Ísafold - 02.03.1889, Page 2
70
að tilhlutun síra O. V. Gíslasonar: Erlendur
Erlendsson á Breiðabólsstað, Magnús f>or-
steinsson í Halakoti (form. nefndarinnar),
Jón |>órðarson á Hliði, Sveinn Gestsson í
Árnakoti, Kristján Jónsson 1 Hliðsnesi, Sig-
urður Jónsson í Deild, Gisli J>orgilsson í
Sviðholti og Elías Ólafsson í Akrakoti. Allir
nefndarmenn hafa komið sjer saman um að
nota kjölfestupoka í grjóts stað nú á vetrar-
vertíðinni, og skal jafna kostnaðinum niður
á aflann. Samþykkt var einnig, að reyna
lýsi og olíu. Formanni var falið að skrifast
á og semja við aðrar bjargráðanefndir við
Faxaflóa um að reyna að koma á föstum
reglum viðvíkjandi siglingum, sjerstaklega
um það, þegar skip mætast á sjó, og í öðru
lagi um að gefa út á prent nákvæmar skýrsl-
ur um leiðir og lendingar í öllum veiðistöðum
við flóann. Einnig var minnzt á að hafa
áttavita á sjó, og álitið ómissandi.
NoKÐUE-þiN'GEYJARSÝSLU, 18. jan.: »T-ið
fremur ljett, en nokkuð óstöðug, það sem af
er vetri. Jarðir víðast góðar. — Skepnuhöld
góð. — Bjargarástand framar öllum vonum.
Baunar matur sagður bráðum á förum á
Baufarhöfn, en nógur í kaupfjelagi þingey-
inga á Húsavík (vetrarpöntun), og svo hefir
J>. Guðjohnsen nóg handa þeim, er við hann
verzla. — í sumar og haust svo sem engmn
afli úr sjó, nema dálítinn tíma á Baufarhöfn
og Austur-Sljettu og austan á Langanesi.
Laxveiði engin að kalla nokkurn tíma í þessu
hjeraði; og er þó Jökulsá 1 Öxarfirði sjálfsagt
vel löguð til þess veiðifangs, enda heita í
henni frá fyrri tíð: Laxavogur o. fl., er bend-
ir á laxveiði fyrrum. En nú er selur friðað-
ur í ós hennar til nota 2—3 bæjum þar við
ósinn, en allir þar fyrir ofan verða þar upp á
að sjá og ekki af að fá, og hefir þessi óvani
með ófriðun laxa staðið svo lengi sem menn
muna fram í aldir. — En það á líklega eins
langt í land, að kippa þessu í lag, eins og
brúnni að komast yfir Jökulsá; hún hefir átt
að »dankast« inn á þingið í 10 sumur undan-
farin; komst það loks í fyrra sumar, en
brúarstæðisskoðandinn víst ófundinn enn,
nema ef Trvggvi okkar kæmi til þeirra hluta,
en það getur hann líklega ekki, eða neinn,
sem fær er til þessa. Vjer þykjum heldur
afskekktir hjer, og fýsir því fáa að sjá oss og
hagi vora.—Skipstrandið á Hóli á Sljettu (næsta
bæ við Baufarhöfn) í haust varð ekki eins affara-
sælt og skipið að Borðeyri, er rak að Núpa-
sveit í fyrra haust, enda var það betra nokkr-
um hvalreka (tunna af grjónum og rúg á 1 kr.
80 a., o. s. frv.) og varð að hinum beztu og
almennustu notum, — sjálfsagt óminnilegum
hjer á landi. En nú strandaði þetta haust-
skip Gránufjelags á Baufarhöfn, er það kom
innan af Siglufirði, og var í því lýsi (á annað
hundrað tunnur) og grjón (b.bygg) yfir 20 tnr.
— annað ekki. En þetta komst allt í næst-
um fullt ferð; varð nú lítið um samkomulag
millum bænda og kauprnanna, eins og í
fyrra. Vildu hinir 2 »faktorar« (f>. G. á
Húsavík og J. G. á Baufarhöfn) hafa £ lýsis-
ins, en þá »bljetu bændur Bakkus«, er ekki
kom8t neitt lag á, og allt fór síðan í mesta
spenning og þvergirðing, svo sem fyr er get-
ið«.
Austf.jökðubi (Mjóafirði) 31. desbr. 1888:
»|>etta umliðna ár hefur verið mjög bágt
og örðugt í öllu tilliti hjer eystra. Hjer
í fjörðunum tók alveg fyrir jörð í 3. vikuvetr-
ar 1887, og stóð fjenaður síðan að mestu
leyti inni á gjöf allan veturinn fram á sumar
og sumstaðar fram í 8. viku sumars 1888.
