Ísafold - 18.05.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.05.1889, Blaðsíða 2
158 ur einn heilagur, er ljet svo lítið að sitja yfir geitum á tómstundum sínum, hafi veitt því eptirtekt, að þær urðu svo kátar og fjör- ugar, er þær höfðu bitið blöð af trje einu, sem þar óx. þær hoppuðu og Ijeku sjer og voru svo ánægðar að sjá, að munkurinn fór að öfunda þær. Hann girntist að verða hlut- takandi í þessum fögnuði, fór og tugði nokk- ur blöð, og fann undir eins, að hann varð miklu fjörugri en áður, alveg eins og hann hefði verið einn af geitunum. Með því að munkur þessi var maður góðgjarn og vel inn- rættur, þá vildi hann ekki luma á þessu hnossi fyrir sig einan, heldur sagði öðrum frá því. En það lá við, að hann gyldi illa góðvíldar sinnar. Ofundsjúkir stjettarbræður hans báru á hann í heyranda hljóði, að hann hefði drukkið áfenga drykki, og brotið þar með hei- lög boðorð Múhameds. Slíkt var dauðasök, er heilagur einsetumaður átti í hlut. En það varð lán hans, að hinn nýi drykkur hafði líka gjört hann skarpan og mælskan, og fjekk hann því talið mótstöðumenn sína á að reyna að minnsta kosti þessa uppáhaldsjurt sína. þeir gera það. þeir bragða á þessum töfra- drykk. þeir hresstust svo og fjörguðust, að þeir kváðu í einu hljóði upp þann urskurð, að kaffið vargjöf frá hinum mikla spámanni, til up'pbótar fyrir vínið, hinn hættulega drjffik, er hann hafði bannað þeim að drekka. Ann- ar helgur maður frá Djemen, er Gemal Ed- din hjet, og síðar varð prestur í Aden, gerði þessa kostulegu jurt algenga í Arabíu, og hlaut fyrir það svo mikla frægð og alþýðuhylli, að hann var gerður að heilögum verndardýrling kaffisins. Enginn trúaður játandi spámanns- ins mikla endar svo morgunbæn sína, að hann árni eigi þessum heilaga velgjörðamanni hinna ljúfustu unaðsemda í paradís. Hina fyrstu ofsókn gegn kaffinu hófu tveir lærðir læknar í Mekka. þeir höfðu fengizt árum saman við djúpsettar rannsóknir um það, hvort Múhamed mundi hafa verið læknir, alveg eins og margir vísindamenn nú á tím- um hafa varið mörgum árum af æfi sinni til að komast að einhverri niðurstöðu um það, hvernig Shakespeare muni hafa skrifað nafnið sitt. þessir tveir vísindamenn fundu nokkur vers í kóraninum, trúarbók Múhameðsmanna, er virtist mega skilja á þann hátt, að þar væri vfttur sá siður, að búa til kaffi í hinum heilögu bænahúsum. þeir hófu því herskjöld í gegn kaffinu, og þeir uppgötvuðu — eins og læknar gjöra ætíð, þegar svo á stendur,— að kaffibaunin hefði þúsund ókosti, og þann eigi minnstan, að ímyndunaraflið æstist svo af henni, að það gæti orðið til þess, að upp kæmi nýjar skýriugar á orðum spámannsins, og gæti þannig valdið hættulegum og hneyxl- anlegum villukenningum. þeir hjetu á höfð- ingja sinn, og brást hann þegar vel undir það og vildi láta á sannast, að hann væri dyggur þjónn spámannsins og rjetttrúaður. Höfð- inginn kvaddi til fundar og stefndi þangað læknum, lögvitringum og prestum; þar átti að hita sjer kaffi og reyna það. En ekkert fannst saknæmt í því. þá tók annar af lækn- inum, er höfðu vakið þetta mál, það óyndis- úrræði, að leggja sjálfan sig í sölurnar fyrir málstað sinn, og lýsti því yfir, að kaffið væri áfengt; kvaðst sjálfur hafa orðið ölvaður af því optar en einu sinni. Fyrir það var hon- um refsað með óvægilegri iljastroku ; en höfð- inginn gaf út tilskipun, þar sem kaífið var bannað í Kaíró og öllu