Ísafold - 19.10.1887, Side 4
196
og sem færa má úr stað, hafa nú í nokkur ár
Terið notaður talsvert víðsvegar um heim.
Sá, sem fyrstur hefir komið þeim svo fyrir,
að þær hafa orðið að verulegum notum, er
Decauville í Petit-Bourg við París.
Járnbrautin saman stendur af smábútum, 4—
15 feta löngum, eptir því hvernig veginum
hagar til. Er hver bútur likastur einföldum
stiga, úr járni, og sjeu höptin neðan á kjálkun-
um, en ekki ofan. Höptin eða þverböndin eru
höfð til styrktar kjálkunum, en eptir þeim
renna vagnhjólin, og eru þeir sívalir og hjólin
látin grípa utan um þá. Stærstu bútarnir eru
Tel baggatækir, 9 fjórðungar í mesta lagi.
J>eir væru miklu þyngri, ef ekki væri haft það
snjallræði, að láta hjólin vera undir vögnun-
um, en ekki til hliðanna, sitt hvorum megin
við miðjuna, sro að ekki eru nema 15—30
þuml. á milli, braularbreiddin ekki meiri en
það. Af því að hjólin eru höfð undir vagnin-
um, eru þau látin vera fremur lítil.
Að leggja brautina er mjög einfalt.
Eyrst er jafnað lauslega undir, ef þess þarf;
síðan er fyrsti búturinn lagður á jörðina, en á
enda hans er járnfleygur, sem leggst með fram
næsta bút, og skorðar þannig hver búturinn
annan. Brautin liggur alveg föst og stöðug,
jafnvel þar sem jarðvegurinn er svo deigur,
að hestur sekkur í upp fyrir hófhvörf og venju-
legir vagnar geta ekki farið um öðru vísi en
að þeir risti undan sjer.
Brautin getur legið í boga, ef þess gerist
þörf, til þess að sneiða hjá einhverju, en sje
boginn mjög krappur (krappari en svo, að
geisli hans sje 95 fet), verður að leysa vagn-
lestina í sundur og draga einn og einn vagn i
einu. J>ar á móti má snúa vögnum á braut-
inni í hverja átt sem vill. Á þeim stöðum,
sem æskilegt er að geta snúið vögnunum við,
en það er einkum á brautarendum, liggur
undir brautinni tvöfalt járngólf; við hið efra
er fest járnbrautarstykkið, Bem vagninn er á
-Nú má snúa járngólfiuu efra, og snýst vagninn
þá með.
Við tilraunir, sem gerðar voru um það loyti
sem járnbrautir þessar voru nýjar (það var í
kring um árið 1880), var á rúmri klukkustund
lagður 950 faðma langur járnbrautarvegur að
öllu leyti, og var ð þó að búa svo um, að vagn-
arnir gætu snúið við aptur á þessum spotta.
Eins fljótlegt er að taka hann upp aptur.
J>að má, hvort sem vill, draga vagnana með
handafli eða hestum. Einn hestur getur dregið
eptir slikri braut nær 60 vætta þunga (4600 pd.),
auk vagnanna sjálfra eða þess sem þeir vega.
Aryas.
Munaðarvörunautn ymsra þjóða. Norsk-
ur háskólakennai i nafnkenndur, Dr. 0. J. Broch,
skýrir svo frá munaðarvörunautn ýmsra þjóða,
á rnann, eptir fólkstölu :
Brennivin Tóbak Kaffi Sykur
potta pd. pd. pd.
Austurriki 7.9 3.4 1.8 12.0
Belgía 10.7 3.0 9.0 14.3
Danmörk 20.4 3.4 5.4 27.0
England 6.2 1.3 0.8 62.6
Finnland 5.1. 2.5 5.6 1.2
Erakkland 8.7 1.8 3.5 20.5
Holland 10.7 6.3 18.4 25.7
ítalia 2.1 1.2 1.0 7.0
Norvegur 3.9 2.1 7.4 10.3
Rússland 9.6 1.1 0.2 7.0
Sviss 10.5 3.0 6.5 20.7
Sviþjóð 9.0 1.9 5.6 16.0
J>ýzkaland 9.4 2.7 4.6 13.6
Eptir þessu eru Danir langmestir brennivíns-
menn allra þessara þjóða, meira að segja: það
kemst engin þeirra nema í hálfkvisti við þá.
J>að er skólinn vor Islendinga !
Tóbaksmenn eru Hollendingar langmestir, en
Rússar minnstir.
