Ísafold - 18.08.1888, Síða 2

Ísafold - 18.08.1888, Síða 2
150 hægt um oss í öllum búskap landsins og við hafa sem mestan sparnað, þá muni mega komast af með þau landssjóðsgjöld, er nú höfum vjer, og jafnvel lækka þau heldur en hækka, t. d. afnema ábúðar- og lausafjárskattinn eða þá að minnsta kosti helminga hann, eins og gert hefir verið hin síðari árin hvað ofan í annað. En það, að hafa landssjóðsgjöldin sem allra-minnst, það á að vera hjer um bil hið æðsta hnoss fyrir þjóðina. En því hnossi vilji þeir svipta hana, sem halda fram endurskoðuninni, með þar af leiðandi kostnaði til aukaþinga og svo hinum gífurlega (!) landsstjórnarkostnaði, ef endur- skoðunin hefst fram. Sannleikurinn er nú sá, að þó að ekki væri varið einum eyri til slíkra hluta, þá er samt sem áður óhjákvæmilegt, að auka gjöld til landssjóðs að miklum mun, hvort sem það er nú gjört með beinum sköttum, með |hækkun á tollum þeim, ’er nú eru í lögum, eða með nýjum tollum (á kaffi og sykur t. a. m.). það hefði átt að vera búið að því fyrir löngu. Nú má það ekki lengur dragast með nokkru móti. þó að vjer vildum jafnvel taka upp það hefðar- ráð(!), að fara að reyna feta okkur aptur á bak, þangað til vjer værum komnir á við- líka rek og þagar vjer fórum að eiga með oss 'sjálfir, fyrir 14 árum, þá er óvíst hvort það dygði. það er óvíst hvort vjer kæmust hjá ný]um álögum þó að vjer t. d. næmum aptur af hina nýju læknaskip- un, hættum við allar gufuskipaferðir, mest- allar vegabætur, hina nýju skóla o. fl. Yiðlagasjóður var nál. 1 miljón í fyrra, þegar samið var fjárlagafrumvarpið. f>að er opt vitnað í þessa miljón, og talað um hana eins og gróðafje, gróðafje eptir þenn- an stutta tíma, sem vjer höfum átt með oss sjálfir, og sem sjálfsagt sje að ganga á aptur, þegar harðnar í ári, eða heldur en að fara að bæta við sköttum. En þetta er i raun rjettri misskilningur, og hann háskalegur. Hjer um bil þriðjungur af öllu þessu fje er miklu eldra. f>að er sem sje samsteypa af ýmsum sjóðum frá eldri tímum, and- virði seldra fasteigna o. fl. Og hitt er í raun og veru ekki annað en lausatillagið úr ríkissjóði fyrir þennan tíma, en það er nú bráðum á förum. Gróðinn er því í raun rjettri lítill eða enginn. Og þar sem tekjur lands- sjóðs hafa hin síðustu 2 ár undanfarin ekki hrokkið nándarnærri fyrir útgjöldum, svo að sá halli nemur nær 200,000 kr., þá {höfum vjer gengið á höfuðstólinn, þann höfuðstól, sem vjer áttum fyrirliggj- andi að upphafi; því lausatillagið var líka sjóður, en ekki vaxtafje. þannig er ástandið í stuttu máli. Og stórum batnar það ekki aptur af sjálfu sjer. Brennivínstollurinn t. d., sem hrapað hefir niður um meira en helming, vex naumast aptur til neinna muna, — sem betur fer —, en hann hefir verið lang- sterkasta reipið að undanförnu. þetta stoðar ekki að dylja fyrir sjer, heldur taka það eins og er, og bregðast mannlega undir það. þ>að er líka því hægra, sem vjer eigum því láni að fagna, að hvergi hjer í álfu eru nándarnærri því eins litlar landssjóðsálögur á almenningi eins og hjer á landi, og það þótt miðað sje við efnahag alþýðu hjer og annarstaðar. Hvað snertir kostnaðaraukann af hinni fyrirhuguðu landstjórn, eða af aukaþing- um þangað til, þá verður bann aldrei nema lítill hluti af því, sem vjer þurfum að auka tekjur vorar hvort sem er. En það er um það atriði að segja, að enginn getur viljað hina fyrirhuguðu endurskoðun, nema hann vilji líka kostnaðinn, sem henni kann að fylgja. Stjórnarbótarviljinn felur í sjer þá sannfæringu, að stjórnar- bótin »borgi sig« fyllilega, bæði beinlínis og óbeinlínis. Hvað á þá þjóðin að gera