Ísafold - 17.04.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.04.1889, Blaðsíða 2
122 f>að er sjálfsagt, að dómkirkjan er í minnsta lagi fyrir söfnuðinn eins og hann er, hvað þá heldur þegar hann vex til muna enn. En þó gæti, eins og nú stendur, hvert manns- barn í söfnuðinum, sem komið er á þann aldur, að það geti haft gagn af að hlvða messú, hæglega fengið 30 messur eða meira, ef fluttar væru 2 messur á dag hjer um bil alla helgidaga ársins, það er að segja, ef skip- aður væri hjer fastur kapelián, en hjá því verður naumast komizt hvort sem er, þar sem þessi eina sókn er miklu fjölmennari en meðal-prófastsdæmi hjer á landi,og hefir aukizt um milli helmings og þriðjungs í tíð þess prests, er nú þjónar brauðinu, en þó sótti fyr- irrennari hans burt frá því vegna örðugleikans að þjóna því þá fyrir einn mann. það mun ekki vera óalgengt annarsstaðar, í Khöfn t. a. m., að kirkjur taki ekki nema fjórða part af söfnuðinum eða jafnvel minna, og sje þó talið vandræðalaust,—með þessu móti, að þar þjóni meira en einn prestur. það er hægðarauki, sem fjölmennir kaupstaðir hafa umfram sveit- arsóknir, að þar má flytja 2 messur eða jafn- vel fleiri sama daginn. það er sjálfsagt, að á hátíðum og við hjónavígslur eða prest- vígslur stundum verða opt margir frá að hverfa, sem í kirkju ætla hjer, fyrir þrengsl- um. En það er óþarfi að kalla kirkju of litla fyrir það, þó að hún taki ekki alla þá, sem þangað vilja flykkjast fyrir forvitni sakir eða til skemmtunar sjer (t. d. við hjónavígsl- ur) ; það er nóg, ef hún tekur vel þá, sem kirkju rækja þar fyrir utan og líklegt er því að eigi þangað eitthvað betra eða skyldara erindi. Söfnuðurinn man eptir því, að fyrir 10—11 árum, er þingið sá, að dómkirkjan gæti ekki bjargast af sjálfs sín rammleik, þá gerði það sjer lítið fyrir og lagði nýjan skatt á sóknar- menn heuni til styrktar , kirkjutíundina. þennan skatt getur löggjafarvaldið hækkað, ef því þóknast, eða bætt öðrum nýjum við, og er hætt við, að því muni þykja sá kostur stór- um betri en að íþyngja landssjóði til muna kirkjunnar vegtia. það mundi því fullt eins hyggilegt fyrir söfnuðinn, að vera ekki svo mjög stórhuga eða frekur í kröfum hvað kirkjubygginguna snertir. Hitt liggur miklu nær, að hann fái fastan aðstoðarprest; það verður hvort sem er ekki hjá því komizt til lengdar. En þeg- ar það væri fengið, gæti verið ástæða til fyrir söfnuðinn að skoða huga sinn urn það, hvort nokkur óhagur mundi að því fyrir hann, að taka kirkjuna að sjer. Hitt er alveg rjett, sem nefndin bendir á, að frá landsstjórnar- innar sjónarmiði virðist geta verið nokkuð á- horfsmál, hvort heppilegt sje eða forsjált að sleppa umsjón og fjárhaldi kirkjunnar við jafnfjölmennan og fjölbreytilegan söfnuð og Reykjavíkursöfnuður er,— að láta allur ráðs- ályktanir henni viðvíkjandi vera komnar undir einföldum atkvæðamun á safnaðarfundi. Lögreglan í Reykjavík. Samkvæmt því sem fyrir rnælt í hinni nýju samþykkt um stjórn bæjarmálefna í Keykjavík, frá 4. des. f. á., hefir bæjarstjórnin samið og sam- þykkt og amtmaður staðfest 9. þ. m. »erind- ishrjef til bráðahirgða handa luggœzlumönnum í Iieykjavik». það var ekkert til áður, er því nafni gæti heitið, og skyldur eða lífernisregl- ur Iögregluþjóna og uæturvarða því