Ísafold - 09.02.1887, Síða 2
26
ekki hefir til hans spurzt síðan og því efa-
laust, að hann hafi orðið úti.
Barnsmorð. Frjetzt hefir nýlega að austan, að
vinnukona i Kerlingardal i Mýrdal hafi borið út
barn sitt og drekkt því niður um vök i bæjar-
læknum.
Frá íslendingafielagi 1 Khöfn. Á þorliks-
messu hjelt fjelagið að vanda sínum samkvæmi.
Var þar fyrst kvöldverður með ræðum og
kvæðum, þar á eptir dansað og aptur haldnar
ræður og sungin kvæði. Skemmtu allir sjer
prýðilega vel, enda fór veizlan fram hið bezta.
þann 6. janúar (á þrettánda) hjelt fjelagið
aptur hátiðarsamkvæmi. í þetta sinn til þess
að minnast 100 ára fæðingardags skáldsins
Bjarna Thorarensens. Var þar fyrst haldin
minningarræða um Bjarna sem skáld. (xerði
það þorsteinn Erlingsson. þá voru hekkir fram
settir og borð til samdrykkju, og söfnuðust
allir utan um. f>á mælti Jón Jakobsson fyrir
minni Bjarna. þá var stungið upp á því, að
hefja samskot þegar í stað til þess að láta búa
til brjóstmynd af skáldinu úr eir og senda til
íslands. til þess að innlimast í gripasafn. sem
allar likur væru til, að stofnað mundi sjerstakt.
þangað til mætti geyma hana i alþingissalnum.
Á fundinum skrifuðu menn sig fyrir hátt á
annað hundrað króna. þá var dansað, og mátti
sjá i danssalnum nafn Bjarna í gagnsæismynd.
Að síðustu las Finnur Jónsson upp nokkur af
hinum beztu kvæðum skáldsins.
En það voru ekki að eins íslendingar hjer,
sem minntust Bjarna. „Morgunhlaðið'* flutti
sama dag grein um Bjarna sem skáld og þar
að auk þýðingar af þrem kvæðum hans (Oddi
Hjaltalín, „Kysstu mig aptur“ og „Gamall mjöður
gleður þjóð“). Fundarmenn ákváðu, að færa
ritstjórn blaðsins þakkir fyrir þá virðingu, sem
það hefði sýnt minning hins íslenzka skálds.—
X.
Bismarck og friðurinn.
Frá frjettaritara Isaf. á Englandi 18. jan.
Mikið gengur á, en meira stendur til 1
þessari góðu Norðurálfu.
í lopti er drungi stríðs og styrjaldar, en
stjórnvitringarnir og stjórnararnir þylja að
mestu leyti langar tölur um frið og sátt ;
en allt er þetta svo á huldu, að enginn
trúir. Hugboð allraer »stríðinnan skamms«.
þjóðiruar vopnast af kappi; bæta dráp-
vjelar sínar allt hvað af tekur; endurbæta
fyrirkomulag herliðsins af öllum kröptum ;
fylla höf jarðarinnar stáldrekum, búnum
fallbyssum, sem ekkert vígi stenzt, og
sprengivjelum, sem senda má gegnum haf-
ið og hvolfa hverju skipi, er á sjó flýtur.
Og allt er þetta friður !
Hin þyngsta byrði, sem mannkynið ber,
er kostnaðurinn, sem til þess gengur, að
kenna fáeinum miljónum manna íþrótt-
ina að drepa hvorir aðra, og böðla niður í
rúst og auðn framkvæmdum friðarins, og
hrinda farsæld þjóðanna niður í botnlaust
hyldýpi hörmunga og eymdar. J>etta
spyrzt af engu, sem líf og lífsmynd hefir,
nema — guðsmyndinni!
Yfirlitið er nú hjer um bil svona : Eúss-
land hefir ekki getað náð þeim tökum á
Búlgaríu, sem það vildi. þar hafa
staðið í gegn Austurríki og England með
varúðlegu fylgi friðar-brakúnsinsBismarcks,
sem slegið hefir úr og í alla tíð; stöðugt
gætandi þess, að rjúfa í engu vináttu-sam-
bandið við Austurríki (sem allir telja víst
| að til sje), nje að særa tilfinningar Eússa.
Jessi miðlunarstarfi Bismarcks hefir stund-
um orðið Eússum svo tilfinnanlegur, að
blöð þeirra hafa heimtað tafarlausa her-
ferð á hendur »Málleysingjanum« (rúss-
neska nafnið á þjóðverjum).
Eina ríkið, sem hreint og beint hefir
verið með Eússum alla leið, er lýðveldið
Frakkland, og hefir blaðamönnum Norð-
urálfunnar orðið skrafdrjúgt í háði um þá j
íhjáleitu bandamennsku. þegar Eússakeis-j
ari kallaði Kaulbars sendiherra sinn heim
frá Búlgurum, eptir hlægilega útivist, og
með honum alla rússneska konsúla, fól
keisari sendiherra Frakka vernd rússneskra
þegna í Búlgaríu, og þótti það nýlunda.
