Ísafold - 08.06.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.06.1889, Blaðsíða 3
183 bókum sem til sé. f>ar til liggja þau svör, að enginn veit hvert gildi pappírshandrit hafa, nema gerð sé skil fyrir því, og verður þá ekki komizt hjá því að nefna þau; hugsanlegt er líka að til sé þeir menn, sem eru lítt læs- ir á skinnbækur og yrðu fegnir að hafa skýr- ar afskriftir til stuðnings. Að öðru leyti verð eg að geta þess, að eg citera til þess að sanna, en ekki að gamni mínu eða til óþarfa, eins og Bogi gerir. Til þess að sanna að Har- aldur harðráði hafi verið skáld tilfærir hann heila klausu úr riti eptir Maurer, þar sem Haraldur er ekki nefndur d nafnl þýzkan er þó eiginlega ekki snúin á þeirri grein. Bogi liefir og þá einkennilegu skoðun á heim- ildarritum, að þau sé eptir því óáreiðanlegri sem þau sé eldri, og i samkvæmni við það þykir honum betra að citera nokkra rithöf- unda frá þessari öld, er styðjast við íslenzka annála, en fara í annnálana sjálfa. Að fara að atyrða Boga fyrir þennan ritdóm dettur mér ekki í hug. það er nóg æra fyrir hann, að hann hefir gengið frá honum eins og hann hefir gert.1 III. I bók niinni hef eg að vísu að mestu sneitt hjá því að leggja nokkurn allsherjardóm á bókmenntir Islendinga á 15. og 16. öld, en úr því það hefir verið gert mikið veður af þeim fáu orðum, sem eg hef farið um þær, þá verð eg að koma dálítið við það atriði, og er þá bezt að sjá hvað eg hefi sagt. A bls. 17 get eg þess, að það hafi óþarf- lega opt verið gambrað yfir því með fyrir- litningu og svo sem menn hefðu gjörkann- að það, hve langt bókmenntir 15. og 18. ald- ar stæði að baki hinum ágætu bókmenntum fornaldai'innar, og bæti þar við þessum orðum: »það er lika eittlivað iil i þvu. A bls. 19. segi eg: »B.versu Iangt scm hók- menntir 15. og 16. aldar standa að baki fornu hókfrœðunum, eru þœr þó hinn eini sanibands- liður milii vor og fornaldarinnar, og hafa því ómetanlegt gildi fyrir oss, og eiga það skil- 1) þar sem getið er sáðlanda í kirknamáldög- um frá 15. öld eða síðar, stendur svo á því, að þeir eru óbreyttar afskriptir af langtum eldri mál- dögum, þó hlunnindin væri farin, og voru mál- dagar skrifaðir svo hugsunarlaust ujip fram á daga Odds og Brynjólfs. ið að þeim sje gefinn miklu meiri gaumur en hingað til liefir verið gert.« þetta er minn dómur og ekki einu orði fleira hef eg sagt um samanborið gildi fornaldar- og miðalda- bókmenntanna, og eg stend við hvert orð af þessu. Að eg hafi nokkurstaðar sagt, að kveð- skapurinn stæði jafnfætis eddukvæðum eða öðrum bezta kveðskap fornmauna, er hin til- hœfulaiLsasta markleysa og ósannindi. Að eg hafi ekki farið of frekt í mínum dómi veit eg að hver maður, sem nægilegt skynbragð hefir á þessu efni, þorir ekki annað en játa, og að aðrir hafi gengið lengra en eg hef gert, hefir sýnt sig. (Niðurl.). Sigling. Hinn 4. þ. m. kom kaupskipið «August» frá Englandi með salt o. fl. til kaupmanns G. Zoega. Fór aptur eptir 2 daga til Englands með fisk. Daginn eptir, 5. þ. m., kom kaupskipið «B,agnheiður» með salt o. fl. til kaupm. J. O. V. Jónssonar, eptir að eins 6 daga