Ísafold - 27.02.1889, Blaðsíða 3
67
eins og á yfirstjórn landsins, með það, að
hún hefir verið í of mikilli fjarlægð við Hóla,
og hefir það sýnt sínar óheppilegu afleið-
ingar«.
Hljeskógaskólinn. í alþýðuskólanum
í Hljeskógum var að sögn framan af í vetur
alls einn lærisveinn, en 2 síðan ánýjári.
Sjónleikir voru haldnir hjer í Good-
Templar-húsinu í fyrra kvöld og í gærkveldi:
»Box og Kox», er leikið var hjer fyrir 2—3
árum, í Glasgow, og »Sambýlisfólkið», eptir
danskan mann, fjörugur leikur og óbrotinn.
Hver leiknr er að eins 1 þáttur. Milli leika
var blásið á horn. Aðsókn var allmikil bæði
kvöldin, einkum af börnum og unglingum, er
skemmtu sjer prýðilega, því nógur er gáski í
leikjum þessum, og gamanið græzkulaust.
Heldur litla æfingu hafa leikendur haft, og
var kvennmanninum í „Sambýlisfólkinu" eink-
anlega ábótavant.
Um helgina verður byrjað á 2 nýjum leikj-
um stuttum, útlögðum úr ensku.
Pöntunarfjelag Dalasýslu- (frrbrjefi
ur Strandasýslu 16. febr.). — Hjer í miðsýsl-
unni er ráðgert að verða dálítið með í verzl-
onarfjelagi Dalamanna næsta sumar. Fjelag-
hjelt aðalársfund sinn að Hjarðarholti í
Hölum 1.—2. þ. m. (febr.) það má heita,
að hagur fjelagsins sje góður. Að vísu dá-
htið skuldugt við viðskiptamann sinn ytra,
Zöllner, en þá skuld bera 2 hreppar, sem
skulda fjelaginu, svo fjelagið er skuldlaust við
sjálft sig, og allir fengu með skilum sitt, þeir
sem inni áttu, í peningum og litlu af vöru-
leifum, sem skipt var milli deildanna á fund-
hium.
'eízlun við fjelagið var góð næstl. sumar
°S i'aust, 20—40”/« hagur á útlendum vörum
í sa,uanburði við hjá kaupmönnum almennt,
°g islenzk vara eins vel eða betur borguð,
einkum sauðir, heldur en í öðrum verzlunum
hjer vestanlands.
það er sorgleg tilhugsun, ef svikum einstakra
manna við fjelagið, heimskulegri tortryggni
almennirigs og rógi einstakra meinvillinga
tekst að steypa fjelagi þessu, sem viunur jafn-
mikið gagn bæði beinlínis og óbeinlínis. Dá-
htið olag, sem hefir átt sjer stað í einni eða
tveimur deildum, er ekki laust við að hafi
kastað skugga á fjelagið í augum ókunnugra
en ómaklega þó, því slíkt er fjelaginu sjálfu
óviðkomandi, og formaður fjelagsins, Torfi
Bjamason, á miklar þakkir skilið fyrir dugn-
að sinn og framkvæmdir 1 þarfir fjelags þessa,
°g að áliti endurskoðenda fjelagsreikninganna
eru reikningsskil hans svo hrein og sjerdrægn-
^slaus, sem verða má.
Hluttekning okkar Strandamanna er bundin
Þeim skilyrðum, að seglskip komi með útlendu
vörurnar inn i Skarðsstöð í júlím. og taki ull
°S úún fjelagsins. Með því þetta er mikill
hægðarauki fyrir fjelagsdeildirnar kring um
Gilsfjörð, var þetta samþykkt á fundinum.
f>á var og sendur maður af fundinum út undir
Snæfellsjökul, að reyna að fá Jöklara til að
verða með og láta fisk í skipið til baka.
Mannalát. Hjer í bænum andaðist 20.
raán. prestsekkja Sigríður Magniisdóttir,
°nda frá Leirum undir Eyjafjöllurn, ekkja
^ 'Hfs þorvaldssonar, síðast prests í Við-
beirr'i Jan’ 1879>) °§ nlóðir 12 barna
111 'jóna, er 2 lifa: Vigdís, kona Magnúsar
ínasonar snikkara í Rvk, og Daníel söðla-
snu ur (nreðal liinna dánu er Sigurður Ólafs-
son, ijeiaðslæknir í Vestur-Skaptafellsýslu) ;
,,kona guðhrædd og göfuglynd, trygg og hug-
prúð‘ ._
— í haust andaðist merkur bóndi Guðm.
