Ísafold - 03.05.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.05.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Isafoldarprentsmiðju. XV 21. Reykjavík, fimmtudaginn 3. mai. 1888. 81. Innl. frjettir. Stjórnarskrármálið á alþingi 1887, eptir Jón Sigurðsson alþingismann. 83. „Frumhlaup vesturfarapostula“ 84. Leiðrjettingar. Auglýsingar. Reykjavík 3. maí 1388. Verzlunarfrjettir. í miðlaraskýrslu frá Kaupmannahöfn 17. f. m. segir svo: Saltfiskur. Aflabrögð í Norvegi fyrirtak. I fyrra um þetta leyti nam aflinn þar 34 milj. af þorski, að Finnmörk meðtalinni, en nú 39 miljónum utan Finnmerkur; menn vita ekki um afla þar. Fiskurinn mjög vænn, og lifrin líka. Verzlunarsamningur sá, er verið hefir í lögum milli Frakklands og Italíu að und- anförnu, hefir ekki verið endurnýjaður og er Frakklandi þar með fyrirmunað að hagnýta sjer hinn ítalska markað og getur því ekki selt fisk sinn nema til Spánar. Spillir það auðvitað fyrir sölu á íslenzkum fiski þar. Vegna hinna langvinnu vetrarharðinda hefir fiskur gengið óvenju- vel út hjer og er því uppselt allt sem til var frá f. á.; er því því þörf á nýjum aðflutningi frá Islandi. Fyrir hálfverkaðan fisk hafa síðast verið gefnar 50 kr. skippundið, fyrir stóran sunnlenzkan fisk hnakkakýldan 55 —59 kr. og fyrir vestfirzkan fisk óhnakka- kýldan 60—65 kr. En það verð helzt auðvitað ekki, þegar nýjar birgðir koma; það stafaði eingöngu af því, að hörgull var orðinn á matvælum. — Af ýsu og smáfiski er ekkert til hjer, og eins kvað vera á Englandi, svo að þar gengur vel út það sem fyrst kemur. Ull selst illa á Englandi. Óselt þar enn nokkuð frá f. á. og helzt útlit fyrir, að ekki fáist eins mikið fyrir hana og í fyrra. Haustull seldist síðast fyrir 46 a., en það verð helzt naumast. Lýsi. Leifar frá f. á. uppgengnar. Síðast gefnar 37 kr. fyrir bezta ljóst há- karlslýsi grómlaust, og má því gera ráð fyrir, að það sem fyrst kemur gangi fljótt út, þó nokkuð minna verð gefið fyrir það. A uppboði grænlenzku verzlunarinnar í þessum mánuði voru gefnar 39 kr. fyrir tunnuna, og íslenzkt lýsi er vant að vera nál. 6 kr. lægra, svo að búast má við að verðið lækki, þegar aðflutningar fara að koma til rnuna. Dökkt lýsi frá Færeyjum seldist fyrir 31—30 kr. Harðfiski er nærri því hætt að spyrja eptir frá öðrum löndum. Saltkjöt hefir selzt á 50, 49 og 48 kr. tunnan, auk íláts. Frá norðurlandi 6—700 tunnur á leiðinni hingað. — Sauðargærur saltaðar, 7—8 punda, ganga út fyrir 5 kr. —5 kr. 25 a. vöndullinn. Btigur, rússneskur, 4 kr. fyrir 100 pd. Bugmjöl 4 kr. 45 a. Bankabygg 7 kr.— 7 kr. 50 a. Kandís 22 a. Hvítasykur 19 a. Kaffi 56—60 au. Sýslufundur Arnesinga stendur yfir hjer, er skrifað af Eyrarbakka 25. f. m.: nSamþykkt í gær : að kosta 50 krónum til pósts innan sýslu ásamt sam- skotum sýslubúa, að halda gripasýningu í sýslunni næsta ár, og að taka þátt í stofnun búnaðarskóla á Hvanneyri, að rjettu hlutfalli við aðrar sýslur Suðuramts- ins, með þeim skilyrðum, að allar sýslur í Suðuramtmu gjöri hið sama, og að öllu því búnaðarskólafje, sem nú er til og fram- vegis kann á að falla, verði varið til skól- ans og með þeirri ósk, að amtsráðið hlut- ist til með að semja reglugjörð fyrir skólann». Tíðarfar segja póstar norðan og vest- an, sem komu loks í gærkveldi, hafa ver- ið kalt í meira lagi í