Ísafold - 29.06.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1889, Blaðsíða 2
20« því, svo sem að breyta öllum 10 ára lánum í 20 ára lán. Reykjavík, 21. júnímán. 1889. L. E. SVEINBJÖKNSSON. * * * Fáein orö út af grein þessari koma í næsta blaöi. Ritstj. f>ingmálafundur Suður-f>ingeyinga. Árið 1889 hinn 27. maí hjeldu Suður- f>ingeying,ar almennan kjördæmisfund að Einarsstöðum í Reykjadal. þingmaður kjördæmisins hafði kvatt til fundarins, og sóttu hann rúmlega 60 hjeraðsmanna. f>ingmaðurinn setti fundinn og gekkst fyrir kosningu fundarstjóra. Var Jón Sig- urðsson dbrm. á Gautlöndum kosinn til fundarstjóra, en til skrifara síra Matthías Eggertsson á Einarsstöðum og Benidikt Jónsson á Auðnum. Fundurinn tók þessi mál til umræðu : 1. Stjórnarskrármálið'. Eptir stuttar umræður var samþykkt í einu hljóði svo hljóðandi fundarályktun : Fundurinn skorar á alþingi, að halda stjórnarskrármálinu áfram í sama horfi og samþykkt var á síðasta J>ingvallafundi. 2. Um afnám hcestarjettar sem œðsta dómstóls í íslenzkiim málum var í einu hljóði samþykkt þannig löguð fundará- lyktun : Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja lög um afnám hæstarjettar sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum. 3. Um lagakennslu og stofnun háskóla á Islandi. Eptir nokkrar umræður var samþykkt svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að semja og samþykkja lög um stofnun háskóla í Reykjavík. 4 Um fjölgun þingmanna. Samþykkt með þorra atkvæða þessi tillaga : Fundurinn ályktar, að skora á alþingi, að semja lög um, að fjölga þingmönnum svo, að þeir verði 36 þjóðkjörnir. I.eyfir hann sjer jafnframt að benda á, að bætt sje við þingmönnum í þessum kjör- dæmum: Suður-Jnngeyinga 1, Árnesinga 1, Snæfellinga 1, Reykvíkinga 1, og jafnframt að Akureyri og ísafjörður sjeu gerðir að sjerstökum kjördæmum, og kjósi 1 þingmann hvort. 0. Rvennfrelsismálið. Samþykkt í einu hljóði þessi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að gefa málinu um jafnrjetti kvenna við karlmenn sem mestan gaum, svo sem með því: a. Að samþykkja lög, er veiti konum 1 sjálfstæðri stöðu kjörgengi í sveitar- og safnaðarmálum. b. Að taka til rækilegrar íhugunar, hvernig eignar- og fjárráðum giptra kvenna verði þokað til jafnrjettis gagn- vart bændum þeirra. c. Að veita konum jafnan rjett til allra opinberra menntastofnana, og gera þeim að öðru leyti sem jafnastan að- gang til menntunar við karlmenn. d. Að veita með lögum konum þeim, er taka embættispróf, öll hin sömu rjett- indi og körlum, er sömu próf taka. 6. Afnám amtmannaembœttanna. Sam- þykkt í einu hljóði svo látandi nefndar- tillaga : Fundurinn ályktar, að skora á alþingi, að semja lög um afnám amtmannaem- bættanna. 7. Tollmálið og tekjuþurð landssjóðs. Nefnd sú, sem kosin var á hjeraðsfundi að Ljósavatni 3. aprfl, lagði fram álit sitt um málið, og var það rætt ýtarlega. Að loknum umræðum voru þessar tillögur nefndarinnar samþykktar með meiri hluta atkvæða: a. í'undurinn skorar á alþingi 1889, að sjá um, að tekjur landssjóðs aukist svo, að fullkomlega svari til útgjald- anna næstkomandi fjárhagstímabil. Bendir fundurinn á það sem hið til- tækilegasta ráð: að tollur á vínföng- um og tóbaki sje hækkaður um helm- ing, að tollur sje lagður á kaffi og kaffirót, þó eigi hærri en 5 aurar á pundi, sömuleiðis á sykur og sætindi, þó eigi hærra en 2 au. á pundi. b. Fundurinn leyfir sjer, að brýna það fyrir alþingi, að viðhafa sem mestan sparnað á fje landssjóðs, og þá sjer- staklega að það veiti eigi launabætur um fram það er lög heimta. 8. Gufuskipamálið. í einu hljóði sam- þykkt svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að veita eigi neitt fje til gufuskipaferða, nema trygging sje fengin fyrir því, að ferðirn- ar komi að meiri og hagfelldari notum, sjerstaklega fyrir verzlun og samgöngur innanlands, en verið hefir hingað til, t. d. með því, að fá ferðirnar auknar með ströndum fram og innan fjarðar. Lýsir fundurinn jafnframt yfir því, að þótt kosta þyrfti enn meira fje til strandferða en hingað til, sje það vel til vinnandi, ef ferðirnar fáist hagfelldar og samkvæmar vilja þings og þjóðar. 9. Afnám •vistarbands. Fundurinn skor- ar á alþingi, að samþykkja ný lausamanna- lög, byggð á eptirfylgjandi atriðum : a. Undanþegnir vistarskyldu skulu menn, karlar sem konur, þá er þeir hafa náð tvítugsaldri, og enn fremur þeir menn, þótt yngri sjeu en tvítugir, er ganga á einhvern fastan menntaskóla, eða nema einhverja sjerstaka handiðn b. Hver lausamaður fái á hverju ári skrifleg skilríki hjá hlutaðeigandi hreppstjóra eða bæjarstjóra, að hann liafi lögheimili í þeirri þinghá. P'yrir það skilríki skal hann borga 2 kr. í hlutaðeigandi sveitarsjóð. c. Olögleg lausamennska varðar sektum frá 10—50 krónur. d. pegar lausamaður hefir haft lögheim- ili í sama hrepp eða kaupstað 10 ár samfleytt og greitt þar öll lögboðin skyldugjöld, er hann þar sveitlægur. 