beztu meðmæla. 15. Nefndin samþykkti, að senda til al- þingis bænarskrá um, að taka upp í næstu fjárlög hæfilega upphæð til að kosta laxfræðing til að ferðast um sýsluna sumarið 1886. 16. Ábúendur Hóla í Stokkseyrarhreppi höfðu beðið nefndina, að útvega ann- an áfangastað í staðinn fyrir svo kailaðan »Hólavöll«, eða skaðabætur fyrir usla af ferðafólki. Nefndin vís- aði því máli frá sjer. 1L_ Nefndin svaraði athugasemdum amts- ráðsitis við sýslufundargjörðir 22. april f. á. 18. þorsteinn bóndi þorsteinsson á Reykj- um á Skeiðum hafði kært yfir ólög- legri meðferð ýmissa úr suðurhreppum sý.slunnar á úrgangi 1 Reykjarjettum. Nefndin áleit sjer það mál óviðkomandi. 19. Ábúandi Laugardæla hafði sent mót- mæli gegn kæru þeirri, er fram var borin á síðasta fundi yfir lögferjunni þar. Nefndin lýsti yfir, að kæra þessi hefði verið byggð á sögusögn áreiðanlegra manna, en nú væri allt í bezta'standi, er ferjuna snerti. Jafnframt brýndi nefndin fyrir lög- reglilstjóra, að áminna hreppstjóra um aðsenda hinar lögboðnu árlegu skýrsl- ur til sýslunefndarinnar um ástand lögferjanna í sýslunni. 20. Lagðir voru fram hreppareikningarnir fyrir 1883—84, endurskoðaðir, og voru þeir samþykktir með athugasemdum þeim, sem við þá höfðu verið gjörðar. Til endurskoðunarmanns fyrir þetta 27. ár með oddvita var endurkosinn sýslu- nefndarmaður Ölveshrepps. 21. Lagður var fram reikningur yfir tekj- ur og gjöld Árnessýslu 1884, raeð at- bugasemdum endurskoðunarmanns og svörum reikningshaldara. Reikningur- inn var ræddur og samþykktur með flestum athugasemdum, er við hann höfðu verið gjörðar. Til endurskoðunarmanns sýslureikn- ingsins þetta ár var endurkosinn sýslunefndarmaður f>ingvallahrepps. 22. Nefndin lýsti því yfir, að sýslusjóður- inn eigi ekkert í barnaskólahúsinu á Eyrarbakka; en aptur er barnaskólinn skyldur til, að hafa allt af til reiðu kennslustofu fyrir 20 unglinga, og að veita sýslunefndinni húsrúm til fund- arhalda, meðan unglingaskóli kemst 28. ekki á. Falla því burt úr sýslureikn- ingnum framvegis 40 kr., sem leiga af lOOOkr., er nefndin á sínum tíma 29. lagði til byggingar tjeðs barnaskóla- húss. 23. Fyrirspurn Guðmundar hreppstjóra Is- leifssonar á Háeyri, um, hvaðan ætti að takast borgun fyrir bókband á stjórnartíðindum hreppstjóra og hreppsnefnda, var svarað á þá leið, að skýlaust mundi, að hún ætti að takast af sveitarsjóði. 24. Samþykkt var, að senda alþingi bæn- arskrá um, að veita fje til að brúa Ölvesá; nefndinni væri þetta mál hið mesta áhugamál. 25. Samþykkt var, að fresta onn stofnun alþýðuskóia á Eyrarbakka, sökum yfirvofandi harðæris. Þá var og hafnað tilboði skólanefnd- ar Flensborgarskóla um, að veita allt að 15 piltum bjeðan úr sýslu inntöku í þann skóla, gegn 200 kr. tillagi fiá þessari sýslu. 26. Sýslunefndarmaður Stokkseyrarhrepps vakti rnáls á því til athugunar fyrir nefndina síðar meir, að sjer væri kunnugt, að kring um árið 1860 hefði verið stofnaður vegabótasjóður fyrir Árnessýslu af erfingjum Johnsens sál. á Ármóti, að upphæð upphaflega 400 rdl., sem síðan hafi verið aukinn með samskotum annarstaðarfrá, oghafi verið undir stjórn og umsjón erfingjans Magnúsar Jónssouar í Bráðræði. Uppástungur þær, sera nefndin, eptir áskorun amtsins, hafði heimtað um, hverjir vera skuli hreppavegir, voru komnar frá öllum hreppum, nema Hrunamannahreppi. Til að samrýma þessar uppástungur hinna ýmsu hreppa var kosin 5 manna nefnd, og lagði hún síðar á fundinum fram tillögur sínar, sem voru samþykktar með litl- um breytingum. Var síðan amtsráð- inu send skrá yfir hreppavegi sýsl- unnar. Skýrslur um vinnu á breppavegum voru komnar í nokkurn veginn lagi frá 11 hreppum, en frá Selvogs-, Öl- ves- og Gaulverjabæjar-hreppum að eins yfirlýsing um, að unuið hafi verið að hreppavegum fyllilega það, sem lögin áskilja. Mælt var með beiðni Selvogshrepps um 100 kr. úr landssjóði til fram- halds vegabótum á Grindaskarðavegi. |>á var rætt um sýsluvegi sýslunnar. |>essar breytingar á sýsluvegum voru samþykktar: a, að vegurinn yfir Grafningsháls, yfir Álptavatn, austur yfir Grímsnes að Spóaslaðaferju verði sýsluvegur. b, að hinn svo nefndi Ásavegur verði framlengdur yfir Herkurhraun að Nautavaði á J>jórsá. c, að í stað sýsluvegarins frá Gneista- stöðum að Egilsstöðum verði fram- vegis sýslu- og póstvegur vegurinn frá Gueistastöðum fram hjá Vill- ingaholti að Nesferju á f>jórsá. Skýrslur prestanna um verkfæra menn, sera eptir ákvæðum nefndar- innar á síðasta fundi áttu að leggjast sem fylgiskjöl með hreppstjóraskýrsl- um, vantaði alveg frá Gnúpverja- og Selvogs-hreppum og Hrepphólasókn í Hrunamanuahreppi.Úr Biskupstungna- breppi vantaði allar verkfærraskýrslur. Nefndin fól oddvita, að ganga ríkt eptir, að hinar vantandi prestaskýrslur verði sendar, og rannsaka eptir þeim skýrslur hreppstjóra, en byggja fyrst um sinn, hvað Biskupstungur

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.