fjærsveitunum. Póst- ur reið á ís, lagnaðarís, yfir Hrútafjörð nú fyrir tæpri viku, milli þóroddstaða og Borðeyrar. Hafþök af hafís voru sögðu úti fyrir norðurlandi, en ekki néma hrakn- ingur inn á Húnaflóav Aflabrögð ágæt við Isafjarðardjúp. Stjórnarskrármáliö á alþingi 1887. Eptir Jón Sigurosson alþingismann. það kann að þykja sama sem að bera í bakkafullan lækinn, að fara að rita um afdrif stjórnarbótarmálsins á alþingi í sum- ar, þar sem öll hin helztu blöð landsins hafa þegar fyrir nokkru kveðið upp rök- studda dóma um það, hvert frá sínu sjón- armiði. En sökum þess, að jeg átti engan hlut að meðferð málsins á þinginu, annan en þann að stýra umræðum þingmanna um það í neðri deild, og jeg sat hjá eins og þegjandi vottur þess, er fram fór, finn jeg hvöt hjá mjer til að biðja yður, herra ritstjóri, að taka af mjer í blað yðar ept- irfylgjandi athugasemdir um málið, og álit mitt um það, eins og því nú er komið. það dugar ekki að dyljast þess —því það er deginum ljósara—, að það var ekki eingöngu hin harðsnúna mótstaða konung- kjörna flokksins, sém olli því, að málið náði eigi framgöngu á þinginu, heldur öllu fremur það hik, sem komið var á suma þjóðkjörnu þingmennina, og að nokkrir þeirra vóru frá því horfnir að framfylgja málinu til þrautar. Hefði hinir þjóðkjörnu sýnt jafn mikinn áhuga á málinu, og jafn- mikla festu og eindrægni, sem 1885 og 1886, mundi mótstaða hinna konungkjörnu ekki hafa dugað til að eyða málinu. það var nefndarkosningin í efri deild, sem reið mál- inu að fullu; en hefðu hinir þjóðkjörnu þingmenn í þeirri deild verið allir í einum anda, var þeim innanhandar að ráða þvf, hverjir kosnir voru í nefndina. því fer fjærri, að jeg vilji álasa nokkr- um þingmanni fyrir tillögur hans í stjórnar- bótarmálinu í sumar, því jeg er sannfærður um, að þeir hafa greitt atkvæði eptir beztu sannfæringu, og lagt það eina til, er að þeirra áliti var hollast og hagfeldast fyrir alda og óborna. En jeg skal játa það, að mjer virtist svo sem sumir þiugmenn mis- skildu algjörlega stöðu sína og afstöðu til málsins. það kom fram í ræðum nokk- urra þingmanna, bæði innan og utan þings, að þeir álitu sig lausa við það umboð, er þjóðin hafði lagt í hendur þeim með kosn- ingunum 1886, og sem hvorki var meira nje minna, en að hafa fram nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni, í þá stefnu, sem alþingi 1885 fór fram á. f>að var svo að skilja, að þeir álitu sig hafa aflokið því ætlunarverki á alþingi 1886. En þetta virð- izt mjer fjærri öllum sanni, nema svo hefði verið, að yfirgnæfandi fjöldi kjósenda þeirra hefði leyst þá frá þessu umboði. Vjer skulum nú líta snöggvast til baka og sjá, hvernig þingseta þessara þmgmanna er undir komin. þegar þingið var rofið 1885, bjuggust menn almennt við, að sjerstakar kosn- ingar mundu fara fram, til þess auka- þings, sem þá fór í hgnd, eins og til þjóð- fundarins 1851, en stjórninni sýndist að hafa þetta á annan veg. Hún tengdi aukaþingið framan við hið lögákveðna 6 ára þingtimabil, og ljet kjósa til 4 þinga í einu. En þetta virtist eigi hafa nokkur áhrif á kosningarnar. þjóðin var eindreg- in í því að kjósa þá eina til þingsins, sem vitanlega voru með breytingum á stjórn- arskránni, en hafnaði öllum hinum, hverja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.