Frakkar og Eússar hafa notað öll tæki-
færi til að sýna hvorir öðrum opinbera
kurteisi; sjer í lagi hefir hin rússneska
hirð látið tram úr máta dátt við sendi-
herra Frakka. Almannarómur hefir farið
með það fjöllunum hærra, að undir þessu
byggju sambandsráð milli þessara ríkja, er
j traust skyldu standa, ef til þyrfti að taka,
hvort sem Bússar þyrfti að berja á jpjóð-
jverjum, eða Frakkar á Bretum í Egipta-
| landi.
Urgur Frakka við Englendinga út úr
hervernd þeirra í því landi síðan 1883 j
hefir aldrei látið heyra jafnhátt til sín og
þessa síðustu sex mánuði.
Og á hinn bóginn hafa Frakkar aldrei
látið uppi hefndarhug sinn við þjóðverja!
jafnopinskátt og í vetur. Boulanger, her-
málaráðherra þeirra, þykir mikill snilling-
ur; hann heldur fast á miklum og mjög
verulegum umbótum á fyrirkomulagi hers-
ins; er málsnjall maður og riddaralegur
mjög í framkomu, ódeigur og fastur við
ásetning sinn. Til heiðurs við hann var
stofnað blað í París, í fyrra-haust, sem
hjet »Eevanche« (Hefnd, Viðreisn), og
prjedikaði krossferð á hendur þeim, er
rændu Frakkland Elsass og Lothringen
1871. Og þó að blaðið standi í engu bein-
línis sambandi við ráðgjafann, hefir það
þó haft þau áhrif á samband Frakklands
og þýzkalands, sem allhr skynsamir Frakk-
ar harma einlæglega.
Sem von er.
Fjárhagur Frakka er allt annað en blóm-
legur. Hernaðarkostnaður þeirra síðan 1871
hefir sligað hina merku þjóð. J>eir hafa
orðið að afla sjer allra hergagna af endur-
bættu tagi í skarð þeirra feikna, sem þeir
misstu 1870—71. J>eir hafa víggirt aust-
urtakmörk lands síns svo, að enginn her
kemst fram hjá, nema með fjarskalegu
manntjóni; »standandi« her þeirra er yfir
miljón manna ; þeir eyða þúsundum manna
og miljónum fjár á hverju ári til þess, að
halda fótfestu sinni í Tonkin, austur við
Kína, og í Madagascar, og hafa, enn sem
komið er, ekkert, eða lítið, í aðra hönd,
annað en skaðann.
Allt þetta þefir vakið þingmönnum þeirra
alvarlegar hugsanir um landsins eiginlega
hag. Og menn, sem vel þekkja skap-
lyndi þjóðarinnar, fullyrða, að enginn hlut-
ur sje Frökkum hvumleiðari nú en stríð,
og enginn stjórnarforseti geti hugsað til
þess einu sinni, að fá þingið til að gefa
atkvæði sitt herútbúnaði, nema því að
eins, að á landið verði ráðizt.
þetta er nvi víst annað veifið stefna
þings og þjóðar.
En tímarnir breytast fljótt á Frakklandi.
Ejett um sama leyti, sem þessari skoðun
var lýst með mikilli málsnild í »Journal
des Debats«, var sendiherra Frakka í Eng-
landi skipað að heimta af stjórn Breta á-
kveðið svar uin það, hvenær Bretar vildu
hafa allan her sinn heim eða burt fluttan
úr Egiptalandi. Iddesleigh láv. utanríkis-
ráðh. svaraði, að það vildi svo til, að nú
væri verið að gera út fyrirskipun, að senda
heila hersveit burt, en atvik rjeðu hvenær
liðið yrði heim kallað. Fáein hundruð
fóru heim, en meginherinn situr ennþar,
og una Frakkar við hið versta.
Ástandi Norðurálfu lýsir bezt, ef til vill,
þessi kafli
úr ræftu Bismarcks 11. jan.,
þótt athugandi sje þar við, að furstinn
var að sperrast við að fá fram lög um að
auka herinn um 40,000 manns og undan-
skilja herkostnað eptirliti þings í sjö ár.
»Síðan 1871 höfum vjer verið að reyna
að koma oss á laggirnar. Yjer höfum stöð-
ugt fylgt þeirri reglu, að reyna að ná full-
um sáttum við ríkin, sem vjer höfum bar-
izt við.
jfpetta hefir oss tekizt.
Samband vort við Austurríki er nú enda
betra en það var á dögum »Bandadagsins«
(Bundestag); það er betra en það hefir
nokkru sinni fyrr verið. það hvílir á ör-
uggu trausti beggja ríkja hvors til annars.
Við Eússland er samband vort eins vina-
legt og það hefir alla tíð verið. En þó
því sje nú þannig varið, þá er það eugin
ástæða fyrir því, að synja liðsaukalögun-
um samþykkis. Vjer munum aldrei til