Kýr komu á gjöf 3 vikum fyrir vetur (1887)
og voru eigi látnar út fyr en í 12. viku sum-
ar3 aptur, þar sem á annað borð var hægt
að gefa þeim inni svo lengi. Eptir þessu ár-
ferði þyrfti t. d. ærin að hafa 32 vikna fóður,
og kýrin 38.
Sumar var mjög kalt fram í miðjan júlímán-
uð, svo grasvöxtur var hjer mjög aumur, en
nýting allgóð; þó fauk úthey hjá sumum í
haust.
f>að sem af er þessum vetri hefir verið
góð tíð og fje eigi komið í hús enn nema
lömb sumstaðar. Hafís kom hjer seint í vet-
ur, lá hjer annað veifið inni á fjörðum, fram
í ágústmánuð, og teppti stundum fyrir fiski-
róðrum og stóð opt af honum kuldi og þoka,
þessum vogesti.
Fiskiveiðar byrjuðu hjer 2 vikum síðar en
vanalegt er, og varð hjer eigi róið nema 6
vikna tíma, því með septembermánaðar byr-
jun tók alveg fyrir beitu, og síðan hefirvarla
dráttur fengizt úr sjó, svo sumarið í fyrra
mátti heita hátíð hjá þessu, þó illt þætti þá.
Hjer við bætast lágir fiskprísar og skuldabasl
nóg af gömlum kaupstaðarskuldum.
l' Verð á fiski (saltfiski) var hjer í sumar á
Seyðisfirði 10 aura stór (pundið), 9 a. smár
og 8 a. ýsa. I haust komst það upp í 12 a.,
11 a. og 9 a. pundið. Annars mega kaup-
menn hjer á Seyðisfirði heita afbragð annara
kaupmanna hjer eystra. Kol hafa verið hjá
þeim í sumar 1 eyri pundið og salttunnan 3
kr., þótt þeir hafi flutt það á fjörðuna í kring.
Kornbyrgðir hafa þeir allt af nógar, og er
mikið í það varið.
Austfjörðum (Beyðarfirði) 1. febr.: «Allan
janiíar hefir tíðarfar verið hjer gott, stöðug
veðurátt með lltilli snjókomu og væg frost.
Hjer hefði því verið öndvegistíð til lands,
hefði eigi gjört austan bleytusnjó viku eptir
nýár. Síðan hefir jarðlaust mátt heita á
flestum bæjum hjer í Fjörðunum. Betra upp
til Hjeraðs að sagt er. Mest frost í jan.
hjer við sjóinn -~ 8° B.; mestur hiti 18. jan
+ 8° B.—Skepnuhöld enn þá í bezta lagi.
Bráðasóttin, sem vön er að vera skæðust fyrri
hluta vetrar, hefir nú varla gjört vart við sig.
Margir hjer gefa fje steinolíu, eptir bendingu
Boga læknis Pjeturssonar. Sumir éru líka
teknir að fara betur með skepnur sínar. En
ekki mun það þó meðferðinni að þakka, að
bráðasóttin hefir legið niðri í vetur, því henni
er mjög ábótavant hjámörgum. — Afla-laust
hefir hjer mátt heita í vetur, haustafli líka
í langrýrasta lagi, og hjer um bil enginn í
Beyðarfirði. Nú orðið fiskvart í Mjóafirði og
Norðfirði, og síld er líka farin að veiðast þar.
Yið hana hefir líka orðið vart í Beyðarfirði.
þessi síðustu ár hefir fiskur eigi gengið inn í
firðina, og kenna margir sjómenn það lóðafjölda
þeim, sem strax er kominn ísjóinn, undireins
og aflavart er orðið. það er nú mörgum
orðið áhugamál, að stemma stigu fyrir þess-
ari veiðiaðferð með samþykktum. I því skyni
var nýlega haldinn fundur í Beyðarfjarðarhr.
Að líkindum gjöra aðrir fjarðarbúar Suður-
Múlasýslu hið sam, svo málið kemst sjálfsagt
fyrir sýslufund“.
Skaptafbllssýslu (miðri) 13. febr.: «Veðrátta
hefir verið mjög óstöðug það sem af er árinu.
Veðurreyndin hefir verið útsynningur, en
gengið þó öðru hverju til norðurs og landnorð-
urs, stundum með hörðu frosti, allt að 12°
B. Tíðir blotar, sem staðið hafa að einseitt
eða hálft dægur, hafa hleypt jörð í svell, svo
að víðast tók algjörlega fyrir haga snemma í
janúar. — Hætt er við, að heybirgðir manna
reynist ónógar, ef ekki koma hagar áður en
langt um líður. þær voru víða mjög litlar í
haust, einkum í Lóni, Mýrum og Suðursveit,.
