Ísafold - 23.06.1886, Blaðsíða 1
SÝSLUFIJNDARGJÖRÐIR í ÁRNESSÝSLU.
II.
YIDAUKABLAÐ YIÐ ÍSAFOLD XIII. 26.
Ágrip
af syslufundargjörðum í Árnessýslu
1885 og 1886.
a. Á aukafundi 30. sept. og 1. okt. 1885.
A fundinum, sem var haldinn í barna-
skólahúsinu á Eyrarbakka, voru mættir,
auk oddvita, nefndarmenn úr öllum hrepp-
um sýslunnar, nema Grafningshreppi, þar
sem nefndarmaðurinn var dáinn. Nýkosn-
ir nefndarmenn voru mættir; fyrir Hruna-
mannahrepp : Skúli þorvarðsson, alþm. á
Berghyl, fyrir Skeiðahrepp : Jón hreppstj.
Jónsson á Skeiðháholti, og fyrir Selvogs-
hrepp: þorsteinn bóndi Asbjarnarson á
Bjarnastöðum.
Til skrifara var kosinn nefndarmaður
Olveshrepps.
1. var rætt um, hvort ástæða væri til,
að taka hallærislán úr landssjóði.—Var
komin beiðni frá 4 hreppum um þess kon-
ar lán, nfl. frá Selvogshreppi um 300 kr.,
frá Gnúpverjahreppium 1000 kr.,frá Skeiða-
hreppi um 400 kr. og Gaulverjabæjarhreppi
urn 600 kr.—Lánbæn Gnúpverjahrepps
tók nefndarmaður þaðan aptur; lánbæu
Gaulverjabæjarhrepps var neitað, af þvi
nefndarmaðurinn þaðan áleit hennar ekki
þörf; og lánbænum hinna tveggja hreppanna
var neitað með flestum atkvæðum.
þar á móti veitti nefndin hreppsnefnd
Hrunamannahrepps, eptir beiðni hennar,
leyfi til að taka 200 kr. prívatlán til að
bæta þar úr harðæri. Sömuleiðis gaf
nefndin samþykki sitt til þess, að þeir
hreppar, sem eiga fje í sjóði eða fasteign,
verji því eptir þörfum, til að bæta úr bjarg-
arskorti í hreppunum. En með því nefnd-
inni er kunnugt, að Gaulverjabæjarhreppur á
engar slíkar eignir, leyfir hún, að j essi
hreppur megi taka allt að 600 kr. prívatlán,
bæði til að borga skuldir, og bæta úr bjarg-
arskorti.
I sambandi við þetta kom til umræðu,
hvort nefndinni bæri að hlutast til um, að
útvegað yrði korn til sýslunnar frá ein-
hverjum kaupmanni í Beykjavík, þar sem
engar korubyrgðir vœru austanfjalls. Álykt-
að var, að samkvæmt ákvörðunum hjer á
undan bæri nefndiuni að eins að skora á
hreppsnefndirnar, að gæta rækilega skyldu
sinnar hjeraðlútandi, og var sú áskorun
send frá fundinum til allra hreppsnefnda
sýslunnar.
2. Hreppsnefnd Gnúpverjahreppsvar neit-
að um leyfi til að selja eignarjörð þess
hrepp3, Bafntóptir, með hjáleigunni Steins-
tópt, fyrir að minnstakosti 1000 kr., af því
verðið væri of lágt, og málið illa undirbúið.
Sömu hreppsnefnd veitt leyfi til, að kveða
á um landamerki tjeðra jarða, eptir sam-
komulagi við hlutaðeigendur, og talið sjálf-
sagt, að hún fengi hæfilega þóknun fyrir
þann starfa.
3. Lagt var fram brjef suðuramtsins (19.
sept. 1885), sem tilkynnir samþykking
landshöfðingja á uppástungum nefndarinn-
ar um, hvernig verja skyldi þeim 910 kr.,
er veittar voru Arnessýslu til eflingar bún-
aði þetta ár. Framlagðar skýrslur og
reikningar búfræðings sýslunnar um jarða-
bótastörf, og hvorttveggja talið fullnægjandi.
4. Gísli búfræðingur Gíslason bauð sig
fram til jarðabótastarfa næsta ár. Sam-
þykkt, að taka hann með 400 kr. launum í
4 mánuði, en vinnuþiggjendur borgi honum
þóknun fyrir hesta til milliferða.
