Ísafold - 23.07.1887, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.07.1887, Blaðsíða 4
132 menningsnota. Kaupverðið samsvari 25- földu eptirgjaldinu, og greiðist með á 28 árum. »Ef þjóðjörð er í eyði, skal hverjum þeim, er falar jörðina til kaups, veittur kauprjett- ur með sömu skilmálum, sem ábúanda«. Sveitarstyrkur. Stjórnarfrv. um þeg- inn sveitarstyrk er búið í efri deild, sam- þykkt obreytt hjer um bil að öðru en því, að deildin vill ekki láta hegna þrjózkum þurfamönnum með líkamlegri refsingu (hýð- ingu), eins og stjórnin hafði stungið upp á, samkvæmt fátækrareglugjörðinni frá 1834, heldur með fangelsi. Landshöfðingi, Arnlj. Ólafsson og Lárus E. Sveinbjörnsson vildu heldur líkamlega refsingu, ineð því að hún yrði útlátaminnst og jafnframt áhrifamest á lata og þrjózka þurfamenn. Að dæma þurfamenn í fjár- sektir, væri auðsjáanlega tilgangslaust opt ast nær, en fangelsi bakaði sveitarsjóði víðast mikinn kostnaðarauka, af ferð þurfa- mannsins í fangelsisvistina fram og aptur langar leiðir; auk sjálfs fangelsiskostnað- arins, er lendir á jafnaðarsjóðnum. Arnlj. Ólafsson kvaðst »eigi skilja, hvernig menn færu að vorkenna þessari óþægu, lötu og þrjózkufullu hjörð, sem búið er að »pípóla« við, þótt slegið væri eitt högg á bak þeim, en vilja þó flengja sín eigin börn, ef þau ó- hlýðnast. þessum þverbrotnu sveitarþjörfum vilja menn gjöra hærra undir höfði«. — »Ef þurfalingur er letingi, liggur upp á öðrum og hirðir ekki um að bjarga sjer sjálfur, þá á hann einmitt vansæmdarrefsing skil- ið (hýðinguna)*. En E. Th. Jónassen, Jakob Guðmunds- son, Jón Ólafsson, Júlíus Hafsteen og Skúli þorvarðarson mæltu í móti hýðingunni. |>að væri óviðkunnanlegt, að flengja full- orðna menn, enda væri sú refsing að miklu leyti horfin úr meðvitund þjóðarinnar og úr gildi gengin. Fangelsisvistin mundi miklu heldur verða til þess, að þeir bættu ráð sitt. Styrktarsjóður handa alí>íðufólki. þorlákur Guðmundsson er höfundur og flutningsmaður þess frumvarps. »í hverjum kaupstað og hreppi á landinu skal stofna styrktarsjóði handa heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólki«, — með 2 a. gjaldi af hverju krónuvirði í kaupgjaldi 20—60 ára gamalla vinnuhjúa, lausamanna og annara einhleypra manna óvistskyldra, er stundað geta nýtilega atvinnugrein, nema ómegð hafi fyrir að sjá eða þá tryggt hafi sjer lífeyri á annan hátt. Fallin frumvörp. 4) Erv. um aðra skipun læknahjeraða (fjölgað um 6), er efri deild hafði samþykkt, felldi neðri d. í gær með 12 atkv. gegn 8.—5) Sömu- leiðis hefir neðri d. fellt með 15 : 6 atkv. frv. um að losa síra M. J. í Laufási við árgjaldsgreiðslu af brauði hans.—6) Enn fremur fallið í neðri d. með 11 : 11 frv. um breyting á 4. gr. í prestakallalögunum frá 1880. — 7) Loks hefir efri d. fellt frv. um sameining Strandasýslu og Dalasýslu, með 6 : 5. Umsjón og fjárhald kirkna. Landsh. hafði eptir áskorun alþingis 1885 látið bera undir álit og atkvæði þeirra safnaða, þar sem kirkjur eru eign landssjóðs, hvort og með hverjum kjörum söfnuðirnir vildu taka að sjer umsjón og fjárhald kirknanna. Söfnuðir þessir höfðu nú annaðhvort ekki viljað sinna málinu, færzt undan þeim veg og vanda, eða sett landssjóði afarkost allir nema 1) Flateyjarkirkjusöfnuður í þingeyjar- sýslu, er vill taka