Ísafold - 19.10.1887, Side 1

Ísafold - 19.10.1887, Side 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa í ísafoldarprentsmiðju. XIV 49. ! Reykjavik, miðvikudaginn 19. okt. 1887. 193. Innl. frjettir. Útlendar frjettir. 194. Vitnisburður Gladstones um Viktoríu drottn- ingu. Til gagns og gamans. 196. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I— Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I —2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Póstar fara 20. (v.) 21. (n.) og 22. (a.) þ. m. Póstskip á að fara 21. þ. m. til Khafnar. Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen 1 Hiti Cels.) Lþmælir Veðurátt. Okt. |ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 12. + * + 5 30+ 30,3 0 d 0 d F. 13. + 4 + & 30,3 3°+ 1) d 0 d F. 14. + 3 + 5 30+ 30, Sv h d 0 d L. is. + 3 + 6 3°, 29,9 S h d Sv hv d S. 16. + 5 + 7 30, 29,9 S h d S hv d M. 17. + 5 + » 29,7 29,7 SSv hv d Sv h d f>. 18. + 3 + 6 29,7 29,7 S h b S h b Alla vikuna hefir verið sunnanátt og seinni part heldur við útsuður og stundum hvass með tals- verðu brimi, við og við liefir rignt mikið. I dag 18. sunnanvari, bjart veður. I fyrrci var svipuð •veðrátta um þetta leyti. Reykjavík 19. okt. 1887. Póstskipið Laura kom loks aðfara- nótt 14. þ. m. Lagði af stað frá Khöfn ekki fyr en 1. þ. m. Kom við á Seyðisfirði ■og tók þar meira en 100 farþegja hing- að : stúdenta, skólapilta og mest sunn- lenzka fiskimenn, er austur fóru í vor, er lítið hafa haft upp úr ferðiuni vegna fiski- ley3Ís, er aptur stafaði af hafísnum að miklu leyti. — Laura fór í fyrra dag til Isafjarð- ar, frá Hafnarfirði; kemur hingað aptur, áður en hún fer frá landinu. — Hún var hlaðfermd frá Khöfn, nokkuð til Færeyja sjálfsagt, og skildi eptir allt sem í hana átti að fara á Skotlandi. Strandferðaskipið Thyra, sem fór hjeðan 1. þ. m., kom til Seyðisfjarðar 10. þ. m., og lagði af stað þaðan aptur daginn eptir áleiðis til Khafnar. Gufuskipið Bewick, frá þeim Zöll- ner & Co. í Newcastle á Englandi, kom hingað í gærkveldi með vörur til pöntun- arfjelaganna fyrir vestan og eptir sauðfje j og hestum—tekur hjer 50 hesta.—Fer í j dag vestur til Stykkishólms. Af tíðarfari segja póstar svo að norð- au og vestan, að stórskemmdir hafi orðið á heyjum, er í garð voru komin, í hinum óhemjulegu rigningum sfðari part septem- bermánaðar. Meinleysistíð er hjer syðra. Aflabrögð hafa verið ágæt hjer við Faxaflóa í haust og eru enn, og það af vænum fiski, bæði á lóðir og færi. þó er lóðarbrúkun miklu minni en að undan- förnu, í sumum veiðistöðunum að minnsta kosti. Ber það bæði til, að margir hafa engin efni á að útvega sjer hin kostnað- arsömu lóðarveiðarfæri, en tregt um lán í kaupstöðum, og svo hitt, að hjátrúin á nytsemi þeirra eða yfirburði yfir færin er mikið í rjenun. Meiðyrðamál þau, er fyrv. bæjar- gjaldkeri Kr. Ó. þ>orgrímsson höfðaði í vet- ur gegn ritstjórum blaðanna «Fjallk.» og <(í>jóðólfs», fyrir birtingu á kærum gegn hou- um út af undandrætti og vangreiðslu á pen- ingum úr bæjarsjóði, fölsuðum kvittunum, heimildarlausri undirskript á nafni sínu f sviksamlegum tilgangi o.fl., og hafði fengið þá dæmda í hjeraði í 200 kr. sekt hvorn og allt að 2000 kr. skaðabætur, voru dæmd í yfirrjetti í fyrra