10. Skjálfandafljótsbrúin. Fundurinn ályktar, að þess sje farið á leit, að gefið sje upp lán það, er á sínum tíma var veitt til brúargjörðar yfir Skjálfandafljót, þar eð landssjóði er að lögum skylt að bera kostnað við aðalpóstvegi. 11. Löggilding Svalbarðseyrar. Fund- urinn skorar á albingi, að semja lög um löggilding Svalbarðseyrar. 12. Breyting á launalbgunum. Fund- urinn skorar á alþingi, að gera breyting á lögum um laun embættismanna, og lækka hin hærri embættislaun á líkan hátt og frumvarp það fer fram á, er bor- ið var upp í neðri deild alþingis 1887. Fleiri mál voru ekki rædd. Fundi slitið. Jón Sigurðsson. Matthías Eggertsson. Benedikt Jónsson. f>ingmálafundur Eyfirðinga. Ár 1889, 20. dag júnímánaðar var fund- ur haldinn í barnaskólanum á Akureyri með þingmönnum Eyjafarðarsýslu og all- mörgum kjósendum. Fundarstjóri var kos- inn Frb. bóksali Steinsson, og tók hann síra Matth. Jochumsson sér til aðstoðar. Skrifarar voru kosnir síra Jónas Jónasson og Björn prentari Jónsson. þessi mál komu þar til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn sam- þykkti nærfelt í einu hljóði ept^fylgjandi áskorun: „Fundurinn skorar á alþingi, að fylgja stórnarmálinu í sama horfi eins og ákveð-. ið var á þingvallafundinum 1888.“ 2. Gufuskipamálið. Eptirfarandi áskor- un var samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn skorar á alþingi, að sjá til þess, að gufuskipaferðunum verði komið i betra horf, að það sjái um, að að minnsta kosti 6 ferðir gangi norður fyrir land, og að það semji hentuga áætlun fyrir ferð- unum, sem skipin verði bundin við að fara eptir. En eigi vill fundurinn binda hend- ur alþingis að neinu leyti í fjárlegum efn- um í þessu efni, eða hafna einu fjelagi, eða mæla fram með öðru. Ferðirnar þurfa að byrja í apríl, og halda áfram, fram til okóberloka. “ 3. Tollmál. Eptirfarandi tillaga var samþykkt: „Fundurinn leggur það til, að því að eins sjeu auknir tollar og þeitn fjölgað, að þingið verji talsverðu fje, meiru en, verið hefir, til þess að efla atvinnuvegi, samgöngur og iðnað landsins; og ef það fengist, skyldi auka toll af vínföngum og tóbaki og leggja toll á kaffi, sykur, sæt- indi, og vefnaðarvöru ef þingið tæki að sjer að kosta tóvinnuvjelar, og svo útlenzkt„ tilbúið smjör; en ekki vill fundurinn binda hendur þingsins um hæð tollanna.“ 4. Landsskólinn. Tillaga J>ingvalla- fundarins 1889 var samþykkt að nýju orð-. rjett sem tillaga fundarins til alþingis. 5. Búseta kaupmanna sem verzla á islandi. Tilaga Jdngvallafundarins orðrjett gerð að tillögu fundarins til alþingis með 20. atkv. gegn 4. 6. I menntunarmálinu var sú tillaga. samþykkt: „Fundurinn ræður alþingi til að semja lög um að gagnfræðaskólinn á Möðru- völlum verði fluttur inn á Akureyri, en búnaðarskólinr. á Hólum aptur að Möðruvöllum; svo og að gagnfræðaskól- inn á Möðruvöllum verði settur í kennslu- samband við lærðaskólann í Reykjavík. Ennfremur var lagt til, að barnaskólar fengju styrk af landsfje, hvort sem þeir væru i sveitum eða kaupstöðum." 7. Um breytingu á launalögum var tillaga gerð svo hljóðandi, að þingið lækkaði hin hin hærri laun embættismanna, á líkan hátt og farið er fram á í frumvarpi því, er fram kom í neðri deild alþingis 1887. 8. Visfarbandið. F'undurinn er á því, að vistarbandið sje afnumið, og lausa- mennsku-lögin numin úr gildi, en ræður til þess, að þessu máli sje skipað með lögum. F'leiri mál voru eigi rædd. F'undi slitið. Frb. Steinsson. jónas Jónasson. Jpíngmálafundur Barðstrendinga. Alþingismaður, síra Sigurður próf. Jens- son, hjelt þingmálafund að Brjámslæk 12. þ. m. Fundurinn samþykkti toll á kaffi og sykur, en sem lægstan, toll á óekta út- lent smjör, álnavöru, óáfeng vín, sveskjur o. fl. þess konar, og að hækka toll á tóbaki einkum vindlum; skoraði á þingið að sjá um, að veitt verði bankalán með vægari leigu og lengri borgunarfresti, og að hætt sje að heimta vexti fyrirfram ; lagði til, að hlynnt sje að gufubátsmálinu með fjár- styrk úr landssjóði, og að fje væri veitt til 4 póstferða að vetrinum að minnsta kosti frá Flatey að Brjámslæk.—Óheppi- legt sýndist mönnum, ef ísfirðingar færu að sinni að koma sjer upp sjerstökum gufubát; talið rjettara, að þeir slægju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.