ferð. Frá útlöndum bárust eigi aðrar frjettir með «Ragnheiði» — í enskum blöðum —, en að þeir Dr. Friðþjófur Nansen og hans fje- lagar komu til Khafnar frá Grænlandi um 20. f. m., allir heilir á húfi, og var þar fagnað forkunnarvel. Heimskulega ósannsögli hefi »þjóð- ólfur« í frammi í gær gagnvai't dr. Jóni þorkelssyni í Khöfn. Hann segir að greinar hans í Isaf. núna sjeu »mestallt lof um sjálf- an hann og disputazíuna góðu, og skammir um aðra«. Allir, sem lesa þessar greinar dr. J. þ., sjá undir eins, að þessi ummæli eru alveg tilhæfulaus ósannindi, og verður þá skammgóður vermir að jafn-óvöldum óynd- isúrræðum. Hitt og petta. Tyrkir drekka aldrei áfenga drykki, fara ekki illa með skepnur, eru kurteisir viö kvennfólkið og ætíð góðir við börn. Af öllu þessu þekkjast Tyrkir frá hinum siðuðu þjóðum. í Ameriku. Stúlka í New-.Iersey gaf 5 dollara fyrir skó með háum hælum og gekk með þá í viku, en svo varð hún að borga lækninum 80 dollara til þess, að geta stigið á fæturnar framar. Deliríums-vatn. Norskur málari, er Kittelsen heitir, og er sagöur meinlega fyndinn bæði í orð- um sínum og málverkum, tíndi einusinni talsvert af ormum og Ijótum smákvikindum, er hann var á skemmtigöngu, ljet kvikindin í glas með vatni í og fór með það inn í veitingahús, þar sem voru saman komnir nokkrir alræmdir drvkkjumenn bæjarins. Fóru þeir þá að spyrja hann, hvað hann væri með í glasinu. „þaö er ekki nema “delirí- ums“-vatn (ölæðis-vatn)“, svaraði hann; „það er kallað svo af því, að allir, sem eru búnir að fá í sig aðkenning af þeim kvilla, sjá í því allra handa kvikindi11. það fór eins og við var að búast, að enginn þeirra fjelaga gat komið auga á nokkuð kvikt i glasiuu, Merktur innbrotsþjófur. Kaupmaður nokkur hafði tekið eptir því nokkurn tíma, að honum hurfu peningar úr búðarskúfíúnni á nóttum. Vakti þá kaupmaðurinn nokkrar nætur i röð, en varð einskis var; en þegar hann hætti því, kom þjófur- inn á ný eptir nokkrar nætur. Asetti kaupmaður sjer þá, að veiða þjófinn með brögðum. Ljet hann bolla með sterkum anilínslög á hyllu uppi yfir peningaskúflúnni, og bat.t bollann með taug við skúflúna, þannig, að væri skúffan hreifð, helltist allt úr bollanum yfir þann, sem færi í skúffuna. Allt fór eins og til var ætlazt. þjófurimi kom nokkru seinna, og litaðist svo vel bæði á andlit- inu og hálsinum, að hann mátti eigi dyljast. Var það skóari, sem átti heima í saina húsi og kaup- maðurinn. Hann sá ekki til neins að þræta fyrir stuldinn, því rauði liturinn vitnaði svo greinilega í móti honum. Óþreytandi ræðumaður. þingmaður einn i British Kolumbíu, M. Olure, að nafni, hefir nýlega gjört það, sem fáir munu eptir leika, að hann hjelt ræðu, sem stóð yfir í 27 stundir Ætlaði hann að berjast móti uppástungu, sem meiri hlut- inn var orðinn sinnandi ; hyrjaði að tala móti henni kl. 1 eptir hádegi og bjelt áfram að tala hvíldarlaust allan daginn og nóttina og þangað til kl. 4 e. h. daginn eptir. Oðru hvoru drakk hann dálítiö af vatni, en nærðist ekki á neiuu að öðru leyti. Mestur auðmaður i neðri málstofunni á þingi Breta er þingmaðurinn frá Yorkshire, Isak