Ísafold - 14.03.1888, Page 4
44
er brúkuð; þess vegna get jeg ekki skilið,
hvernig afnám lóðarinnar dregur dug úr sjó-
xnennskunni.
Nú er að minnast á bæði þessi veiðarfæri,
þegar i land er komið. Ef jeg lítið eða ekk-
ert afla á færin, þá kem jeg í land aptur með
beituna að mestu leyti óeydda, sem jeg fór
með úr landi, en á lóðina eyði jeg beitunni,
hvort sem jeg afla nokkuð eða ekkert.
f að er sá mikli mismunur á þessum veiðar-
færum, að þar sem beituskortur er og hvernig
sem á stendur, þá eyðist þrefalt meiri beita í
hverjum róðri á lóðina en færin, þegar lítið
aflast. Og svo kemur landvinnan.
(Niðurlag).
Landakoti, 28. febr. 1888.
G. Guðmundsson.
AUGLYSINGAR
f samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Proclama.
Samkvamt lögum 12. apríl 1878 og op.
br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla
þá, er til skulda telja í dánarbúi Magnúsar
sál. Sigurðssonar á Asláksstöðum í Vatns-
leysustrandarhreppi, er andaðist 10. des.
f. á., að gefa sig fram og sanna kröfur
Sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda
innan 6 mánaða frá síðnstu birtingu aug-
lýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu, hinn 27.
febr. 1888.
Franz Siemsen.
Með því að Arni Magnússon í Báðagerði
á Skipasaga (fyr í Sjóbúð) hefur framselt bú
sitt sem gjaldþrota til skiptameðferðar, þá
er hjermeð samkvcemt lögum 12. april 1878
og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla
þá, er telja til skulda hjá Arna Magnús-
syni, að l'ysa kröfum sínum og sanna þœr
fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu á 6 mán-
aða fresti frá siðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar. 1
Skrif'stofu Mýra- og Borgarfjarðars. 27. febr. 1888.
Sigurður í»órðarson.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu Hákonar Eyjólfssonar í Staf-
nesi, verður, að undangenginni fjárnáms-
gjörð 25. þ. m., samkvcemt op. brj. 22. apr.
1817 og lög. 16. des. 1885, híis Jóhannesar
Pálssonar hjer í bœnum, kallað »Bjargar-
steinm, selt við 8 opinber uppboð, sem hald-
in verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu bœjarfö-
geta laugardagana 10. og 24. marz þ. á., <>g
hið 3. í húsinu sjálfu þriðjudaginn 10. apr.
þ. á., til lúkningar 1200 kr. veðkuld til upp-
boðsbeiðandans með vöxtnm og kostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi, og verða
söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni
degi fyrir hið 1. uppboð.
Bæjarfógetinn í Beykjavík, 28. febr. 1888.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Að undangengnu fjárnámi 25. þ. m. verð-
ur húseign Benedikts Ásgrímssonar t Lcekn-
isgötu hjer i bænum (andspœnis hotel Beykja-
vik), samkvœmt op. br. 22. apr. 1817 og
lögum 16. des. 1885, seld við 3 opinber upp-
boð, sem Jialdin verða, 2 hin fyrstu á skrif-
stofu bœjarfógeta laugardaganalO.og24.marz
þ. á., og hið 3. í húsinu sjálfu mánudaginn
9.aprílþ. á., til lúkningvr 2000 kr. veðskuld
til landssjóðsins með vóxtum og kostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi, og verða
söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni
degi fyrir hið 1. uppboð.
Bœjarfógetinn í Beykjavtk, 28. febr. 1888.
Halldór Daníelsson.
Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og op.
br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla
þá, sem tiL skulda eiga að telja í dánarbúi
móður okkar sál., Guðnýjar Jóhannesdóttur
frá Flatey á Breiðafirði, er andaðist 10.
septbr.f. á., að gefa sig fram og sanna kröf-
ur sinar fyrir oss undirskrifuðum myndug-
um einka-erfingjum hinnar látnu innanö mán-
aða frá siðustu birtinqu auqlýsinqar þessarar.
Flatey 14. febr. 1888.
Jónas Bentsson, Jón Bentsson.
llið konuiiglcga
0 k t r 0 j e r a ð a át> y r g ð a rf j e lag
tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innan-
hússmuni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðslai
J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík.
