Ísafold - 19.10.1887, Page 3
195
hálfu Rússa, Frakka og f>jóðverja. Hann
færist undan sem fyr, líkast af því, að
hinir letja. Af sundrung og flokkadrætti
fara margar sögur frá Bolgaralandi, eink-
um síðan jarl rjeð það af, að aftaka her-
vörzlur í borgum. Stundum bryddir líka
ú uppþotum og róstum, og verður þá til
nýrra innsetninga að taka. þetta mun
þá fara í vöxt, er kosningarnar byrja til
nýs löggjafarþings. f>að er ekki ólíklegt,
sem flest blöð segja, að stórveldunum þyki
ráðlegast að sinni, að horfa hjer fyrst á
seyðinn, ogsjá, hvað Bolgörum tekst sjálf-
um gagnvart jarli sínum, og hvort sama
á ekki fyrir honum liggja, sem Alexander
fursta. Hitt er og auðvitað, að Rússar
spara ekki meir fulltingið (fjesendingar)
við vini sína á Bolgaralandi, en þá var
gert, þegar þeir færðu Alexander af landi.
Feá Ameeíku. Alþjóðlegur læknafundur
haldinn í Washington. f>ar voru 5000
lækna saman komnir, en af þeim að eins
700 frá öðrum löndum og Evrópu. Næsti
fundur verður sóttur til Berlínar (1890).
17. sept. var 100 ára afmælisdagur al-
ríkislaga Bandaríkjanna. Minningarhátíð
nú haldin í Filadelfíu, og voru þar að
komnar 200,000 manna. Prósessían náði
yfir mílu, í henni 12000 manna, 150 sveit-
ir hljóðfæraleikara, 300 stórvagnar með
alls konar iðnaðarmunum og smíði. Hest-
arnir 3000 að tölu. f>ar var Cleveland,
forseti Bandaríkjanna, og í snjallri ræðu
til nefndar frá kaupmönnum borgarinnar
sagði hann meðal annars, að hátíðin minnti
menn á þá tíma, þegar þjóðræknin hefði
sigrazt svo minnilega á eigingirninni. f>ví
mættu kaupmenn og auðmenn ekki gleyma,
og þeir yrðu að meta það langt yfir ábat-
ann fram, að hafa staðfastlega gagn og
heillir fósturlandsins og alira samþegna
sinna fyrir augum sjer. þar sem í söl-
urnar skyldi leggja öðrum til hagsbóta,
mættu þeir sízt horfa í nokkra rýrnun
fullsældar og gróðagengis.
f>eir eru nú dæmdir til lífláts, sem sek-
ir urðu um forustu í róstuvígunum og
öðrum illvirkjum í Chicago í fyrra 4. maí, 7
að tölu. f>etta eirir illa öllum óstjórnar-
görpum þar vestra. f>eir stefndu til mik-
illa mannfunda í New-York fyrir skömmu
og var þar grimmustu hefndarverkum hót-
að, ef dóminum yrði fram fylgt. Lítil
von til, að þeim verði líknað.
Feá Afeíku. Seinustu frjettir af ferð
Stanleys láta vel yfir öllu, og frá Emin
»bey«, sem hann ætlar að koma úr krögg-
um, hefir heyrzt, að hann sje nú mun
betur staddur en fyr, því sá konungur,
sem var honurn hættastur, á að vera kom-
inn í skæða styrjöld við granna sinn, og
farið fyrir honum óförum.
Feá Asíu. Sfðan Englendingar ráku
Eyjúb jarl aptur, þegar hann ætlaði að
steypa ríki undan frænda sínum, Afgana-
jarli, hafa þeir goldið Persakonungi fje til
að halda vörð á honum. 1 sumar slapp
hann úr þeim vörzlum og hjelt austur á
bóginn. Stundum hafa sögurnar sagt, að
hann væri á ný í höpt kominn, það svo
borið aptur í hvert skipti. Jarli vandræði
búin, ef ekki tekst að höndla Eyjúb, en
hætt við, að Rússar verði honum innan
handar, ef þeir sjá, að slíkt gæti að haldi
komið.
Viðbætie. Ensk blöð frá 12. okt., er
komu með Bewick, herma járnbrautarslys
nýtt frá Vesturheimi 11. þ. m., skammt frá
Chicago : 2 brautarlestum laust saman og
kviknaði í, og ljetust þar 70 manna, en
20 að auki meiddust til muna.
þingkosningum í Búlgaríu fyrra sunnu-
dag (9. þ. m.) fylgdu svo miklar róstur,
fyrir undirróður Rússa, að 24 menn biðu
bana og 30 sárir. Rússa-vinir urðu þó
gjörsamlega undir 1 kosningunum.