Guðmundsson á Grænanesi í Staðarhrepp í
Steingrímsfirði, nær áttræðisaldri; hafði búið
þar allan sinn langa búskap og ávallt fremur
vel. „jpótt hann fylgdist lítt með tímanum,
gat hann í búskaparlegu tilliti verið öðrum fyr-
irmynd, einkum er snertir hjúahald og hirð-
ingu á skepnum. Hann var tryggur og vin-
fastur, hreinskilinn og orðheldiun, og yfir
höfuð vandaður í öllu framferði“.
Snæfellsnessýslu 12. febr.: »Hinn 22.
nóvbr. f. á., rok- og sjávargangsdaginn, urðu
skaðar allmiklir á bátum við sunnanverðau
Jökul. Við Stapa og Hellna fóru 6 bátar í
sjóinn, og á Krossum í Staðarsveit skemmd-
ust 3 bátar til rnikils skaða. A þriðja í jól-
um, 27. desbr., kviknaði í lambhúsi í Ogri í
Helgafellssveit. þar voru inni 30 lömb, og varð
nokkru af þeim bjargað, en þó drápust flest.
Við húsið var heytópt, en af lieyinu brann
ekki nema hjer um bil 10 kaplar. — Barna-
uppfrœðsla er talsvert farin að taka framför-
um hjer í sýslu, þótt mikið vanti enn á, að
hún sje góð. í Ólafsvík er nú fastur barna-
skóli, eins og í fyrra vetur; í honum eru 20 börn.
Skóli þessi mundi koma að miklum notum,
ef góðir kennarar fengjust til hans, en því
er ekki að heilsa, því skólinn er, enn sem
komið ér, fjelaus, og getur ekki borgað kenn-
ara kaup svo viðunandi sje. I Stykkíshólmi
er einnig barnaskóli með 12 börnum. Er
mest að þakka dugnaði sóknarnefndarinnar
og sóknarprestsins, að skólinn varð haldinn í
vetur; því foreldrar barnanna eru fátæklingar,
sem fæstir geta borgað fyrir þau. Auk þess
eru í hreppnum (Helgafellssveit) 4 eða 5
umfarandi kennarar«.
Bakðastkandaesýslu (sunnanverðri) í jan.:
«Bjargrœðisástand er með skárra móti hjer
um pláss, með því skepnur gerðu allgott
gagn í sumar og urðu í góðu meðallagi til
frálags í haust, hlutir urðu góðir við Djúp í
vor, fyrir þá sem menn áttu þar, til innlagn-
ingar með ávísunum til kauptúna hjer: í
Flatey, Skarðsstöð og Skeljavík ; matvara
nóg í þessum stöðum um kauptíðina fyrir þá
sem gátu borgað; sláturtaka í kaupstöðum í
haust ekki heldur afleit móti kornvöru, sem
er í svo lágu. verði; aðdrættir almennings í
vor og haust með meira móti. Margir sóttu
og talsvert af hval til Norðmanna á Langeyri
og margur búandi fekk af mörgum hestum
af honum til búsins; þessi hvalur þótti líka
með góðu verði: undanfláttu-tunnan á 2 eða
3 kr., og þvesti á ] kr., sundfæri, einkum
hvalsporðar, á 14—20 kr., og vikt á þeim frá
700—1100 pd., og álíta margir það góð mat-
arkaup. Margir fengu og gefins þvesti, er
hittu svo á, að Norðmenn höfðu marga hvali
á fjörunni og gátu naumast komizt yfir að
hirða þann mikla feng.— Fishafli í veiði-
stöðum þessa plúss, sem eru Bjarneyjar og
Oddbjarnarsker, var góður 1 Bjarneyjum í
vor og haust, og f skerinu framan af haust-
inu, minna þegar á leið. þar að auki var
róið til fiskjar úr fleiri eyjum Eyjahrepps,
einkum Flatey. Fiskiskútur Eyhreppinga,
þilskipin, öfluðu að tölunni fram undir 50,000
að sögn, en minna að króuutali að tiltölu,
því fiskurinn var fjarskasmár. Með afla má
og nefna hinn mikla vetrarselskópafeng á
Reykhólum í haust, að sögn fram undir hálft
annað hundrað af stærri og smærri sel.
