Ísafold - 03.05.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.05.1888, Blaðsíða 3
83 nauðsynleg, hvort sem stjórnarbótarmálið er tekið fyrir eða ekki: og skal jeg færa ljós rök fyrir því. f>að er svo mikið djúp staðfest milli skoð- ana meiri hlutans á alþingi, og stjórnarinnar og hennar fylgifiska — ekki að eins þegar um stjórnarbótarmálið er að ræða, heldur og um hvert það mál, sem eitthvað á skylt við það —, að vjer höfum engan þann verkfræðing, er takist að brúa þá torfæru. Af því mun leiða sifelldan ríg í þinginu, úlfúð og flokkadrátt, sem eyðileggur alla rólega samvinnu, og verður því til fyrir- stöðu, að nokkurt það mál nái fram að ganga, sem landinu er umvarðandi. það mun fara hjer líkt og á ríkisþingi Dana. Menn eyðileggja þingtímann með rifrildi um smámuni, en hin stærri málin liggja í salti eða farast fyrir, og ekkert gjörist, sem landi og lýð er gagn í. Mig furðaði mjög á því á þinginu í sumar, þegar fylgismenn stjórnarinnar voru á móti þingrofum, og vildu sneiða hjá hverju því, er leitt gæti til þeirra. því ef þeir vóru — eins og þeir ljetu í veðri vaka — sann- færðir um, að meiri hluti þjóðarinnar væri mótfallin allri stjórnarskrárbreytingu, voru þingrofin einmitt nauðsynleg, til þess að þjóðinni gæfist kostur *á að senda aðra hæfari menn á þing en þar sitja nú. Stjórnvinirnir gætu naumast unnið henni annað þarfara og þægra verk, en losa hana við suma þá styrjaldarseggi, sem nú sitja á þingi, og sem standa ótæpt uppi í hárinu á stjórninni, þegar þeim ræður svo við að horfa. Frá landsins sjónarmiði skoðað væri það og rjett, að ef vjer skul- um búa við það stjórnarfyrirkomulag ó- breytt, sem vjer nú höfum, um aldur og æfi, þá ættum vjer að senda þá menn til þings, sem hugsa mest um liallærislán og smábitlinga úr landssjóði, og sem bezt lag hafa á því að smjaðra fyrir stjórninni. f>á mundi samvinna þings og stjórnar verða róleg og friðsöm, lagasynjanir hætta með öllu, og þingtíminn máske geta orðið miklu styttri en hann er nú. Ritað í janúar 1888. •Frumhlaup vesturfarapostula*. Ut afgrein þeirriíísaf.25.f.m. hefir alþing- ism. Jón Ólafsson sent ísafold svolátandi »leiðrjettingn: Herra ritstjóri! — þér segið í blaði yðar í dag, að svar mitt til Gröndals oUm Vestr- lieimsferðirt sé »helzt skammir um hann persónulega». þetta er ekki rétt. Svar mitt er »helzt» hrakning með rökum á vit- leysum og ósannindum Gröndals ; nokkuð talsvert er svar upp á þær »dómadags- skammir*, sem standa í riti Gr. um mig og aðra, sem vestr hafa farið og um Is- lendinga alla yfir höfuð. Að sumt i því svari mínu sé skammir, má vel vera, en þá var að athuga, hvort þær voru sannar og verðskuldaðar, eða hvort þær voru eins og skammir Gröndals um mig og aðra eru : flugufótslaust nið. Viljið pjer með höndina d hjartanu segja að þœr séu pað ? Ekki er það heldr rétt, að yðr sé í nokk- urn máta láð það, að þér hafið »ekki lok- að blaðinu fyrir skýrslum um lífið í Ame- ríku, . . . sem fari í aðra átt en útflutnings- forréttingunni er hagfeldast». það sem ég láði yðr í þessu efni, var það, að þér létuð blað yðar halla réttu rnáli, sumpart með því að birta í blaði yðar aldrei nema ílt eitt um Ameríku, og sumpart með því að birta bersýnilega villandi skýrslur og ósann- ar. Að ég síðr en ekki hefði viljað lá yðr að þér fluttuð skýrslur um bóluna á Nýja- ísl. hér um árið (eins og þér gefið þó í skyn), er auðsæjast á því, að ég birti alt eins af- dráttarlausa skýrslu um bóluna sjálfr í »Skuld» þá, og var ég þó einmitt þd út- flutninga-agent. þ>að er enn rangt, að ég hafi láð yðr, að þér hafið »ekki fyrirmunað Gr. að fá rit sitt prentað og útbreitt». Ég veit ekki einu sinni, hvernig þér hefðuð átt að fara að því; því að hefðuð þér ekki prentað ritið, þá hefði sjálfsagt hin prentsmiðjan gert