dag, og báðir ritstjórarnir algjörlega sýknaðir. Segir svo í ástæðum dómsins í málinu við ritstjóra «þjóðólfs»: «Yfirdómurinn verður að líta svo á, að með því að í grein þessari er einungis skýrt blátt áfram frá, að slíkar kærur hafi verið sendar bæjarfógeta — og það er í málinu viðurkennt, að svo hafi verið — og með því að alls engin aðdróttun felst í greininni eða með einu orði að því vikið, að kærurnar muni eiga við rök að styðj- ast, þá sje hin átálda grein ekki saknæm, og því beri að sýkna áfrýjanda af kærum og kröfum hins stefnda í þessu máli». I hinu málinu er líkt komizt að orði um sakarhæfið sjálft, en auk þess tekið fram með berum orðum, að blaðið hafi haft «heimild til að skýra frá þvi, að á- minnztar kærur, er ræddu um almennings- málefni og voru tilefni til sakamálsrann- sókuar og sakamálshöfðunar gegn stefnda, væru framkomnar og afhentar hlutaðeig- anda yfirvaldi». Brauð veitt. þingeyraklaustur síra Bjarna Pálssyni, aðstoðarpresti þar, veitt af landshöfðingja 14. þ. m. samkvæmt kosningu safnaðarins. Eyvindarhólar veittir af landsh. 17. þ. m. prestaskólakand. Ólafi Maynússyui sam- kvæmt kosningu safnaðarins. Verzlunarfrjettir. Eptir miðlaraskýrslu frá Khöfn 29. f. m., var verð á helztu kaupstaðar- vörum erlendis um j>ær mundir á j>essa leið :» Saltfiskur. Fyrir Spánarfisk sunnlenzkan var seinast gefið 41 rm., |>. e. 36'/s kr. Oseldir enn 3 farmar. Af vestfirzkum fiski seldir 5 farmar frá 48 til 62 rm., |>. e. 423/4 kr. til 46'/« kr. Óseldir enn 4 farmar, sem boðið er í 50 til 52 rm., en farið fram á 54 rm. í Khöfn selzt góður fiskur vestfirzkur óhnakka- kýldur 48—55 kr., hnakkakýldur 41—47 kr. Sunnlenzkur fiskur og austfirzkur nr. 1 38—41 kr., nr. 2 31—35 kr. Smáfiskur falaður til ítaliu fyrir 35—38 kr. Ýsa 28—30 kr. Langa 44—47 kr. ZJll. Norðlenzk ull hvít 60 til 67 a.; sunn- lenzk og vestfirzk 58—57. Mislit 50—52. Svört 52—54. Oþvegin haustull 48 a. Lýsi. Gufubrætt hákarlslýsi 32* 2—333/4 kr. tunnan (210 pd.), pottbrætt ljóst 30—32, dökkt 22—28 kr. eptir gæðum. Ilarðfiskur 63—70 kr. Sundmagar 60—62 a. Æðardúnn 14—15’/2 kr. Lambskinn 38 kr. huudraðið einlitt eða 200 mislit. Saltaðar sauðargœrur 4'/4—,s/4 kr. vöndullinn (2 gærur). Sanðakjöt 40—42 kr. tunnan (224 pd.). Fiður hvítt 11 kr. lpd., mislitt 9 kr. Rúgur 385 a. 100 pd. Rúgmjöl 465 a. Kaffi 78—80 a. pundið. Kandís 19 a. Hvítasyleur 16’/2 e. Púðursykur 14 a. Bankabygg 7—7’/j e. pundið. Heiðursminning. Hinn 14. þ. m. höfðu flest- ir embættismenn og margir borgarar bæjarins eptir tilstofnun bæjarstjórnarinnar samsæti 1 minningu þess, að kand. theol. H. E. Helgesen hafði þá veitt barnaskóla Reykjavikur lorstöðu í 25 ár, eða frá þvf hann var stofnaður, með heiðri og sóma. Dómkirkjuprestur Hallgr. Sveinsson, for- maður skólanefndarinnar, mælti fyrir minni heið- ursgestsins, en hann fyrir minni Reykjavikur. Útlendar frjettir. Khöfn 30. sept. Danmörk. Vinstrimenn eru á tvístringi og skattyrðast ósleitulega, bæði á ftindum og í blöðum sínum, og stundum þykja lík- ur til, að Berg og hans liðar standi sjer á þinginu. Hins vegar fullyrða hvoru- tveggju, að allir skuli snúa þar bökum saman, er máli skiptir um ólagaverk stjórn- arinnar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.