Ísafold - 16.01.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.01.1889, Blaðsíða 3
19 eða hrekja með því sem jeg fæst við þetta eptirleiðis. Jeg hefi nú skýrt frá því, hvernig jeg lít á bráðapestina nú, að svo stöddu, í þeirri von, að línur þessar kynnu að verða til þess, að þeir, sem eiga kost á að sjá veiki þessa, gæfu göggvari gætur því, sem mest riður á að veita eptirtekt að svo komnu. — Jeg vil því leyfa mjer að biðja hvern þann, sem þess á kost, að senda mjer nákvæma skýrslu um það, sem hann verður áskynja eða veitir eptirtekt í þessu efni. Skipkoma. Kaupskip kom til Hafnar- fjarðar í gær frá Portúgal, Arnette Mathilde, með salt til Knudtzons-verzlunar þar og í Keykjavík. það hafði verið 45 daga á leið- lnni. Engin blöð hafði það meðferðis, og skipstjóri kunni engar frjettir að segja. Fyrirlestur um »skáld vor og skáldskapt á þessari öld hjelt hr. cand. Gestur Pálsson í Good-Templara-húsinu 12. þ. m., mikið vel sarmnn, og vel fram fluttan, með mörgum skarp- legum athugasemdum. En fáir voru áheyr- endur.—Til þess að Keykvíkinga, æðri sem Iffigri, fýsi almennt að heyra fyrirlestra, þurfa þeir helzt að vera einhvers þess efnis, er esp- ar flysjungslega forvitni, eða eitthvað »breyti- legt« við þá ; annars er ekkert »gaman« að þeim, en við það er allt miðað. »Ekki er nú hærra skrfifið« á höfuðbóli menntunarinnar hjer á landi. / Skemmtanir fyrir fátæka. Hr. kaup- maður þorl. 0. Johnson, hinn ötuli og óþreyt- andi frömuður almennra skemmtana hjer í höfuðstaðnum, hefir sýnt þá lofsverðu hugul- semi, að veita fátækum ókeypis kvöldskemmt- un í Good-Templara-húsinu um þessar mund- ir, tvívegis, með myndasýning og söguupplestri, í fyrra sinnið fullorðnum, svo mörgum sem rúm leyfði, hjer um bil 250, í síðara skiptið eintómum börnum, meira en 400. J>að var í gærkveldi, sem þessi barnaskemmtun fór fram. það er hinn mesti barnahópur, sem hjer hefir nokkurn tíma sjezt í einu saman kominn, og skemmtu þau sjer hið bezta. Kvæði hafði verið ort til þeirra, »Nýársósk«, er þau sungu. Leiðarvísir ísafoldar. 20. Er heimilt ad lögum að draga inn í þrotabú manns það sem liann vinnur sjer inn eptir að hann er orðinn gjaldþrota, eða meira að segja að láta sveitina ala önn fyrir honum, en taka t. d. það sem hann aflar af sjó mörgum missirum eptir gjaldþrotin, inn undir skiptin á þrotabúinu ? — Svar: Nei; það eru engin lög til þess. 21. Hversu lengi má skiptaráðandi draga skipti á dáiiar- eða þrotabúum ? — Svar : Eyrir því er ekkert ákveðið timatakmark sett. Amtmaður skal áminna hann, ef hann „lieldur eigi tilhlýðilega áfram skiptunum11, og verði sú áminning árangurslaus, má landshöfðingi skipa annan mann til að skipta búinu í hans stað. þverskallist hann þá, getur það varðað. embættis- missi, sektum og skaðabótum (97. gr. skiptalaga 12/4 1878). í búum með samlendum skuldheimtu- mönnum verður það eflaust metinn „ótilhlýðilegur11 dráttur, ef meiru nemur en 2—3 missirum (eptir stærð búsins og öðrum ástæðum). 22. Hafa prestar, þar sem prestsekkjur njóta náðarárs i brauðinu, heimild til að draga frá sín eigin lausafjárhundruð, þegar þeir gjöra reikning yfir fastar tekjur prestakallsins til að reikna út tekjuhluta prestsekkna ? — Svar : Jú. þeir gjalda ekki sjálfum sjer tíund; en rjettur ekkjunnar nær einmitt að eins til fjórðungs úr „föstu tekjunum, eins og presturinn tekur við peim“ (þar á meðal tíundum, sjá tilsk. 6. jan. 1847, 5. gr. — Lagasafn handa alþýðu II. 20). 23. Eiga jarðir, sem kirkja stendur eða hefur staðið á, ekki að njóta tíundarfrelsis til prests og kirkju, þótt kirkjan sje lögð niður ? Sv.: Nei; ekki nema svo hafi verið löglega um samið, er kirkjan var lögð niður. 24. Með hvaða skilmálum var aðalhaflærislánið handa Gullbringu- og Kjósarsýslu (20,000 kr.) veitt (1885)? — Sv.: CJegn 4°/0 í vöxtu frá ársbyrjun 1888 og endurgreiðslu á */8 hluta höfuðstólsins á ári i minnsta fagi upp frá því (eptir nánari ráðstöfun sýslunefndarinnar). 25. Áttu hreppsnefndir með að taka af hall- ærisláni þessu gamlar húsaleiguskuldir af sveitar- þurfendum ? — Svar : Nei, alls ekki. 26. Voru hreppsnefndir ekki skyldai' að kaupa fyrir peningana þar, sem vörur voru ódýrastar og mestan mátti fá afslátt, eða önnur hin beztu kjör? Sv.: Jú, sjálfsagt. AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Reikningur yfir tekjur og útgjöld kvennaskólans í Reykja- vík árið frá 1. sept. 1887 til 31. ágúst 1888. Kr. Tekjur. Kr_ I. Eptirstöðvar frá fyrra ári: 1. I sparisjóði lands- bankans .......... 