Ísafold - 25.05.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.05.1889, Blaðsíða 2
166 kaujptúnum. Landeigendur skyldir að láta af hendi óbyggðar lóðir til verzlunarafnota, gegn hæfilegu endurgjaldi. Svo mega og eigi einstakir menn, sem höfn eiga við löggilt kauptún, meina neinum að leggj’a skip sín þar við akkeri eða koma þar við hafnarfær- um, gegn hæfilegu endurgj’aldi. 7. Um viðauka við utfiutniwjslögin frá 14. jan. 1876. Frumvarpið frá síðasta þingi, lít- ið eitt breytt. 8. Um uppeldisstyrk óskilgetinna barna. Búnaðarskólamál Norðlendinga. Á sýslufundi Norður-f>ingeyinga 2.—4. þessa mánaðar (maí) var — segir frjetta- ritari ísafoldar — helzta málið tilboð dags. T+ f. á. frá skólastjórnarnefnd búnaðarskól- ans á Hólum í Hjaltadal til sýslunefndarinn- ar hjer, um að sameina sig honum, og leggja til hans hennar hluta úr búnaðarskólasjóði amtsins, ásamt hinu árlega búnaðarskólagjaldi. Hafði sama tilboð komið til sýslunefndanna í Eyjafirði og hjer í innsýslunni. Ey- firðingar skutu vandanum á fúngeyinga, og sögðust skyldi vera með, ef þeir væru með. En innsýslunefndin hjer komst á fundi sín- um 4.—6. f. mán. að svofelldri niðurstöðu: »Eptir nokkrar umræður var af meiri hluta nefndarinnar: Einari Asmundssyni í Nesi, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, Sigurði Jóns- syni á Yztafelli, Gísla Asmundssyni að f>ver- á og Baldvini Jónssyni á Svalbarða, fallizt á svo látandi ályktun, að nefndin engan veginn vildi hafna þessu tilboði, en með því þetta mál er eitt hið mesta utnvarðandi mál fyrir allan Norðlendingafjórðung, og sem vandlega þarf að hugleiða, áður en því verður fullkom- lega ráðið til lykta, þá ályktar sýslunefndin að kjósa tvo menn fyrir sína hönd og skora á hinar aðrar sýslunefndir í Norðlendinga- fjórðungi að kjósa hver fyrir sig tvo erinds- reka, er síðan komi allir saman svo fljótt, sem kringumstæður leyfa, á þeim stað og stundu, er amtmaðurinn í Norður- og Aust- uramtinu ákveður. Sýslunefndin leyfir sjer enn fremur að óska og vona, að amtmaður- inn vildi takast á hendur að vera oddamað- ur og forseti þessarar fulltrúasamkomu, er ræða skyldi til lykta og semja um búnaðar- skólamálefni Norðlendinga, og ef þörf gjör- ist að semja nýja og fullkomnari skólareglu- gjörð en Hólaskóli nú hefir, kjósa menn til bráðabyrgða í skólastjórn og gjöra aðrar nauðsynlegar ráðstafanir. Oddviti (sýslu- maður B. Sv.), síra Benidikt Kristjánsson og f>orbergur hreppstjóri f>órarinsson á Sand- hólum (á Tjörnnesi) greiddu atkvæði móti þessari tillögun. En Norður-fúngeyjarsýsiunefndin komst að þessari niðurstöðu : «Eptir að nefndin hafði kynnt sjer skjöl þau, sem fyrir lágu frá skól- anum og íhugað styrk þann, sem skólinn hefir fengið úr landssjóði og víðar að, komst hún að þeirri niðurstöðu, að skóli þessi mundi ekki ná tilgangi sínum með því fyrirkomu- lagi sem á honum er, enda bera skýrslur þær sem fyrir hendi eru það með sjer, að stofn- un þessi eyðir stórfje, án þess að nokkur sá árangur eða framkvæmdir sjeu sjáanlegar af skjölum málsins, sem standi í hæfilegu hlutfalii við það. Var það því eindregið sam- þykki fundarins, að hafna alveg tilboði skóla- stjórnarinnar um að ganga í samband við Húnvetninga og Skagfirðinga um Hólaskól- ann.