Holden. Haun var fátækur skólakennari, og meðan hann var að kenna lærisveinum sínum efnafræði, fann hann grundvallaratriðin fyrir tilbúningi eldspýtn- anna, þótt hann notaði ekki þá uppfundningu. Síðar varð hann bókhaldari, og fann þá upp vél, sem er notuð í viðarullar-verksmiðjunum ; seldi Hans skraddari gjörist hermatiur. Hans hóf nú þannig ræðu sína: »Og eigi það fyrir mjer að liggja, að út- hella blóði mínu á altari fósturjarðarinnar«. Lengra komst hann ekki í það sídd; því þá greip Katrín fram í, og hjelt áfram áminn- ingum sínum á þessa leið: »Mundu svo eptir þráðarendanum, sem ligg- ur neðst á töskubotninum. Og berðu þig að skola úr sokkagörmunum þínum og nærföt- unum svo opt, sem þú getur, og gakktu ekki eins og svín til fara«. Hans heldur áfram ræðunni, og segir: »Yiltu þá heita mjer því, að vera mínum átta munaðarlausu börnum viðkvæm móðir?« Katrín hjelt sinni ræðu áfram jafnsnemma, og segir: »Og berðu þig svo að haga þjer eins og maður, til þess að þú verðir okkur ekki til minnkunar. |>ú skrifar okkur til við og við, og farðu nú Guði á vald, Hans«. Miklar þrautir og mannraunir áttu fyrir Hans að liggja í herför þessari, og sýndi hann raunar sjaldan mikla karlmennsku, og þótti lítill garpur, en seiglaðist þetta, og komst pks á einum fæti heim til kerlu siunar aptur, og meira af manni en áðui', eins og hún hafði gjört sjer vonir um. Frægðarverk af kvennmanni. (Ur sögu Bandamaima í Vesturheimi). Margir af lesendum þessa blaðs munu kannast við Jóhönnu D’Arc, meyna frá Orle- ans, sem frelsaði Frakkland á 14. öld undan valdi Englendinga. Nú á dögum hefir komið fram önnur kona, ungfrú Anna Ella Garoll frá Maryland í Bandaríkjunum í Norður- Ameríku, sem sannað er, að bjargað hafi Bandaríkjunum í þrælastyrjöldinni með því að leggja herstjórn Norðurríkjanna ráðin, hvernig aðalherförinni skyldi hagað. En eins og «mærinni frá Orleans» var ekki þakkað af hinum dáðlitla konungi, er hún hóf í hásæti, eins hefir ungfrú Caroll reynt vanþakklæti hinnar ameríksku þjóðar, því eptir 20 ára strit og mæðu heppnaðist henni loks, að koma máli sínu fyrir æðsta dómstól ríkisins til að fá þar hæfilega umbun þess, sem hún hefir afrekað, þegar hún sjálf var orðin þrotin að heilsu og kröptum. En blöð kvennfrelsis- fjelaga í Vesturheimi minnast hennar á þessa leið : þ>að hefir aptur og aptur verið staðhæft, að konur gætu ekki haft atkvæðisrjett af því, að þær væri ekki færar um, að ganga í hernað á ófriðartímum og þola örðugleika, sem væri samfara stöðu óbreyttra liðsmanna. En unnu þeir Napoleon, Gustaf Adolf, eða nokkur hinna frægu og sigursælu hershöfð- ingja, sigurinn með krapti handa sinna einna í persónulegu einvígi? Var það ekki með heila þeirra, með þeirra aðdáanlegu hæfileg- leikum, að sjá hvernig sök horfði til sóknar og varnar, með því að reikna herafla þann, er þeir áttu vald á, með því að komast eptir hvar óvinirnir voru sterkastir eða veikastir fyrir, með því að kynna sjer ásigkomulag og eðli lands og lagar og auðs-uppsprettur þess lands, þar sem orustan skyldi háð, og með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.