Ísafold - 18.11.1885, Page 2

Ísafold - 18.11.1885, Page 2
198 skuldina á stefnda með 5ft vöxtum frá sátta- kærudegi. Stefndi hafði verið dæmdur í hjeraði f málskostnað og 8 kr. sekt að auki til lands- sjóðs fyrir það, að hann hafði hafnað milh- göngu sáttanefndarinnar í málinu. En landsyfirrjettur segir, að vottorð sáttanefnd- arinnar beri með sjer, að málið hafi verið löglega lagt til sátta, og því sje eigi ástæða til að vísa því frá hjeraðsdómi fyrir sakir vantandi sáttaumleitunar nje til þess fyrir þá sök að dæma stefnda í málskostnað og sekt. Mannalát. í fyrra dag, 16. þ. m., andaðist hjer 1 bænum kaupmaður Hann- es St. Johnsen, eptir stutta legu, hátt á áttræðisaldri. Hann var fæddur að Lamb- húsum á Álptanesi 22. maí 1809. f>ar bjuggu þá foreldrar hans, Steingrímm- Johnsen, er síðar varð biskup, en þá var skólameistari á Bessastöðum, og kona han3 frú Valgerður Jónsdóttir, er hafði áður áttan Hannes biskup Finnsson. Hannes sál. nam skólalærdóm í hinum nafnkunna heima- skóla hjá Árna biskupi Helgasyni í Görðum og útskrifaðist þaðan 1830. Hann fór síðan til háskólans og tók að stunda læknisfræði, en lagðist veikur og lá mjög lengi, og hætti síðan öllu bóknámi og lagði fyrir sig verzl- un, er hann mun og hafa verið meira nátt- úraður fyrir en vísindaiðkanir. Var hanu fyrst verzlunarstjóri í Beykjavík nokkur ár, en síðan kaupmaður í nær 50 ár. Hann var lengi i bæjarstjórn Réykjavíkur, og sáttasemjari 1 meira en 20 ár. Hann kvæntist 1835 fröken Sigríði Hansen, er andaðist mörgum árum á undan honum, og varð þeim 8 barna auðið, er önduðust 4 í æsku og 1 fullorðið (Símon, kaupmað- ur og konsúll), en 3 lifa: Ólafur Johnsen, yfikennari í Odense, frú Soffía, kona land- fóg. A. Thorsteinsons, og Steingr. Johnsen, cand. theol. og kaupmaður. Hannes kaupm. St. Johnsen var öðling- ur að mannkostum, glaðvær jafnan og þó hóglátur, fríður sýnum og gervilegur. Hinn 12. þ. m. andaðist hjer í Beykja- vlk húsfrú Guðný Einarsdóttir, kona síra Sveins Skúlasonar á Kirkjubæ í Hróars- tungu, en systir H. E. Helgesens skóla- stjóra, fædd 23. sept. 1828; góð kona og mikilhæf. Blaðið »f>jóðólfur« er seldur, af eig- andanum Jóni alþingismanni Ólafssyni, cand. phil. porleifi Jónssyni frá Stóradal, sem nú er kennari við Flensborgarskóla, er tekur einnig við ritstjórn blaðsins með nýj- árinu 1 vetur. Um vermireiti. í grein minni um vermi- reiti í síðustu Ísaíold hefir slæðzt inn prent- villa, sem getur valdið nokkurum óskýrleika, og vil jeg því biðja yður, herra ritstjóri, að vekja athygli á þvi í næsta blaði. þar sem stendur í öðrum dálki ofarlega nokk- uð : „Slíkur vermireitur .... gluggakista, sett í hana gler og síðan hvolft ofan yfir moldina", þá átti að standa þar gler-gluggi fyrir „gler“; sje glerið sett í sjálfa gluggakistuna, er ekki hægt að ljúka upp til að viðra plönturnar nje til að grysja þær, sem talað er um síðar í greininni, að gera skuli. Gluggakistuna verður að setja þannig niður, eins og sagt er í greininni, að hún hallist nokk- uð (10 til 15°), og er auðvitað, að það verður að láta hana hallast á móti sólu eða suðri. Schierbeck. f>jóðviljinn og stórveldin. i. f>að sýnist vera tvennt ólíkt og æði-ó- skylt: tízka í fataburði eða klæðasniðum, og skoðanir í stjórnarefnum. Og þó svipar því talsvert saman að einu leyti: því, hversu hvort um sig hagar göngu sinni um heim- inn. Búningstízkan eða »móðarnir« vita allir, að koma fyrst upp meðal stórþjóðanna, í hinum miklu »heimsborgum«, sem kallaðar eru, einkum hinni frægu og fögru París, og færast þaðan smátt og smátt út í allar heimsáttir, unz komið er á hala veraldar. En með því að leiðin er löng og seinfarin víða, þar sem samgöngur eru strjálar, og