Ísafold - 22.06.1889, Blaðsíða 2
198
Mentamál. Tillaga: Fundrinn mælir
með frv. kennarafélagsins í aðalefninu.
Samþ. með 23 samhlj. atkvæðum. [Að
eins 1 fundarmaðr, af þeim er atkv.
greiddu, hafði kynt sér frv.. en þeim var
skýrt frá efni þess].
Aukapóstferðir. Samþ. í e. hlj., að
framhalda beiðni um aukapóst frá Saur-
bæ að Akranesi, og annan frá Arnar-
holti eða Hesti um Reykholt að Gils-
bakka.
Afnám yistarskyldu. f>ingmaðrinn
kvaðst óviðbúinn að láta i ljós skoðun í
því máli. Var þó helzt á að halda því,
sem er, nema ef til vill stytta vistartim-
ann (til missiris?i. Flestir, sem til máls
tóku, virtust óttast flakk, en eigi hafa
einurð í sér til að taka borgun fyrir
greiða. Einn fundarm. að eins (þorsl.
Arnas.) mælti með því að leysa alger-
lega þessi höft á atvinnufrelsinu.
Jillaga-. Að vistarskyldan sé eigi
numin úr lögum. Samþ. með 21 atkv,
(Hinir greiddu ei atkv.).
Nýtt læknisdæmi. Guðm. í Deild ósk-
aði meðmæla fundarins til þess, að auka-
læknirinn á Akranesi yrði reglul. læknir
með fullum launum {Raddir: og eftir-
launum!) — Dr. Gr. Tli. lofaði að gera
sitt til þess, ef fundrinn áliti það nauð-
synl. — Fregnritinn spurði, hvort Akr-
nesingar byggjust við, að læknirinn yrði
betri læknir, ef launin hækkuðu. þ>að
væri mjög æskil. að hafa fleiri og smærri
læknisdæmi, en fjárhagrinn yrði að
skamta af. Ef þetta yrði veitt, mundi
það draga eftir sig þungan dilk að laun-
um og eftirlaunum.
Páll Blöndal áleit ófært fyrirkomulag
með þessa aukalækna; menn gætu aldrei
notið sama mannsins nema fá ár, því
aukalæknar sæktu þegar um föst læknis-
dæmi, er þau losnuðu. Svo yrðu þessir
aukalæknar jafnan óreyndir unglingar, ný-
komnir af skólanum.
Fregnritinn: Annars kæmu óreyndir
unglingar i föstu embættin. Væri það
betra? Og það, að oft skifti um menn í
aukalæknisdæmunum, væri að sumu leyti
kostr. Menn þyrftu þá ekki að sitja með
sama mann, þótt hann væri orðinn gam-
all, latr og ónýtr; hefðu jafnan nýja og
óþreytta krafta.
Tillaga: að 5 ytri hreppar Borgfj.sýslu
verði gerðir að nýju aðal-læknishjeraði.
Felld (g: 10).—
Grufuskipamálið. Um þörfina á betri
samgöngum um Faxaflóa voru allir sam-
mála; en litla hugmynd virtust menn
hafa um, hvort útlit væri til að þær borg-
uðu sig. Dr. Gr Th. áleit málið gott, en
óttaðist að það ætti langtíland. Menn
hefðu áætlað kostnaðinn langt um of lágt.
Undirtektirnar daufar. Trúin á fyritækið
auðsjáanl. engin hjá sumum forvígismönn-
unum. Séra Jens (líkl. með Garðmenn bak
við sig) hefði að vísu lofað 10 hlutum
(1000 kr.), en formaðr stjórnarnefndar
gufusk.-málsins, Árni landfógeti, „ríkasti
maðr á landinu“, hefði ekki þorað að
hætta nema 1 hlut (100 kr,). Landshöfð-
inginn hefði líka borið í 1 hlut (100 kr.);
hann hefði sagt, að hann þyrði ekki að
fara hærra en formaðr félagsins. Ræðum.
áleit 100 smálesta skip of stórt.
Flallgr. Jónsson mælti hið bezta með
fyrirtæk.; kvaðst oft hafa skaðazt á hluta-
félögum; en í þetta ætlaði hann að leggja
og vildi styðja málefnið af alhug.
Ymsir á því, að 100 ton. skip væri
fremur of lítið en of stórt.
Samþ. var að, skora á alþingi að styðja
ið fyrirhugaða gufusk.mál með ríflegum
fjár-framlögum.
