Ísafold - 09.05.1888, Síða 2
86
hana lögtaki án dóms eða sáttra, og
sönnun fyrir henni þarf ekki aðra en stað-
fest eptirrit af sveitarbókinni.— þannig er
mjög greiður aðgangur að þeim, sem sveita-
arstyrkinn hefir þegið, til að ná honum
hjá honum aptur, ef hann hefir ekki dreng-
skap til að vilja borga hann óneyddur, og
eigi hann fyrir skuldinni.
f>að er nú það, sem optast vill á bresta,
að þurfamaður eigi neitt fyrir sveitar-
skuldinni, þegar að honum er gengið, öðru-
vísi en veðsett, kaupmönnum eða öðrum.
Við þeim tálma er sveitarstjórninni nú
lögheimilað það ráð, að láta fógeta skrifa
upp fjánnuni þess, er sveitarstyrkinn hefir
fengið, og þinglýsa síðan eptirriti af upp-
skriptargjörðinni ásamt útdrætti úr sveit-
arbókiuni viðvíkjandi styrknum ; leggst þá
veðband á hina uppskrifuðu muni, skuld-
inni til tryggingar.
Annað ráð til að forða því, að fjármun-
ir þess, er sveitarstyrk hefir þegið, gangi
úr greipum lánardrottins, sveitarstjórnar-
innar, er það, að svipta hann fjárforráðum
og setja honum fjárráðamann. það gerir
amtmaður, ef sveitarstjórnin getur sann,
að, að þurfamaðurinn »fari ráðlauslega með
efni þau, er hann hefir undir höndum«-
og sýslumaður eða bæjarfógeti leggur til
með beiðni sveitarstjórnarinnar um það.
Birta skal fjárráðamaður þann úrskurð
amtmanns þegar í stað á varnarþingi
þurfamannsins.
það ber þó við ekki svo sjaldan, að
þurfamenn komast svo í álnir, að þeir geta
borgað þeginn sveitarstyrk, og geta þá
þessi fyrirmæli komið að góðu haldi, ef
þeirra er neytt með fullu fylgi.
En hitt er þó tíðast, að þurfamenn hafa
ekki annað af að láta en vinnukrapt sinn.
f>að er nú hvorttveggja, að örbirgð þeirra
er æði-opt einmitt því að kenna, að þeir
hafa eigi notað þá megin-auðsuppsprettu
allra vinnufærra manna svo vel og dyggi-
lega sem skyldi, enda er það mjög rjett-
lát kvöð, að þá megi þeir, sem þeir liggja
upp á, þ. e. sveitin, þröngva þeim til
vinnu. Fyrirmæli hinna nýju laga um
það atriði eru þannig:
•Sá sem þiggur af sveit og er þó vinnu-
fezr, er skyldur að fara í hverja þá viðun-
anlega vist og vinna hverja venjulega vinnu,
sem sveitarstjórnin ákveður og honum er
eigi um megn, meðan hann er eigi fcer um
án sveitarstyrks að framfleyta sjer og þeim,
er hann á fram að fœra að lögum».
Yfirvaldið skal halda þurfamanninum til
hlýðni í þessu efni, ef þörf gjörist með
sektum eða fangelsi.
í kaupstöðum getur þetta boðorð komið
að góðu liði, með því að þar má optast
nær fá þurfamönnum eitthvað til að gera,
og þar, í hinum heldri kaupstöðum, er
fangelsi við hendina handa þeim sem
þrjózkast—sektirnar eru ekki mikils virði—.
En til sveita er óvíðast mikla atvinnu að
fá um þann tímann, sem þurfamaðurinn
þarf helzt að þiggja, og fangelsishegning-
in þar svo óhandhæg, að varla mun þykja
tilvinnandi. Enda tekur varla nokkur
bóndi þann mann í vist, sem ekki vill í
vist ganga öðru vísi en þvingaður með
fangelsishegningu. Samt sem áður verður
sveitarstjórnunum það fyrir beztu, að láta
ekki kostnað eða fyrirhöfn aptra sjer frá
að beita hinni lögboðnu þvingun, þar
sem þess gjörist þörf. Hitt kémur þeim
sjálfum í koll, og langt verður þá þess að
bíða, að lötum og þrjózkum þurfamönnum
standi sú ógn af lögunum, að það eitt sje
einhlítt til að kenna þeim að bæta ráð
sitt og kjósa heldur að neyta allrar sinnar
orku til að þurfa ekki að þiggja af sveit.
|>að ríður yfir höfuð mjög á, að lögum
þessum sje beitt rækilega og vægðarlaust
nú hin fyrstu missiri eptir að þau eru á
komin. Enda væri þ'að aumi hjegóminn,
að vera sí og æ að kveina og kvarta um,
að sveitarstjórnirnar standi uppi ráðalausar
vegna ónýtra og úreltra laga, og vera svo
jafnnær eptir sem áður, þótt lögin sjeu
fengin hjer um bil eptir óskum, af ein-
tómu skeytingarleysi eða kjarkleysi. Satt
að segja var sumt af því sem nýju lög-
in hafa að geyma, í lögum áður; en
svéitarstjórnirnar voru ýmist orðnar af-
vanar að beita þvf, eða höfðu jafnvel aldrei
komizt upp á það, og ímynduðu sjer svo
að lokum, að þær hefðu miklu minna vald
en var. — Láti þær nú ekki síðari villuna
verða argari hinni fyrri !