hans umdæmi. En soldáninn í Miklagarði, hinn mikli faðir rjett- trúaðra manna, staðfesti ekki þessa tilskip- un, heldur sagði, að fundarmenn væru asnar, og skipaði að láta færa sjer læknisgarm- inn, er hafði játað á sig, að hann hefði gert sig ölvaðan í kaffi, til Miklagarðs, og höggva þar af honum höfuð og leggja það við iljar honum. Eptir þá ráðningu þorði enginn maður að rugla samvizku guðrækinna kaffivina meðal rjetttrúaðra manna með neinum efasemdum um kaffið, og upp frá því var það í hávegum haft um allan austurheim. Löngu áður en þetta gerðist, hafði maður einn frá Damaseus komið kaffinu til Mikla- garðs, og þar var opnað hið fyrsta kaffiveit- ingahús árið 1543. Brátt risu upp fleiri slík- ir veitingastaðir og urðu uppáhaldssamkomu- staðir lærðra manna, er tóku til að ræða þar vandamál í triiar- og stjórnar-efnum, af því að kaffið gerði þá svo öra og mállireifa. En er soldán varð þess áskynja, skipaði hann að loka kaffihúsunum, og lagði blátt bann við allri kaffidrykkju og hina þyngstu hegningu við. En kaffið varð hinum volduga drottni rjetttrúaðra manna yfirsterkara; það var drukkið í laumi alstaðar og jafnvel í kvenna- búri soldáns sjálfs. þegar soldán sá, að hann fekk engu við ráðið, sneri hann við blaðinu og leyfði kaffidrykkju aptur um allt sitt ríki og að hafa mætti kaffiveitingahús með því skil- yrði, að þar væri jafnframt hafðir sögumenn, trúðarar,dansmeyjar og loddarar til að skemmta gestunum. Var það kænskuráð soldáns til að aÍ3týra því, að þar væri rætt um lands- ins gagn og nauðsynjar. Kaffið varð svo mikils megnandi, að það var gert að lögum, að kona mætti skilja við mann sinn, ef hann gæti ekki látið hana fá nóg kaffi. þegar kaffið var þannig búið að leggja und- ir sig allan austurheim, lagði það brátt leið sína hingað í álfu. Sá hjet Pietro de la Vallee, frá Feneyjum, er fyrstur hafði kaffi- hús hjer í álfu. það var stofnað í Bóm 1626. Frakkneskur maður, er Merville hjet, gerði hið sama í Marseilles sama árið (1626). En ekki varð kaffidrykkja algeng í Frakklandi fyr en 1669, er Soliman Aga kom þangað frá Miklagarði; hann var sendiherra Múha- meðs IV. við hirð Loðvíks konungs XIV. Undir eins í fyrsta skipti, sem hann kom á konungsfund, færði hann kaffið í tal, og hve- nær sem einhverjir ókunnugir komu til hans, bauð hann þeim þenna nýja drykk frá ætt- landi sínu. Hann gerði bendingu, og komu þá svartir þrælar í himinbláum búningi og með hvíta túrbana á höfði og báru á litlum silkikodda kostulegan bolla af bezta postulíni. Síðan var kaffinu hellt í bollann úr könnu af silfri eða gulli; þrælarnir krupu síðan á knje frammi fyrir gestinum og rjettu honum bollann. Varð sendiherrann mjög vinsæll fyrir kaffið sitt. þrem árum síðar, 1672, hóf maður einn frá Armeníu, er Pascal hjet, mikla kaffiveitingu í París, og átti þó mikilli viðurkeppni að mæta af ítölskum manni, frá Sikiley, er Procope hjet, og bauð þar hinn mæta drykk á strætum úti fyrir minna verð en Pascal. Brátt fekk almenningur svomikl-. ar mætur á kaffinu, að kaffihús risu upp í hverri krá og kyma um alla París. þar hitt- ust þeir sem vildu tala saman og neyta þesea drykkjar eða einhverrar hressingar annarar. Frakkar eru fjörmenn og gleðimenn, og var því engin furða, þótt þeir fengju miklar mæt- ur á kaffinu. Margir urðu svo trúaðir á það, að þeir hugðu það geta læknað þunglyndi og veitt huggun í raunum og