—Stjórnarskrármálið. Samkv. áskor.
tók til máJs um það alþm. kjördæmisins
Dr. Gr. Th.\ Eg er sömu skoðunar
sem áður í því máli. Eg get ekki látið
þ>ingvallafund skipa mjer að leggja niður
umboð mitt, eða að öðrum kosti fylgja
fram frumvarpi í þessa eða þessa stefnu.
Mér er ekki nóg, til að geta heitið frum-
varpi fylgi mínu, að vita stefnu þess; eg
verð að þekkja alt frumvarpið, þekkja það
grein fyrir grein. Eg get því eigi sagt
um, hvernig ég muni taka í frumvarp í
þá stefnu, fyr en ég sé, hvernig frumvarp-
ið er alt úr garði gert.
Eg viðurkenni fúslega, að breytingu
þurfi á stjórnarfyrirkomulagi voru. En
ég vil vita, að sú breyting verði til bóta.
Eg vil að nýtt stjórnarskr.frumvarp inni
haldi trygging fyrir því, að vér fáum
eigi að eins innlenda stjórn, heldur og
sem bezta stjórn.
Af hverju er risin öll þessi síðasta stjórn-
arbarátta vor ? Af lagasynjunum stjórnar-
innar. En þær geta átt sér stað eptir
sem áður, þrátt fyrir frumvörp þau, sem
um hefir verið að ræða á alþ. Lands-
stjóri verðr enn háðari konungi en lands-
höfð. nú er. Nei, fyrir oss, þjóð í 300
mílna fjarlægð, er eitt nauðsýnlegt, eitt að
eins, sem trygt getr full ráð vor yfir mál-
um þeim, er að eins varða oss sjálfa, og
það er: f r e s t a ndi neitunarvald!
J>að þarf grein inn í stjórnarskrána þess
efnis, að hvorki konungr né landstjóri
geti synjað lögum þingsins staðfestingar
nema einu sinni, eða mest tvisvar. Slík
grein tryggir oss í rauninni alt, sem við
viljum fá. þangað til ég sé slikt ákvæði
í frumvarpi til stjórnarskrár, mun ég
greiða atkv. móti því. Okkur er engin
bót í dýrari stjórn, sé hún ekki betri
stjórn.
Annað atr., sem ég vil hafa betr ákv.
í stj. skr. frv.. er um ábyrgð ráðgjafans\
ekki eins og nú, ábyrgð fyr. stjórnskrár-
brot að eins, heldr ábyrgð fyr. alla stjórn-
ar- athöfnina. En aðalundirstaða alls vors
sjálfsforræðis er og verður, að stjórnin
(hvort heldr konungr eða landstjóri)
geti eigi synjað optar en einu sinni (eða
mest tvisvar) sinnum lögum frá þinginu.
Sé ákvæði í þessa átt sett inn í frv.,
skal ég, því lofa égopinberlega,
g r e i ð a a t kv œ ð i m e ð þ v í, og það
án nokkurs tillits til. hvort ég held að
stjórninni líki betr eða ver, aða að hún
samþykki frv. eða ekki. J>ó er eitt, sem
ég get eigi greitt atkv. með; það er af-
nám hæstaréttar. Enda er það stöðu-
lagabreyting, sem yrði að samþ. af ríkisþing-
inu, og ætti þvi ekki að standa í stjórnar-
skránni.
Sumum kann að þykja lítil von um,
að stjórnin fallist á að takmarka synjun-
arvaldið þannig, að gera það frestandi
að eins. En það er engu minni von til
þess en að hún samþ. ýmsar aðrar á-
kvarð. frvs.; ásigkomulag og afstaða
landsins mælir með því, og stjórn. ætti
eftir hlut. eðli varla að þurfa að vera
það svo mikið keppikefli, að lofa oss eigi
að vera sjálfráðir í málum, sem eingöngu
varða sjálfa oss.
Sumir setja fyrir sig aukaþingskostnað,
ef nokkurt frv. verði samþykt. Eg sé
ekki svo mjög í þann kostnað. Sé frv.
viðunanlegt og þjóðinni alvara með að
halda máli sínu fram, verðr hún að taka
afleiðingarnar.
En vér stöndum ólíkt að vígi nú eða
í inni fyrri stjórnarbaráttu vorri, er J.