til að hnekkja kostnaðarviðbárunni gegn endurskoðuninni? Hún á að bjóða fram kostnaðinn, um leið og hún heldur fram endurskoðuninni. þingvallafundur á að lýsa því yfir nú, með því að stinga t. d. upp á tolli á kaflfi og sykri, og alþingi að sumri, sem væntan- lega heldur fram endurskoðuninni afdrátt- arlaust, á að samþykkja tolla þessa eða annað því um líkt. það má til að auka tekjur landssjóðs hvort sem er. Áfengir drykkir, fáein orð til æskulýðsins, eptir Dr. B. IV. Richardson. Nú, er vjer erum fullkunnugir orðnir sönnu eðli vínandans, af hinum míkla sæg áfengra drykkja, sem hafa hann í sjer geymdan í meira eða minna mæli, þá ættum vjer að vera viðbúnir að varast hin skaðlegu áhrif hans. Samt sem áður verða margir til þess enn, að verja nautn áfengra drykkja; því þeir eru enn margir, harla margir, sem vita eigi gjörla, hvers eðlis vínandinn er, margir, harla margir, sem eru óbifanlegir í þeirri góðu trú, sem þeir hafa fengið á honum, margir, harla marg- ir, sem geðjast svo vel að honum, að þeir hrósa honum í alla staði og þykir sem bæði sjer og öðrum verði gott af honum. Svo spillt er mannlegt eðli, að hinn mikli sægur manna, er hafa leiðzt út í háska- lega ofnautn áfengra drykkja og vita það gjörla sjálfir, halda samt áfram í villu síns vegar og halda meira að segja áfram að ieiða aðra í hina sömu villu. þjer munuð margsinnis í lífinu heyra varnarástæðu slíkra manna. þeir munu prjedika yður heilmikið bull, sem þjer komizt ekki hjá að hlusta á, þó að þjer vitið og sjáið undir eins, að það er ein- tóm vitleysa. þeir munu t. d. fræða yður á því, að vínandinn sje nærandi, af því að hann hleypi hita í líkamann. |>jer vit- ið, hvernig því er háttað. f>jer vitið, að hitinn, sem vínandinn veldur, er ekki ann- að en það, að hann rekur blóðið innan að út undir hörund líkamans, og að afleiðing- in verður sú eptir á, að blóð það, er streym- ir þannig nær hörundinu, kólnar við það, og að líkamshitinn minnkar allur fyrir bragðið. þjer vitið, að kuldi og vínandi hafa samkynja áhrif á líkamanum, og að sá þolir langlengst og langbezt mikinn kulda, sem bragðar engan dropa af áfeng- um drykkjum. |>eir munu ennfremur segja yður, að vínandi sje nærandi af því, að hann styrki líkamann og geri bæði karla og konur þrautbetri við vinnu. þjer vitið, hvernig því er háttað. |>jer vitið, að vínandinn dregur úr afli vöðvanna, og gerir þá jafn- vel alveg máttvana, ef mikil brögð eru að, svo að þeir geta jafnvel eigi valdið þunga líkamans. f>jer vitið líka, að þeir, sem hafa unnið eitthvert þrekvirki, sem mikla karlmennsku þurfti til og mikið þol, þeir máttu til að varast að bragða nokkurn áfengan drykk á meðan, og að það er ein- mitt bindindi þeirra að þakka, að þeir fengu afkastað miklu meiru en aðrir. þeir munu segja yður, að vínandi sje nærandi, af því, að hann fiti mann og geri líkamann þrekinn og sællegan. þjer vitið, hvernig því er háttað. þjer vitið, að vínandinn hefir ekkert það efni í sjer geymt, er styður minnstu vitund að skapn- aði og viðhaldi þess, sem bezt er í líkama mannsins og nytsamlegast; þjer vitið, að það sem bezt verður sagt um vínandann í þeirri grein, er, að hann getur í sumu því líki, er hans er neytt í, t. d. öli, aukið feiti líkamans; og þjer vitið, að það er í raun rjettri engin bót í þe3sari feiti, af því hún heptir iðju líffæranna, gerir mann þunglamalegan og stirðan til verka, linar hjarta og nýru, og styttir manni þannig aldur. þeir munu segja yður, að vínandinn styrki magann, og hjálpi til þess, að mat- urinn smakki þeim vel, sem hafa slæma

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.