Ísafold - 16.08.1887, Síða 2

Ísafold - 16.08.1887, Síða 2
150 skorað á hann að gangast fyrir endurreisn konungyeldisins. Hann segist hafa svarað, að ætti hann að gerast lögunum svo nær- göngull, að taka alræðisvöld, þá yrði það til andvígis á móti þeim, sem vildu eyða þjóðveldinu. Út af þessu mikið rfriildi í blöðunum, og sum þeirra spyrja, hvar ráð- herrann hafi haft trúnað sinn við sjálft þjóðveldið, er hann hefir haldið hulins- hjálmi yfir ódyggðum hershöfðingjanna í svo langan tíma. Eitthvað hafalt við sög- una, enda eru vöflur komnar á þingmann- inn. Ítalía. Italir búa nú her út á hendur Habessiníumönnum, og ætla með haustinu að launa þeim greiðann við Massóvu. Látinn er (29. júlí) Depretis, stjórnar- forsetinn, einn af dugnaðarskörungum Itala, sem hafa fetað í fótspor Cavours greifa. Bolgaealand. þegar prinsinn af Kóbúrg skoraðist þvert undan að skunda til Tirnófu og vinna eið að landslögunum, sneru sendi- menn Bolgara heim aptur, og nú kalla menn engu nær. Stórveldin hafa að svo stöddu ekki sagt annað, en að soldán og Bússakeisari yrðu fyrst að samþykkja* kosn- inguna. Enn þykir ekki fyrir von komið, að prinsinum takist að blíðka keisarann til samþykkis, lofandi hlýðni og auðsveipni, en frjettirnar láta nú ískvggilega, hvað landsfriðinn snertir, og margir ætla, að það sje einmitt ófriðurinn, sem Bússar bíða eptir, til að skerast í leikinn og ná nýjum tökum á landinu. Nokkur orð um hallærislánbeiðni. þ>að er herfilegur misskilningur hjá nefnd þeirri, er neðri deild alþingis hefir skipað til að íhuga hallærislánbeiðslur, að halda, að jeg undirskrifaður hafi í því skyni beðið um að mjer væri sendur að minnsta kosti helmingur þeirrar upphæðar í gulli, er Skagafjarðarsýslu kynni að verða veitt til að afstýra hallæri á næstkomandi vetri, að gullið væri hentugra handa vesturförum en seðlar landsbankans. í fyrsta lagi eru seðlarnir jafngóðir og gull handa vesturförum. það vita bæði þeir, er farið hafa, og þeir, sem eptir sitja. Flest eða öll fargjöld. manna hjeðan hafa verið greidd einmitt með seðlunum. það eru og í annan stað getsakir, sem eigi ættu að eiga sjer stað hjá nefnd í jafn alvarlegu málefni, sem hjer ræðir um, að drótta því að ástæðulausu að sýslunefnd eður oddvita hennar, að hallærisláni, sem um er beðið til matarkaupa, eigi að verja mestmegnis til að flytja menn til Vestur- heims fyrir. Til sönnunar því aptur á móti, að gull sje hentugra til matarkaupa í útlöndum, en seðlarnir, skal jeg að eins skírskota til álits verzlanfróðra nianna, sem nefndin get- ur sjálf útvegað sjer, ef henni þurfa þykir. Jeg skal fúslega lýsa því yfir, að bæði jeg og sýslunefndin í þessari sýslu er í sjálfu sjer mjög mótfallin öllu hallærisláni, en þar sem nefndinni er gjört að skyldu í 39. gr. sveitarstjórnartilskipunarinnar frá 4. maí 1872 að gjöra ráðstafanir til að af- stýra hallæri, og nefndin, eptir að hún hefir leitað álita allra hreppsnefnda í sýslunni, sjer engan annan veg til þess, en að fá hallærislán, þá hlýtur hún að gjöra það, eins og hún nú hefir gjört, og á þann hátt, er viðgengizt og dugað hefir til þessa, sbr. meðal annars Lhbr. frá 17. marz, 24. júní og 7. nóvbr. 