mótlæti. Hefðar- kona ein við hirðina t. d. heyrði látið manns- ins síns; hann hafði orðið bráðkvaddur. Henni varð mikið um, sem von var, og fór að biðja fyrir sjer, en kallaði jafnharðan: »Gefið þið mjer fljótt einn bolla af kaffi«. það var skrítið nokkuð, hvernig kaffi- drykkja fluttist fyrst til Landúna. Enskur kaupmaður nokkur, er Edwards hjet, hafði verið lengi í förum austur í löndum og vandist þar kaffidrykkja. Hann hafði einnig keypt sjer gríska ambátt í Smyrna, er Pasca hjet, og ljet hana færa gestum sínurn kaffi að austrænum sið. Brátt varð svo mikils gestkvæmd hjá honum, bæði af því, að mönn- um gazt vel að kaffinu, og eigi síður að hinni fríðu ambátt, sem bar þeim það, að kaup- maður iðraðist þessa tiltækis og Ijet ökumann sinn kvongast henni og gaf þeim fje til að. koma sjer upp kaffihúsi. Og brátt varð kaff- ið uppáhaldsdrykkur um allt England. þegar Tyrkir sátu um Vfn, 1683, er getið um njósnara einn í liði hinna kristnu höfð- ingja, er Kolschutski hjet. Hann gekk svo vel fram, að þegar þeir Sobieski konungur og Karl af Lothringan sigruðust á Tyrkjum og unnu herbúðir þeirra og tóku þar mikið her- fang, þá gáfu þeir Kolschutski að launum fyrir framgöngu hans alla kaffisekkina, sem þeir fundu þar. Með þeim feng kom hann sjer upp hinu fyrsta kaffiveitingahúsi í Vín, og upp frá þeim degi færðist kaffidrykkja út um a'llt Austurríki. þess mun hvergi dæmi annarstaðar, sem í frásögur er fært af dalbúum einhversstaðar uppi í Alpafjöllum fyrir nokkrum árum, að þeir voru þá svo óvanir kaffibrúkun, að þeir suðu kaffibaunir saman við flesk, þangað til þær voru orðnar svo mjúkar, að þeir gátu borðað þær eins og vanalegar matbaunir. þjóðverjar lærðu kaffidrykkju af Frökkum. Kjörfurstinn í Brandenborg, sem var sjeður maður og fjeglöggur, sá, að hann mundi geta gert sjer kaffið að fjeþúfu, og skipaði líflækni sínum, sem var Hollendingur, að semja rit- gjörð um hin ágætu áhrif kaffi og tóbaks á heilsu rnanna. Líflæknirinn ritaði bókina, kjörfurstinn gaf út tilskipun og þegnar hans komust brátt upp á að drekka kaffi, en toll- urinn af því mjólkaði drjúgum í fjárhirzlu kjörfurstans. En annarsstaðar á þýzkalandi risu upp voldugir mótstöðumenn í gegn kaffinu hingað og þangað. Hinn alræmdi kjörfursti í Hess- en-Cassel, sem seldi þegna sína eptir vikt á fæti til Englands í hernað gegn Ameríku- mönnum, og barmaði sjer yfir því við æðsta hershöfðingja sinn, að þeir týndu svo fáir töl- unni í ófriðnum, þar sem áskilið hafði verið, að kjörfurstinn fengi tiltekið gjald fyrir hvern dáta, sem ljeti lífið —hann vildi eigi leyfa kaffisölu í ríki sínu. Jafnvel allt fram að 1847 þorði enginn kaupmaður í Hessen að selja kaffi í búðinni fyrir allra augum. Friðrik öðrum Prússakonungi þótti mjög gott kaffi, en hann vildi hafa einkarjett til að selja það í ríki síni. Prússar gerðu bæði að óttast og elska »gamla Fritsa« sinn, er hafði gjört hið litla land þeirra að voldugu konungsríki; en þegar hann hækkaði verðið á kaffinu, dofnaði talsvert yfir konungholl- ustu þeirra, og fóru þá að koma á gang skrípamyndir af konungi. Konungur sá skrípamyndir þessar, hló að þeim og— hjelt áfram kaffieinokun sinni. Mest þykir varið í það kaffi, sem kemur frá Mokka, og þar í grennd er ræktuð sú kaffitegund, sém er eingöngu ætluð soldánin- um í Miklagarði og konunum í kvennabúri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.