Ísafold - 16.08.1887, Side 3
15!
1880 taki að sjer umsjón og fjárhald kirkna
þeirra, er landssjóður á. Bjóðist sann-
gjamir kostir af hendi safnaðanna, þá sje
lagafrumvarp um afhendinguna lagt fyrir
alþingi 1889.
Lög fbá alÞingi.
6.
Frá 1. jan. 1888 skulu lög 16. des. 1885,
er banna niðurskurð á hákarli í sjó milli
Geirólfsgnúps í Strandasýslu og Skagatáar
í Húnavatnssýslu á tímabilinu frá 1. nóv.
til 14. apríl, numin úr gildi.
7. Lnq vm bátfisM n fjörSvm.
1. gr. Bjett er að útilykja aðkomandi
fiskimenn frá bátfiski, nema síldveiðar sje,
á fjörðum eður tilteknum fjarðarsvæðum,
sökum fiskveiða fjarðarbiia,, og skal það
gjört með samþvkkt á þann hátt, er segir
í löeum 14. desbr. 1877 um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og
skulu að öðru leyti ákvæði tjeðra laga og
laga nr. 23, 4. desbr. 1886 gilda um slík-
ar samþykktir.
2. gr. Nú stundar aðkomumaður fisk-
veiðar á útveg annara en þarsveitarmanna,
og dvelur hann í veiðistöð sama hrepps
eður breppa samtals 4 vikur eður leneur
sömu missiri, oe er þá sveitarstjórn eður
niðurjöfnunarnefnd heimilt að jafna á bann
hæfilegu útsvari í samanburði við innsveit-
armenn eður bæjarbúa. Útsvarinu skal
formaður hver lokið hafa fyrir skip sitt
áður barn fer á brott. f>ó skal eigi leggja
auka-útsvar á útvegsmenn úr öðrum sveit-
arfjelögum við þann fjörð eður flóa, sem
útræðið er við, ef útsvar er á þá lagt í
sveitarfjelagi sjálfra þeirra. Taka má iit-
svarið lögtaki sem önnur sveitarútsvör. Að
öðru leyti eru og slíkir aðkomumenn báðir
landslögum um fiskveiðar og útflutnings-
toll af sjávarafla.
8. Löq um sveitarstyrk oq fnJqu.
1. gr. Sá sem hefir þegið sveitarstyrk,
er skvldur að endurborga hann sveitinni
sem aðra skuld.
2. gr. þegar blutaðeigandi sveitarstjórn
hefir fært þeginn sveitarstyrk inn í sveit-
arbókina, er hún sönnun fyrir skuldinni.
Sveitarstjórnin getur beiðzt lögtaks á
skuldinni eptir fyrirmælum laga nr. 29,
16. desbr. 1885.
Lögtaksbeiðnin er gild, þótt síðar komi
fram, en fyrir er mælt í 2. gr. hinna
nefndu laga.
3. gr. Sveitarstjórnin getur látið fógeta
skrifa upp alla fjármuni þess, er skuldar
sveitinni fyrir þeginn sveitarstyrk. Ef þing-
lýst er tilhlýðilega eptirriti af uppskriptar-
gjörðinni, ásamt útdrætti úr sveitarbókinni,
að því er styrkinn snertir, leggst veðband
á hina uppskrifuðu muni, skuldinni til
tryggingar.
4. gr. Sannist það fyrir amtmanni, að
sá, er þiggur eða þegið hefir sveitarstyrk,
sem enn ereigi endurgoldinn, fari ráðlaus-
lega með efni þau, er hann hefir undir
höndum, skal amtmaður eptir beiðni sveit-
arstjórnar og tillögum sýslumanns eða bæj-
arfógeta svipta hann fjárforráðum með úr-
skurði og setja honum fjárráðamann.
Fjárráðamaður skal þegar í stað sjá um,
að iirskurður þessi verði birtur á varnar-
þingi þess, sem fjárráðum er sviptur.
Sannist það með vottorði frá sveitar-
stjórninni, að sveitarstyrkurinn sje endur-
goldinn, skal amtmaður nema úrskurðinn
úr gildi. ef sá beiðist, er sviptur var fjár-
forráðum.
Fyrir þinglýsingar og aflýsingar, er koma
fyrir samkvæmt þessari grein og næstu á
undan, skal ekkert gjald greiða.
5. gr. Sá sem þiggur af sveit og er þó
vinnufær, er skyldur að fara í hverja þá
viðunanlega vist og vinna hverja venju-
lega vinnu, sem sveitarstjórnin ákveður og
honum er eigi um megn, meðan hann er
éigi fær um án sveitarstyrks að framfleyta
sjer og þeim, er hann á fram að færa að
lögum.
