Ísafold - 03.07.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.07.1889, Blaðsíða 2
210 fái að jafnaði fyrir dómkvadda virðingarmenn þá sem eru minni kunningjar veðeiganda eða lántakanda, heldur hinir föstu virðingamenn, sem eiga að vera valdir með sjerstaklegu til- liti til greindar og ráðvendni. 7. Sambandsleysi við útlenda banka er sjálfsagt eitt af því, sem bankastjórnin getur einna sízt afsakað. það er engin furða, þótt kaupmenn erlendis hafi ekki hingað til lagt inn peninga sína í banka á Englandi eða Skotlandi og keypt svo ávísun þar á lands- bankann. jbeir hafa blátt áfram ekki átt kost á því. þeir geta það þá fyrst, er slíkt sarn- band er á komið milli landsbankans og er- ' lendra banka, eins eða fleiri, að hver taki á- vísanir á annan. Hvað snerti peningavið- skipti milli Englands og Skotlands, þá vill nú svo vel til fyrir landsbankanum, að marg- falt meira gengur á ári hverju af peningum hingað frá þeim löndum en þangað aptur hjeðan. Bankinn þyrfti því ekki að setja fyrir sig vandræðin með að koma peningum frá 3jer þangað, til jafnaðar í reikningslok ; það yrði enski eða skozki bankinn, sem yrði að hafa fyrir því, að senda peninga hingað í því skyni. það er mikið ósennilegt, að hinir ensku eða skozku hrossa- og fjárkaupmenn, eða þá ferðamennirnir, sem hingað koma á hverju sumri, yrðu ekki meira en fegnir því, að þurfa ekki að flytja með sjer nema einn lítinn ávísunarseðil í stað svo og svo mikils af peningum, annaðhvort ábyrgðarlaust eða með dýrri ábyrgð. Að bankinn þyrfti að hafa svo og svo mikinn forða af gulli, til þess að geta borgað út slíkar ávísanir, er óefað hug- arburður að miklu leyti. Seðlar bankans ganga nú orðið hjer um bil viðstöðulaust um land allt. |>að er meira að segja ekki trútt um, að bankastjórnin hafi heyrzt kvarta sjálf um, að hún kæmi varla út gullinu, sern bank- inn hefðj. fyrirliggjandi ; almenningur vildi það síður en seðlana — hræddari um að týna hinum smávöxnu gullpeningum, einkum 10 króna. En það er að heyra svo sem bankastjórn- in búist við, að þetta muni lagast, og er gott að taka því, ef það verður bráðlega. |>að kann að hafa nokkurn ómaksauka í för með sjer, eins og það er yfir höfuð ekki ómaks- laust, að reka vel bankaatvinnu, fremur en annað, — stunda rækilega sém mest af þeim störfum, er þeirri iðn heyra til. Mun mörg- um koma til hugar, að hyggilegra hefði verið, að hafa bankastjóralaunin svo rífleg, að ekki þyrfti að hafa það starf í hjáverkum, eins og aukagetu við annað embætti, og það af allt öðru tagi. það mundi reynast miklu affara- sælla, ef framkvæmdarstjóri bankans gæti gefið sig að öllu leyti við því starfi, ekki vegna þess, að ekki megi gegna því, 3em bankastjórinn þarf nauðsynlega að gjöra hvers- dagslega, í hjáverkum við annað hægt em- bætti, heldur af því, að þá fyrst, er maður- inn hefði ekkert annað um að hugsa, er von um, að allt það verði gert af hans hálfu, sem gjöra má stofnun þessari til viðgangs og almenningshagsmuna. 8. Að enginn hefir beðið um reikningslán enn í bankanum, er eflaust sprottið af van- þekkingu almennings. Hefir þó slíkurn lán- um og nytsemi þeirra verið mikið vel lýst og skilmerkilega í hinni fróðlegu og alþýðlega sömdu ritgjörð Jóns Ólafssonar alþingismanns í Andvara í hitt eð fyrra. Fyrirkomulag bankans þarfnast vissulega breytinga til batnaðar. þ>að er nóg reynsla fengin fyrir því. það getur orðið sjálfum honum ekki fyrir góðu, ef þeim breytiugum er frestað um skör fram. ! Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, alþingismaður og alþing- isforseti lengi, andaðist 26. f. m., að Bakka- seli í Oxnadal, af lungnabólguf?), er hann hefir fengið eptir áfallið, sem getið var um í síðasta blaði. Hann var farinn að hressast nokkuð 1—2 dögum eptir að bú- ið var að flytja hann heim að bænum, en sló svo niður aptur og Ijezt miðvikudags- morguninn 26. f. m., hálfri stundu fyrir rniðjan morgun. Hans verður ýtarlegar minnzt í næsta blaði. þingmálafundur Vestur-Skapt- fellinga. Ar 1889, hinn i7.dag júnímánaðar, var undirbúningsfundur undir alþingi haidinn að þingstaðnum Flögu í Skaptártungu; hafði alþingismaður Vestur-Skaptfellinga, Ölafur Pálsson, boðað sýslubiia á fund þennan. Fundarstjóri var kosinn síra Bjarni Einarsson, og skrifari síra Brandur Tómasson. Á fundinum voru þessi mál rædd: 1. Tollmálið. Eptir ýtarlegar umræður um mál þetta koinst fundurinn að þeirri niðurstöðu, -að heppilegast mundi að leggja toll á þessar vörur : a. Glysvarning (Galanterivarer) eptir rúmmáli (kúbíkmáli) hvers