Eyjúb jarl hafði orðið að hörfa und-
an aptur við svo búið til Persalands, frá
Afganistan, og fer þar huldu höfði. Er
þar með að vonum lokið ófriði af hans
hendi.
Vitnisburöur
Gladstones um Viktoríu drottningu.
Gladstone hafði boð inni í sumar á
búgarði sínum Hawarden í minningu 50-
ára-ríkisstjórnar Viktoríu drottningar, og
bauð til hjeraðsmönnum, er voru á aldur
við drottninguna eða eldri en hún.
Hann mælti fyrir minni drottningar í
snjallri ræðu og lýsti þar framförum lands-
ins um hennar daga.
I niðurlagi ræðunnar bar hann henni
það orð, að hún hefði jafnan með fúsu
geði samþykkt framfaranýmæli þingsins.
»þjer vitið«, mælti hann, »að það er hið
háleita ætlunarverk þjóðhöfðingja vors, að
staðfesta ályktanir parlamentsins. það
ernúað vísu ekki svo hægt að synja slíkrar
staðfestingar; en til er það, sem kallað er
óljúft samþykki, og til eru þær rjettar-
bætur bæði hjer og annarstaðar, er konung-
arnir hafa staðfest, ekki af því, að þeim
væri vel við þær, heldur af því þeir
máttu til; þeir gátu ekki neitað um
samþykki sitt. það hefir ekki verið því
að skipta um drottninguna. Jeg get
borið um það sjálfur, að hún hefir að-
hyllzt þessar rjettarbætur, ekki með tregðu,
ekki tilneydd, heldur með ljúfu geði, og
þar með verið landsins mesti velgjörða-
maður. Enginn þjóðhöfðingi á undan
henni hefir sýnt af sjer aðra eins holl-
ustu við hið þingbundna stjórnarfyrir-
komulag landsins, eins og hún, — já, sag-
an mun róma það, að það var á dögum
Viktoríu drottningar, er stjórnandi þessa
lands komst fyrst upp á að skilja til
hlítar stöðu þingbundins þjóðhöfðingja, og
með hvaða einka-skilyrðum, mikilfengleg-
um skilyrðum, auðið er að stjórna frjálsri
þjóð, og ekki einungis að skilja þau, heldur
líka að aðhyllast þau og haga sjer eptir
þeim.
þvf næst skulum vjer minnast á hið
góða eptirdæmi, er hún hefir gefið með
heimilislífi sínu. það er eigi lítilvægt.
Vjer þurfum því miður ekki að renna
huganum langt aptur í tímann, hvort sem
er í sögu þessa lands eða annara, til þess
að reka oss á konunga hvern fram af
öðrum, er í stað þess að vera fyrirmynd
þjóðar sinnar í kristilegu líferni voru fyrir-
mynd í öllu því, sem kristinn maður á að
varast og hafa andstyggð á, — í öllu því,
sem illt er, öllu því, sem er viðurstyggilegt,
í alls konar spillingu, f öllu þvf, sem
hvern heiðvirðan mann mundi hrylla við
að láta börn sín heyra nefnt á nafn«. •
J" IL GAGNS OG GAMANS.
ræribrautir. það mætti liklega nefna þær
svo á íslenzku, eins og vjer segjum t. d. færi-
kvíar. Líka mretti kalla það lausabrautir, til
aðgreiningar frá fastabrautum.
það eru járnbrautir, sem má frera úr stað
eptir hentugleikum, kippa þeim með sjer hvert
sem vill og leggja niður aptur, nota þannig,
ef til vill, 1 mílu brautarstúf til að aka eptir
100 mílur vegar.
það á sjálfsagt langt í land, að fastar járn-
brautir komist á hjer á landi, því að þær eru
dýrar og svara ekki kostnaði í strjálbyggðu
landi, þar sem lítið er um flutninga.
það, sem einkum hleypir fram kostnaðinum,
eru gufuvjelarnar, mannaflinn, sem með þarf,
og það, að vegurinn þarf að vera svo traustur,
þar sem gufuvjelin þarf að fara um.
Aptur á móti er ekki ólíklegt, að íslending-
ar kæmust einhvern tíma svo langt, að þeir
færu að nota járnbrautir gufuvagnslaust; því
að þegar þess er gætt, að hestur á að geta
dregið 10-falt meiri þunga eptir járnbraut en
eptir beztu þjóðvegum í útlöndum, hvað þá
heldur hjer, þá er það ekki lítill munur.
En járnbrautin þarf að vera ódýr.
Járnbrautir, sem bæði eru ódýrar, auðlagðar