—I sambandi hjer við hlýtur nefndin að lýsa undrun sinni yfir þeirri stefnu, sem meiri hluti sýslunefndarinnar í Suður-f>ing- eyjarsýslu hefir tekið í þessu máli á síðasta fundi sínum, samanborinni við það stöðuga álit, sem hin heiðraða sýslunefnd hefir áður haft á því, og getur þess vegna engan veg- inn orðið við áskorun hennar um, að kjósa fulltrúa til að ræða sambandsmálið við Hóla- skólann. En þess vill nefndin óska, að hin heiðraða sýslunefnd Suður-f>ingeyjarsýslu taki mál þetta fyrir á ný til rækilegrar íhugunar«. Norður-f>ingeyjarsýslu 11. maí: »A Einmánuði var bezta og hagstæðasta veðr- áttufar, og opt þítt; gat ekki heitið, að einn dagurinn kæmi öðrum hærri; optast sunnan- átt. Síðan Harpa gekk 1 garð, hefir verið einmunagóð tíð og hitar góðir, einkum nú síðustu vikuna (+ 12 til 15° B. á hverjum degi, og + 7 til 10° B. á hverri nóttu), opt- ast suðaustan golur, og einstöku sinnum með smáskúrum. Flestir hafa heybyrgðir góðar, sökum hinn- ar góðu tíðar. Skepnuhöld ágæt, kýr komnar út sum- staðar. Á föstunni síðla fengust nokkuð á annað hundrað tnr. af loðnu (fiskisíld) að Lóni í Kelduhverfi, mest með fyrirdrætti. Selir voru og skotnir nokkrir þar og einkum á næsta bæ þar við, Víkingavatni. Tvö skipin komin til Orum og Wulffs-verzl- unar á Húsavík ; það fyrra kom um Pálma- sunnudag, hið síðara hálfum mánuði síðar. Nauðsynjavara öll og kaffi hækkaði í verði. Á Baufarhöfn komin að eins 2 skip tóm, til að sækja strandlýsið það í haust, fyrra Húsavíkurskipið, og Gránufjelags-Grána til sama, og taka haustvörur þaðan. Sýslufundur Norður-f>ingeyjarsýslu var hald- inn að Ærlækjarseli 2.—4. þ. mán. og voru auk sýslumannsins mættir þar allir sýslufund- armennirnir, nefnil. Sæmundur hreppstióri Sæmundsson að Heiði á Langanesi, Hjörtur bóndi þorkelsson á Flautafelli í fústilfirði, Árni Árnason á Höskuldarnesi á Melrakka- sljettu, Bjöm hreppstjóri Jónsson á Sand- fellshaga í Axarfirði og Árni hreppstjóri Kristjánsson í Lóni í Kelduhverfi. Merkis- mál vom þar fá önnur en þau, er vanalega gjörist á slíkum fundum. f>ar var þó sam- þykkt tillaga um aukalækni í Norður-f>ing- eyiarsýslu frá Langanestá að Jökulsá og Hólssandi í Axarfirði. Og svo búnaðarskóla- málið«. Norður-Múlasýslu 13. maí: «Síðast- liðinn vetur mun hafa verið í meðallagi í þessum sveitum, Fjörðunum og Úthjeraði, jarðlítið frá því skömmu eptir nýár og fram undir sumarmál. f>ann tíma var fjenaði lengst af gefið inni. En síðan hafa verið á- gætishlákur, nú öríst orðið í byggð og tún tekin að litka lítið eitt. Hefir í mörg vor eða síðan 1880 ekki verið jafngott útlit fyrir sveitabændur. Fáir sem engir komust hjer í tilfinnanlega heyþröng, og fjenaður er sagð- ur almennt í dágóðu útliti, enda eru menn almennt búnir að sleppa öllum skepnum og það sumir fyrir löngu. Ilafíss hefir ekki orðið vart hjer í vor, enda hefir vindur verið lengst af austlægur og úrfelli opt talsvert. Aflalaust má heita að hafi verið allan síð- astliðinn vetur hjer á fjörðunum, að frátek- inni lítilli síld í Seyðisfirði, Mjóafirði og Norð- firði. Fiskivart hefir enn ekki orðið á Seyð- isfirði á venjulegum fiskimiðum. Snemma á einmánuði fiskuðu Seyðfirðingar lítið eitt á hafmiðum, og ætluðu að það væri