Ísafold - 09.02.1887, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(6o arka) 4 kr.; erlendisjkr.
Borgist fyrir miðjan júlimán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrili.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XIV 7.
Reykjavik, miðvikudaginn 9. febr.
1887.
25. Innl. frjettir.
26. Bismarck og friðurinn.
27. Bendingar um hagnýting búnaðarstyrksins
úr landssjóði. Nokkrar athugasemdir um
alþýðumenntunarmálið (niðurl.).
28. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag lcl. n—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn 1. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr.J. Jónassen
febr. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. em. fn,. | em.
M. 2 8- 8 2 2',4 28,6 A h b jN hv d
F. 3 -7- 8 7 iö, 2 9,3 N hv b |N h b
F. 4 — 6 -f- 3 29,3 29,5 Sv hv b ,Sv h d
L. 5 -F 6 -i- 6 29.9 29,6 0 h b lAhb
S. 6 + 3 + 5 29,5 29, Sa hv d Sa hv d
M. 7 -7- I 0 29,5 29,8 Sv h d >4 d
f*. 8 -i- 1 + i 29,8 29,8 S hv d iSv hv d
Fyrstu daga vikunnar var hjer norðanátt, hvass
til djúpa, en siðan hefir verið stöðugur útsynning-
ur með byljum; snöggvast hefir brugðið til land-
norðurs með rigningu ; þannig var landsunnanrok
seinni part dags h. 6., en allt í einu gekk hann
til útsuðurs með slyddubyl. í dag 8. var hjer logn
og bezta veður í morgun, en rjett eptir hádegi
rauk hann allt i einu á S sv. Yfir höfuð fjarska-
leg óstilling á veðri alla vikuna og enn þá.
Veður var mjög svipað í fyrra um þetta leyti.
Reykjavík 9. Jebrúar 1887.
Bókmenntafjelagið. A aukafundi,
er haldinn var hjer í Beykjavíkurdeild
fjelagsins 7. þ. m., var eptir nokkrar
umræður samþykkt með öllum þorra at-
kvæða svo látandi fundarályktun viðvíkj-
andi heimflutningsmálinu :
1. Fundurinn samþykkir, að sú spurning
sje lögð undir gerð 3 manna, hvað út-
heimtist samkvœmt lögum fjelagsins til
þess, að uppdstungur þœr til breytingar
d lögum þess, sem samþykktar voru á
fundi í Beykjavíkurdeildinni 9. júlí 1883,
verði að lögum, — að áskildu samþykki
Hafnardeildarinnar til slíkrar gerðar svo
fljótt, að það geti kunnugt orðið vorri
deild með nœstu póstskipsferð (i marz-
mán. 1887).
2. Gerðina framkvœma gerðarmenn á þann
hátt, að gerðarmenn þeir, sem hvor
deildin kýs einn fyrir sig, rita hvor
sinn úrskurð, er oddamaður, sameigin-
lega fyrir báðar deildirnar, tekur við
og birtir, verði þeir samdóma ; en greini
þá á, kveður hann sjálfur upp fullnaðar-
úrskurð. Úrskurðinum skuiu síðan báð-
ar deildir skyldar að hlita tafarlaust.
3. I gerðardóm þennan kýs Reykjavikur-
deildin af sinni hálfu yfirdómara Krist-
ján Jónsson, og fyrir sitt leyti sem odda-
mann geheime-etazráð A. F. Krieger.
Sjerstaklega var 3. tölul. samþykktur í
tvennu lagi í einu hljóði.
— I málinu um leigúbreyting eða útborg-
un ríkisskuldabrjefa þeirra, er fjelagið á
(14000 kr.), og Hafnardeildin hafði sam-
þykkt, að útborgast skyldi, að áskildu
samþykki Reykjavíkurdeildarinnar sem
sameiganda, samþykkti fundurinn hjer um
bil í einu hljóði svolátandi ályktun:
Fundurinn fellst á, að hefja 11.
marz þ. á. úr rikissjóði þœr 14,000 kr.,
er fjelagið á í rikisskuldbindingum, með
því skilyrði, að 9000 kr. afþvi [þ. e. helm-
ingurinn af öllum fastasjóð fjelagsins]
sjeu þegar sendar vorri deild til
ávöxtunar hjer á landi, en 5000 kr. sjeu
ávaxtaðar undir umsjón Khafnardeildar-
innar, svo framarlega sem hún ábyrgist,
að það fje sje ávaxtað gegn 4j° í minnsta
lagi, á áreiðanlcgum skuldastað; að öðr-
um kosti sendist öll upphœðin (14,000
kr.) til vorrar deildar með sömu kjör-
um.
