Ísafold - 02.03.1889, Side 3
71
°g getur sá vegur orðið ágætur, ef hann Tæri vel
ruddur.
Yfirumsjónarmaður vegagjörðarinnar á fjallvegi
Þessum er sýslumaðurinn f Stranda- og Dalasýslu,
°g hefir hann opt áður sýnt, að hann hefir meiri
áhuga og vit á vegabótum en svo, að hann kasti
út fje til ráðlauslegra vegagjörða.
Sólheimum og Kjörseyri í janúar 1889.
Sigtryggur Finnsson. Finnur Jónsson.
"j" IL GAGNS OG GAMANS.
Hagræði við fataþvott.
Enskar husmæður ráða sjer ekki fyrir kæti
yfir nýju þjóðráði, er fundið hefir verið upp
þar í landi (á Englandi) til flýtis og hagræðis
við fataþvott. Eáðið er ekki annað en að
hella dálitlu af steinolíu í hið sjóðandi þvotta-
vatn ; ef þetta er gjört, þá sparast því nær
öll fyrirhöfnin við þvottinn. það þarf þá
ekki annað en að láta þvottinn liggja í
vatninu (með steinolíunni úti í) hálfa klukku-
stund; þá er hann orðinn svo hreinn, að
það þarf ekki annað en að skola hann tveim-
ur eða þrem sinnum úr heitu eða köldu
vatni. Steinolíulyktin, sem í þvottinn kemur,
hverfur algjörlega þegar skolað er. Miklu
hægra verður líka að «straua» þvottinn á
eptir en ella. Steinolían skemmir ekkert
þvottinn, og heldur ekki ílátin, sem þvottur-
inn er í. En áríðandi er, að fara varlega
með steinolíuna þegar hún er látin í pottinn.
það má ekki koma með steinolíuflösku nærri
eldinu, heldur verður að mæla skammtinn,
sem á að hella út í pottinn, langt frá eldin-
um, og láta í skeið eða bolla, og hella í
pottinn. Hitt getur verið lífsháski fyrir þann,
sem með fer, og auk þess valdið eldsvoða.
Aðferðin er þessi, eptir því sem enskt blað
skýrir frá. I 60 potta af vatni á að láta
i pund af grænsápu. þegar búið er að sjóða
það vel, á að hella út í það hálfri annari mat-
skeið af steinolíu. Síðan er þvotturinn látinn
ofan f og látið sjóða ^ klukkustund. þá er
þvotturinn skolaður upp úr köldu vatni
nokkrum sinnum. Með þessari aðferð á einn
kvennmaður að geta þvegið jafnmikið á 8 til
9 klukkustundum, eins og tveir kvennmenn
þvo á tveim dögum annars. það er með
öðrum orðum á að gizka fimmfaldur vinnu-
sparnaður.
Töfrahúsið.
I þúsund og einni nótt og öðrum þvílíkum
æfintýrum er opt getið um töfrahallir og ýms-
ar kynjar og stórmerki af völdum anda eða
álfkvenna, eða fjölkunnugra manna.
það gengur slíkum kynjum næst, er hjer
segir frá, og er þó ýkjulaust, og ekkert yfir-
náttúrlegt, heldur aðeins áhrif merkilegs nátt-
úruafls.
Náttúrufræðingur einn í New-York í Ame-
ríku, er William Hammer heitir, og einkum
hefur lagt stund á rafmagnsfræði, hefur
látið reisa sjer hús, sem er eflaust engu öðru
húsi líkt í víðri veröld. þar gjörist allt með
rafmagni, og ókunnir menn, sem þangað koma,
hafa opt haldið sig vera komna í einhvern
töfraheim; svo kynjalega er um allt búið í
húsinu.
