Ísafold - 01.12.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.12.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr,; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin víð áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 56. Reykjavík, fimmtudaginn I. desbr. 221. Innlendar frjettir. 222. í sjálfheldu. Miðveldassambandid og friður- iun. 223. í'yrirspurnir >im landskjálpta. Til gagns og gamans. 224. Augl. Reykjavík 30. nóv. 1831. Verzlunarfrjettir frá Khöfn. Verð- lagsskýrsla, dags. 11. þm. ULl uppseld. Vorull sunnlenzk hvít nú í 60—61 a. Mislit ull 51—52; svört 52—55 a.; haustull 48 a. Saltfiskur hefir selzt vel upp á síðkastið, einkum smáfiskur, er virðist fenginn góður markaður á Ítalíu. Hafa fengizt 60 kr. fyrir skippundið af góðum vestfirzkum fiski stórum óhnakkakýldum, og 54 kr. fyrir vestfirzkan Spánarfisk hnakkakýldan, en sunnlenzkan nr. 1 og austfirzkur 52 kr. og nr.2 42 kr.—Smáfiskurallt að SOkr.Ysa 38kr. Harðfiskur nærri hættur að seljast til annara landa, þó að verðið sje komið ofan f 63—64 kr. fyrir nýjan fisk og 60 fyrir gamlan. Lýsi í dálítið hærra verði. Bezta há- karlslýsi hefir selzt á 32£ til 33f kr., lakara 28f til 31 kr. Sundmagar síðast í 70 a. Lambskinn 39 kr. 100. Fiður 9 til 12£ kr. lpd. Saltkjöt 50—45 kr. tunnan; búizt við að verðið lækki þegar meira berst að. Sauð- argœrur saltaðar 4J til 4f kr. vöndullinn (2 gærur) af sunnlenzku fje, en 5 kr. væn- ar austfirzkar. Tolg 23 til 24£ a. Æðardimn 14£ til 15 kr. suunlenzkur og vestfirzkur, en 16 kr. norðlenzkur bezti. Bókmenntaflelagið. Alyktun Hafn- ardeildarinnar 28. okt. viðvíkjandi nheim- flutningsmálinu*, sem getið var í gær, er svo hljóðandi: »Fundurinn getur ekki skilyrðislaust fall- izt á þá tillögu Reykjavíkurdeildarinnar frá fundi 29. júlí þ. á., að öll fjelagsgjöld frá íslandi skuli skuli frá nýári næsta renna inn til hennar, þar eð Hafnardeildin með því móti færi varhluta af fjelagstekjunum og henni yrði gjört ómögulegt að leysa það af hendi, er á henni hvílir, svo sem er út gáfa Skýrslna og Skírnis og Diplomatari um’s, auk heldur að framkvæma meira í þarfir fjelagsins. Hins vegar verður fund urinn að láta í ljósi, að ef til kæmi að gera ákvæði um fjársambandið, frekar en lögin segja, þá bæri tekjum öllum að skipta jafnlega eptir ástæðum öllum og málavöxt- um.i Eptir nánari útlistun Hafnardeildarstjórn- arinnar yrðu hin »jafulegu skipti« hjer um bil alveg samkvæm því, sem verið hefir, með því að tekjumismunurinn samsvari kostnaðinum til Skírnis og Skýrslnanna, er Hafnardeildin gefi út fyrir hönd beggja deilda. Minning Rasks. Til leiðrjettingar því, sem stendur i öðru blaði um 100-ára- minning Rasks í Bókmenntafjelagmu, skal þess getið, að stjórn deildarinnar hjer hafði afráðið, að birta minningarritgjörð um hann í næsta árgangi Tímaritsins, eptir Dr. Björn M. Olsen, og að enn fremur yrði fluttur fyrirlestur um hann (af sama) á næsta fundi deildarinnar eptir afmælið, og mun hann verða haldinn um jólaleytið í vetur. Hafnardeildin ætlar að minnast afmæl- isins með því að gefa út Islendingabók Ara fróða, er Dr. Einnur Jónsson býr und- ir prentun. Alþingiskostna&urinn 1887 hefir, eptir yfirlitinu í Alþingistíðindunum, sem nú eru búin, numið alls hjer um bil 34,300 kr., og