eptirlegu- fiskur. í hákarlalegur hafa sumir nýlega farið og tekizt vel. f>ess má geta, að há- karlaskútan »Hildur», eign Sigurðar kaup- manns Jónssonar. og þeirra fjelaga, heldur ekki út af Seyðisfirði í ár, heldur út af Djúpa- vogi. f>angað suður fór hún þegar í marz, og rak í land í ofsaveðri á Djúpavog, og lestist nokkuð, en var þegar gerð haffær apt- ur. Um afla hennar hefir ekki frétzt. Skip eru komin 2 á Vopnafjörð og til allra hinna 4 föstu verzlana á Seyðisfirði, 5 alls, og það fyrir nokkru (hið fyrsta 11. apríl, til Thostrupsverzlunar). Matvara er öllu dýr- ari en í fyrra, svo og kaffi. Verð á innlendri vöru, ullu og fiski, er enn ekki orðað. Kaup- maður G. Jonasen í Stafangri, sem reitt hefir eina verzlunina, þá er við hann er kenud, er sagður gjaldþrota. Pöntunarfje- lagið á von á vörum með póstskipinu. Wathne hefir í hyggju, að reyna að koma með haf- skip upp í Lagarfljótsós ; hann sigldi nokkru fyrir sumarmálin á «Lady Bertha», í þeim tilgangi að sækja vörur. Rjörfundur verður 20. þ. m. á Fossvöllum til að kjósa alþingismann fyrir Norður-Múla- sýslu. I vali verða síra Sigurður á Valþjófs- stað og Jón bóndi á Sleðbrjót. Hver sigri muni eiga að hrósa, er ekki gott að segja,, því báðir hafa flokk mikinn og harðsnúinn. Heilsufar manna er gott, enda vill það vel til; í norðurfjörðunum er lækuislaust sem stendur; aukalæknirinn á Seyðisfirði brá sjer til útlanda með «Lady Bertha» í miðjum fyrra mánuði. En að leita læknishjálpar úr Héraði í bráðri neyð fyrir fjarðamenn, er frá- gangssök; það hefir reynslan sýnt. Seyðfirðingar hafa á prjónunum nýja fiskR veiðasamþykkt. A'rið 1879 smíða þeir sam-. þykkt um fiskiveiðar á opnum skipum, sem staðfest var af amtinu. Var henni framfylgt svo sem eitt ár; þá hættu bæði háir og lágir að gefa henni nokkurn gaum. I henni var nl. takmarkalína, er ekki mátti róa út fyrh\ Lína þessi þótti mörgum of innarlega og fiskisvæðið of takmarkað. Brutu menn því aptur og aptur með því að róa út fyrir, þar til fáir eða engir kærðu lengur og lögreglu- stjórnin gaf því ekki heldur gaum, þótt henni væri fullkunnugt um, að almenningur reri út fyrir hina ákveðna línu. Nú átti upp að yngja samþykkt þessa og fullkomna hana, mest án efa til þess að sporna við sjósókn Færeyinga á þeirra eigin bátum. Aðalákvæði í þeirri samþykkt, er Seyðfirðingar og Loð- mundarfjarðarmenn hafa samþykkt á sam- eiginlegum fundi, er að enginn nema búsettir menn megi halda þar út opnum bátum, að skelfiskur sje afnuminn til beitu, að engan tíma árs megi með lóðir róa út fyrir vissa línu, sem er nokkru utar en hin fyrri tak- markalína var. Samþykki sýslunefnd og amtmaður þessar ákvarðanir, er eptir að vita, hvort hlutaðeigendur verða menn til að hlýða og framfylgja þeim, fretnur en áður. Beynsl- an mun sýnaþað«. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum- Eptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. I. Eg vildi helzt hafa verið laus við það að þurfa að taka hjer fratn í. Eg hef einu siuni skrifaðr itdóm um bók og var ærlegri en sum- ir að segja til nafns míns, en kunnugt er hvað lengi sú stæla stóð og hefði þó staðið leíngur, hefði eg ekki eytt henni með því að X

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.