Sömuleiðis eru Hollendingar langmestir kaffi-
menn í heimi, jafnvel miklu meiri en vjer ís-
lendingar. J>eir eyða meiru en 18 pundum á
mann, þ. e. hvert mannsbarn í landinu; vjer
munum bafa komizt hjer um bil 12 pd. hæst,
og göngum vjer að visu Hollendingum lang-
næstir í kaffieyðslu. J>að er merkilegt að sjá,
hvað Rússar eru miklir hófsmenn á kaffi: */s
úr pundi á mann! J>eir drekka aptur mikið
te, að sögn.
J>að er ótrúlegur munur á sykureyðslu ýmsra
þjóða, t. d. Englendinga og Einna : Englend-
ingar meira en 62 pd. á mann, en Einnar rúm-
lega 1 pd!
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir krö/u verzlunarstjóra Joh. Hansen,
fyrir hönd H. Th. A. Thomsen, og að
undangenginni fjárnámsgjörð hinn 26. ágúst
þ. á., verður samkv. opnu brjcfi 22. apríl
1817 og lögum 16. desbr. 1885 hús Sveins
snikkara Sveinssonar við Hlíðarhúsastíg
hjer í banum selt við 3 opinber uppboð,
sem haldin verða 2- hin fyrstu á skrifstofu
bœjarfógeta, föstudagana 21. þ. m. og 4.
nóvbr. þ. á. og hið 3. og síðasta hjá húsinu
sjálfu fóstudaginn 18. nóvbr. nœstkom., til
lúkningar veðskuld að upphœð kr. 1371,33.
Uppboðin byrja kl. 12 á hád. nefnda
daga og verða söluskilmálar til sýnis hjer
á skrifstofunni 3 dögum fyrir hið fyrsta
uppboð.
Bæjarfógetinn í Rcykjavik, 11. oktpber 1885.
Halldór Daníclsson.
Samkvœmt lögum 12. apr'd 1878 og opnu
brjefi 4. jan 1861 er hjermeð skorað á alla
há, er telja tit skulda í dánarbiá Jóns Sig-
urðssonar á Bauðsgili í Hálsasveit, er and-
aðist 2. mai þ. á., að koma fram með kröf-
ur sínar og sanna fyrir skiptaráðanda hjer
i sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 24. sept 1887.
Slgurður jórðarsou.
„Anehor“ Line
Transatlantic, Oriental, Mediterranean &
Peninsular Steam Ships.
J>ar eð jeg er nú nýkominn frá Ameríku, og
verð útflutningastjóri fyrir ,.Anchor“-fjelagiá
til næsta sumars, þá geta þeir, sem til vestur-
farar hyggja, fengið hjá mjer allar upplýsingar
um ferðalagið vestur, og ýmsar upplýsingar
um Ameríku.—Aðrir umboðsmenn Anchor-fje-
lagsins út um landið geta gefið mönnum slík-
ar leiðbeiningar síðar, er þeir hafa fengið þær
prentaðar frá mjer.
Anchor-línan hefir nú, og fær fleiri, áreiðan-
lega umboðsmenn út um Iandið, og verða nöfn
þeirra auglýst siðar.
Línan hefir næsta vor aðra hentugri aöýerö
meö fólksflutning frá Islancli en hingað til.
Pargjald verður auðvitað svo lágt, sem unnt
verður, og góður túlkur fer með aðalhópnum.
Rákvæmari auglýsingar siðar.
Reykjavík 15. okt. 1887.
Sigm. Guðmundsson.
Almennur safnaðarfundur
verður haldinn i Reykjavík laugardaginn 29.
oktðber kl. 4 i leikfimishúsi barnaskólans, sam-
kvæmt ályktun á síðasta safnaðarfundi, til að
gera ályktun viðvíkjandi innleiðslu hinnar nýju
sálmabókar.
________ Hallgrímur SArcinsson.
Á næstkomandi nýári óskar maður, sem er
vanur bókfœrslu, cn nt'i hefir annað starf, að
skipta um stað, og fá sjer atvinnu við bók-
færslu, gegn 11 — 1200 kr. launum. Ritstjóri
ávísar.
Af því mörgum lietir líkal vcl við hið svo-
kallaða bn-kaffi, sem húsbóndi minn i sumar
flutti hingað, þá leyfi jeg mjer hjer með að
auglýsa, að nú með Lauru or komið mikið af
þessum kaffiblendingi, sem vel má nota ein-
göngu í kaffi stað, og er mikill sparnaður á
hvert heimili, þar eð prisinn er að eins 54 a.
pundið, hvar á móti kaffi kostar hjer um bil
helmingi meira.
Lika er komið aptur til verzlunar H. Th. A.
Thomsens :
ekta carbolineum,
sem er ágætt meðal til að verja trje og timb-
ur frá fúa, og kostar 30 aura pundið í smá-
kaupum, en 28 aura í stórkaupum.
Reykjavík 14. október 1887.
Joh. Hansen,
faktor við verzlun H. Th. A. Tliomsens.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Erentsmiðja ísafoldar.