Gjörum ráð fyrir, að maður komi að húsinu
að kveldi dags, þegar dimmt er orðið. þar
sjest þá ekkert Ijós; en jafnskjótt og stigið
er á neðsta þrepið á riðinu upp að húsdyr-
unum, kviknar á þrem rafurmagnslogum, og
númerið á hfisinu sjest allt í einu í megnri
birtu. þegar stigið er á næsta þrepið, hringir
klukka; en er stigið er á þriðja þrepið, opnast
húsdyrnar og kviknar þá jafnskjótt á ljósi í
anddyrinu.
I anddyrinu er lítill fótskemill. Ef stigið
er á hann, koma upp úr honum tveir burstar
og bursta öll óhreinindi af stfgvjelunum; og
er allt annað eptir þessu.
I húsinu er meðal annars svefnherbergi
með uppbúnu rúmi í, þannig gerðu, að þegar
maður leggur höfuðið á koddann, sloknar
Ijósið í herberginu, og er það þó nærri 3
faðma frá rúminu. En vilji sá sem háttar
lesa í bók í rúminu, þá má vel koma því
við: ekki er annað en þrýsta á hnúð hjá
rúminu ; þá kviknar aptur á ljósinu. Vilji
maður vera viss um að vakna á tilteknum
tíma, þá má stilla klukku, sem hangir fyrir
utan dyrnar, til þess að hringja svo ákaflega
á tilteknum tíma, að ekki verði vært. En
sje maður þá svo rúmlatur, að hann komizt
ekki á fætur áður en liðnar eru fimmtán
mínútur, þá hefst rekkjan upp á rönd og
þeytir honum fram á gólf.
,,Greindur nœrri getur, en reyndur veit pó
betur". — „þjóðólfur11 hefir í gær búið til og birt á
prenti það gáfulega spakmæli, að hver óvandaður götu-
drengur geti haft orð eins og „lúalegur“ o. fl. um
hvað sem vill. Hefði hann jafnframt skírskotað til
„reynslunnar“, eins og Jón „Repp“ heit. var vanur
að gera, og vitnað i sjálfan sig, blaðið frá 5. nóvbr.
f. á. — innvitnanir eru einhver hans mesta og feg-
uasta list —, þá hefði þetta spakmæli orðið enn á-
hrifameira : þar brúkar hann nefnilega sjálfur orðið
„lúalegur11 (í afmælis-gorts-vellingnum lystilega i blað-
inu frá 5. nóv. f. á.)!
|>ar á móti er hitt svo sem eins og ekki út af jafn-
greindarlegt, eins og það er óskammfeilið, þar sem
hann játar sig í rauninni hafa skrökvað því, að ritstj.
ísaf. hel'ði kveðið upp dóm um bók dr. J. þorkels-
sonar, eða þá um islenzkan kveðskap á 15. og 16. öld,
en segist hafa gert það bara af kurteisi (!). — ]>að er
„auðlærð ill danska", óskammfeilnin hjá „kunning-
junum“.
LEIÐRJETTINGAR. í greininni um Vigfús
próf. Sigurösson i síðasta bl. eiga orðin: “þorsteins-
sonar sterka“ að falla burtu. þorsteinn sterki var
föðurbróðir sira Vigfúsar. — Ekkja síra Vigfúsar,
Sigríður, er Guttormsdóttir (prófasts Pálssonar í
Vallanesi). — — Neðst í sama dálki er prent-
villa: Húnavatssýslu fyrir Strandasýslu.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
íslenzk frimerki
keypt við hæsta veröi. Verðskrá er auglýst i ísa-
fold XV. 56 hinn 28. nóvbr. 1888; fæst líka hjá
mjer ókeypis.
Olaf Grilstad, Bankfuldmægtig,
Throndhjem, Norge.
1 j. f*-ÍÍ (kaffiblendingur), sem má btúka
* * 1 * 1 11. eingöngu í staðinn fyrir kaffi-
baunir, fæst eins og vant ei við ver’zlun H. Th. A.
Thomsens í Reykjavík, á 56 aura pundið.
LEIDARVÍSIR TIL LÍFSABYRGDAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jón-
assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Almanak f>jóðvinaQelagsins 1889
er til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar.