Akvæði sveitarstjórnarinnar er hann
skyldur að hlýða fyrst um sinn, enda þótt
hann vilji eigi kannast við, að vist sú eða
vinna sje viðunanleg, er honum var boðin;
en málið getur hann jafnframt kært fyrir
sýslumanni eða bæjarfógeta, er sker úr því
eptir að hafa leitað um það álits tveggja
óvilhallra manna.
6. gr. Óhlýðnist þurfamaður skipun
sveitarstjórnarinnar, er getur um í næstu
grein á undan, má kæra hann um það
fyrir sýslumanni eða bæjarfógeta, er heldur
honum til hlýðni, ef þörf gjörist með sekt-
um eður fangelsi eptir málavöxtum.
Hýsi maður að nauðsynjalausu þurfa-
mann, sem honum er kunnugt um, að ó-
hlýðnast skipun hreppsnefndar, eða þiggi
verk af honum, skal hann sekur um allt
að 100 kr., er renna í sveitarsjóð, þar sem
brotið er framið.
7. gr. Nú vill maður flytja af landi
burt, en hefur vandamenn, sem eigi eru
Rjálfbjarga, og honum ber fram að færa að
lögum, og skal hann þá, áður en hann
byrjar ferð sína, ef sveitarstjórnin heimtar,
skyldur að setja sveit sinni viðunanlega
trygging fyrir því, að vandamenn hans, er
eptir verða, verði eigi sveitarfjelaginu til
þyngsla, að minnsta kosti um næstu 3 ár,
nema veikindi eða önnur ófyrirsjáanleg ó-
höpp valdi, enda banni sýslumaður eða
bæjarfógeti utanförina, nema þessum skil-
yrðum sje fullnægt.
8. gr. Mál, sem rísa út af broti gegn
lögum þessum, skal fara með sem opinber
lögreglumál.
9. Lög um veð.
1. gr. Ef skuld, sem handveð er fyrir, er
eigi borguð í gjalddaga, eða vextir á á-
kveðnum tíma, hefur veðhafi rjett til að
láta selja veðið á uppboðsþingi ; en gjöra
skal hann veðsala áður aðvart um það, svo
vottfast sje, með 8 daga fvrirvara, og sje
veðsali ókunnur eða heimili hans, skal veð-
hafi stefna hlutaðeiganda með 14 daga fyr-
irvara, til að leysa út veðið, með auglýsingu
í þeim tíðindum, sem birta skal í auglýsing-
ar stjórnarvalda.
2. gr. Eigi missir lánardrottinn kröfu sína,
þótt handveð glatist, nema vangæzlu hans
sje um að kenna.
3. gr. Bjett er að ákvæði það, sem um er
getið í tilskipun 18. febr. 1847 um fje ó-
myndugra á íslandi, 10. gr., sje sett í hvert
það veðskuldabrjef, er fasteignartrygging
veitir.
4. gr. Engum er heimilt, eptir það að lög
þessi öðlast gildi, að veðsetja allt það, er
hann á og eignast kann.
Enginn má eptir það, að lög þessi öðlast
gildi, setja að sjálfsvörzluveði safn af mun-
um, sem eru samkynja, eður ætlaðir til
samkynja notkunar og einkenndir eru með
einu almennu nafni.
f>ó er leiguliða heimilt, að setja lands-
drottni að sjálfsvörzluveði áhöld þau, er
hann á til að yrkja leigujörð sína, svo og
afurðir bús síns, þeim skuldum til trygging-
ar, sem hann er kominn í, eða kann að
komast í, við landsdroctinn sinn, og af á-
búðinni leiða.
5. gr. þegar jörð er sett að veði, er rjett
svo um að semja, að jörðinni skuli fylgja,
auk kúgilda og jarðarhúsa, önnur tiltekin
hús á jörðinni, áhöld, búsgögn og heyforði
sá, sem á henni er í hvert skipti.
6. gr. Bjett er þeim, sem veðsetur verk-
smiðjur eða önnur iðnaðarhýsi, að semja
svo um, að vjelar eða önnur iðnaðaráhöld
og verkefni skuli fylgja fasteigninni.
7. gr. Nú veðsetur maður nokkuð af lausa-
fje sínu, en handselur eigi veðið, og skal
þess þá ávallt gætt, að veðsali skrifi undir
veðskuldabrjefið í viðurvist tveggja áreiðan-
legra manna, er gæti þess nákvæmlega, að
rjett dagsetning sje á því.
Eigi veðsali heimili í Beykjavík, skal lesa
veðbrjefið á fyrsta eður öðru þingi eptir að
það er dagsett, og fær brjefið, ef út af er
brugðið, eigi veðgildi frá þinglestrardegi,
þótt síðar verði lesið.
Eigi veðsali heima annarstaðar en í