Ísafold - 25.06.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.06.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (f)0 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt, Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 29. Reykjavik, mánudaginn 25. júni. 1888. 113. Innl. frjettir. þingvallafundur. „Fjallkon- an“ og Arthur Feddersen. 114. Sýningin i Khöfn. 115. Fyrirspurnir og svör. lltj. Auglýsingar. Reykjavík 25. júní 13tí8. Póstskipið Laura kom aptur frá vestfjörðum 23. þ. m. og með því lands- höfðÍDgi, amtmaður, landlæknir, póstmeist- ari o. fl., er farið höfðu, en fáir aðrir- það leggur af stað til Khafnar í nótt. Hafísinn er nú sagður á förum frá norðurlandi, en þó mun varla kominn þar sigling fyr en ef það er þessa dagana, þó að flugufregn hafi borizt um það. Húsbruni. Hinn 13. þ. m. á áliðnum degi brann bærinn á Lækjarbotnum í Seltjarnarneshreppi, timburhús, með öllu sem inni var, nema lítið eitt af sængur- fatnaði, sem bjargað varð, og ennfremur heyhlaða úr timbri, er var nálægt húsinu. Heimilisfólkið, 4—5 manns, var allt úti á túni, við voryrkju, og vissi eigi fyrri til, en eldurinn var orðinn svo magnaður, að ekki varð viðráðið, enda vatnsból allfjarri. Húsið var vátryggt fyrir 2500 kr., en inn- anstokksmunir fynr 1500. |>ingvallafund ur. Isafold lagði það til í vor, að þingvalla- fundur væn haldinn rjett fyrir þing að ári, og tók fram hinar helztu ástæður, er með því mæla, góðar og gildar. Margir málsmetandi menn víðsvegar um land hafa tjáð sig vera á sama máli, og meðaj sjálfra íorgöngumanna fundarins, þingmann- anna í þingeyjarsýslu, kom fram hin sama skoðun, og voru þeir á báðum áttum til skamms tíma. Nú hefir samt orðið ofan á fyrir þeim, að hafa fundinn heldur í sum- ar, eins og sjá má á síðasta blaði. þar með er það mál útkljáð; og er vonandi, að enginn láti það eitt standa fyrir greiðum og góðum afskiptum af fundi þessum, þó að honum hafi sýnzt annar furidar-íimí hentugri. það sem mest á ríður til þess, að fundurinn nái tilgangi síuum, er, að kosn- ingar til hans fari greiðlega og reglulega fram, í öllum kjördæmum landsins, sam- kvæmt þeim reglum, er forgöngumennirnir hafa til nefnt, þ. e. með tvöföldum kosn- ingum : kjörmenn kosnir í hverjum hreppi, og þeir kjósi aptur fulltrúa á fundinn. Ekkert kjördæmi ætti að skertast vir leik, og helzt enginn hreppurinn í neinu kjör- dæmi. Skyldi svo vera, sem naumast mun þurfa ráð fyrir að gera, að meiri hluti kosning- arbærra manna í einhverju kjördæmi sje mót- fallinn hinni umræddu endurskoðun stjórn- arskrárinnar, þá ætti þeim eigi að vera síður áhugamál en hinum, að hafa góða talsmenn á fundi þessum. En af hinum væri það næsta óforsjált, ef þeir slægi slöku við málið, í þeirri andvaraleysis- ímyndun, að það muni hafa góðan fram- gang á fundinum, þó að þeir láti það hlut- laust,—samkvæmt hinni alræmdu sjerhlífn- is-viðbáru tómlátra kjósenda, er sitja heima og segja hver um sig, að ekki muni mikið um sitt eina atkvæði. Með hinum tvö- földu kosningum, þar sem almenningur er eigi ómakaður lengra á fund en t. d. á kirkjustað sinn, er mönnum gert svo hægt fyrir í þessu efni, sem auðið er. það er enginn efi á því, að takist vel til með fund þennan, þá getur það orðið málinu harla mikilvægur styrkur, og hitt eigi síður tilnnanlegur hnekkir, ef miður tekst. Hjer er því um mikinn ábyrgðar- hluta að ræða. „Fjallkonan1 og Arthur Feddersen. Síðan Dr. Rosen'berg dó, þekki jeg engan danskan mann í Danmörku, sem er meiri vinurlslands enhr. aðjunkt Arthur Fedder- sen. Hann hefur ritað ýmislegt um Is- land, er alit lýsir velvild hans; sömuleiðis hefur hann haldið fyrirlestra um ísland í ýmsum fjelögum í Khöfn, til að auka þekking og velvild landsmanna sinna til íslands; hann dregur jafnan-það fram, sem landsmönnum er til sóma, en lætur þess lítið getið, sem rmður fer. þeim Islend- ingum, sem leita til hans, hjálpar hann eftir efnum, einungis af því þeir eru ís- lendingar. Forstöðunefnd sýningarinnar i Khöfn var svo hugul, að ákveða í vetur rúm í sýn- ingarbyggingunni handa munum frá íslandi, af því búið var að sækja um plá3s handa öðrum Norðurlaudabúum, að meðtöldum Færeyingum og Grænlendingum. Forstöðumenn grænlenzku verzlunarinnar tóku að sjer að skreyta og raða afbragðs- hlutum í svið það, er Grænlandi var ætl- að, og Færeyingar sjá um sitt svið, en enginn frá Islandi hafði gjört nokkra ráð- stöfun fyrir því, að nokkur skipti sjer af sviði því, er Islandi var ætlað. Tók þá hr. Feddersen að sjer ótilkvaddur, að veita viðtöku íslenzkum munum, raða þeim og sjá um þá meðan sýningin stendur, án þess að eiga von á nokkurri borgun fyrir. Hver eru nú laun þau, er hann fær fyrir þetta ? »Fjallk.» flytur honum svo hljóðand kveðju (í 15. bl.), sem ritstjórinn ætlast víst til, að sje í nafni Islendinga : »þegar hr. A. Feddersen ferðaðist hjer um land fyrir geysileg laun úr landssjóði og kallaðist þá Jiskifræðingur, varði hann þeim tíma til að kaupa forngripi handa Dönum og sjálfum sjer .... og enn þá heldur hann áfram að sópa forngripum frá íslandi .... hann verzlar með þá við f>jóð- verja og Englendinga. . . . þetta er nóg til að sýna, að hr. Feddersen er forngripa- kaupmaður, enda virðist svo sem störf hans hjer á landi hafi verið mest fólgin í forn- gripakaupum, og þess háttar snuðru. þessa vinsamlegu kveðju, ofan á tvær ádrepuráður, flytur »Fjallk.» hr. Feddersen, um sama leyti sem hann er að verja tíma og fje til að hirða um sýningarsviðið og munina fyrir oss Islendinga. þetta eru þakkirnar, sem hann fær, ekki að eins frá »Fjallk.» einni, heldur landsmönnum, ef engum mótmælum er hreyft gegn slíkum óverðskulduðum áburði. þegar hr. Feddersen kom frá Islandi til Khafnar, sýndi hann mjer alla þá hluti, er hann hafði safnað. Megnið af því voru fiskar af ýmsu kyni; en lítið eitt af göml- um munum, sem litla kosti höfðu, og nóg var til af líku og miklu betra í Forngripa- safuinu í Reykjavíkj t. d. rúmfjöl, prjóna-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.