Undertegnede Repræsentant for
Det Kongelige Octroierede Almindelige
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effeeter, stiftet
1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser
om Brandforsikring for Syslerne Isafjord,
Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappa-
dal, samt meddeler Oplysninger om Præ-
mier etc.
N. Chr. Gram.
Húsið nSkáholtn a Selsholti er til sölu eða
leigu frá 14. maimán nœstkomandi. Menn
semji við undirskrifaðan framkvœmdarstjóra
landsbankans. Bvík 9. marz 1888.
L. E. Sveinbjörnsson.
Vanur verzlunurmaður, sem œfður er í
öllum verzlunarstörfum, óskar eptir þjenustu.
Laun geta að nokkru farið eptir samkom-
lagi.
Brjefum mrk. X með tilboði veitir ritstjóri
þessa blaðs móttöku.
Áheiti til Strandarkirkju.
Jeg lofa hjer með að gefa Strandarkirkju 5 kr.,
ef klerkur sá fyrir norðan, er jeg lánaði 10 kr. i
Flatey á Breiðafirði sumarið 1886 fyrir skó á fæt-
urna, borgar mjer skuld þessa án lengri undan-
dráttar. Reykjavík 14. marz 1888.
Asmundur Sveinsson.
Ný bók,
sem fæst á afgreiðslustofu ísafoldar,
eptir
Benedict Gröndal:
Um Vesturheimsferðir.
Nokkuð af innihaldinu:
„Eins lands stærsta lukka er, að hafa margt
fólk, sem er sjálfum sjer og öðrum til gagns“.
(Hannes Finnsson).
„Illt er að komast af hjer, en hálfu verra í
Ameríku“, sögðu vesturfararnir, sem tókst að
komast hingað heim aptur 1884.
Hver er munurinn á hinum fornu landnáms-
mönnum og þeim sem fara nú til Ameríku V
j>eir sem einu sinni eru komnir þar í súpuna,
vilja náttúrlega fá sem flesta hjeðan til sín, því
sætt er sameiginlegt skipbrot.
íslenzku vesturfararnir eru engir Jandnáms-
menn. Orðin: „landnámsmanna lundar því leynist
neisti brjóstum í“, eru liið venjulega þjóðarskjall.
Skrumbrjefum frá Ameríku er almennt trúað
hjer á landi, því að fólk trúir þvi sem það helzt
vill heyra,—fokreiðist jafnvel margt hvað, ef
nokkur er svo djarfur að efast ura sæluna í
Ameríku.
Nafngreindur vesturfari segir: „Aldrei hefi jeg
verið eins hungraður á íslandi eins og hjer“
(í Amer.)
Efnabóndi úr Skagafirði tældur vestur af dótt-
ur sinni, rúinn þar og fjeflettur.
Úr brjefi frá Winnipeg 29/I2 87 : „Barnadauði
hefir verið hjer voðalegur; t. d. tvenn hjón, sem
hingað komu frá Fróni í sumar, önnur með 5
börn, hin með 4, eru búin að missa öll börn sín“.
Kostar 25 aura.
þAKKARAV. Jeg ,finn skyldu mina að
leiða athygli landsmanna, sem læknishjálpar með-
þurfa, að landlækni Schierbeck, þar sem mjer
hefir gefizt kostur á að reyna hans læknishjálp f
sjúkdómstilfelli lconu minnar, sem byrjaði næstlið-
inn júlímán., en sem mikið var bæði af mjer og
öðrum reynt til að viðhjálpa, en engum tókst
að lækna, nema landlækninum ; enda sýndi
hann henni einstaka alúð og umönnun þann tima,
sem hún dvaldi undir hans læknistilraunum; en
hún er ekki sá fyrsti sjúklingur, sen, hann hefir
læknað, þar sem aðrir hafa verið frágengnir að
lækna. Landsmenn mega fagna yfir því, að þeir
eiga góðan og samvizkusaman landlækni, og væri
óskandi, að við hjeldum honum sem lengst, þó að
danskur sje.
þetta er skylda mfn að votta, lækni þessum til
verðugs heiðurs, konu minnar vegna, hverja hjálp
sem og staka umhyggju á bata hennar, jeg fæ
lionum aldrei fullþakkað.
Sjónarhól 5. marz 1888.
Lárus Pálsson, homöopath.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.