Ísafold - 19.10.1887, Síða 2

Ísafold - 19.10.1887, Síða 2
194 Að virkjagerðinni um höfuðborgina unn- ið með hreifum hug og kappi, og hægri- menn segja þau skeyti komin frá stjórn- inni í Berlín, að henni hefði aldrei dottið í hug, að arnast við varnarráðstöfunum Dana, eða hleypa þjósti í þýzk blöð þeirra vegna. »þessu trúum við svo vel«, segja vinstrimenn; »en hvað býr undir ?« 70 ára afmæli drottningar hátíðlega haldið 7. sept., og í þeim fagnaði öll börn hennar, nema þyri, og börn þeirra flest, með öðru venzlafólki. Allt þetta kynnis- lið er enn í Fredensborg, nema prinsinn af Wales. Noeegub. Tvídeild sem fyr á liði vinstri- manna. þeir sem kalla sig nDet rene Venstre« — vandlætismenn frelsis og þing- stjórnar—heimta enn breyting á ráðaneyt- inu. þeir fylgja Steen forseta, og vilja að hann nái sæti í stjórninni, en Jakob Sverdrup þoki fyrir honum. Stundum fleygt, að svo muni lykta, stundum sagt, að breytingin muni bíða kosninganna nýju (að ári liðnu). Húsabruui mikill í einu úthverfi Krist- janíu 8. sept. Á 6. hundrað manna urðu húsnæðislausir, en helmingurinn hafði misst aleigu sína, því ekkert var tryggt til bóta. Svíahíki. Kosningarnar eru ekki með öllu um garð gengnar, eu sigurinn eiga tollfrelsismenn og framfaravinir vísan. Fulltrúar höfuðborgarinnar verða allir af því liði, 22 að tölu. England. I miðjum september var gengið af þingi. Starfinn leDgstur við þvingunarlögin fyrir Irland, og annað, sem það varðaði. Hvað Torýstjórninni vinnst á með þeim á Irlandi og banninu á móti fundahaldi »Landfjelagsins« í svo mörgum fylkjum og borgum, erbágt fyrir að segja; en vænlega horfist þar ekki til um þessar mundir. Hinn 9. sept. var gengið á fund- armót í litlum bæ, sem Michelstown heit- ir, á Irlandi. Menn vildu hjer mæla á móti handtöku eins þingmanns, sem O’Brien (Brjánn) heitir, og er ritstjóri blaðsins »United Irelandu. Honum hafði verið stefnt fyrir dóm í þeim bæ, því þar hafði hann nokkru áður átt að stæla fólkið upp til mótþróa, eða jafnvel uppreisnar. Hann gegndi ekki stefnunni, og var því tekinn höndum. Á mótinu sló í barningar og harðhnjask með löggæzluliðinu og fundar- lýðnum, og þar kom, að liðið tók til byssna sinna. Af skotum fengu 2 menn bana, en nokkrir særðust. Af löggæzluliðinu meidd- ust 29, sumir til muna. Brjánn var dæmdur í 3 mánaða varð- hald, en er málinu skyldi skotið til æðri dóms, var honum sleppt lausum mót veði. Síðan hefir hann sjeð færi til að halda málfundi í grennd við sama bæ, og eggj- að til að halda fundi á móti forboði stjórn- arinnar og skeyta ekki um lið hennar eða atgöngu þess. I bæ, er Fermoy heitir, varnýlega geng- ið á bannaðan fund, og laust þar líka í harðar viðureignir, þar sem margir særð- ust og lemstruðust.— Allt þetta veit ekki á góð tíðindi, en það eykur Irum móð, að þeir vita, að allir Gladstones liðar sinna máli þeirra. þeir vita,að þegar einum fundi verður hamlað á Irlandi, verða, eins og Har- court sagði á þinginu, um sama mál 10 haldnir á Englandi, og á þeim engu lin- legar tekið á athæfi Torýstjórnarinnar. I Exeter brann leikhúsið 5. september; eitthvað um 200 manna fengu hjer líftjón. Járnbrautalestum laust saman nálægt Duncaster, 16. sept. 20 menn fengu bana, 70 lemstruðust. Feakkland. Greifinn af París hefur fyrir skömmu sent löndum sinum ávarps- skjal. Hann leiðir þar fyrir sjónir kosti og yfirburði konungsstjórnar. það nýja í ávarpinu er, að almennum kosningarjetti skal haldið. Hann hefir verið hræddur um, að konungsinnar mundu fara að tín- ast undan merkjum og í