Ísafold - 04.08.1886, Qupperneq 3
127
þess með einhverju móti að draga fram
lífið, og svo til þess að nurla eitthvað
saman í eptirgjaldið, enda eru nú margar
jarðir eður rjettara sagt jarðarpartar hjer
í sýslu orðnar mjög lítils virði, og lítur
helzt út fyrir, að þær verði með sama á-
framhaldi að stuttum tíma liðnurn einskis
virði.
Hvað hinu sfðarnefnda viðvíkur, þá er
það almennt viðurkennt, að greiðar sam-
göngur eru eitt hið helzta skilyrði fyrir
framförum í menntunarlegu og búnaðar-
legu tilliti. En ’að því er greiðar sam-
göngur snertir, þá er Skaptafellssýsla að
því leyti eins og sett á hala veraldar og
útilokuð frá þeim í samanburði við önnur
hjeruð landsins. f>að er margt, sem hjer
gerir samgöngurnar torveldar, bæði það, að
sýslan er sundurskorin af stórum vatns-
föllum og eyðisöndum, og svo hitt, að all-
ar samgöngur á sjó eru ómögnlegar vegna
hafnaleysis og þar af leiðandi ekkert kaup-
tún f allri sýslunni. þess vegna verða
sýslubúum allir aðdrættir afar-erfiðir og
kostnaðarsamir, þar sem þeir verða að fara
allar sínar kaupstaðarferðir annaðhvort
vestur á Eyrarbakka eða austur á Papós,
sem, eins og kunnugt er, er mjög langur
og erfiður vegur yfirferðar. þrátt fyrir
það, þótt talsverðar vegabætur sjeu gerðar
árlega og töluverðu fje kostað til þeirra,
þá geta samgöngur á þessu sviði landsins
samt sem áður aldrei orðið greiðar lands-
lagsins vegna, nema því að eins, að þær
verði greiddar á sjó. því að eins, að menn
gætu fundið einhver ráð til þess á þann
þátt að efla samgöngurnar hjer f sýslu,
gætu þær orðið greiðar og að tilætluðum
notum. það er því sannarlega nauðsyn-
legt, að það yrði sem fyrst nákvæmlega
rannsakað, hvað helzt væri auðið að gera
samgöngunum til eflingar; ef veruleg bót
yrði á þeim ráðin, mundi það verða eitt
hið helzta Skaptafellssýslu til viðreisnar.
Að því er hið fyrtalda snertir, nl. hina
óhagkvæmu tilhögun á byggingu þjóðjarða
hjer í sýslu, þá væri auðvelt að ráða bót
á því, að minnsta kosti að nokkru leyti,
ef hin óskynsömu tilboð til jarðanna væru
ekki framar tekin til greina af umboðs-
stjórninni, og hinir sundurliðuðu jarðapart-
ar væru sameinaðir, svo að hverri ábúð
fylgdi að minnsta kosti svo mikið jarðar-
megn, að lífvænlegt yrði fyrir einn ábúanda.
Með þeirri tilhögun yrði hlutaðeigandi um-
boðsmanni miklu hægra að koma jörðunum
með hæfilegu eptirgjaldi í ábúð dugandi
manna.
Eitað í júnímán. 1886.
Vi8
FiskÍYCiðarnar í Faxaflóa.
Eptir
Jón Jónsson prentara.
(Niðurl. frá bls. 108).
Jeg er greinarhöfundinum alveg samdóma
um það, að leggja ekki vestar en Súlu um
Klapparnef, því þegar fiskur gengur með
löndum, eins og optar er, er nauðsynlegt
að hafa autt pláss milli lands og netanna;
það hafa menn álitið austan- eða sunnan-
göngu, sem gengur með landi suðurfrá;
þegar nú Garð- og Leirusjór er laus við
netastöppuna, þá gengur fiskurinn annað-
hvort hratt eða hægt með löndum, og þó
hefir það stundum komið fyrir, að fiskur
hefir gengið fyrri á norðurslóðina, en það
kemur mest upp á veðuráttina og sfldar-
gönguna, hvort hann gengur hratt eða
hægt, eða hverja stefnu hann tekur. f>að
hafa menn kallað vestangönguna, sem
kemur upp að landi eins og opinn flóann.
|>á hefir hann opt komið fyrri á norður-
stöðvar flóans, bæði á Akranesi og Sel-
tjarnarnesi, og komið þó nægur aptur
seinna á suðurslóðina. Arið 1859 var
kominn mikill fiskur á Seltirningasvið, en
þá byrjuðu á föstunni fjarskaleg harðindi,
með norðangörðum og aftaka frostum. þá
dreif veðuráttan fiskinn allan suður undir
Vogastapa og í Hafnarfjörð, og varð ágæt-
ur afli á þessum báðum stöðum, og um
páska og fram í harða lok viðunanlegur
afli á inn-nesjum og á Akranesi. Jeg hefi
róið tvo blíðviðrisþorra hjer á inn-nesjum.