mjög svo óákveðnar, enda hafa þeir tekið sjer verk sitt ljett sumir, og almenningi hins vegar gjarnt til að smá boð þeirra og bann, bæði af rót- grónu agaleysi, og eins hinu, að um ýms lög- regluatriði hefir vantað ákveðnar reglur eptir að breyta, og vantar raunar emi í sumum greinum, þangað til fást heimildarlög til lög- reglusamþykkta — að sínu leyti eins og heirnildarlögin til fiskisamþykkta frá 1877 m. m. —, og er vonandi, að þeirra verði eigi langt að bíða. þingið hafnaði raunar frumvarpi til slíkra laga 1885, en eflaust ófyrirsynju og að Iítt hugsuðu máli. Hjer eru hermd nokkur helztu atriðin úr þessu nýja löggæzlumanna-erindisbrjefi , þau er almenningi kynni að vera nytsamlegt að þekkja, bæði innan bæjar og utan. »Lijgregluþjónarnir skulu, klæddir einkenn- isbúningi, að öllum jafnaði báðir vera á um- ferð um bæinn frá kl. 11 f. hád. til kl. 10 e. hád., sinn í hvoru lagi, og þannig, að jafnan sje annar þein-a staddur í miðhluta bæjarins (kvosinni). Um aðrar götur bæjarins skulu þeir ganga til skiptis, að minnsta kosti einu sinni á dag. Á morgnana frákl.7—11 skal að jafnaði að eins annar þeirra vera á umferð um bæinn, til skiptis. Máltíðir mega þeir eigi halda báðir í senn og eigi tefjast lengur við þær en 2 stundir alls á dag. Næturverðir skulu vera á umferð um bæinn frá kl. 10 á kvöldin til kl. 7 á morgnana, og skulu ávallt ganga sinn í hvoru lagi, en þurfi annarhvor aðstoðar við, skal hann gjöra hin- um aðvart með pípu sinni». »Eigi má löggæzlumaður fara að vei'ði kvöld eða morgun fyr en annar hefir tekið við, og þeir hafa borið sig saman um það, er þurfa þykir». »Verði maður sjúkur á götum eða á annan hátt ósjálfbjarga, skulu löggæzlumenn koma honum heim til sín eða útvega honum húsa- skjól og nauðsynlega aðhlynningu». »Verði háreysti eða ryskingar á almanua- færi, skulu löggæzlumenn stilla til friðar, og ef þörf gjörist taka þá seku fasta. Löggæzlu- mönnum er heimilt, ef á þarf að halda, að kveðja sjer til aðstoðar hvern þann, er þeir ná til, til þess að hindra lagabrot, eða bæla niður óspektir og mótþróa». Til viðhalds almennri reglu og hreinlæti á götum bæjarins er ýmislegt upp talið, er lög- gæzluþjónum er boðið að hafa sjerstakar gæt- ur á, — meðal annars : »að eigi sje látið eða skilið neitt eptir á götum bæjarins, er geti orðið til meins eða farartáhna; að eigi sje riðið eða ekið eptir stjettum meðfram götum bæjarins, eða gripir látnir standa þar eða far- angur; að eigi sje riðið eða ekið hart um bæinn; að ekki sje slátrað skepnum á al- mannafæri, og hundar eigi látnir komast þar að; að ekki sje kastað grjóti, snjó eða öðru, er tjón getur af hlotizt, ekki skotið úr byss- um eða öðrum skottólum eða flugeldar hafðir um hönd ; að eigi sje farið miskunnarlaust með skepnúr ; að eigi sje spillt almennings- eign í bænum». þegar guðsþjónustugjörð er haldin í dóm- kirkjunni, eiga lögregluþjónarnir að vera þar við staddir til skiptis, til að sjá um, að engin óregla eigi sjer stað. »Ef þrjózkast er við að færa burtu af al- mannafæri það, sem er til meins, óþrifa eða farartálma, mega lögregluþjónar láta taka það burtu á kostnað hlutaðeiganda ; þó skulu þeir, ef um mikinn kostað er að ræða, leita fyrst iirskurðar lögreglustjóra». »Lögregluþjónar skulu hafa nákvæmar