Ísafold - 14.03.1888, Side 1

Ísafold - 14.03.1888, Side 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (6o arka) 4 kr.; erlendis5kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa 1 ísafoldarprentsmiðju. XV 12. Reykjavík, miðvikudaginn 14. marz. 1888. 45. Innl. frjettir (aflabrögð, fiskimannasjóðurinn, hið eyfirzka ábyrðarfjelag — landsyfirrjettar- dómur —). 46. Stofnun Forngripasafnsins. 47. Ýsulóðir. 48. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 1—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud, í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen marzl Hiti (Cels.) Lþmælir 1 Veðurátt. ánóttujum hád. fm. em. | fm. | em. M. 7- -II1 -j- 8 29,8 29,8 Nhv b |N h b F. 8. —II t7 29,6 29,4 N hv b N hv b F. 6. -io -5- 4 29,' 29,2 N h b 0 b L. io. -8-5-3 29,4 29,5 0 b |Na hv b S. ii. - 3 + * 29.7 29,9 Na hv b Na h b M.I2. -4-7-1 29,9 29,8 0 d N h d þ. '3- - 8| -F 9 ■ 29,6 29,9 |N hv d N hv b Fyrstu 3 dagana var hjer hvasst norðanveð- ur en bjartur; síðari part h. 9. gjörði logn og 10. blæja logn að rnorgni en hvessti er á dag- inn leið á landnorðan. 11. hægur á landnorðan og bjart veður, logn, en dimmur daginn eptir, Jrði snjór úr lopti og gjörði hjer alhvitt og gekk til norðurs síðari part dags. í dag 13. hvass á norðan með fjúki og talsverðu frosti. Beykjavík 14. marz 1888. Aflabrögð. Laugardag 10. þ. m. var gott sjóveður og þá róinn hinu fyrsti fiski- róður almennt hjer á Innnésjum, og gafst mikið vel: um og yfir 40 í hlut af stút- ung og ýsu, af vestangöngu, að haldið er, og þykir það góðs viti. í fyrra dag var aptur róið, og aflaðist mikið vel. Suður í Garðssjó var og bezti afli þessa tvo daga, jafnvel um 100 í hlut. Sömu- leiðis var farið að aflast vel á Miðnesi í vikunni sem leið. Frönsk fiskiskúta, er leitaði hingað hafn- ar 11. þ. m.. hin fyrsta á þessu ári, sagði mikinn fisk úti fyrir, ekki sízt í Eyrar- bakka-»bugtinni«. En lítið sem ekkert er samt um afla enn í veiðistöðunum austan- fjalls, og i Vestmannaeyjum aflalaust í allan vetur. Fiskimannasjóðurinn. Áskorunin um samskot til hans hefir fengið góðar undirtektir hjer í nærsveitunum. I Hafnarfirði var haldinn allfjölmennur fundur um málið 6. þ. m., eptir áskorun frá þeim kaupm. J>. Egilsson, skólastjóra Jóni þórarinssyni og hr. ívari Helgasyni. Voru fundarmenn samhuga um, að styrkja sjóðinn á sama eða líkan hátt og Reykvík- ingar og Seltirningar. þó vildu þeir, að sjóðnum væri varið eigi að eins til að styrkja ekkjur drukknaðra sjómanna, held- ur nauðstaddar ekkjur sjómanna yfir höfuð. Fundið var að því, að 60 kr. hefðu ein- hvern tíma verið veittar úr sjóðnum til að kaupa fyrir bát, án heimildar í reglugjörð sjóðsins. Samþykkt var í einu hljóði svo látaudi fundarályktun, er f>. Egilsson hafði samið (að áskildum stöku orðabreytingum) : Fundarmenn skuldbinda sig til, að gjalda sjálfir og styðja að því af fremsta megni að aðrir, hvort heldur eru hreppsmenn eða utanhreppsmenn, gjaldi af afla sínum næstkomandi vetrarvertíð 3 málfiska af hlut og aðra 3 málfiska af hverjum hlut af afla sínum á vorvertíð. Fiska þessa skulu hásetar afhenda formönnum sínum á vetrarvertíð fyrir sumardaginn fyrsta ; á vorvertíð fyrir 12. júní. Formenn taka við fisk- inum óslægðum, salta hann og verka og hafarask- ið fyrir fyrirhöfn sína og kostnað, og standa skil á fiskinum vel verkuðum til þess manns, er sýslu- maður í samráði við stjórn fiskimannasjóðsins til- greinir. f>egar eptir sumarmál og að liðnum 12. degi júnímán. skal hreppstjóri leita skýrslu um það hjá öllum formönnum í hreppnum, hve mikils fiskjar sjóðurinn megi vænta frá þeim. Skýrslu fyrir vetrarvertíð skal senda sýslumanni eigi síðar en innan 30. aprils og fyrir voryertíð innan 20. júní. Formenn hafa ábyrgð á að standa skil á þeim fiski í góðri verkun, er þeir samkvæmt