því grasvöxtur brást svo fjarskalega, helzt í
Lóni, með því engjar skemmdust þar vlða af
sandfoki. Sumir í þessum sveitum fengu
ekki nema hálfan heyskap að meðaltali; en
sumir að eins J. í fjallbyggðinni eru inni-
stöður orðnar venju fremur langar, jafn-
snemma vetrar, enda eru nokkrir bændur
þar þegar farnir að skera kýr og lömb, af
ótta fyrir fóðurskort.—Skepnuhöld hvervetna
góð. Sýkingar (þ. e. bráðapestar) hefir var-
la orðið vart. — Að því er snertir bjargrceðis-
ástandið, mun yfir höfuð mega telja það
fremur í betra lagi, eptir þvl sem venja er til
hjer í þessum fátæku sveitum. Má það þakka
bæði hinum góðu aflabrögum í Mýrdalnum
síðastliðna vetrarvertíð, sem flestir hjeðan
nutu meira og minna góðs af, og svo hinu,.
að kýr hafa gjört venju fremur gott gagn í
vetur, því að töður eru í ágætri verkun. En
eigi að síður verður þó eflaust víða bjargar-
skortur með vorinu, ef heylítið verður fyrir
kýr og eigi fæst björg af sjó. — Eptir hið
langvarandi rekaleysi um mörg undanfarandi
ár, er nú aptur farið að verða hjer rekavart
af strendum trjám. — Mann rak af sjó (út-
lendan ?) á Forstjörn á Síðu, lítt skaddaðan að
öðru en hendurnar voru af báðar. Hann var-
jarðaður á Prestsbakka í janúar“.
Vegagjörð á Laxárdalsheiði.
í „Pj.kon.“ 23. tbl. f. 4. er brjef úr Dalasýslu,
er eiugöngu ræðir uni vegagjörð á Laxárdalsheiði,
og hefir of lengi dregizt að minnast á brjef þetta.
það kemst þannig að orði um nefnda vega--
gjörð:
„Yegurinn yfir Laxárdalsheiði er lagður svo
ráðlauslega og með svo miklum kostnaði, sem
auðið virðist. Hann er gjörður um enska mílu
lengri en hann þarf að vera, og þar að auki er
sneitt hjá hæðum og hryggjum, svo liann verður
eigi notaður á vetrum að eöa frá verzlunarstaðn-
um Borðeyri, enda er ekki vetrarleið nálægt þeim,
vegi“.
Enn fremur segir höfundur brjefsins, að „kostn-
aður laudssjóðs til vegagjörðar á Laxárdalsheiði
yrði eigi samtals meiri, þó hætt vær-i við þennan,
veg og önnur beinni stefna tekin. . . .“
þó það, sem frjettaritari „Fj.k.“ segir hjer, sjeu
tilhæíulaus ósannindi, og enginn, að líkindum, sem
nokkuð þekkir til, taki mark á því, þá geta ef til
vill ókunnugir leiðzt til að trúa því,
þess vegna leyfum við undirskrifaðir okkur að
skýra almenningi frá hinu sanna og rjetta um
vegagjörðina á nefndu svæði.
þegar fyrst var lagt fje til vegagjörðar á heið-
inni vorum við undirskrifaðir ásamt lir. Jóni
tíjarnasyni, fyrrum alþingismanni í Olafsdal, kjörn-
ir til að yfirlita og ákveða, hvar hentugast mundi
vera að leggja veg yfir nefnda heiði. Komumst.
við þá að þeirri niðurstöðu allir, að ráðlegast væri
að endurbæta veg þann, er liggur upp frá bæn-
um Borðeyri, og sem lengi hefir verið notaður.
það geta allir sjeð, er fara um Laxárdal, þeg-
ar jörð er snjólaus, að til þess útheimtast marg-
falt meiri peningar, ef ætti að leggja nýjan veg
yfir optnefnda heiði, svo sem upp frá verzlunar-
staðnum vestur hjá Kvíslaseli. Á því svæði þyrfti
að leggja eina brú frá verzlunarhúsunum nlla leið
vestur að Laxárkvíslum, yfir rótlaus foræði og
urðarholt, þar sem á gamla veginum þarf ekki
hrýr nema í stöku stað vestur að Laxá, sem renn-
ur í Hrútafjörð; því sá vegur liggur mestallur
eptir melum og melhryggjum, hinum lengstu, sem
til eru á heiðinni, alla leið að verzlunaistaðnum