Ísafold - 14.03.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.03.1888, Blaðsíða 2
4<; staklega 1., 17., 19. og 22. gr. laganna), að fje- lagssjóðurinn sje tvennskonar, eða jafnvel að Lann sje i raun og veru 2 sjóðir, skaðabóta- sjóður eða árstekjusjóður fjelagsins, er mvnd- ist af inngöngu-aurum fjelagsmanna samkvæmt 2. og B. gr. laganna og ábyrgðargjöldunum fyrir hvert einstakt vertíðar-ár (ábyrgðar-ár), og eignar sjóður fjelagsmanna, er sje afgangurinn af árleg- um ábyrgðargjöldum þeirra framyfir hvers árs út- gjöld til kostnaðar og skaðabóta. J>essi síðar- nefndi sjóður sje eigi eign fjelagsins, heldur hvers einstaks fjelagsmanns, og verði honum þvi eigi varið til skaðabótagreiðslu. Til skaða- bótagreiðslu fyrir skiptjón, er fjelaginu sje skylt að bæta, skuli fyrst og fremst varið sjóði þeim, sem myndazt hafi af inngöngu-aurunum, og þar næst ábyrgðargjöldum fjelagsmanna það ár, er skiptjónið ber að höndum; en nægi eigi þetta til greiðslu skaðabótanna, skuli jafna því, sem á vantar, á fjelagsmenn eptir þeirri til- tölu, sem hver þeirra á mikið eða lítið í ábyrgð fjelagsins og án tillits til þess, hve mikið fje- lagsmenn kunni að eiga í sjóði af ábyrgðar- gjöldum undir umsjón fjelagsstjórnarinnar. J>egar nú hákarlaskipið „IÍ!fur“ fórst sumarið eða haustið 1884, hafi fjárhag fjelagsins verið svo háttað, að þess árs inngöngu-aurar og á- byrgðargjöld eigi hafi nægt til greiðslu skaða- bóta þeirra, er fjelagið átti að greiða nefnt ár, Fyrir því hafi því, sem á vantaði til þessa, ver- ið jafnað á fjeiagsmenn eptir þvi hlutfalli, bve mikið þeir áttu i ábyrgð fjelagsins; og taldist þá svo til. að við þessa niðurjöfnun kom á eig- endur „Úlfs" 618 kr. 9 aur. En áminnzt tvískipting á tekjum fjelagsins í sameiginlegan fjelagssjóð og sjerstakan eignar- sjóð fjelagsmanna er eigi heimiluð í fje- lagslögunum, enda eigi í þeim bent til hennar með einu orði, og virðist hún eingöngu sköpuð með reikningsfærsluaðferð fjelagsstjórn- arinnar, sem því að eins hefir þýðingu fyrir úrlausn þessa máls, að hún sje samkvæm lög- um fjelagsins. Enda hefur áfrýjandinn heimt- að sjer ofanritaða upphæð tildæmda af þeim fjelagssjóði, sem fjelagsstjórnin kallar eign fje- lagsmanna í sínum vörzlum og sem var 26566 kr. 68 aur. hinn 1. nóvbr. 1883. í 2. gr. fjelagslaganna er kveðið svo á, að fjelagið hafi fastan sjóð til skaðabóta, er hver skipseigandi í fjelaginu gyldi í sjerstaTclega hið fyrsta ár 21/, “/o af ábyrgðarverði skipseignar hans. 3. gr. mælir svo fyrir, að þeir, sem ganga síðar í fjelagið, gjaldi eins og hinir fyrstu, auk hins árlega áhyrgöargjalds 21/., °/0 sem inn- göngueyri. 14. gr. segir, að ábyrgðarkaupið sje árlega 4l/4 °/0, og á vissum tímum l1/2°/o sem viðbótar-ábyrgð. í 17. gr. er svo fyrir- mælt, að það, sem bjargað verður af brotnu fjelagsskipi, sje eign fjelagsins í rjettri tiltölu við þann hluta, sem fjelagið hefir ábyrgzt í skipinu J>etta eru tekjur fjelagsins, og það eru þær, sem mynda þann sjóð, sem um getur í 2. gr. laganna (sjá að framan), og í 19 gr., þar sem segir svo, að ef eigi hrökkur sjóður fjelagsins til, að bæta áfallinn skaða eitthvert ár, skuli jafnað því, sem á vantar, niður á fje- lagsmenn í rjettri titölu við það, er þeir eiga i ábyrgð. J>að verður eigi sjeð, að orðið „sjóður“ eða „fjelagssjóður“ hafi í nokkurri grein laganna aðra þýðingu en þá, sem hjer er bent á, nje heldur að lögin geri ráð fyrir nokkrum öðrum sjóði en þessum í vörzlum fjelagsstjórnarinnar sem slikrar. Sjerstaklega nefnir 22. gr. einmitt þenna sjóð fjelagssjóð, og er eigi unnt að sjá, að það sje annar sjóður en sá, sem um getur i 2. og 19. grein. Nú er 19. grein að eins nánari útskýring eða útfærsla á hinni almennu grundvallarsetningu í síðari málslið 1. greinar, og verður því að skilja þessa grein með þeim viðauka, sem 19. grein setur, enda virðist eigi þar með vera raskað i neinu Jmeginreglunni í 1.