skýrslunum fá í hendur sjóððnum. Andvirðið renn- ur í fyrnefndan fiskimannasjóð. Verði lík ályktun ekki gjörð f öðrum hreppum sýslunnar skal fjenu varið til þess, að stofna sjer- stakan styrktarsjóð fyrir sjómenn í Garðahreppi. £eir formenn, stýrimenn og hásetar, sem reka fiskiveiðar á þilskipum, borga til sjóðsins af afla sínum V2 lpd. fyrir hvora vertíð, og þilskipaeig- endur eins mikið og skipshöfnin til samans. Hið eyfirzka ábyrgðarfjelag. Landsyfirrjettur dæmdi það í fyrra dag til að greiða vicekonsúl Jakob V. Havsteen á Oddeyri 618 kr. 9 a., sem eptirstöðvar skaðabóta fyrir hákarlaskipið »Úlf«, er týndist sumarið 1884, en fjelagið hafði tekið ábyrgð á að J hlutum virðingarverðs eða 8658 kr. Málskostnaður fyrir báðum rjettum var látinn niður falla, og áfrýj- andanum ekki dæmdir vextir, með því að þeirra hafði eigi verið getið í áfrýjunar- stefnunni. I ástæðum dómsins segir svo: „þegar stjórn ábyrgðarfjelagsins neitaði að greiða eigendura „Ulfs“ framannefndar 618 kr. 9 aura, lögðu þeir spurninguna undir úrskurð aðalfundar í fjelaginu samkv. fyrirmælunum í 24. gr. fjelagslaganna og ályktaði fundurinn hinn 24. marz 1885, að sú tilhögun á reikn- ingsfærslu fjelagsins, að því er snertir inn- stæðueign í fjelaginu og hluttöku í skaðabótum, sem hingað til hefur verið liöfð, sje samkvæm fjelagslögunum, og skuli henni vera fylgt fram- vegis. Báðir málsaðilar hala skilið þennan úr- skurð aðalfundar á þá leið, að með honum sje samþykkt og staðfest neitun fjelagsstjðrnarinnar um frekari skaðabótagreiðslu fyir „Ulf“, en þegar var búið að inna af hendi, og heldur fjelagsstjórnin því jafnframt fram, að með þess- um úrskurði sje ágreiningsefninu ráðið til endilegra lykta, er hlutaðeigendur allir verði að sætta sig við, án þess þeir eigi kost á, að leita úrlausnar dómstólanna um deilumálið, og hefur hjeraðsdómarinn fallizt á þessa skoðun hinna stefndu í málinu og þegar af þeirri á- stæðu sýknað fjelagsstjórnina. Yfirdómurinn getur þó ekki samþykkt þennan skilning á fjelagslögunum. Síðari liður 24. gr. fjelagslaganna, sem talinn er heimild fyrir svo- felldri úrlausn ágreiningsmálsins, kveður svo á, að ef ágreiniugur verði millum embættis- manna fjelagsins og annara fjelagsmanna, skuli „því (honum) skjóta til aðalfundar og skera úr með atkvæðafjölda11. í þessari grein fjelags- laganna er hvorki beinlinis nje óbeinlíuis svo ákveðið, að úrskurður aðalfundar skuli vera endileg málalok i ágreiningsmálum milluin stjórnariunar og einstakra Ijelagsmanua, en slík skýlaus og ótvíræð ákvörðuu væri nauð- synleg til þess, að fjelagsmöunum yrði neitað um hinn almeuna rjett borgarauna, að bera undir úrlausn dómstóla landsins samskonar ágreiningsmál og það er sem hjer er lagt undir dóm. þá verður eigi lieldur álitið, að áfrýj- andinn hafi með því að leggja málefnið undir úrskurð aðalfundar, aisalað sjer rjettiuum til þess síðar að leita úrlausnar dómstólauna, ef úrskurður aðalfundar gæfi honum tilefni til þess ; það var hin lögfyrirskipaða lueðferð málsins, að bera það fyrst upp fyrir stjórn fjelagsins og síðan undir aðalfund þess. Ur því þannig eigi verður fallizt á það, að málefni þessu hafi verið ráðið til endilegra lykta, er áfrýjandi verði að sætta sig við, á á- byrgðarfjelagsfundinum hinn 24. marz 1885, kemur til álita hin önnur sýknarástæða hins stefnda, er hann orðar svo, að sú niðurjöfnun skaðabótanna, er stjórnin hafi gert, þetta um- talaða ábyrgðar-ár (þá er „ÚIfur“ týndist), sje fyllilega heimil samkvæmt fjelagslögunum, fastri venju, skýringu ýmsra aðalfunda á viðeigandi lagafyririrmælum, og að áfrýjandinn fyrir þvi eigi ekkert tilkall til hinnar umþrættu fjár- upphæðar. Hinn stefndi, stjórn fjelagsins, vill sem sje skilja fjelagslögin á þá leið (sjá sjer-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.