Ísafold - 01.09.1886, Blaðsíða 1
fen.tr 51 á iMulajsmorsni. Vo'5
árjangsins (55-60 arkal 4kr.: erlendis
5 kr. Borjist Ijrir mtöjan júl;mánnð-
ÍSAFOLD.
Uppsógn (skritl) bnndm við áramít, 8
gild nema komin sje til 6tj. Ijrir l akt.
Mjreitslustola i Isalo’darprerismidji
XIII 36.
Reykjavík, miðvikudaginn 1. sept.
1886.
141. Innlendar frjettir. Alþingi V.
142. Nokkur orð um frakkneska fiskimenn.
143. „Úr Snæfellsnessýslu“. Hitt og þetta.
144. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og Id. kl. 2—3
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd.oglti. kl. 4—5
Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
Hiti (Cels.) ' Lþmælir . Veðurátt.
ágúst já nóttu|um hád.; fm. | em. fll*. em.
M. 25. + 3 + 5 28,9 28,8 Sv liv d Sv hv d
F. 26. + 3 + 10 29 29,3 Sv h d V h b
F. 27. +■ 4 + 9 29,6 39,6 V h b 0 b
L. 28. + 3 +10 29,6 29,4 Nv hv b N h d
S. 29. + s +10 29,4 29,5 0 a 0 d
M. 30. + 5 + 9 29,1 28,8 0 d Sa h d
Þ. 3'- + 6 + 8 29 29,3 S h d S h d
Alla umliðna viku hefir verið sunnanátt, optast
með mikilli úrkomu dag og nótt; 28. var allhjart
veður á norðan-landnorðan, en síðan einlægt öðru
hvoru rigning. í dag 31. hægur á sunnan með
rigningarskúrum ; loptþyngdamælir nú að hækka.
í fyrra var sama veður sfðustu daga þessa mán-
aðar.
Reykjavik 1. sept. 1886.
Embættispróf á préstaskólanum
tóku síðara hlut f. m. þessir stúdentai
(rómv. töluruar tákna einkunn, hinar stig)
1. Hafsteinn Pjetursson
2. Björn Jónsson
3. Skúli Skúlason
4. Hálfdán Guðjónsson
5. Bjarni Pálsson
6. Arnór Arnason
7. Arni Jjórarinsson
8. Hannes L. þorsteinsson
9. Olafur Stephensen
10. Páll Stephensen
11. Jón Jónsson
I
I 5(
1 4Í
I 4'
I
II 41
II 3í
II 35
II 31
II 2Í
III 15
Brauðaveitingar. Landshöfðingi veitti
30. f. m. prestaskolakandídat Amóri Árnci-
syni Tröllatungu-brauð í Strandasýslu; og
31. f. m. veitti landshöfðingi hrauð þessum
prestaskolakandidötum: Árna pórarinssyni
Miklahcdtspre3takall í Snæfellsness prófasts-
dæmi, Bjarna Pdlssyni Bípur prestakall í
Skagafjarðarprófastsdæmi, Hdlfddni Guð-
jonssyni Goðdala prestakall í Skagafjarðar-
prófastsdæmi, Hannesi L. porsteinssyni
Fjallaþinga prestakall í Norðurþingeyjar-
prófastsdæmi, og Pdli Stephensen Kirkju-
bólsþiug og Stað á Snæfjallaströnd í Norður-
Isafjarðarprófastssdæmi.
Tíðarfar. Óþurkarnir, sem byrjuðu
hjer á suðurlandi um miðjan f. m., hald-
ast enn, og hefir ekkert breyzt með höfuð-
deginum.
Stórstreymt var hjer um höfuðdaginn í
meira lagi, og það svo, að elztu menn
minnast eigi þess, að sjór hafi gengið eins
langt á land um sumartíma að minnsta
kosti eins og 30. f. m. hjer í bænum, er
meiri partur Austurstrætis varð eins og
fjörður og flóði yfir talsvert af Austurvelli j
var þó logn og sjólaust.
Af norðurlandi er það almenn sögn, að
annað eins óþurkasumar muni eigi hafa
þar komið síðan 1835. Má sjá allgreini-
lega ástandið þar af eptirfarandi brjefkafla
úr Eyjafirði 18. f. m., frá manni, er þá
var nýkominn heim þangað hjer að sunu-
an :
»Vjer lögðum af stað frá Rvík hinn 8.