Undursamleg hjálp i lifshaska.
látið þjer það vera einhvern, sem við getum
reitt okkur á».
þetta var gjört. Um nónbil kallaði mað-
uriun uppi í reiðanum, að hafísjaki mikill
lægi beint fyrir stafni, og skömmu eptir þótt-
ist hann sjá skip rjett hjá jakanum. þegar
nær dró, sá skipstjóri í kíki sínum, að þetta
var skipskrokkur,er allt var skellt ofan af niður að
þiljum, og var að sjá frosið fast í ísnum, og að
eitthvað kvikt var á þilfarinu. þegar skammt
var að jakanum, voru sendir menn á bátum
Uá skipinu til að bjarga skipbrotsmönnum.
þetta var þá farþegaskip frá Quebec, sem
®tlaði til Liverpool. það hafði lent í ísnum
°g orðið samfrosta við hann að lokum ; höfðu
skipverjar verið þar milli heims og helju vik-
Una saman. Jakarnir höfðu kramið það á
sín, svo að hliðarnar voru gengnar inn;
ofan tr^n V°rU *jrotin Því °g sópað
ím'di niðui’ að þilfari. það var í stuttu
þrotnar * annað en rekald. Yistir voru
°g vatn á förum. Skipverjar og far-
enjai voru orðnir úrkulavonar um, að sjeryrði
lífs auðið, og því fegnari urðu þeir og þakk-
látari, er þeim kom þessi óvænta hjálp.
Fólkið var nú ferjað yfir á kaupskipið smátt
og smátt. þegar þriðji báturinn kom og fólk-
ið var að tínast úr honum upp á skipið, með
veikum mætti, verður stýriinanni litið sjer-
staklega á einn farþegann í þeim hóp, og
varð mjög bilt við, er hann sá framan í
hann.
það var sama audlitið og hann hafði horft
í augu við 3—4 stundum áður í lyptingunni
á kaupskipinu við borð skipstjóra !
Hann reyndi fyrst að telja sjer sjálfum trú
um, að þetta væri tómur hugarburður. En
því vandlegar, sem hann hugði að manninum
og virti hann fyrir sjer, því betur gekk hann
úr skugga um, að sjer skjátlaði eigi hót.
f>að var eigi eigi einungis andlitiið, heldur
einnig vaxtarlagið og búningurinn, sem stóð
alveg heima.
Undir eins og búið var að sjá skipbrots-
mönnum fyrir beina og hjúkrun, og búið að
snúa skipinu við aptur á rjetta leið, kallaði
stýrimaður skipstjóra á eintal, og segir við
hann :
»það lítur út fyrir, að það hafi ekki verið
neinn andi eða yfirnáttúrleg vera, sem jeg sá.
það er lifandi maður».
»Hvaða maður ? Hvað eigið þjer við ?»
»Jeg á við það, að einn af farþegunum er
einmitt sami maðurinn og jeg sá skrifa á
spjaldið yðar í dag. Jeg gæti unnið eið að
því fyrir rjetti».
,,Nú fer mjer að þykja nóg um», segir skip-
stjóri. »Við skulum ná i manninn».
þeir hittu hann á tali við skipstjóra þeirra
skipbrotsmanna; þeir gengu á móti þeim og
þökkuðu þeim fögrum orðum og innilegum
fyrir lífgjöfina — fyrir að hafa frelsað sig og
alla þá fjelaga frá kvalafullum dauðdaga af
kulda og hungri.
Skipstjóri svaraði, og kvaðst eigi hafa gert
annað en það, sem þeir mundu líka hafa gert,
ef eins hefði á staðið fyrir þeim, og bað þá
ganga með sjer inn í lyptinguna. þar vjek
hann sjer að ferðamanninum, og segir við
hann : »Jeg vona að þjer haldið ekki, að jeg
sje með neitt glens eða gaman : mjer þætti
vænt um, ef þjer vilduð gjöra svo vel að skrifa
fáein orð á spjaldið að tarna». Að svo mæltu