að sjer umsjón og fjár- hald kirkjunnar með þeim kjörum, að skuld hennar við landssjóð falh burt, að hún sje afhent með hæfilegu álagi sam- kvæmt löglegri skoðunargjörð eða úttekt og að henni fylgi 86 kr. í sjóði; og 2) Ingjaldshólskirkjusöfnuður í Snæfells- nessýslu, er vill hafa 3000 kr. álag. Frv. um að aðhyllast þetta er á góðum vegi gegn um þingið. Lagaskóli. Lagafrv., frá Jóni Ólafssyni er hjer um bil samhljóða því sem þingið samþykkti 1885. Að eins eru laun kenn- aranna höfð jafnari, 3200 kr. og 2800 kr., (í stað 3600 og 2500). Svo er og skotið inn í, að leyfa megi öðrum en stúdentum að hlýða á fyrirlestra, ef því verði við komið; og loks bætt við : »Lög þessi koma þá fyrst til framkvæmdar, er alþingi hefir í fjárlögum veitt fje til skólans«. Frv. var samþykkt í efri deild með 7 atkv. (hinum þjóðkj. og L. E. Svb.) gegn 4. AUGLYSINGAR ) samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðrn letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Með því að bú uppgjafaprests Hjálmars porsteinssonar, er siðast þjónaði Kirkju- bæjarprestakalli í Norður-Múlasýslu, er tek- ið til skifta sem þrotabú, er hjer með skor- að á alla þá, er telja til skulda í tjeðu búi, að gefa sig fram og sanna kröfur sinar fyrir undirrituðum skiftaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu t. júli 1887. Einar Tliorlacius. Proclama. Hjer með er samkvœmt löginu 12. april 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda í þrotabúi Einars bónda pórðarsonar á Norður-Bcykjum t Mos- fellssveit, að lýsa skuldum sínum og sanna þœr fyrir skiptarjetti Kjósar- og Gullbringu- sýsLu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu innköllunar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýshi I. júlí 1887. H Hafstein settur. Ó g r ei d d brunabotagjöld til hinna dönsku kaupstaða fyrir tímabilið frá 1. apríl til 30. sept. þ. á. verða tekin lög- taki, ef þau eru eigi greidd fyrir 6. ágúst þ. á. Bæjarfóiretinn í Reykjavík, 21. júli 1887. Halldór Haníclsson. Skuldir og fiskprísar. Hjer með verð jeg undirskrifaður alvarlega að skora á alla þá, sem skulda mjer, að borga mjer. skuldir sínar fyrir útgöngu næstkomandi ágústmán- aðar. Jeg vona, að menn bregðist því betur við þessu, þar sem fiskiríið hefir verið gott, og líka með því jeg alls ekki gekk hart að mönnum í fyrra, til að hvetja menn til að standa í skilum við mig; skal jeg borga þeim, er leggja inn hjá mjer upp í 8kuldir sínar, fisk 2 kr. fyrir skippundið fram yfir almennt verð hjer, og 5 aurameira fyrir ullarpund- ið; verði mjer engin skil gerð á þessum tíma, neyð- ist jeg til að lögsækja menn. Keykjavík 7. júlí 1887. forlákur ö. Johnsou. íslenzk frimerki brúkuð eru keypt með hæsta verði í búð H. Th. A. Thomsens í íteykjavík. Prís*- inn er hækkaður síðan í fyrra. D. Thomsen. Leiðarvísir til lifsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Passíusálmar, í mjög góðu og fallegu s kr aut b andi, fást á afgreiðslustofu Isafoldar og kosta 2 kr. Almanak Jjjóðvinafjelagsins um árið 1887 er til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar 45 a. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja ,,lsafoldar“ á afgreiðsiustofu henn- ar (i nýja húsinu milli Austurvaiiar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.