1885 (Stjórnartíð. B. bls. 44, 73 og 146). Jeg fæ því alls eigi skilið, hvernig nefndin fær með rjettu sagt, að hall- ærislánbeiðnin úr- sýslu þessari og fleir- um færi e n g a r sönnur á, að yfir vofi hallæri, og að sýslufjelögum Húnvetninga og Skagfirðinga sje eigi bráður háski búinn. Er þá skýlaus yfirlýsing og samhuga á- lit um 30 kjörinna manna úr öllum hrepp- um sýslna þessara e n g i n sönnun fyrir því, hvernig ástand sje og horfur með bjarg- ræði ? Sje svo, til hvers eiga þá þessir mark- lausu menn að koma saman og vera að gefa út marklaust hjal ? Jeg fyrir mitt leytí er nú þeirrar skoð- unar, að skeð gæti, að álit þessara dóm- kvöddu manna, sem nefndin vill að út- nefndir sjeu til að rannsaka ástand í hrepp- um, sem beiðast láns, kynni með tímanum eigi að verða trúað betur, en áðurnefndum mönnum. Ný og áður óþekkt skilyrði fyrir veitingu hallærislána hljóta, hvað sem öðru líður, að eins að geta náð til þeirra lánbeiðna, er hjer eptir verða samþykktar, en eigi til þeirra, sem samþykktar eru áður en skil- yrðin hafa birzt; því ella væri ef til vill aldrei til nokkurs fyrir sýslunefnd og amts- ráð að samþykkja lántöku; ný skilyrði mundu gera hana að engu, eður þá fresta henni svo lengi, að allt væri um seinan að byrgja brunninn. Jeg vil enn fremur taka það fram, að þar sem nefndin segir, að skýrslan úr Skagafjarðarsýslu sje ónóg til þess að n e i 11 verði á henni byggt, af því að hún ekki skýri frá, hvað eptir sje lifandi af skepnum, þá er þetta skakkt álit; skýrsl- an hefir sína þýðingu; framtalsskýrslurnar bera með sjer, hvað til hefir verið af skepn- um, og þurfti því nefndin eigi annað en að fá þær, og draga svo frá það sem fallið hefir; að vísu gat nefndin eigi fengið síð- ustu framtalsskýrslur, en næstu þar á und- an, og því á áðurnefndan hátt fengið nokk- urn veginn hugmynd um, hvað eptir er lif- andi. Að Skagafjarðarsýsla skuldi 1000 kr. í hallærislán, áður en beiðni hennar kom nú, er heldur ekki rjett hermt af nefndinni; nokkuð af þessari upphæð er endurbo’-gað, og getur hún fengið vitneskju um, að svo sje, hjá landfógeta. Að lokum lýsi jeg því yfir, sem oddviti sýslun efn darinnar í Skagafjarðarsýsln. að jeg og hún hefir gjört það sem skyldan bauð oss ogívoru valdi stóð til að afstýra hallæri í sýslu þessari á komandi vetri, og hljóta því allar afleiðingar af synjun eður of seinni veitingu hins umbeðna láns að verða á ábyrgð annara. Gili, T3. ágúst i897. Jóhannes Ólafsson. Alþingi. IX. NItt lagafev. það mun vera hið síðasta á þessu þingi: 52. IJm unglingakennslu (Ól. Briem og þorvarður Kjervilf). Eallin feumvöep. — 17.) Um lyfjasölu skottulækna. 18.) Um fræðslu ungmenna. 19.) Um böggulsendingar með vetrarpóst- ferðum o. fl. 20.) Um þegnfræðslu. 21.) Um að nema úr lögum fyrirframgreiðslu á embættislaunum. 22.) Um útflutningsgjald af rjúpum. 23.) Um þjóðjarðasölu, almenn- ar reglur. 24.) Um seðlaútgáfu og seðla- innlausn landsbankans. 25.) Um hækkun á brennivínstolli, fellt í efri deild með 7 : 4 (Jak. Guðm., J. Ó., Fr. St. og Sk. þorv.). 26.) Um hækkun á tóbakstolli, fellt í efri d. með 6:5 (hinir áðurtöldu og Sighv. Árn.). 27.) Um þingfararkaup alþingis- manna. Hallæ.kislánabeiðslue. Tillögur þær viðvíkjandi hallærislánabeiðslum, er nefnd í neðri deild hafði komið með (Gr. Thomsen og fleiri) og prentaðar voru í ísaf. 27. f. m., komust við illan leik gegnum neðri deild, en voru felldar í gær 1 efri deild allar saman með frá 6 til 9 atkv. Umsjón og fjábhald landssjóðskiekna.. í báðum deildum alþingis hefir verið sam- þykkt svolátandi þingsályktun : Alþingi skorar á landsstjórnina, að leita enn á ný samninga við hlutaðeigandi söfn- uði um, að þeir, samkvæmt lögum 27. febr..

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.