Ísafold - 02.05.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.05.1888, Blaðsíða 2
78 fullskipað aptur ráðaneyti sitt. Af hinum nýju ráðherrum mi nefna Dahl, hjeraðs- dómara, einn af helztu skörungum þingsins. Við svo búið mun nú látið standa, að minnsta kosti þar til er hinar nýju kosn- ingar eru um garð gengnar. Björnstjerne Björnson er nú í Svíaríki, Og heldur þar sömu fyrirlestra, sem hann hefir haldið í Danmörku og Noregi. Henrik Ibsen varð sextugur 19. marz. Hann var þá í Miinchen, og hingað streymdu til hans fagnaðarsendingar og kveðjur úr öllum áttum, frá skáldum, rit- höfundum og leikmenntafólki á þýzkalandi Og Norðurlöndum, frá mörgu stórmenni og 59 löndum hans á þingi, frá verkmanna- fjelaginu í Kristjaníu auk fl. Sjónarleikar hans mjög leiknir á þýzkalandi og í Aust- urríki, og alstaðar í mestu metum. Svíakonungur á ferð til Suðurlanda; hef- ir fengið heimboð af Portúgalskonungi. England. Hjeðan vitum vjer engin ný- næmistíðindi að segja. Kurinn á Irlandi ekki minni en áður, og illræðisverk »tungl- skinsmanna« — svo nefnast samsærisliðar íra — heldur í uppgangi, þrátt fyrir þann dróma hervörzlunnar, sem landið er keyrt í. Til silfurbrúðkaups prinzins af Wales (10. marz) kom margt skyldfólk og venzla- menn frá meginlandinu ; meðal þeirra krón- prinz vor og kona hans.—Viktoría drottn- ing hefir dvalið um stund á Ítalíu og ætlar innan skamms að leggja heimleiðina um Berlín og heimsækja þar tengdason sinn, þýzkalandskeisara, og dóttur. þí'ZKALAND. Lát föður síns heyrði Frið- rik keisari í San Bemo (á Italíu), þar sem læknar hans höfðu valið honum vist til heilsubótar, og tilraunirnar voru gerðar við meinsemd hans. Miður fær en skyldi lagði hann þegar af stað til Berlinar, en Ítalíukonungur skundaði norður til Genúa, og þar skildust þeir keisari með mestu blíðu. Keisaranum var þá málsins varn- að, og svo er enn, og hann verður allt að tjá með ritfærum. Um apturbata hans og lífdaga er allt enn milli vonar og ótta. Einn daginn sagt, að honum líði vel eða bærilega, hinn næsta miður látið. Allir unna þessum höfðingja bráðs bata og langr- ar farsældar. Hann er nú á miðju 57. ári aldurs síns. þó keisarinn hafi verið í mörgum stór- bardögum og stýrt þar her og herdeildum til sigurs (við Sadóva, Wörth, Weissen- burg, Sedan og á fleirum stöðum), er það um hann kunnugt, að hann hefir óbeit á stríðum og vill öllu í sem lengstu lög til friðar stilla. I ávarpi sínu til fólksins seg- ir hann sjer mest annt um, »að gera þýzka- jand að bjargstöð friðarins*. Bæði ávarp- jð og brjef hans til Bismareks ber alstað- ar vott um frjálslyndan og göfugan mann. Hann talar um umburðarlyndi í trúarefn- um og heitir öllum jafnrjetti hverrar trúar sem eru. Hann talar um endurbætur upp- eldis og kennslu, um hina nýju kynslóð vaxandi upp í guðsótta, hófsemi og öðrum dyggðum, en víkur á, hvernig hálfmennt- un geti leitt til ófarnaðar. Niðurlag brjefs- ins til kansellarans er svo látandi : »Hirð- andi lítið um frægðarljóma stórvægilegra af- reksverka læt jeg mjer nægja, ef svo verð- ur sagt um ríkisstjórn míua, að hún hafi orðið þegnum mínum til hagsælda, nytja- rík landi mínu og öllu ríkinu til bless- unar«. Við útför Vilhjálms keisara (16. marz) mikill sægur tiginna manna; meðal þeirra krónprinzarnir frá Bússlandi, Austurríki, Svíaríki og Danmörku, auk margra annara. Evrópublöðum hefir um tíma ekki verið um annað meir tíðtalað en um það áskiln- aðarmál með hirð keisarans og Bismarck, sem honum þótti svo mikið undir, að hann beiddist lausnar frá embætti, ef tillögur hans yrðu ekki teknar til greina. Málið svo vaxið, að keisaradrottningin (Viktoría) hugði til mægða við Alexander prinz af Battenberg, Bolgarafurstann, sem rekinn var frá völdum. Heitmey hans var Vikt- oría, dóttir keisarans. Bismarck þótti í- skyggilegt, ef