Ísafold - 24.11.1886, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.11.1886, Blaðsíða 3
191 , þjóðarinnar sjeu fullkomlega sannfærðir um þetta, þá er það heldur ekki satt, að þing- ið hafi vanrækt önnur nauðsynjamál þjóð- arinnar, vegna stjórnarskrármálsins; þegar til þess er litið, hvað hin lítlenda ókunn- uga stjórn hefur lagt þinginu lítið lið til að semja ný lög og lagabreytingar um inn- lend þjóðmál, þá held jeg að hver maður.vilji hann vera sanngjarn, verði að álíta þaðmikið en ekki lítið, sem þingið hefir afkastað, og þó að á slíkum lögum hafi verið ýmsir gallar, eins og öðrum mannanna verkum, þá hafa slíkir gallar varla verið meiri en að líkindum, þegar litið er til hinnar óhag- kvæmu stöðu þjóðarinnar til að undirbóa lagafrumvörpin og hins allt of stutta tíma, sem þingið hefir haft til að semja lögin og ganga frá þeim í góðu lagi. Flest lagafrumvörp, sem komið hafa til þingsins frá stjórninni og sem miðað hafa til nokkurrar verulegrar þjóðnytsemdar, hafa verið sprottin af marg-ítrekuðum uppá- stungum þings og þjóðar, en flestir hinir óþjóðlegu agnúar á slíkurn lagafrumvörpum hafa verið sprottnir af útlendum rótum, annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis. Jafnvel á hinum síðustu þingum, síðan stjórnarskrárbreytingarnar urðu þjóð og þingi verulegt áhugamál, þá hefir þjóð og þing undirbúið og rætt jafnframt önnur allsherjar nauðsynjamál þjóðarinnar, svo sem skattamálið að nokkru leyti, nokkur atriði samgöngumálsins, lagaskólamálið og fleira. það er eptirtakanlegt, að þau þjóðmál, sem stefnt hafa í þjóðernislega átt og sem ekki hafa komizt klakklaust gegnum þing- ið, hafa optast strandað á mótmælum þeirra þingmanna, sem helzt hafa þózt finna það á sjer, hvað stjórnin vildi og hvað hún ekki vildi, svo sem skatta- og tollamálið 1885; en hafi þau komizt í gegn- um þingið, þá hafa þau strandað á neit- unartillögum hins danzk-íslenzka ráðgjafa eða máske ráðgjafastjórnarinnar í heild sinni, svo sem lagaskólamálið. það er eitt af þeim málum, sem virðist vera sann- arleg grýla fyrir hina dönsku stjórn, og er bágt að segja, hvað til kemur, nema ef það skyldi vera það einkenni málsins, að það miðar til að efla íslenzkt þjóðerni. það mun óhætt að fullyrða, að meiri hluti þjóðarinnar sje orðinn fastráðinn í að vilja láta breyta skattalögunum þannig: að af verði teknir með öllu ábúðar- og lausafjárskattur, tekjuskattur af atvinnu og útflutningsgjald af fiski og lýsi, en leggja aptur í þess stað óbeina skatta eða hæfilega innflutningstolla einkum á þær vörur, er landsmenn geta helzt án verið; því þó að frumvarp í þessa átt væri, eptir að hafa verið samþykkt í efri deild, fellt í neðri deild 1885, þá mun það hafa komið af því, að meiri hluti deildarinnar hafði gleypt við þeirri tálflugu, sem einn af hinum fáu meðhaldsmönnum ábúðar- og lausa- fjárskattsins hafði komið í munn þeim, sem sje : að eptirgefa hálfa skatta af ábúð og lausafje fyrst um sinn um tveggja ára tlma; því flestum neðri deildarmönnum ekki síður en meiri hluta efri deildar var þó mein-illa við skatta þessa, sem þeir höfðu sýnt með því, að hafa samþykkt útflutningsgjald af afurðum landsins, og var þó flestum illa við alla iitflutningstolla í raunu og veru, og munu því við atkvæða- greiðsluna um útflutningstollana hafa hugs- að sem svo : af tvennu illu skal taka það minna, en við atkvæðagreiðsluna um af- nám skattanna og innleiðslu aðflutnings- tollanna munu þeir hafa sagt við sjálfa sig: það er þó aðgengilegra í bráðina, að verða af með f ósómans skattana hálfa fyrir ekki neitt, heldur en að verða af með skattana alla móti því, að gjalda aðflutn- ingstoll af kaffinu, sem er svo hressandi, af rótinni, sem er helmings búdrýgindi eða meira í kaffibúskapnuin, af sykrinu, sem