Ísafold - 06.07.1889, Blaðsíða 2
1
Jón Sigurðsson.
Jón alþingismaður Sigurðsson frá Gaut-
löndum var fæddur þar (að Gautl.) 12.
maí 1828. Hann kvæntist tvítugur Sol-
veigu Jónsdóttur prests þ>orsteinssonar
frá Reykjahlíð, systur síra Hallgríms sál.
próf. Jónssonar á Hólmum og þeirra
þjóðkunnu bræðra. Lifir hún mann sinn,
ásamt 9 börnum fullorðnum, af n, er
þau eignuðust alls. þ>ar á meðal Kristj-
án yfirdómari, Sigurður kaupm. á Vest-
dalseyri, Pjetur bóndi á Gautlöndum,
tveir stúdentar, Steingrímur og þ>orlákur.
Hann var alþingismaður í 30 ár; sat
fyrst á þingi 1859, fyrir þfingeyjarsýslu.
Árið 1886 skipti hann um kjördæmi út
af stjórnarbaráttunni, og var þá kosinn
fyrir Eyjafjarðarsýslu, ásamt Ben. Sveins-
syni. Hann sat á 16 þingum alls, og var
á leiðinni til hins 17., er honum vildi hið
hraparlega slys til, sem dró hann til
bana. Hann var forseti neðri deildar á 5
þingum, 1879, 1881, 1883, 1886 og 1887.
Hann var settur sýslumaður í þfing-
eyjarsýslu 1861 og 1868 (á eigin á-
eigin ábyrgð); umboðsmaður síðan 1885.
Hann átti sæti i landbúnaðarnefndinni og
skattanefndinni milli þinga 1876—77.
Hreppstjóri var hann um 30 ár; auk
þess hreppsnefndaroddviti lengi, sýslu-
nefndarmaður og amtsráðsmaður. Hann
var formaður í stjórn „pöntunarfjelags
þ>ingeyinga“, enda forsprakki eða hvata.
maður margvíslegra nytsemdarfyrirtækja
í hjeraði.
Gáfu- og göfulegt yfirbragð gerði Jón
frá Gautlöndum auðþekktan í hóp al-
þýðu manna hvar sem hann sást, enda
var hann mikilli atgerfi gæddur og at-
kvæðamaður hvar sem hann kom fram,
dyggur föðurlandsvinur og þjóðlundaður.
Hann var málsnjall maður á þingi og
tillögugóður. Forsetastörf á alþingi Ijetu
honum og einkar vel : var röggsamur,
glöggur og úrskurðargóður. Hann var í
fremstu röð þjóðnýtra manna hjer á landi
á þessum tímum.
Útför á landssjóðskostnað.
það er vanhugsuð tillaga, sem fleygt hefir
veriðfram, að landssjóður kosti iitför Jóns heit.
Sigurðssonar frá Gautlöndum, enda munu
vera mjög skiptar skoðanir um hana meðal
þingmanna, en slíkt ætti ekki að takast í
mál nema menn geti verið einhuga á því.
Að kosta útför manna af almannafje er
gjört annaðhvort í gustukaskyni eða þá í því
skyni að sýna hinum látna sjerstaklega mik-
inn sóma, og mun hvergi viðgangast, að slík-
ur sómi sje sýndur nema hinum mestu af-
reksmönnum; en svo hátt væri rangt að skipa
Jóni heitnum frá Gautlöndum, þótt margt
væri mikið vel um hann. Sögunnar dómur
mun tvímælalaust gjöra svo mikinn mun
þeirra nafna, hans og Jóns heit. Sigurðsson-
ar frá Khöfn, að ekki hefði verið takandi í
mál að gjöra þeim jafnt undir höfði. Ymsir
þingmenn vorir fyr og síðar gætu átt tilkall
til slíks sóma á móts við Jón heit. frá
Gautlöndum; en jafnokar nafna hans fæðast
ekki nema einu sinni á öld meðal örsmárrar
þjóðar, og jafnfágætt á því það að vera, að
menn sjeu grafnir á alþjóðlegan kostnað í
heiðursskyni. Hjer yrði auk þess viðhöfnin
sú ein og ekki annað en að borga útfai-ar-
reikninginn eptir á, án þess að iitförinni
fylgdi nein afskifti af alþjóðar hálfu.