Sig. hóf. J>á var stjórnin bundin heit-
orði um, að koma hér á frjálsri stjórnar-
skipun ; þá lagði hún fram frumvörpin
þing eftir þing. Hún hafði þá frumkvæð-
ið (initiativið). Vér neituðum þá, af því
oss líkaði ekki. f>á sótti stjórnin ; vér
vörðumst. Nú gagnstætt varið. — J. S.
hafði þá fylgi nokkurra merkismanna og
blaða í Danmörku; vér höfum það ekki.
Traust vort til vinstri manna mundi til
skammar. Hægri menn eru engu ólík-
legri til að verða við óskum vorum.
.,Vinstrimenn i Danmörku eiga engan
málsmetandi mann í sínu liði“.
Vilji forvígismenn málsins taka tillit til
þeirrar tillögu minnar, að taka upp á-
kvæði um frest. synj.vald, þá er ég með;
þori þeir það ekki, þá er ég ekki með.
Hefi ég nú látið skoðun mina í ljós
svo skýrt og einlæglega og afdráttarlaust,
að allir vona ég sé ánægðir með, og viti,
hvers von er af mér.
Ymsir tóku til máls um þetta mál, og
voru þeir allir á að framhalda málinu í
frumv.-formi. Ymsir mintust á Fens-
marks-málið.
Fregnriti yðar kvað það gleðja sig, að
heyra hér það, sem hann reyndar þótt-
ist vita áðr, að þingm. kjördæmisins væri
samdóma meiri hl. alþingis um þörfina
á, að tryggja betr sjálfsforræði vort.
Gleðil. að heyra, að hann er samdóma
oss um takmarkið, þótt hann sé eigi samd.
síðustu þingum um veginn til að ná tak-
markinu. Sjálfr kvaðst hann persónul.
samd. dr. Gr. Th. um synjunarvaldið, að
það ætti að eins að vera frestandi. Hann
kvaðst hafa haldið því fram í „J>ióðólfi“
áðr en barátta þessi hófst; haldið því
fram á fúngvallafundi 1885 gegn Bened.
Sveinssyni og Tr Gunnarssyni; núver.
ritstj. „|>jóðólfs“ hefði og verið samdóma
sér þá, og meiri hi(uti þingvallafundar £
1885 hefði þá verið á sama máli. Hann
kvaðst ávallt hafa óskað og enn óska.að á-
kvæði um, að synj.valdið væri að eins
frestandi, yrðu tekin inn i stjórnarskr.frv.
—En vildi meiri hluti alþ. það með engu
móti, mundi hann engu að siðr fylgja
stjórnarskrármálinu, eins og hann jafnan
hefði gert; því að sér virtist sem nógu
ströng ákvæði um fjárveitinga-valdið og
bann gegn bráðabirgða-fjárlögum (eins
og staðið hefði í frv. 1887) trygði það,
þótt óbeinlínis væri, að neitunarvaldið
gœti eigi orðið nema frestandi.
Hann skoraði á dr. Gr. Th. að láta i
ljósi, hvort hann væri eigi samdóma um,
að til væri vegr (t. d. með fjárveitingar-
valds-ákvæðum) að tryggja það, að neit,-
vald yrði að eins frestandi, þótt eigi væri
berum orðum upp tekin bein ákvæði um
frestandi synjunarvald.
Lýsti loks gleði sinni yfir, að útsjón
væri til, að meiri hl. alþ. mundi eiga von
á samvinnu inna miklu hæfileika og góða
vilja þingmanns Borgfirðinga.
Dr. Gr. Th. kvað vandamál að svara
spurningu fregnritans, og væri hann eigi
við því búinn í svo fljótu bragði. Minti
á, að hann hefði 1886 komið með breyt,-
till. um frest. neitunarvald og fleira, sem
neðri deild hefði þá ekkert tillit tekið
til. 1887 hefði þó þeir, sem undirbjuggu
frv., tekið ýmsar af þessum breyt. sínum
til greina, en þó enn eigi till. um frest.
synj.vald. Hann lofaði að koma með
breyt.tillögur í þessa átt, ef til kæmi, á
næsta þingi. En nýtt frv. færi hann ekki
að koma með.
Tillaga: að ýitndurinn skori á þing-
mann kjördæmisins, að framfylgja sjálf.
stjórnarmáli íslands, þó með þeim breyt-
ing frá frv. alþingis 1887, að konungr
og landsstjóri hafl að etns frestandi synj-
unar-vald. Samþykkt. 11 atkvæði greidd;:
10 með, en 1 að eins (Páll Blöndal) á
móti.
J>á var kl. liðlega 6*/2 um kvöldið, og
var þá fundi slitið.
jón Ólafsson.
Á