Ísafold


Ísafold - 17.10.1888, Qupperneq 3

Ísafold - 17.10.1888, Qupperneq 3
191 Jeg held það þegar næga sönnun fyrir því, að svo sje ekki, að 2 hinir helztu biskupar landsins hafa verið henni meðmæltir: Finnur biskup Jónsson 1773 og Pjetur biskup Pjetursson nú. I konungsbrjefi 6. jan. 1774, segir að Lágafell sje í miðri sókn og að sumir bæir eigi lítið lengri leið að Lfígafelli en þeir áttu áður, meðan kirkjur voru 2, en mihlu fleiri styttri kirkju- veg en áður. þetta mun ekki hægt að hrekja. f>á áleit biskup Finnur, «að 1 kirkja yrði með miklu meiri notum sótt af söfnuðinum en 2, og kenningar og upp- fræðingar barna betur gætt». f>á voru þó að eins 2 kirkjur í Mosfellsprestakalli, en nú voru þær 4. Nú geta Gísli og f>or- lákur vitað, að breytingin leiði til þess, sem sje »skaðlegt fyrir kristilegt trúarlíf«, og »að fleiri eða færri úr þeirra flokki sjeu væntanlegir að segja sig að einu og öllu úr kirkjufjelagi Lágafellskirkju«! Væri ekki betra, að þetta hefði aldrei verið hugsað og aldrei skrifað ? Bitt er víst, að það er óþarfi að hafa fleiri. kirkjur en eina í hinum fyrverandi Mosfells og Gufuness sóknum, og það er eitt hið helzta ráð til að koma kirkjum í gott stand, að leggja niður þær kirkjur, sem eru óþarfar. Hitt her líka að líta á, að þar sem 4 kirkjur eru, verða messu- gjörðir ærið strjálar, sjerstaklega þegar messudagar falla úr, og um það hafa Braut- arholtssóknarmenn kvartað. Að öðru leyti en þessu, hefir málið ekki verið neitt kapps- mál fyrir mig, og alls ekki fyr en búið var að ginna Gufunesssóknar menn til að láta af hendi sína kirkju. Hefði sameiningunni þá verið lokið, þá hefði þeirra »hlutur ver- ið óhæfilega fyrir borð borinn«. En þegar jeg hefi hreyft þeirri ástæðu við mótinæl- endur, hefir verið sem jeg hafi talað fyrir daufum eyrum. Jeg er yður, herra ritstjóri, með öllu samdóma um, að »öll frammistaða mót- mælenda geti ekki borið annan ávöxt, en að vera öðrum til »áminningar« og viðvör- unar«: áminningar um, »að segja til í tíma, en þegja síðan«, viðvörunar um, að grlpa ekki til ósanninda til að bæta mál sitt og reyna ekki til að hindra gott verk, sem ekki verður hindrað. (lörðum, 11 okt. 1888 Með virðingu pórarinn Böðvarsson. * * * * þessum kirkjuflutnings-mótmælendum í Mosfellssókn hefði ekki verið veitt sú úr- lausn, að taka fyrir þá í blaðið ágrip af kæru þeirra, svona eptir dúk og disk, ef ritstj. hefði ekki þótzt hafa vitað með vissu svo mikið um málið áður, að kæra þeirra var eða er engan veginn ástæðu-Zaws, og þess vegna naumast rjett að varna þeim máls í almennings áheyrn. Og það er meira að segja, að þótt þeir hefðu haft alveg rangan málstað og skýrt alveg rangt frá málavöxtum, þá var—og er optast þegar svo á stendur—leggjandi þakkarorð á milli, að þeir kæmu með það á prenti, svo að kostur væri á að hrekja það í heyranda hljóði, heldur að láta ósannindin læðast hinseginn mann frá manni í hálfgerðu pukri og gera þannig ef til vill hálfu meira illt af sjer. |>að má jafnvel sjá á sjálfu þessu svari herra prófastsins, ef það er lesið með at- hygli, að það er í raun rjettri harla lítið, er hann getur sýnt, að ranghermt sje í á- minnztri skýrslu, svo djúpt sem hann tek- ur í árinni um það ; og enn minna verður það, ef málið er rannsakað betur. Málið er tvívegis búið undir fullnaðar- úrslit: úrskurð landshöfðingja. Af hverju þá ? Af því, að fyrri undirbúningurinn hef- ir, að dómi landshöfðingja, verið annað- hvort beinlínis ólöglegur, eða þá svo ó- fullkominn, að ekki hefir þótt við hlítandi. |>að stoðar ekki, þó að prófastur álíti þennan undirbúning hafa verið gallalaus- an; úr því að landshöfðingi, hið æðsta úrskurðarvald í málinu, dæmir hinn veg- inn, þá verður það að standa, enda hefir prófastur líka hlýtt þeim úrskurði viðstoðu- laust og tekið málið til nýrrar meðferðar (með Korpúlfsstaðafundinum 28. ágúst 1886 o. s. frv.). — Hvaða galla landshöfðingi hefir sett fyrir sig, er ekki kunnugt. f>að getur hafa verið sá, að kirkjusameiningin mun aldrei hafa verið samþykkt nema af annari sóknarnefndinni. Hún mun aldrei hafa verið samþykkt af sóknarnefndinni í Mosfellssókn. Hún var samþykkt þar á sóknarnefndarfundi að eins af einum(!) af sóknarnefndarmönnunum! Hinir tveir höfðu það svo, að annar þeirra greiddi eigi atkvæði, en hinn, sem er einn í tölu hinna 16 mótmælenda, setti skilyrði fyrir sínu samþykki,—það skilyrði, sem hann hefir líklegast talið víst að ekki yrði upp- fyllt, enda hefir ekki verið borið við að uppfylla það hingað til, sem sje: að ein yrði kirkja í hvorum hreppnum, Kjalar- neshrepp og Mosfellssveit. En samþykki með skilyrði, sem ekki er fullnægt, er sama sem ekkert samþykki.—Hitt er annað mál, að hafi prófastur verið dulinn þessa skil- yrðis, þá er ekki von að það hafi haft á- hrif á hans gjörðir í málinu. Annað, sem landshöfðingja gat hafa geng- ið til að vísa málinu heim aptur, eru fyr- irmælin í fyrra kafla 4. greinar í brauða- skipunarlögunum (%7- 80),—prófastur vitnar að eins f síðari kaflann. Hann hljóðar svo : »Nú vilja söfnuðir breyta skipun sókna eða brauða, og hjeraðsfundur samþykkir, þá er rjett, að landshöfðingi með ráði bisk- ups staðfesti breytingima«. Samsteypa tveggja sókna í eina er »breyt- ing á skipun sókna«, eins og [samsteypa brauða er »breyting á skipun brauða«. Nú er eðlilegt, þótt landshöfðingja þætti sem eigi væri löglega sannaður vilji (meirijhluta) safnaðanna, þó að sóknarnefndirnar væru á einu máli — sem ekki var —, og því hafi hann skipað að halda almennan, sameig- inlegan safnaðafund fyrir báðar sóknirnar, til þess að fá að vita með vissu vilja safnaðanna. (Niðurl.). Hitt og þetta. þKÉVETUB HÁTIGN. þegar vígð var sýningin í Barcelona í sumar, var það gert í viðurvist Spánarkonungs, Alfons Xlll, sem er barn á 3. ári eða þar um bil. Segir svo frá því í blaði einu: „Hans hátign Alfons XIII var svo búinn, að hann var í sjerlega snoturri klukku, alsettri kniplingum, og voru hinir konunglegu hand- ■ eggir berir, og eins hinir allrahæstu fótleggir niður frá hnjánum. þegar hirðin öll, sendiherrar erlendra þjóð- höfðingja og hin göfugustu stðrmenni landsins vorusaman komin,þóknaðist konunginum að láta bera sig innar eptir salnum og setja sig í hásætið. Á meðan hrópaði hans hátign hvað eptir annað allranáðugast ho-ho! og sagðistvilja fá að ríða. Af landstjórnarlegum ástæðum gat því ekki orðið við komið utidir eins. þá reiddist hans hátign, og rak út úr sjer tunguna bæði framan í æðsta ráðgjafann og forseta öldungadeildar- innar. En þá vildi svo vel til, að hljóðfæra- sveitin hóf upp hátíðarsönginn, og glaðnaði þá óðara yfir kóngi aptur. Hann klappaði saman lófunum og iðaði öllum sínum hátignarlegu lim- um og hossaði sjer af kátínu“. UNGUR PRE8TUB varð samferða göml- um bóndamanni heim frá kirkjunni. „Jeg vona til að ræða mín í dag hafi haft góð og vekjandi áhrif á söfnuðinn11, segir prestur, „og vona að hún beri mikinn og góðan ávöxt“. „Og sizt er það fortakandi“, sagði maðurinn í hjartans einfeldni; „guð kemur opt miklu til leiðar með því sem lítið er í varið. Jeg held við munum eptir honum Samson og hinum miklu stórmerkjum, sem hann vann með asna- kjálkanum sínum“. MÁLPÆRSLUMÖNNUM varð sundur- orða fyrir rjetti, sem ekki er tiltökumál. Annar þeirra sagði meðal annars, að sjer gæti engan veginn komið til hugar, að kalla mótpartinn lygara; „en hitt er það“, mælti hann — „það verð jeg að leyfa mjer að segja, — að hafi hinn heiðraði mótpartur ásett sjer að segja eitthvað, sem væri gjörsamleg ósannindi frá uppbafi til enda, þá hefir honum heppnazt það framúr- skarandi merkilega vel“.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.