5. Lagt fram brjef suðuramtsins (7. sept.)
með brjefi sýslunefndar Húnavatnssýslu
(24. ágúst), er kvartar yfir, að fjáreigendum
í nefndri sýslu og þessari sýslu sje vegna
sameiginlegra marka eignarhætta búin af
því, að Biskupstungnamenn reki geldfje
norður yfir Hvítá, á afrjettarland áfast við
Auðkúluheiði. Kosnir nefndarmenn Bisk-
upstungna- og Hrunamannahreppa, til að
reyna, að koma þessu máli í betra horf til
næsta fundar.
6. Lagt fram brjef sýslumanns Húna-
vatnssýslu (18. apríl) um »göngur« Bisk-
upstungnamanna og upprekstrarfjelags Auð-
kúluheiðar, með fylgiskjölum. Skjölin send
hreppsnefnd Biskupstungnahrepps til álita.
7. Lagt fram brjef suðuramtsins (12. júní),
sem skýrir frá, að amtsráðið hafi samþykkt
refaveiða-frumvarp nefndarinnar, sem nú
var ákveðið að láta prenta, en að það
hefði synjað um staðfestingu á frumvörp-
um nefndarinnar til reglugjörðar um fjall-
skil o. 11., sökum ýmsra galla, er á því
væru. því máli var frestað til aðal-
fundar.
8. Lagt fram brjef suðuramtsins (6.ágúst),
er tilkynnir, að amtmaður hafi ekki getað
samþykkt frumvarp nefndarinnar til fiski-
veiðasamþykkta í veiðistöðunum þorláks-
höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, vegna
ýmsra galla, er sumir voru tilfærðir, en
sumir ekki. Oddvita falið, að leita ýtar-
legri leiðbeiningar.
9. Skýrt frá ástæðum suðuramtsins fyrir
því, að það sagði Jóni Jónssyni upp ábúð-
inni á Kolviðarhóli (brjef amtsins 23. apríl
1884 lesið upp)—út af kæru hjeraðlútandi
frá Grímsness- og Sandvíkurhreppum.
10. Lesið upp brjef suðuramtsins (10.
júní), sem biður um álit nefndarinnar um
kæru hreppsnefndanna í Gaulverjabæjar og
Villingaholtshreppum yfir, að sýslunefndin
hafi neitað að hafa meiri afskipti af stíflun
og framrennsli Hróarsholtslækjar. Kæru-
skjalið og brjef Halldórs bónda Bjarnason-
ar í Hróarsholti hjeraðlútandi einnig lesið
upp. Nefndin lýsir yfir megnri óánægju
sinni og undrun yfir deyfð og framtaksleysi
tjeðra hreppsnefnda 1 þessumáli, sem sýslu-
nefndin er svo mjög búin að búa áður í
hendur þeim, og skorar á þær að halda
verkinu áfram með samtökum og fjelags-
skap hlutaðeigandi búenda, eptir tillögum
kosinna nefnda í báðum hreppum.
11. Tilkynnt brjef suðuramtsins (Sl.ág.),
sem, eptir ákvöröun amtsráðsins,leitar álits
nefndarinnar um, hvort henni þyki ekki á-
stæða til, að gera undirbúning undir stofn-
un amtsfátækrasjóðs fyrir suðuramtið
(samkv. 52. gr. sveitarstj.lag.). Nefndin
áleit hvorki fulla ástæðu til nje nein ráð
til, að stofna slíkan sjóð að svo komnu.
12. Lesið upp brjef suðuramtsins (10.
júní) um samþykki amtsráðsins á nýjum
sýsluvegum (sjá ágrip af sýslufundargjörðum
20.—24. apríl 1885, tölul. 29).
13. Tilkynnt brjef suðuramtsins (26.júní),
er skýrir frá, að landshöfðingi hafi veitt
1000 kr. þetta ár til aðalpóstvega, og sam-
þykkt, að þær 487 kr. 47 au., er ekki varð
unnið fyrir vegna ótíðar fyrra ár, megi einn-
ig brúkast í ár.
Nefndarmaður Hraungerðishrepps lagði
fram álit um og reikning yfir vinnu á að-
alpóstvegum þetta ár, sem og kvittauir
verkstjórans fyrir gjaldinu.
14. Lesið upp brjef suðuramtsins (12.
júní), sem skýrir frá, að amtsráðið hverfi
ekki frá þeim úrskurði sínum, að kostnaður
við endurskoðun jarðabókarinnar 1861 eigi
ekki að lenda á sýslusjóði, en bendir á, að