Onefnt er enn bannið gegn hýsingu
óhlýðins þurfamanns að nauðsynjalausu
eða því að þiggja verk af honum. Við
því er lögð allt að 100 kr. sekt. En til
þess þarf að sannast, að hlutaðeiganda
hafi verið kunnugt um óhlýðni þurfa-
mannsins við skipun hreppsnefndar, og er
hætt við, að opt verði hængur á því.
Loks eru fyrirmælin um 3 ára tryggingu
við sveitarþyngslum vandamanna þess,
sem ætlar að flytja sig af landi burt, ef
sveitarstjórnin heimtar það. f>að kemur
nú því að eins að haldi, að ekki verði
eptirleiðis eins auðleikin sú list, að strjúka
til Ameríku frá þeim skyldum og skuldum
sem öðrum, eins og verið hefir nú hin
hin síðustu árin að undanförnu.
purrabíiðarmannaliigin, sem gengu í gildi
24. f. m., ná alls ekki til bæjarfjelaga lands-
ins, þ. e. ekki til Reykjavíkur, Akureyrar
eða ísafjarðar; sum íyrirmæli þeirra ná og
eigi heldur til annara kaupstaða eða verzl-
unarstaða.
f>eirra helztu nýmæli er, að sá sem
búðarleyfis beiðist, skuli sanna, að hann
eigi að minnsta kosti 400 kr. virði skuld-
laust í peningum eða öðrum fjemætum
munum, auk alls klæðnaðar fyrir sig og
sitt skuldalið. Sje þurrabúðin utan kaup-
staðar og verzlunarstaðar, skal henni fylgja
400 ferh. faðma lóð að minnsta kosti, með
ákveðnum ummerkjum, að meðtöldum
matjurtagarði, sem byggja skal og rækta
við hverja þurrabúð. Óræktaða þurrabúð-
arlóð skal þurrabúðarmaðurinn hafa ræktað
og girt innan 7 ára, en vera undanþegin
eptirgjaldi á meðan; byggingin nær þá til
8 ára að minnsta kosti. Vanræki lands-
drottinn að gefa þurrabúðarmanni nákvæmt
^ygg*ngarbi'jef, skal þurrabúðin álítast
byggð honum og ekkju hans æfilangt, og
með þeim leigumála, sem þurrabúðarmaður
viðurkennir, nema landsdrottinn sanni, að
öðruvísi hafi verið um samið. — Reglum
þessum skal einnig beitt við ábúendaskipti
á eldri þurrabúðum, nema hvað veita má
undantekning að því er snertir stærð á
lóð þurrabúðar.
f>að varð talsvert þras um lög þessi
bæði á þingi og eptir þing. En vonandi
er og óskandi, að enginn láti það freista
sín til að leggja minni rækt við þau. f>au
eru, hvað sem öðru líður, heilsusamleg á-
minning um að reiða sig ekki eingöngu á
þetta (dukkuhjóh), sem sjórinn er, óg að
það er þá fyrst ástæða til að brigzla land-
inu um, að það sje óbyggilegt, er farið er
að leggja viðlíka alúð við að láta það
framleiða það sem það getur, eins og
sjálfsagt þykir að gera annarsstaðar.
„Orðabókarhöfundurinn", þessi sem ætlaði
að fara að uppljóma heiminn með frönsku orða-
bókinni „miklu“, sællar minningar, læzt ekki
enn sjá eða vita, að honum er sjálfum fyrir
beztu, að það stórvirki hans líði mönnum sem
fyrst úr minni. það var hefndargjöf, er ísa-
fold leyfði honum. fyrir náð, umfram alla laga-
skyldu, að koma að svo sem þriðjung af ráða-
leysis-endaleysu þeirri, sem hann hafði sett
saman sjer til varnar, er Geir kennari Zoega
hafði flett ofan af ósköpunum; þvi það svar
einmitt leiddi alla skynberandi menn, hvort
sem frönsku kunna til muna eða ekki, í allan
sannleika um það ofurmegn fáráðlegrar bíræfni,
er sá maður hlaut að hafa til að bera, er rjeð-
ist í annað eins vandaverk afjafnlitlum mætti.
— Nú hefir hann árjettað gaddana í iljar sjer
með því að láta prenta sjer svarið mestallt,
eins og það var upphaflega, að viðbættum til-
hlýðilega (!) hrokafullum stóryrðum um hr. G.
Z. o. s. frv. Að öðru leyti er efnið samkynja
því, er birtist i ísaf. frá honum, og tilgangur-
iun bersýnilega sá einn, að freista þess, hvort
hinir einföldustu og hugsunarlausustu lesendur