Ísafold - 16.08.1887, Qupperneq 4
152
Keykjavík, skal lesa veðbrjefið á manntals-
þingi- hinu næsta eptir að það er dagsett,
og fer um það sem segir áður, ef út af er
brugðið. Hafi það verið þinglesið á rjett-
um tíma, en áður sýnt, til þess að verði
ritað fyrir fram í afsals- og veðmálabókina,
svo sem segir í tilskipun 24. apríi 1833, 4.
gr., og opnu brjefi 28. apríl 1841, nær það
veðgildi frá þeim degi, er það var sýnt.
Nú flytur veðsali í aðra þinghá, og skal
þá lesa brjefið að nýju á þingi þar, og eigi
síðar en áður segir frá þeim degi, er hann
þangað kom.
Svo skal og þinglesa allar veðskuldbind-
ingar, sem þegar hafa gefnar verið f\rir al-
mennu sjálfsvörzluveði í lausafje, eðasjálfs-
vörzluveði í einstökum munum ; ella eru þær
ógildar. Skal það gjöra á manntalsþingi
hinu fyrsta eptir það, að lög þessi öðlast
gildi, ef veðsali á annarstaðar heima en í
Keykjavík; en sje hann búsettur þar, þá
á fyrsta eða öðru þingi eptir það að lög
þessi ná gildi.
það leiðir að öðru leyti af grundvallar-
reglum núgiidandi laga, að engin veðskuld-
hinding fær, þótt þinglesin sje, nokkurt gildi
að því er snertir ríkisskuldabrjef, hlutabrjef,
veðskuldabrjef eða önnur slík brjef þeim til
tjóns, er þau síðar hafa löglega afhent verið
að handveði eða til eignar, nema ritað hafi
verið á þessi veðbrjef með ljósum orðum,
að veðskuldbindingin nái til þeirra.
8. gr. Nú verður maður gjaldþrota, og
hefir gefið veðbrjef með sjálfsvörzluveði í
lausafje, og er það þá ógilt, ef það eigi er
dagsett fullum 8 vikum áður en bú hans
var tekið til skipta sem gjaldþrota.
10.
Lög um að skipta Barðastrandarsf/slu í
tvö sijslufjelög.
(í vesturhlutanum er Barðastrandar-
hreppur og hrepparnir þar fyrir vestan;
hinir í austurhlutanum — 5 í hvorum.
Sjóðum eða skuldum sýslufjelagsins skal
skipt milli hinna nýju sýslufjelaga eptir
samanlagðri tölu lausafjárhundraða og fast-
eignarhundraða hvers um sig).
Hitt og þetta.
Bráðdrepandi tæring. Kjúpnatollsfrumvarp-
ið, er minnzt var á í síðasta blaði, fekk sem
frumgetningur og einka-afkvæmi snyrtimanns,
þingmanns Reykvíkinga, beztu viðtökur fyrst
þegar það kom inn i neðri deild.
það var ósköp litill og nettur ungi, — tisti
svo nett og leit svo liæversklega út undan
sjer.
þingmenn báru hann allir á höndum sjer
til 2. umræðu.
En þá kom það upp, að hann hafði tæring;
hann hafði haft „gallopperende Svindsot1* und-
ir eins þegar hann skreið úr eggi.
þegar átti að ferja hann til 3. umræðu, voru
5 þingmenn gengnir úr skaptinu ; ekki eptir
nerna 17.
Og eptir 3. umræðu, þegar átti að þoka
honum upp betur, upp i efri deild, þá höfðu
aðrir 5 helzt úr lestiuni : ekki eptir nema 12,
en 10 á móti, þ. e. 10 vildu hann feigan. það
var daginn eptir að ,.Agricola“ hafði lagt að
honum læknishöndurnar. Neðri deild svo sem
tyllti tveim gómum utan um aðra löppina á
honum og snnraði houum inn fyrir dyrnar hjá
lávörðunum, og sagði:
„Takið þið við; þið ráðið, hvað þið gerið við
hann“.
Jjávarðarnir svöruðu engu: þeir kyrktu hann
þegjandi í greip sinni, nær allir saintaka (9 :2).