4651,44 2. Veðskuldabrjef ... 6416,24 3. Isjóðihjágjaldkera 78,60 14446,28 II. Tillög greidd á reikningsárinu : 1. Frá landssjóði fyrir 1887 ........... 1000,00 2. FráReykjavíkurbæ fyrir 1887 ......... 100,00 3. Frá Suðuramtinu fyrir 1887 ......... 200,00 4. Frá Klassenske Fi- deikommis f. 1887 200,00 1500,00 III. Vextir greiddir á reikningsárinu: 1. Af innstæðu í landsbankan- um til 31. des. 1887 148,26 2. Af veðskuldabrjefi ársvextir til 11. júní 1888 ........... 256,65 404,91 13051,19 Útgjöld. Kr. Kr. I. Til forstöðukonunnar 550,00 II. Húsaleiga o. fl..... 280,00 III. Kennslueyrir _________________ 763,60 IV. Ymisleg útgjöld ................. 68,80 V. Eptirstöðvar 31. ágúst 1888: 1. I sparisjóði lands- bankans ........... 5099,70 2. Veðskuldabrjef ... 6192,89 3. I sjóði hjá gjald- kera................. 96,20 H388,79 13051,19 Reykjavík 27. desbr. 1888. Fyrir hönd forstöðunefndar kvennaskólans í Reykjavík Eirílmr Briem. H. E. Helgesen. FUNDIÐ á götum bæjarins nýlega gullnisti í bandi. Rjettur eigandi getur vitjað þess á skrifst. Isafoldar gegn fuudarlaunum og auglýsingargjaldi. Villt um veganda. (Úr ensku.) það var um haustið 18—. Jeg var að búa miS undir að hætta við málfærslustörf, og hafði tekið mjer dvöl uppi í sveit um tveggja mánaða tíma, f mínum fornu átthögum, fjarri öllum ys og ónæði í borginni, bæði af skjól- stæðingum mínum og öðrum. En það atvikaðist einhvern veginn svo, að mjer lánaðist ekki það, sem jeg hafði ætlað mjer, að koma hvergi nærri dómþingum nje málavastri. Jeg heyrði einn morgun, að N. dómari ætlaði að halda dómleiðarþing þar í næsta þorpi um daginn, og reið jeg þangað þess að hitta gamla kunningja og spyrjast Úðinda. Veður var blítt og fagurt. það var haust- ær ýfir fjöllunum, og himininn óvenju heið- Ur °8 blár ; allt var svo einstaklega hressandi °g fj'irgandi fyrir mann, sem hafði lengi átt að venjast leiðinlegu og óþægilegu borgarlopti. það var eins og jeg lifnaði allur við á hinni stuttu reið til bæjarins, og þegar jeg kom að þinghúsinu gamla og stökk af baki þar fvrir framan dyrnar, þá fannst mjer jeg vera fjör- ugri og hressari í anda, en jeg hafði verið langa-lengi. þegar jeg kom inn, stóð dómarinn nærri arninum og fullt af málfærslumönnum kring- um hann. Jeg vjek mjer að þeim, og rjett í því kom valdsmaður inn með 6 bandingja. »Sakatnál í dag?« spurði einhver viðstaddur. »Já«, svaraði hjeraðssóknarinn. »Við ætlum að ljúka við morðmálin bæði, ef við getum.« »Hverjir eru hafðir fyrir sökum ?« spurði jeg- »Annar er svertingi, sem heitir Johnson — það heitir annar hver svertingi hjer í sýslu Johnson—; hann er sakaður um hafa drepið konuna sína. Hitt er ungur maður, er nefn- ist Randall; hann er grunaður um að hafa drepið hann Salómon gamla Davíðsson. þjer munið víst eptir honum, eða er ekki svo ?« »Jú, jeg mau vel eptir honum. Jeg man líka, að jeg hefi heyrt getið um morðið.« Hjalið og hláturinn kringum arninn hjelt áfram. Koma bandingjanna, með þeirra há- tíðlega alvörusvip, hafði engin áhrif á þá, sem þar stóðu. Jeg get eigi stillt mig um að fara nokkr- um orðum um þetta atriði, sem ber oss að kalla má daglega fyrir augu hjer í landi [Ameríku]. |>að getur eigi hjá því farið, að hver maður, sem hefir sjeð þess háttar eins opt og eg hefi gjört, hljóti að kunna því mið- ur, hvað lítið er um viðhöfn og alvörublæ á dómþingum vorum, er þar eru dómar háðir í sakamálum. það er hræðileg ljettúð, þetta að heyja dóm í stórsakamálum á sama hátt og þegar verið er að kýta um nokkra doll- ara, í sömu stofunni og með sömu rjettar- þjónum, laust við alla viðhöfn eða alvörublæ. Mjer liggur við að þrá aptur stóru parruk- in og svörtu sloppana. Sólskinið lagði inn um gluggana og skáhallt á trjebekkina og trjestólana og trjeborðin, og á gólfdúkinn, rifinn og fornfálegan, sem ryk- gusurnar þyrluðust upp úr við hvert fótmál. Á dómarabekknum sat maður, innanhjer- aðsdómari, sem átti að vera meðdómandi á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.