pakka (Colli); samþykkt í einu hljóði. b. Álnavöru alla (Manufacturvarer), ept- ir rúmmáli; samþykkt í e. hlj. c. Kryddvöru alla, að undanteknu haffi og sykri', samþykkt með meiri hluta atkv. d. Allt útlent smjör (Margarin), 30 aura toll minnst á hvert pund, og e. Oekta mjöl (overhead-mjöl), 50 aura toll minnst á hvern hálfsekk; samþykkt með' meiri hluta atkvæða. f. Alla aðflutta drykki, sem engan styrkleika hafa ; samþykkt í e. hlj. ^ 2. Stjórnarskrármálið. Eptir talsverðar umræður var gjörð svo hljóðandi fundar- ályktun : „Fundurinn fellst á tillögur fundarins að þingvelli við Öxará 1888 í þessu máli; að öðrum kosti er fundurinn meðmæltur löglegum aðskilnaði milli Islands og Dan- merkur“. 3. Samþykkt i einu hljóði tillaga um afnám Möðruvallaskólans, 4. Skorar fundurinn á þingið, að fella frumvarp til laga um tekjur presta, er samþykkt var á síðustu synodus, og lýsir fundurinn því jafnframt yfir, að hann á- líti, að ef þetta frumvarp nái lagagildi, þá sje slíkt hvöt fyrir menn til að segja sig úr þjóðkirkjunni. 5. Samþykkt var svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á þingið, að nema úr gildi hin föstu eptirlaunalög, en að eptirlaun verði framvegis veitt einungis með sjerstökum lögum í hvert sinn“. 6. Samþykkt með öllum þorra atkvæða tillaga um, að lækka laun sumra hálaun- aðra embættismanna, en veita engar launabætur eptirleiðis. 7. Samþykkt þannig hljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja frumvarp til laga um búsetu fastakaupmanna á íslandi“. 8. Samþykkt var í einu hljóði svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á þingmanninn, að mótmæla algjörlega breytingu á núgild- andi reglum um sölu þjóðjarða á íslandi‘ý 9. Samþykkt var svo hljóðandi tillaga með öllum atkvæðum gegn einu, o: þing- mannsins : „Dyrhólahreppur hinn forni skal afsnið- inn frá lögsagnarumdæmi Skaptafellssýslu, en bætt við Rangárvallasýslu. og skorar fundurinn á næsta alþingi, að taka mál þetta til meðferðar11. Fundargjörðin lesin úpp og samþykkt. Bjarni Einarsson. Brandur Tómasson. Búnaðarskóli Suðuramtsins. Skóli þessi, sem nefndur er líka Hvann- eyrarskóli, er nú loksins stofnsettur í vor og mun fyrir alvöru verða kominn á laggirnar seint í sumar eða haust, þegar liið nýja skóla- hús er fullgert. Eins og kunnugt er, hefir hann verið mjög lengi á leiðinni, því að það mun vera um 10 ár síðan farið var að hafa fyrst orð á því, að stofnsetja hann. Hið bága árferði dró,, sem vonlegt var, kjark úr mönnum til að stofnsetja fyrirtæki, er gjörðu kröfur til al- mennings um nýjar fjárframlögur, þótt til nytsamra fyrirtækja væri. — En jafnskjótt, sem fór að batna í ári, urðu mehn fúsari tif fjelagsskapar í þessu efni, og þegar ný áskor- un var lögð fyrir sýslunefndir Suðuramtsins vorið 1888, samþykktu þær þetta fyrirtæki allar, að frátekinni Skaptafellssýslu, sem fyr- ir sakir vöntunar á upplýsingum samþykkti það ekki fyr en á næsta fundi 1889, með miklum atkvæðafjölda. A aukafundi amtráðs- ins í október f. á. var svo þetta samþykkt, eptir tillögum sýslunefndanna; einungis vant- aði enn þá samkomulag rnilli amtráðsins og sýslunefndar Borgfirðinga, bæði um kaupin á jörðinni/og um afhendingu og borgun á kirkju- portíón þeirri, sem á eigninni hvíldi. þetta allt gat nú fyrst komizt alveg í kring í lok janúarmánaðar í vetur. Tíminn var þá orðinn nokkuð naumur til að ráða fólk, panta gripi og búsáhöld og bjóða lærisveinuna kennslu. Skólinn varð þess vegna ekki undirbúinn fyrri en í vor í apríl og maímánuði, og að eins emn lærisveinn varð þess vegna til að sækja um inngöngu. Svo var byrjað, um Krossmessu. Eins og kunnugt er, er jörðin ágætlega löguð fyrir búnaðarskólajörð og getur undir eins borið feikna mikinn búpening, ef hún væri öll notuð; en vegna þess, að afráðið er að byrja í smáum stíl, þá er ekki mikið tek- ið undir stofnunina í fyrstu. Hefir þess vegna verið byrjað með 10 mjólkurkúm, 40 áin og 6 hrossum; það er bústofninn. Nú eru kom- in þangað, frá Noregi, jarðyrkjuáhöld, 2 plógar, 2 herfi, 1 kerra, 2 aktygi og ýmisleg mjólkuráhöld, og hefir sumt af þessu verið notað í vor, svo sem herfin og kerran, er hafa komið að góðu gagni. Auðvitað hefir ekki getað orðið mikið gert að jarðabótum þar í vor, þar eð svo mörgu hefir verið við að snúast öðru; þó hefir verið reynt að nota hina góðu vorveðráttu eptir föngum. þannig voru fyrst pældir upp og sáð í tvo matjurtagarða, er þar voru, sem eru samtals 250 □ faðmar að flatarmáli. Var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.