- grein lag- anna. Reglan fyrir skaðabótagreiðslunni verð- ur þá þessi, að meðan [fjelagið á sjóð, greiðast skaðabætur af {honum, en sje hann þrotinn, er þeim jainað til greiðslu á fjelagsmenn. J>ar sem það nú eigi er sannað í málinu, að þessi sjóður fjelagsins hafi verið þrotinn haustið 1884, og að því hafi verið heimild til niðurjöfnunar á fjelagsmenn eptir 19. gr. sbr. 1. gr. fjelags- laganna„ ber að dæma hina stefndu stjórn ábyrgðarfjelagsins til að greiða áfrýjandanum hinar umþrættu 618 kr. 9 aura“. Stofrran Forngripasafnsins. Afmæli Forngripasafnsins var haldið 24. f. m., eins og kunnugt er, af því að þann sama mánaðardag fyrir 25 árum var dag- sett brjef það frá stiptsyfirvöldunum, er talið er svo sem stofnunarskrá safnsins. Hvert var tilefni brjefs þessa ? |>að var þetta tvennt: ritgjörð, dags. 8. jan. 1863, frá kand. Helga Sigurðssyni á Jörva (nú uppgjafapresti á Akranesi), sem síðan var prentuð í »íslendingi« III. 20, með fyrirsögn »Lítið eitt um íslenzkar forn- menjar«; og í öðru lagi gjöf frá sama manni, 15 gripir, sem urðu frumstofn safnsins og gefnir einmitt í því skyni. Eitgjörð þessi er mikið vel samin. þar er lýst nytsemi og ágæti fornmenja yfir höfuð, — til skýringar sögu þjóðanna —, og því, hverjar mætur menntaðar þjóðir hafa á þeim og eiga að hafa. J>á er minnzt á afdrif íslenzkra fornmenja þangað til, eða með öðrum orðum : hraparlegt hugsunar- leysi og hirðuleysi um að gæta þeirra, og síðan skorað á þjóðina, að leggjast á eitt að halda saman fornmenjum þeim, sem enn væru til í landinu, og koma þeim saman á einn stað, nefnilega í höfuðstaðn- um, Eeykjavík. »Hlynnum af alefli að þessum dýrmæta fjesjóði« , segir hann. »Eeynum að koma inn hjá sem flestum verðskuldaðri virðing, þekking og ást á fornmenjum landsins*. Gjafirnar frá honum, frumstofn safnsins, voru allt sem hann hafði eignazt af fom- menjum til þess tíma, meira eða minna mérkilegir smíðisgripir frá ýmsum öldum, leifar af gömlu sverði, kálfskinnsblöð o. fl. Kvaðst hann ætlast til, að þetta verði •fyrsti vísir til safns íslenzkra forn- menja«, og leggur fyrir, hvernig geyma skuli: í sama húsi sem stiptsbókasafnið, undir varðveizlu bókavarðar og yfirumsjón stiptsyfirvaldanna; að halda skuli skrá yfir gripina, ekki ljá neitt burtu af þeim, en öllum gefast kostur á að sjá þá, og að við skuli bæta og fara eins með gjafir, sem kunni að koma frá öðrum. Jafnskjótt sem stiptsyfirvöldunum, sem þá voru, settum stiptamtmanni Th. Jonas- sen og biskupi H. G. Thordersen, var kunnugt orðið um gjöf þessa og tillögur allar, fyrir milligöngu stiptsbókavarðarins Jóns Arnasonar, rita þau honum áminnzt stofnunarbrjef, og komast þar meðal ann- ars þannig að orði: »þar sem vjer hljótum að vera á einu máli með gjafaranum, herra cand. H. Sig- urðssyni, um nauðsyn þá, sem á því er, að halda saman þeim fáu forngripum, sem eptir eru hjer á landi, og teljum það auð- sætt, að sá einasti vegur til þessa sje, að safna þeim saman á einn stað 1 landinu sjálfu, og að Beykjavík margra hluta vegna sje staður sá, er bezt sje til þess kjörinn, skulum vjer, með því herra H. hefir snú- ið sjer að yður með þetta mál, er einnig varðar yður sem bókavörð stipsbókasafns- ins, biðja yður að votta honum virðingu vora og viðurkenningu um pá attjarðar- og fornaldarást, sem lætur sig í Ijósi hjá hon- um i þessu lians hrósverða fyrirtæku. þannig var Forngripasafnið stofnað, bein- línis eptir áskorun og tillögum síra Helga Sigurðssonar, sem lagðar voru síðan til grundvallar eða jafnvel fylgt beinlínis að því er snertir stjórn og fyrirkomulag safns- ins; og stiptsyfirvöldin finna sig tilknúð að votta honum virðingu sína og viðurkenn- ing fyrir þetta lofsverða verk hans. Hefðu þau, stiptsyfirvöldin, sem þávoru, verið spurð að, hvern þau álitu vera aðal- frumkvöðul að stofnun safnsins, þá er svo sem enginn vafi á, eptir þessu, hvern þau mundu hafa til nefnt. f>au mundu meira að segja hafa viljað kalla hann stofnanda safnsins, þar sem hann gaf fyrsta vísirinn til þess og setti reglurnar fyrir tilhögun- inni á því m. m. Sjálfur höfundur Forn- gripasafnsskýrslunnar I., Sigurður Guð- mundsson málari, segir um hann, að hann hafi orðið »fyrstur til að leggja hyrning- arsteininn í þvílíkt safn« (þ. e. Forn- gripasafnið). þetta hefir öllum almenningi verið kunn- ugt og af öllum viðurkennt, fyr og síðar, þeim er vit hafa á og vilja til að fara ekki með annað en það sem satt er og rjett. Enda er það ekki þakkandi, þar sem jafn-auðgengið er að greinilegri vitneskju nm þetta, eins og vikið var á í síðasta hlaði. Nærri má geta, að forgöngumönnum af-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.