ág. Var þá sólskinslítíð, en kaldur blást-
ur á norðan. A þingvöllum höfðum vjer
náttstað. þar hafði ekki verið þerrir á
laugardaginn. Mánudaginn hinn 9. var
þurrt, en þerrilítið, og hjeldum vjer að
Kalmannstungu. þriðjudagsmorguninn hinn
10. var túnið þar alhvítt af sujó, og mik-
ið óhirt af töðu. Bleytukafald höfðum
vjer upp að Búðará; en er kom á Gríms-
tunguheiði, fór að frysta og fjúkið að vaxa,
svo ekki sást til vegar. Vindur var á út-
norðan, og þoka svo mikil, að ekki sá
nema.nokkra faðma. í Vatnsdalnum var
bleytukafald allan þann dag. þar voru
sumir búnir að ná inn hjer um bil þriðj-
ungi af töðum sinum, en sumir engu, og
austar í sýslunni hafði ekkert náðzt. Eins
var í Skagafirðinum; þar hafði ekkert
náðzt, eptir því sem mjer var sagt. Á ein-
um bæ í Blönduhlíðinni sá jeg, að búið var
að ná nokkrum hestum, en annarstaðar
hvergi. Hinn 14. var tún alhvítt á Kot-
um (næsta bæ fyrir framan Silfrastaði) og
á Oxnadalsheiði var götufyllir af snjó, en
minni var bleytan, þegar kom í Öxnadal-
inn. Ekki hefir þó gengið betur með töðu-
hirðingu hjer í Eyjafirðinum. það er hrein
undantekuing, ef maður er búinn að hirða
nokkra bagga, og má því svo segja, að all-
ar töður liggi óhirtar enn (18. ág.); enda
eru þær orðnar skemmdar víða, sem nærri
má geta. Hjer er það víða siður, að slá
nokkuð utantúns, áður en l^rjað er á þeim, |
og því hafa menn náð. — Sömu vandræð-
in og með töðurnar eru með allt sem þurka
þarf, svo sem fisk og eldivið. — Tún eru
búin fyrir nokkru, og það, sem slegið hefir
verið á engjum síðan, liggur flatt eins og
taðan.
Mannalát. Hinn 28. f. m. andaðist
hjer í bænum alþingismaður porsteiun
Jónsson frá Vestmannaeyjum, eptir fárra
daga legu í lifrarveiki, en hafði verið meira
eða minna lasinn allan þingtímann og legið
í vor heima áður en hann kom á þing.
Hftnn paun hafa yerið nálægt fimmtugs
aldri. Hann Vár gæfur maður óg stilltur,
greindur allvel, en ljet lítið á sjer bera á
þingi. Hann var kosinn á þing af Vest-
mannaeyingum vorið 1875, á hið fyrsta
löggefandi alþingi, í stað Jóns Guðmunds-
sonar ritstjóra, er þá andaðist, og hefir
Setið þar á öllum þingum síðan.
Hinn 17. f, m, andaðist (að Tjörn á
Vatnsnesi ?) prestsekkja Sifurbjörg Jdnf-
dóttir (prófasts Pjetursonar), ekkja síra
þorláks heitins Stefánssonar á Undirfelli,
en systir síra Halldórs á Hofi og þeirrá
systkina; fædd 17. júlí 1820. þeim hjón-
um varð 14 barna auðið: 12 sona og 2
dætra. Meðal sona þeirra eru þeir síra
Jón þorláksson á Tjörn og síra Arnór þor-
láksson á Hesti.
Alþingi.
v.
Alþingi var slitið af landshöfðingja 26.
f. m. það hafði staðið 30 daga alls, 26
daga virka.
þingfundir urðu 23 í neðri deild, 22 f
efri, og 3 í sameinuðu þingi.
Tala þingmála varð 37.
þar af voru 22 lagafrumvörp, og var
helmingur felldur eða tekinu aptur. Hin
samþykktu lagafrumvörp eru öll áður nefnd,
og flest prentuð orðrjett.
þingsályktunar uppástungur voru 12, og
var helmingur þeirra samþykktur; 3 tekn-
ar aptur; 2 felldar; 1 ekki«útrædd.
Loks voru bornar upp þrjár fyrirspurnir til
landshöfðingja, og svaraði hann þeim öll-
um. Rökstudd dagskrá út af einni þeirra
var samþykkt (um landsbankann), en
tveimur lauk svo, að rökstudd dagskrá út
af þeim var felld.