gæt- ur á, að ólögmæt sala eða veiting áfengra drykkja eða almennar skemmtanir í heimildar- leysi ekki eigi sjer stað». Næturverðir eiga meðal annars að gæta þess sjerstaklega : »að engin háreysti eða ó- spektir eigi sjer stað, er raski friði eða næði bæjarbúa; að veitingahúsum sje lokað á á- kveðnum tíma (kl. 11J), og gestir dvelji þar eigi lengur en til kl. 12 á kveldin, og að eigi sje þar háreysti eða óspektir ; að gjöra mönn- um viðvart í tæka tíð, ef háski er búinn af eldi, vatni eða veðri». „Jörundur hundadagakóngur». Kle- mens Jónsson, cand. juris, sagði sögu Jörg- ensens eða Jörundar hundadagakóngs á laug- ardagskvöldið var (13. þ. m.) í Good-Templ- arahúsinu fyrir allmörgum áheyrendum, í á- góða fyrir nytsemdarfyrirtæki, þvottahúsið við, laugarnar. Nýtt var lítið í frásögunni, um- fram það sem áður er kunnagt um þann frægðarleysis- viðburð í sögu landsins, og er þar talsvert rannsóknarefni fyrir sagnafræð- inga, og ekki ómerkilegt. Fyrirlesturinn var skýrt framborinn og all- áheyrilegur, en mjög lítti hann óvandað orðfæri, einkum herfilegar dönskuslettur, t. d. önnur eins orðtæki og «að upptroða með tilbærilegum glans»; «setti eptir þeim» (fyrir: elti þú); «sápusnðari« (!!), á d. Sæbesyder, og þar fram eptir götunum. Kennarafjelagið. Skóiastjóri Jón |>ór- arinson bjelt fyrirlestur í fjelaginu hjer f bænum 13. þ. m. um lagasetning viðvíkjandi alþyðukennslu. Umræður urðu nokkrar um málið, og að lyktum var eptir uppástungu fyrirlestrarmannsíns kosin 5 manna nefnd til að undirbúa lagafrumvarp um málið til al- þingis, og skyldi ræða það á síðari fundum fjelagsins til þings. í nefndina voru kosnir:: Jón þórarinsson, dr. Björn M. Ólsen, þór- hallur Bjarnarson, þorvaldur Thoroddsen og Sigurður Sigurðsson. Herskipið Fylla kom hingað í gær. Hafði farið 2. þ. m. af stað frá Khöfn. Mætti póstsk. (Laura) daginn eptirvið Jótlandsskaga. Aflabrögð. Kringum helgina fiskaðist dável, 20—30 í hlut, hjer af Innnesjum og Akranesi vestur í Kambsleiru og þaðan af lengra vestur. 1 syðri veiðistöðunum er og að heyra mikið góðan afla enn. Og austan- fjalls var mesti landburður vikuna sem leið, bæði í þorlákshöfn og veiðistöðunum milli ánna : 50—160 í hlut á dag á Eyrarbakka og Loptsstöðum ; þar af |- þorskur eða meira, hitt ýsa. Hæstir hlutir þar 12. þ. m. um 700, minnst 400. »Nú sem stendur þyrfti hjer þriðjungi fleira verkfært fólk en til er til að hirða aflann», er Isaf. skrifað af Eyr- arbakka 12. þ. m. En — salt á þrotum þar. það er meira en lítill ábyrgðarhluti fyrir- kaupmenn, að spilla svo stórum þessari upp- gripa-atvinnu með því að vanrækja að hafa nægar saltbyrgðir; þetta á sjer stað hjer hingað og þangað ár eptir ár eptir ár, vertíð eptir vertíð. 1 Keflavík sömuleiðis orðið salt- laust í einni eða fleirum verzlunum. Tvö hákarlaskip G. Zoega, »Gylfi» og »Geir», komu inn 14. og 15. þ. m., með 95 og 155 tunnur lifrar. »Keykjavíkin» þar á móti ókomin, eptir mánaðar útivist, og er því miður talið hjer um bil sjálfsagt, að hún hafi farizt, llklega í útsynningsveðrinu 31. f. m. Mannalát. Með herskipinu »Fylla» frjett- ist frá Vestmannaeyjum lát sóknarprestsins. þar, síra Stefáns Thordersen (biskups). Verð- ur lians æfiatriða getið síðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.