þjóð irnar misfljótar að átta sig á og þýðast hina margvíslegu nýbreytni, þá ber ósjaldan við, að »móðarnir« eru löngu gengnir úr »móð«, löngu liðnir undir lok í París, þegar þeir komast til hinna fjarlægari landa. Margt snyrtiménnið, hvort heldur er karl eða kona, er ver sínum síðasta eyri til þess að tolla í hinni fínustu Parísar-tízku, vinnur svo hraparlega fyrir gíg, að þetta er pá orðið úrelt þar fyrir marg-löngu, þykir þá orðið þar óhafandi. f>ess konar slysum er hætt- ast við þar, sem svo stendur á, að tízkan þarf að fara á sig langan krók, eins og t. d. á leiðinni hingað til lands; þar verður hún jaínan að koma fyrst við í Danmörku, hjá fósturmóður vorri, er vjer fáum frá alla góða hluti. Svo ílendist hún ef til vill þar og helzt langa lengi eptir að hún er undir lok liðin í sínum upprunalegu heimkynnum, og flyzt síðan hingað um það leyti sem hún er aptur farin að úreldast þar, í Danmörku. Ferill stjórnar-tízkunnar er nú merkilega áþekkur þessum ferh búnings-tízkunnar,bæði almennt, og eins sjerstaklega er til vor kem- ur, bæði nú og áður. Vjer vitum, að stjórntizku-andinn er nú sá í Danmörku, að líta smáum augum á og hafa að vettugi allan þjóðvilja í land- stjórnarmálum. J>essi andi hefir verið þar drottnandi alllengi, í tuttugu ár eða fram undir það. En nú er hann að vonum að því kominn að líða þar undir lok; enda stendur það heima, að hann er nú sem óð- ast að færast hingað til lands, sem sjá má á orðum og gjörðum vorrar mikilhæfu landsstjórnar og bergmáls hennar á þingi t. a. m. (»landshöfðingjabergmálsins frá Bægisá« o. fl.). En hver er nú tízkan í þessu efni meðal höfuðþjóða heimsins ? Hún var þessu lík og þaðan af verri fyrir 20—30 árum meðal öndvegisþjóðanna á meginlandi norðurálfunnar. En nú er hún þar löngu úrelt og á sjer nú óvíða bólfestu annarstaðar en í fáeinum kotríkj- um og í hjáleigum þeirra. Ungur vísindamaður danskur, er Poul Sveistrup heitir, manna fróðastur um stjórn- arháttu ýmissa þjóða nú á tímum, hefir rakið greinilega í fróðlegum fyrirlestri í Khöfn í sumar, hver breyting hefir orðið á kjörum þjóðviljans meðal stórveldanna hjer í álfu nú um 20 ár undanfarin. Eigi að lýsa kjörum þjóðviljans hjer í álfu, segir hann, þá verður að byrja á Frakklandi. Frá Ameríku lagði hinn al- menni kosningarrjettur fyrst leið sína til Frakklands og þaðan síðan til annara landa norðurálfunnar. f>að eru nú bráð- am liðin hundrað ár síðan, að þessi stjórn- tízka, er virðist eiga fyrir sjer að breyta gersamlega öllu sköpulagi heimsms, fluttist vestan um haf og var gróðursett hjer í álfu. Stjórnarbyltingin mikla á Frakklandi hafði upptökin í þessu efni sem fleiru. En stjórnarferill Frakklands hefir reyndar eigi verið stöðug framsókn, heldur legið ýmist aptur á bak eða áfram. Ef vjer þá svip- umst eptir, hvað þjóðviljanum leið þarfyrir 20 árum, þá finnum vjer hann raunar, en hann er þá harla veigalítill. Keisaravald- ið var grundvallað á almennum kosningar- rjetti. Atkvæði frá 8 miljónum frakk- neskra kjósenda höfðu kjörið Napóleon þriðja til keisara. Við hlið honum sat öldingaráð, kjörið að miklu leyti af hon- um sjálfum, og löggjafarþing, er kosið var til almennum kosningum. þetta gat nú verið þjóðvilja-stjórnarskipun. En athug- um vjer nánar stjórnarlögin, þá sjáum vjer, að ráðgjafarnir eru eingöngu háðir keisaranum. f>essi regla, er hægrimenn hjer [í Danmörku] segja að leynist í grundvallarlögum vorum, stendur með ber- um orðum í stjórnarskrá þeirri, er Napó- leon þriðji gaf Frakklandi. f>ar með var fulltrúum þjóðarinnar með berum orðum varnað allra áhrifa á stjórn landsins yfir höfuð að tala; og að því er kemur til

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.