A fundinum voru rúmir 40 fjelagsmenn.
Auk þess voru 3 nýir teknir í fjelagið í
fundarlok.
Verzlunarfrjettir. — l. Frá Khöfn
14. f. m. (Miðlaraskýrsla). Helzta vöru-
verð þetta:
Ull. Leifar frá f. á. uppgengnar. í
minna gengi nú aptur. Bezta vorull norð-
lenzk 66—65 a. pundið. Sunnlenzk vor-
ull 63—62 a. Mislit ull 52 a. Haustull
511 a.
Saltfiskur. Stór vestfirzkur saltfiskur er
nú 35—36 kr. skippundið; stór sunnlenzk-
ur 30—31 kr.; smáfiskur 30—28 kr.; ýsa
28—26 kr.
Harðfiskur gengur ekki út sem stendur.
Hann hefir selzt æ tregara með ári hverju
hin síðari árin, með því að menn hafa
annarstaðar komizt á að brúka norskan
harðfisk, sem er ódýrri, og virðast nú vera
farnir að vilja hann heldur. Má því bú-
ast við lægra verði fyrir íslenzkan harð-
fisk eptirleiðis heldur en að undanförnu.
Lýsi. Leifar frá f. á. af hákarlslýsi eru
hjer um bil 2800 tunnur, sem er haldið í
34 kr. verði (fyrir 210 pd.), en ekki boðið
hærra en 32£ til 33 kr. Fyrir þorskalýsi
hefir síðast verið gefið 26 til 30 kr.
Sundmaga hafa síðast verið gefnir fyrir
50 a.
Sauðakjöt hafa síðast verið gefnar fyrir
38—40 kr. (14 Ipd.).
Sauðskinn söltuð hafa selzt á 3£ kr.
vöndullinn (2 gærur) 6 pd. að þyngd, og
allt að 5 kr. 8J pd.
Æðardúnn selzt lakara en áður, og er
nú í 16 kr. pundið.
— Ritgur 5 kr. 85 a. 100 pd. Rúgmjöl
5,20. Bankabygg 7,00—7,50. Baunir 7,75
—8,00. Hvítasykur 16—16£ a. Kandis
184 a. Púðursykur 12 a. Síberiu-smjör
52—55 a. pundið. Annað óekta smjör
(butterine) 35—40 a.
Kaffi enn að hækka í verði. Gott með-
alkaffi 57—58 a.
II. Frá Englandi. |>að er þaðan helzt
að frjetta, að fjenaður hjeðan hefir selzt
þar nú með góðum ábata, eins og menn vita
áður af skýrslunni um fjársölu Dalamanna
o. fl. þykir meðal annars mega ráða af
því, að þeir Slimon og Coghill hafi unnið
upp aptur eigi all-lítið af skaða þeim, er
þeir biðu á peningsverzlun íslenzkri árið
áður. Mega landsmenn Iáta sjer það mikið
vel líka, með því að þau viðskipti hafa
lengi verið og verða eflaust eptirleiðis lands-
mönnum holl og notadrjúg, þar sem jafnan
eru peningar í aðra hönd, og nóg bein í
hendi til að reka verzlunina með fullu
fjöri, þótt áföll vilji til við og við.
Lauritzen í Newkastle var sagður gjald-
þrota eða því sem næst, meðfram fyrir
það, að fjelagsmaður hans strauk til Vest-
j urheims með töluvert af fje þeirra beggja.
Manntjón af slysförum- Hinn 12.
f. m. varð skiptapi í Vestmannaeyjum.
[ Drukknuðu 4 menn af 6 (2 komust af).
Meðal þeirra, sem drukknuðu, var formað-
urinn, Jósep Valdason, og Arni Arnason
snikkari, og »var að þeim báðum mikill
mannskaði*.
Laugardag 5. þ. m. mætti ferðamaður
Jóni bónda Jónssyni frá Reynisvatni í
Mosfellssveit á heimleið þangað úr Reykja-
vík, fyrir ofan Artún, í mesta illviðri, en