er það rjett viðlíka og 1885. Er þar í fólginn kostnaður við yfirskoðun landsreikninganna, uin 2600 kr. Alþingistíðindakostnaðurinn hefir orðið viðlíka nú og þá, nál. 8000 kr. Fæðispeningar og ferðakostnaður alþing- ismanna hefir nú orðið nær 1000 kr. meiri en 1885, og mun það stafa mest af því, að þar sem hinir konungkjörnu þingmenn voru þá allir heimilfastir í Reykjavík, þá var nú helmingur þeirra norðan úr Eyjafirði. Fæðispeningarnir um þingtímann námu fram undir 12,000 kr.; en þingfararkostn- aðurinn, þ. e. fæðispeningar á leiðinni af þingi og á, ásamt aukakostnaði á ferðinni, rúm 6800 kr., er skiptast svo á þingmenn, sem sjá má á þessu yfirliti, þar sem líka er tilgreint, hvað margir dagar taldir eru til ferðalagsins að samanlögðu af þingi og á: Nöfn Heimili Dagar Kr. a. Arnljótur Olafsson Bægisá 20 377 „ Arni Jónsson Borg 7 130 „ Benidikt Kristjánsson Múli 27 378 60 Ben. Sveinsson Hjeðinshöfði 24 462 Friðrik Stefánsson Skálá 21 316 Grímur Thomsen Bessastaðir 3 26 Gunnar Halldórsson Skálavík 24 250 80 1887. Nöfn Heimili Dagar Kr. a. Jakob Guómundsson Sauðafell 23 248 » Jón A. Hjaltalín Möðruvellir 25 375 78 Jón Jónsson Arnarvatn 28 448 » Jón Sigurðsson Gautlönd 31 455 60 Jón þórarinsson Hafnarlj. 3 30 Yt Júlíus Havsteen Akureyri 23 301 78 LáruB Halldórsson við Eskifjörð 27 453 » Olafur Briem Frostastaðir 17 262 n Ólafur Pálsson Hiifðabrekka 11 245 16 Pfill Ólafsson Prestsbakki 13 228 n Sighvatur Arnason Eyvindarholt 10 196 n Sigurður Jer.sson Flatey 9 121 n Sigurður Stefáusson Vigur 23 226 80 Skúli þorvarðarson Berg'nylur 6 106 » Sveinn Eiríksson Sandfell 21 386 þórarinn Böðvarsson Garðar 3 30 þorlákur Guömundsson Hvammkot 2 12 n þorsteinn Jónsson Vestmanneyjar 21 248 n þorvaldur Bjarnarson Núpakot 10 200 n þorvarður Kjerúlf Ormarstaðir 23 375 » Eins og menn vita, fara þingmcnn sum- ir landveg, en sumir sjóveg, með strand- ferðaskipunum, ýmist aðra eða báðar leiðir, eða þá uokkuð af leiðinni sjóveg, en hitt landveg, eins og norðanþingmennirnir marg- ir i sumar vegna hafíssins. þeir sem sjó- veg fara, verða opt að bíða marga daga eptir skipinu, þar sem það á að taka þá, og þá líka í Reykjavík nokkra daga fyrir þing, en það fjölgar svo tölu ferðadaganna eða heimanvistardaganna fyrir og eptir þing — en fyrir þá bera þingmönnum dagpeningar, 6 kr. á dag, eins og um þingtímann —, að stundum verðurlítill sparnaðuraðsjóferðinni. |>ess skal getið, að utanþingstíminn, sem þeir reikna, |>órarinn Böðvarsson og Jón þórarinsson, mun stafa að nokkru leyti af töf þeirra við forseta- og skrifarastörf eptir þing. þorlákur Guðmundsson hefir ekki reikn- að sjer neinn ferðakostnað, heldur að eins dagpeninga 1 dag fyrir og eptir þing. Tveir þingmenn, Lárus Halldórsson og þorvarður Kjerúlf, komu eigi fyr en 4 dagar voru af þingi. Tíðarfar er að frjetta gott um allt land í haust eða það sem af er vetri. Frost lítið og fannkoma sömuleiðis. Stillur með lang- vinnasta móti, en stórviðri þegar hvessir. Aflabrögð framúrskarandi hjer við Faxaflóa sunnanverðan í haust; talsvert á 2. þúsund í hlutí haust hjá mörgum nokkuð. Undir Jökli og í Ólafsvík sömuleiðis bezti afli : 600 hlutir. Einnig við Isafjarðardjúp, þó gæftir væru stopular, er á leið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.