Sá fyrri var með sífeldum vætum, og gaf
að róa næstum daglega, og fiskaðist vel
í Kambsleirunni; þá varð þó rýr vertíðar-
afli hjer, en góður syðra. Annan þorrann
rjeri eg seinna í blíðviðris-og hreinviðris-
veðráttu, og fiskaðist vel allan þorrann út;
svo komu nokkur frátök, og síðan norð-
anveður. f>á kom fiskurinn hjer upp um
öll grunn, og varð bezti afli hjer fram í
harða lok; þá kom fiskur seint syðra, en
fiskaðist þó vel á endanum, en þá var
nú enginn farinn að leggja þorskanet hjer
á inn-nesjum eða Akranesi á djúpmiðin;
annars er ómögulegt fyrir nokkurn mann,
að vita það, hvenær fiskur muni ganga,
eða hvar helzt. þetta er svo misjafnt,
(etundum fyrri en mann varir, stundum
seinna; náttúruhvöt fiskjarins og náttúr-
unnar herra ræður í þessu sem öðru,
meiri en mannanna vilji; líka hefi jeg
tekið eptir því, að á þeim vetrarvertíðum
eða vetrum, sém blíðastir hafa verið, hefir
optast verið minnstur afli, og mun það
koma mest af því, að þá hrygnir hann
helzt & djúphraununum.
1 Jeg var alveg á móti höfundarins uppá-
stungu, og það munu margir vera, að leggja
niður þá línu, sem nú er, og taka línu á
Blákoll (Hafnarfjall), sem liggur beint norð-
ur, en ekki (landnorður) eins og höfund-
urinn segir, því þá keppist nú hver við
annan, að vera sem norðast; í stað þess
áður sém vestast. Með þessu lagi er
komið í sömu óregluna og áður var, og
ómögulegt að hafa nein eptirlit á þessari
línu, því hún er svo óákveðin; því maður
^getur allt af sagt, að maður leggi og
j stefni á Blákoll, enda er þessi lína bezta
ráð til þess, að leggja þvergirðingu fyrir
allan Faxaflóa, því þegar þeir, sem stunda
netaveiði suðurfrá, hvaðan sem þeir eru,
eru komnir svo langt, sem þeir vilja eða
treysta sjer, þá taka Álptnesingar við á
* djúpmiðunum, þar á eptir Seltirningar,
! og 8Íðast Akurnesingar, og þá er þvergarð-
urinn kominn yfir þveran flóann, því flest-
ir vilja vera sem vestast, til að ná fyrstir
lí fiskinn. Með þessu lagi verðnr seinni
j villan argari hinni fyrri. Eeynslan er nú
ibúin að sýna og sanna, að þessar djúp-
I lagnir alstaðar í Faxaflóa eru búnar að
Igjörspilla öllum aflabrögðum á grunnmið-
úm. f>etta sjá og finna allir, sem hafa
heilbrigða skynsemi, en fáir vilja viður-
kenna það.
1 vetur sem leið var nú tilfellið, að tölu-
verður fiskur var kominn inn fyrir línuna
suður frá, því að það varð vel vart fyrir
norðanveðrið, uppi undir brúnum, bæði
í Njarðvíkum, Vogum og á Strönd, en
norðanveðrið var bæði langt og strangt
og það hefir viljað til áður, að löng norðan-
veður hafa rekið fiskinn undan Stapa og af
öllum grunnmiðum, og það var svo þetta
ár. þetta er nú hvorki mönnunum nje
netunum að kenna. f>etta verka náttúru-
kraptarnir; en snörp og stutt norðanveður
hafa opt komið þangað með mikinn fisk.
Svæðið innan þessarar línu, sem ákveðin
er, er nóg, þegar lagt er á víð og dreif um
allt plássið fyrir innan hana, en með því
lagi, að allir vilja leggja bara á línuna,
en hvergi annarsstaðar, af því kemur ó-
reglan og ólögin á allt saman. f>essum
samþykktarlögum er þó hægt að hlýða, ef
viljan ekki vantaði.
Nú ætti sýslunefndin að endurbæta sam-
þykktina í sumar, eða í haust, og hafa
hana svo skýlausa, að engin hefði ástæðu
til að hneixlast á henni; eða þá að öðrum
kosti, að færa lagnaðardaginn og leyfa eng-
um að leggja fyrri en 1. apríl, en friða þó
fyrir netum grunnhraunin, en lofa svo
hverjum að leggja þar sem hann vildi. f>á
þyrfti enga umsjón yfir netalögnunum,
nema bara á grunnhraununum.