lið hinna hóf- samari þjóðveldismanna. Leikurinn er sjer í lagi, að gera frekjumenn æsta, láta þá heimta af stjórninni að skiljast við hófsmenn og hægri, en beita nýju harð- ræði móti öllum prinsum. I stuttu máli: áformið er, að koma því öllu á ringulreið, sem festu hefir þótt ná fyrir stillingarað- ferð stjórnarinnar. það var 17. stórdeild Frakkahers, sem hlaut að leika ófriðarleikinn á Suður- Frakklandi. Hjer þótti allt takast hið bezta og greiðasta með snarleik útbúnings og flutninga, en sem hermennskulegast á sjálfum vígstöðvunum. Ekki trútt yra, að sum blöðin — og jafnvel sumir foringj- anna —- Ijeti heldur hreykilega á eptir yfir vígafla Frakklands, og sumir minntust á, að nú þyrfti ekki að æðrast, þó stórtíð- indi bæri að höndum. Með fram landamærunum vill heldur margt bera til kryts með Frökkum og þjóðverjum. Svo fyrir fám dögum, að nokkrir franskir menn voru á veiðum, en varðmaðurinn þýzki ætlaði, að það væru skotlæður, sem hygðu til fanga í skógi fyrir austan landamerkin. Hann kallaði til þeirra, en þegar þeir önzuðu engu, ljet hann skot ríða í flokkinn, og fjekk þar einn maður bana, en annar særðist. Stjórn Frakka beiddist þegar uppreistar og bóta, og er von til, að því verði vel svarað, en rannsóknum er ekki enn lokið um, hverj- um hjer er mest að kenna. þÝZKALAND. Kalnoky, utanríkisstjórnar- herra Austurríkiskeisara, hefir nú heimsótt Bismarck í Friedrichsruhe, og þar hafa þeir nú borið ráð sín saman um Bolgara- málið og önnur Evrópumál. Enginn efast um, að þeir hafi heitið hvor öðrum að láta þýzkaland og Austurríki haldast í hend- ur í öllu,|til að halda þjóðfriðinum órofnum og 'gera stórveldin, sem framast má, sammála í Bolgaramálinu. Hvort svo tekst, verður tíminn að sýna. þingganga þjóðverja fer nú í hönd, og mun hjer við stríðum deilum mega búast, ef það er alvara Bismarcks, sem sagt er, að bera upp nýmæli um 5 ára kjörtíma (í stað þriggja). þá er annað deiluefni, sem vænta má af hálfu kapólska flokksins eða »miðflokks- ins« á þinginu. Forustumenn flokksins og fleiri skörungar kaþólskra manna áttu fund með sjer fyrir skömmu í Trier. Höfuðforusta fundarins var Windhorst greifi, sem jafnan er Bismarck hinn skæð- asti í öllum viðureignum á þinginu. Með hans ráði lutu samþykktir fundarins að nýjum kröfum fyrir hönd kirkju og klerk- dóms ríkinu á hendur. Yjer nefnum þetta : »maílögin« (1872) skulu aftekin með öllu ; ríkinu skal fyrirmunað að neikvæða em- bættaveitingum (í kirkjunni), alþýðuskólum skotið undir tilsjá klerkdómsins, burtvísun kaþólskra munkareglna — t. d. kristmunka — aptur tekin, og fl. því um líkt. þar má Bismarck sjá, að það var ekki nema vopnahlje, sem kirkjan gerði við hann, eða þó heldur ríkið, í fyrra og í vetur leið, þegar svo dátt varð með honum og páf- anum. Látinn er Werder hershöfðingi, sem vann Strassborg, og varð frægur af fleir- um sigrum í stríðinu við Frakka, t. d. hinum síðasta á her Bourbakis. Italía. I fyrra hluta þessa mánaðar geysaði kólera á Sikiley voðalegar en nokkurn tíma fyr, einkum í Messína, og hjer komst tala þeirra, sem sýktust, einn daginn upp í 450. Síðan tók pestin að rjena, og þegar seinast frjettist, var talan komin niður í 80. A meginlandi Italíu hefir lítið eitt að henni kveðið. Bolgaealand. Bágt að segja, hvað úr rætist fyrir Kóborgarprinsinum, en stór- veldin hafa látið hann vita, að hann sæti hjer að ólagavöldum. þó vill enginn hreifa sig til að koma honum á burt. Alið á málum við soldán um atfarir, af

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.