er svo sætt, og greiða hækkaðan toll af tóbak- inu, sem fáir tóbaksmenn geta lifað án, og þar sem óhófsnautn alls þessa sælgætis er orðin sú tízka, sem er hverjum harðstjóra voldugri. þeii', sem hafa haldið fram afnámi lausa- fjárskattsins, hafa meðal annars fært til síns máls hin afarmiklu og þjóðspillandi tíundarsvik; en fyrir afnámi ábúðarskatts- ins hafa menn meðal annars til fært hið ósamhljóða jarðamat um land allt og hina miklu breytingu, sem verður á ýmsum jörð- um landsins ár hvert, svo ekki mundi af veita að meta sumar þeirra að nýju á hverju ári eða annaðhvort ár og ræða um það jarðamat á hverju þingi, og mundi allur sá kostnaður, sem af því leiddi, nema miklum hluta á- búðarskattsins, ekki sízt, ef það leiddist í venju, að gefa hann eptir hálfan við og við — það er að skilja, þessir menn vilja komast hjá öllu framtali lausafjár til tí- undar, og öllu jarðamati eða hundraðatali jarða. En þá segja aðrir: þó ábúðar- og lausafjárskattur sjeu af numdir, þá verður hvorki komizt hjá hundraðatali jarða nje framtali lausafjár til tíundar, meðan önnur gjöld, svo sem jafnaðarsjóðsgjald, sýslu- sjóðsgjald, og einkum gjöld til presta og kirkna eru byggð á hundraðatali jarða og lausafjár; og af þessari ástæðu mun að nokkru leyti hafa verið sprottin tillaga sú, er kom úr Skagafirði inn á þingið 1885, um að breyta öllum gjaldmáta til presta og kirkna; setja presta á föst laun úr lands- sjóði, að því leyti tekjur af fasteignum brauðanna ekki til hrökkva ; viðhalda kirkj- um af sameiginlegum kirknasjóði fyrir land allt, sem landssjóður skyldi leggja 25,000 kr. ár hvert fyrst um sinn. þessi útgjöld landssjóðs til presta og kirkna ætlaðist uppástungan til, að landssjóði yrðu endur- borguð með aðflutnings- og útflutnings- tollum. þó það yrði nú nokkuð fljótt um þessi frumvörp sem fleiri á þinginu 1885, þá bera þau þó vott um, að menn eru óánægðir með þann gjaldmáta til presta og kirkna, sem nú er og lengi hefir tíðkazt, svo ekki er ólíklegt, að það mál verði bráðum tekið upp aptur og hinum gamla gjaldmáta breytt á einhvern hátt. það virðist einnig benda til hins sama, að stiptsyfirvöldin hafa skrif- að öllum próföstum, og boðið þeim að leita álits hjeraðsfundanna um: hvort og að hve miklu leyti og á hvern hátt þeir á- líti þörf á að breyta tekjum prestanna. Allmargir hjeraðsfundir munu hafa kosið nefnd manna til að íhuga þetta mál til næsta vors, og er líklegt, að prófastar kveðji til aukahjeraðsfunda fyrir næsta þing til að íhuga og ræða nefndarálitin og málefni þetta í heild sinni, og að hjer- aðsfundirnir fái síðan þingmönnunum álit fundanna til meðferðar á næsta þingi. Á auka-alþingi næstliðið sumar var eng- inn tími til að taka fyrir nein fjármál, auk stjórnarskrárinnar og þeirra mála, sem hlutu að vera í sambandi við hana; en flestir hinna þjóðkjörnu þingmanna höfðu með sjer svo marga aukafundi utanþings, sem þeir ýtrast höfðu tíma til, og voru fundir þessir ætlaðir til að koma sjer sam- an um, hver aðalmál menn ættu einkum að undirbúa í vetur og vor til næsta þings, og kom þessum þingmönnum saman um, að hin helztu aðalmál, sem mest. lægi á, væru: skattamálið í heild sinni, sam- göngumálið fyrir land allt, og alþýðumennt- unarmálið; og gerðu menn ráð fyrir, að þingmenn ræddu um mál þessi við kjós- endur sína, og að bæði þingmenn og aðrir ritfærir menn rituðu um þau í blöðunum. Jeg ætla þá að byrja á því, að rita fá- einar athugasemdir um gjaldmátann til presta og kirkna; því um það atriði hefir einnaminnst verið ritað og rætt. Rasmus Rask. í flestum blöðum Dana stendur um þess- ar mundir áskorun sú, er hjer fer á eptir : nDen 22. Novbr. 1887 vil Hundrede Aar vœre lienrundne, siden den store Sprogfor-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.