AUGLÝSINGAR
f samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þjkkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Með því að bú Sigurðar Bjarnarsonar
bónda á Rangaloni í Jökuldalshreppi í Norð-
ur-Múlasíjslu er tekið til skipta sem þrota-
bú, er hjer með skorað á alla þá, er telja
til skuldar í tjcðií búi að gefa sig fram
og sanna kröfur sinar fyrir undirrituðum
skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu, 18. júli 1887.
Einar Tliorlacius.
Proclama.
Hjer með er samkv. lögum 12. apríl 1878
og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað áallaþá,
sem telja til skulda í dánarbúi Olafs por-
leifssonar, veitingamanns i Eeflavík, að lýsa
krófum sínum og sanna þœr fyrir skipta-
rjetti Kjósar- og Gullbringusýslu áður en
6 mánuðir eru liðnir frá siðustu birtingu
innköllunar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 15. júlí 1887.
Hannes Hafstein
settur.
Proclama.
Samkvœmt lögum 12. april 1878 og 0. b.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá,
er telja til skulda í dánarbúi Einars Eiríks-
sonar í pverárkoti i Kjalarneshreppi, að
lýsa kröfum sínum og sanna þœr fyrir skipta-
ráðandanum i Kjnsar- og Gullbringusýslu
innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessar-
ar auglýsingar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 20. júlí 1887.
Hannes Hafstein
settur.
Proclama.
Með því að Björn Erlendsson bóndi á
Hofi i Lýtingsstaðahreppi hefur framselt
sem gjaldþrota bú sitt til skipta meðal sktdd-
heimtumanna sinna, þá innkallast hjermeð,
samkvcemt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lög-
um 12. apríl 1878 allir þeir, sem eiga að
teLja tit skulda hjá nefndum Birni Erlends-
syni, til þess innan 6 minaða frá birtingu
þessarar auglýsingar að gefa sig fram og
sanna kröfur sinar fyrir skiptaráðanda
Skagafjarðarsýslu.
Skrifstofu Skagafjarðarsýdu 23. júlf 1887.
Jóhaimcs Ólafsson.
f>rjár peningabuddur með smápen-
ingum hafa sín i hvert skipti fundizt á
götum hjer i bcenum. Rjettir eigendur geta
vitjað peirra hingað á skrifstofuna.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 15. ágúst 1887.
Halltlór Haníclsson.
Tveir herrar frá Belgíu, sem hjer hafa dval-
ið í nokkra daga, og sem eru daglegir gestir á
Café „Hermes“, bera það vottorð, að þar sje
sá bezt lýsti og skemmtilegasti
salnr í Itcykjavík.
þar sitja menn þægilega, og geta rætt. um öll
dagsins brennandi spursmál.
þar sjá menn „public“-lif höfuðstaðarins mest
óþvingað og náttúrlegast, enda eru slíkir opin-
berir staðir nauðsynlegir í öllum borgum.
þeir, sem ekki hafa komið enn,—komi!
Nýkominn aptur með „Camoens“
hinn holli og taugastyrkjandi drykkur,
Zoedone,
sem sjerstaklega ætti að vera velkominn hin-
um háttvirtu þingmönnum, og öðrum, sem hafa
mikla andlega áreynslu.
Reykjavík lö. ág st 1887.
þarl. Ó. Johnson.
Plcegð þiljuborð,
plœgð gólfborð
og annar borðviður
þakJiella
og
Cerncnt
fæst með mjög góðu verði
í verzlun W. Fischers.
pegar skotœfingar fara fram í Skothúsinu,
verður flagg dregið upp á skotpallinum þ
part stundar áður en skotið er, almenn-
ingi til aðvörunar um, að vera ekki of ná-
lcegt.
Rvik 11. ágúst 1887.
Stjórn fjelagsins.
Jörð til sölu.
Blikastaöir í Mostellssveit, 17 hndr. að dýrleika
með tveim kúgildum, fæst lil kaups og verður laus {
til næstu fardaga; jörðinni fylgir laxveiði í svokall-
aðri „Króu fyrir f-aman Korpúlfstaðaá. Lysthaf-
endur semji við undirskrifaðan.
Reykjum í Mosfellssveit 10. ágúst 1887.
Finnbogi Árnason.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil,
Prentsmiðja ísafoldar