svo rjeðist, þar sem Bússa- keisari er prinzinum hinn reiðasti fyrir atferli hans á Bolgaralandi, kallar hann bæði hafa rofið öll fögur heit við Búss- land og Berlínarsáttmálann sjálfan, er hann gekkst fyrir samsteypu Eystri-Búmelíu við Bolgaraland. Nú er þó svo sagt, að Bis- marek hafi sigrað, og að ráðinu sje frest- að, að minnsta kosti þar til að allt er út- kljáð um Bolgaramálið. Vel þá, ef svo tekst skjótara en áhorfist. A ríkisþinginu þau lög fram gengin, sem lengja kjörtímann til 5 ára. Svo á litið, að þetta tryggi nokkuð löggjöf og ríki gegn kosningabramli og æsingum. Frakkland. Hjeðan hafa nú »fæst orð minnsta ábyrgð«, er svo bágt er nokkuð á að ætla, að hverju rekur, en aldrei hefir meiri titringur færzt á »þjóðveldið þriðja« en nú. 1 stuttu máli eru þetta höfuð- atriði tíðmda: Um mánaðamótiu settist 29. ráðaneyti þjóðveldisins við stjórnina. Tirard og hans menn urðu að fara frá fyrir atkvæða-atgöngu þingmanna í ytra arm fylkingar hægra og vinstra megin. Endurskoðunar krafizt á ríkislögunum. Hjer sagt mest undir róið af vinum Bou- langers hershöfðingja, en þá af honum herstjórn tekin, sjálfu átrúnaðargoði lýðs- ins og hefndarhyggjumanna (gagnvart þjóð- verjum) á Frakklandi, og þeirra allra, sem að minnsta kosti í svipinn sætta sig við alræðisvald og tigna það, meðan auðnan fylgir. Floquet, formaður fulltrúadeild- arinnar og mesti skörungur í harð- fylgisliði frelsismanna, skipaði nýtt ráða- neyti, en bað þingmenn vera þolinmóða og hraða sjer í engu með breyting stjórnar- laganna, búa hana vel undir með ýmsum lagabótum, en láta á stjórnarinnar valdi, hvenær hún yrði upp borin. Lítið traust á, að því ráði verði fylgt, en við hinu bú- izt, að nýr flokkasamdráttur vísi Floquet á sömu leið og hinum. Undir komið, hvern kjark hann sýnir móti Boulanger og hans leyndarliðum — einvaldssinnum — sem styðja hann meðan hann vill umturna þjóðveldinu. Boulanger hefir nú tekið af sjer grímu, og viðkvæði hans er sem fleiri, að »þingið sje ráðlaust, stjórnin aflvana, þingstjórn Frakklands afskræmi og vanti sannan lýðvaldsbrag, en land og lýður þarfnist rjettrar forustu(!). og vegur Frakk- lands sje í sýnu veði«, o. s. frv. A kjör- þingum, þar sem í auð sæti skyldi kjósa, hefir hann látið bjóða sig fram og vini sína, og hefir hjer allt að óskum gengið. Hann var sjálfur kosinn í Le Nord með 175,000 atkvæða. Talað um mikinn fje- burð við þær kosningar, og líkast rjett til getið, að þetta fje — hálf miljón franka — hafi komið úr annara hirzlum en þeirra, svo standa undir merki Boulangers. Sum blöðin segja, að hann stæli eptir trúð- skaparbrögðum Napóleons þriðja á hans landráðadögum, og Jules Ferry kallaði hann í fyrra dag »foringja nýrrar upp- reistar og landráða«. Astandið er ískyggi- legt, en hjer skal nú látið við nema. Wilson dæmdur sýkn í æðsta dómi fyrir þá sök, að lagastaðir næðu ekki til hans, en með hörðum ummælum um allt hans atferli. Ítalía. Ekkert orðið af viðureign við her Abessiníukonungs, því hann er nú horfinn aptur af vígstöðvum, og treysti sjer ekki að ráðast á varnarvígi ítala. Friðarsamninga hefir verið leitað, en saman ekki gengið að svo komnu. Á valdi ítala er nú allur sá landgeiri, sem þeir misstu nokkuð af í fyrra, og vel virkjum horfinn. Svo látið, að þeir muni því hlíta. Portúgal. Hjeðan að geta um leik- húsbruna í Oportó, þar sem hátt á annað hundrað manna höfðu líftjón. Búmenía. Hjer gerðust óspektir í byrj- un mánaðarins í höfuðborginni, og við at- göngu liðsins höfðu nokkrir menn bana, en lauk við það, að Bratiano gamli fór frá stjórninni. Henni helzt til saka fundið, að hún hefði of lítið hirt um fjefrekju og aðra óráðvendni embættismanna sinna. Við forstöðu stjórnarinnar hefir tekið sá, er Bosetti heitir, einn af stórhöfðingjum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.