það, ef áreiðanlegr maðr ábyrgðist borgun- ina. Jafnlítt hefi ég einu orði innt í þá átt, að þér eða nokkur maður ætti að tfyrirmuna» nokkrum manni að útbreiða nokkurt rit. Slíkt er svo gagnstcett skoð- unarhætti mínum, sem nokkuð getr verið. Enda hvaða óþverra sem er álít ég ekki rétt að fyrirmuna neinum að birta eða breiða út. En þar fyrir álít ég ekki lofs- vert né fagrt, að Ijd sig til að breiða slíkt út. J>að sem ég láði yðr í þessu efni, var það, að þér hefðuð lánað álit yðar og blaðs yðar til að breiða út níð og óhróðr urn mig og aðra vestrfara og um landa okkar yfir höfuð. Alt bað sem útgefandi blaðs gefr kaupendum sinum ókeypis með blaðinu, dn þess að geta pess að því se útbýtt á annara kostnað, verðr hver maðr að dlíta útgefið af honum eða útbýtt á hans kostnað. þetta er algild regla um allan heim. |>að vitið þér eins vel og ég. Og það er altítt, að útgefendr blaða gefi kaupendum sínum aukagetu-rit, fræðandi eða skemtandi. En skamma-rit hefi ég ekki vitað neinn útgef- anda bjóða kaupendum sínum í aukagetu, nema hann hafi auglýst í blaðinu, að því væri útbýtt með blaðinu fyrir reikning þessa eða þessa manns. Að þér ekki gátuð þessa í blaði yðar, álít ég, eftir allra blaðmanna- tízku sem ég þekki, yfirsjón af yðr sem ritstjóra. f>að láði ég yðr; en ekki fór ég nú stærri orðum um það, en að kalla það »gáleysi, skeytingarleysi eða — ég veit ekki hvað» (bls. 6.). það er ekki heldr alveg rétt, að ég geri yðr þá getsök í svari mínu, að þér hafið fengið Gr. til að semja ritið, og þá af á- stæðum þeim, sem þar eru nefndar. þessi getgáta var alment í ljósi látin af mörgum í mín eyru, sérstaklega dróttaði þorl. Ó. Johnson kaupmaðr því ótvíræðlega að yðr, að þér væruð útgefandi ritsins, þegar ég sagði honum að ég hefði lauslega heyrt, að hann mundi vera það. — 1 svari mínu segi ég nú að eins, að aðferð yðar (að út- býta ritinu í yðar nafni) geri þessa getgátu ekki ósennilega. Að ég beindi svari mínu til yðar, var einmitt til að knýja yðr til að taka til mdls, því að ég hafði búizt við, að þá munduð þér fráleggja yðr alt samsull við höfund og kostnaðarmann ritsins —; en hinu bjóst ég ekki við, að þér munduð að eins taka til máls til að skýra Iesendum »ísafoldar* skakkt frá efni svars míns. í þvi hugsaði ég yðr mundi þykja lítill sigr og skamm- vinnr. Yðar með virðing og vinsemd 25. apr. 1888. Jon Ólafsson. * * * það er ofur-eðlilegt, að hinn heiðr. höf. geti ekki verið óhlutdrægur dómari á milli ritlinga þeirra Gröndals. «Blíndur er hver í sjálfs sín sök». Aðrir sjá undir eins, að þar sem Gröndal fer í riti sínu beizkum orðum um ýmsa þjóð-lesti vora yfir höfuð, að dæmi margra góðra og merkra manna fyr og 8Íðar, og beinist jafnframt sjerstak- lega að þeim hluta þjóðarinnar, sem er að hlaupa til Vesturheims og níða fóstur- land sitt sjer til afsökunar, þá eru það þessar «dómadags» persónulegu skammir, efninu óviðkomandi, sem auðkenna bækl- ing J. Ó. þegar gumið um Vesturheims-sæluna gengur fjöllunum hærra, meira eða minna fyrir tilstofnun þeirra, sem að einhverju leyti hafa hag á því, að vesturflutningarnir sjeu sem mestir, þá er það undarleg hug- mynd um sóma og skyldu blaða, ef það á að virða þeim til hnjóðs og ámælis, er þau verða til þess að gefa almenningi kost á vitneskju um hina bliðina á Ameríku- lífinu. þetta, sem sagt hefir verið •illt um Ameríku* í Isafold nú hin síðustu missiri, er ekki nema lítilsháttar andóf á móti hinura mikla mærðar-straumi. Að kalla það «villandi og ósannindi», er bara út í bláinn talað; það stendur óhaggað enn, og er nóg til að sýna, hve viðsjált er að trúa öllu guminu og geipinu; og þá er tilgangnum náð. |>að er mikið gott fyrir þá, sem vilja rita á móti Vesturheimsferðum eptirleiðis,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.