Bjarni bóndi hefir fundið upp að verka
vetrarkópskinn mikið betur én að áður og
gjöra þannig úr þeim miklu íitgengilegri vöru,
svo að hann fekk nú fyrir þau í sumar allt
að 7 kr., en áður að eins 3. Sömu lögun
höfðu þau og áður: skilið eptir skinn á haus
og hreifum; en nú hefir hann fengið vit-
neskju um, að þau sjeu miklu útgengilegri,
ef skinnið er látið halda sjer í heilu líki,
cins af haus, loppum og hreifum með áföst-
um nöglum; hefir hann nú í haust flegið'
þannig selinn, og þarf töluverða fyrirhöfn og
handlægni til þess, enda hvað hann vonast
eptir miklum meira verði fyrir þau en í fyrra ;
þau hvað vera send til Englands og höfð
þar í gólfábreiður".
Bakðastkandaksýslu vesta nverðri (Patreksf.)
25. jan: „Haldist sama harðindatíð til lengd-
ar, munu fáir standa vel með hey; hjer er
eigi gjört ráð fyrir stöðugum innistöðum víð-
ast hvar, enda eigi unnt að fá mikinn hey-
afla sökum slægnaleysis á öllum hávaða jarða.
Menn neyðast því til, að setja á hálfgjörða
vogun, fjörubeit, útigang eða útbeit víða.
Verst verða þeir staddir, sem treyst hafa á
skógarbeit eða aðra landbeit til dala, ef lík
tíð helzt lengi. — Skepnuhöld eru yfir höf-
uð góð. Bráðapest hefur svo sem ekkert
gjört vart við sig, og aðrir kvillar í fje, svo
sem lungaveiki, eigi heldur, svo jeg viti. —
Venju fremur brást steinbíts-afli hjer á næst-
liðnu vori, og eru menn því almennt mjög
fiskætislitlir. Ymsir lifa mestmegnis á mjólk,
því matvörulitlir munu margir vera. Fátæk-
lingar, sem sárfáar skepnur eiga, fá, sem von
er, lítið lán í kaupstað, en skepnur eigi til
að skera að haustinu að nokkrum mun.
Undanfarin harðæri hafa sorfið mjög að mönn-
um hjer, og gjöra það eðlilega því meira,
sem lengur líður. Bjargafli, sem opt er hjer
til mikils stuðuings, hefir verið hjá mörgum f vor
heldur í minna lagi, sumstaðar aptur vfst í
meðallagí. En þeir, sem langt búa frá bjarg-
inu, geta eigi haft veruleg not af því, og
sumir alls engin. — Dálítill reytingur af
fiski var hjer inni á firði í haust, og notuðu
það þeir, sem til þess gátu náð, þá er aðrar
annir leyfðu. það er óvenjulegt hjer, að
fiskur gangi til muna inn í fjörð. En í haust
munu þeir, sem stöðugt sinntu sjó, hafa
fengið á annað hundrað til hlutar; höfðu þeir
lóðir, og síld og smokk o. fl. til beitu. I
Tálknafirði og Dölum mátti heita mokfiski,
og nokkur afli á. Barðaströnd (Siglunesi).
Fiskiaflinn hjer var þorskur og ýsa (mest),
og svo lítið eitt af heilagfiski. A Barðaströnd
aflast helzt heilagfiski. Verð á íslenzkum vör-
um var í haust: kjötpund 12—18 a., mör
40 a., pd. í gærum 25 a. Dálítið hefur ver-
ið til af matvöru o. fl. hjer á Patreksfirði
(Geirseyri) allt til þessa. En fáir munu fá
þar vörur vetrarlangt öðruvfsi, en fyrir borg-
un út í hönd, helzt peninga, sem sárfáir hafa^
eða smjör, sem eigi eru heldur byrgðir af.
Isafibði 1. febr. »Janúai' var umhleyp-
ingasamur, snjókoma mikil, gæftir tregar og
allar skepnur á gjöf síðan fyrir jól.—Fiskiafli
í betra lagi, nálægt því eins góður og f fyrra
hjá mörgum, en ekki eins jafn. — Verzlunar-
fjelagið hefir ákvarðað að færa út kvíarnar.-—
»J>jóðv.» segir, að sýslumanni okkar hafi á
afmæli hans 6. jan. verið færðar að gjöf 50
kr. með ávarpi frá kjósendum á Isafirði, sem
bætur fyrír »pólitiska (!) títuprjónsstinginrj
frá landshöfðingja», og að sýslumaður hafi
þegið hvorttveggja. Nöfn kjósendanna eru
ekki prentuð, og eru ýmsar getur um, hverjir