En það er annað, sem vel ætti við til að
sæma minningu Jóns heitins frá Gautlönd-
um og gjört hefir verið við nokkra þjóðkunna
merkismenn, svo sem t. d. síra Halldór heit.
á Hofi, Jón Guðmundsson, Pjetur Guðjónsson
o. fl. það er að veita ekkju hans einhvern
sæmilegan eptirlaunastyrk.
þingmálafundur í Norður-Múlasýslu.
Að afloknum kjörfundi 20. maí var þing-
málafundur fyrir Norður- Múlasýslu haldinn
á Eossvöllum. A fundinum mættu hátt á
annað hundrað kjósendur auk margra annara.
Fundarstjóri var þorvarður læknir Kjerulf, og
skrifari Jón bóndi Jónsson á Sleðbrjót.
1. Fyrst var tekið til umræðu um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar, og var það sam-
huga álit fundarmanna, að málinu væri haldið
áfram í sömu stefnu að aðalefninu, og frum-
varp það sem samþykkt var í neðri deild
alþingis 1887.
2. Kom til umræðu um tollmál og skatta-
mál og var það samþykkt að skora á þingið
að auka tekjur landssjóðs með því að leggja
aðflutningstoll á ýmsar munaðarvörur t. d.
kaffi og sykur, álnavöru, og máske fleira.
Hækka vínfangatoll, og tóbakstoll einkum á
vindlum. Margir voru líka á því að vilja fá
afnuminn ábúðar og lausafjárskattinn.
3. Yar rætt um skólamál, og var sam-
þykkt að skora á þingið, að taka málið um
menntun alþýðu til alvarlegrar íhugunar, og
koma fastri skipun á hina lægri skóla lands-
ins.
5. Var samþykkt að skora á þingið, að
efla sem mest atvinnuvegi landsins, bæði til
lands og sjávar, svo sem með haganlegri
gufuskipsferðum, auknum póstgöngum, ríflegri
fjárframlögum til eflingar búnaði, og vegabóta.
6. Var rætt um stofnun sjerstaks amts-
ráðs fyrir Austfirðingafjórðunga, og voru
menn samhuga um að skora á þingið að fá
því máli framgengt.
A fundinum var því hreyft, að þörf væri á
að lækka laun hinna æðri embættismanna,
afnema eptirlaun sem fasta reglu, leggja nið-
ur óþörf embætti, svo sem t. d. amtmanna-
embættin, umboðsmannaembættin o. fl. Um
að leysa vistarskyldu vinnuhjúa urðu nokkr-
ar umræður, og voru um það skiptar skoðanir.
Fleira kom ekki til umræðu, og var svo
fundargjörðin lesin upp og samþykkt, og
fundi slitið.
p. Kjerulf Jón Júnsson
(fundarstjóri.) (skrifari.)
Sýnodus var haldin að vanda 4. Þ- m.,
voru þar saman komnir 23 prófastar og prest-
ar. Síra Magnús Helgason á Torfastöðum
prjedikaði og lagði út af Mt. 5, 16. Af fje
sem kom til rithlutunar fengu 9 uppgjafa-
prestar styrk af 23, og 52 prestaekkjur af 76.
Amtmaður skýrði frá undirtektum nokkurra
hjeraðsfunda undir frumvarp þórarins pró-
fasts Böðvarssonar um tekjur kirkna, er voru
nokkuð sundurleitar. þórarinn prófastur las
upp frumvarp um tekjur kirkna, að nokkru
breytt og aukið frá hinu fyrra; kvaðst hann
mundi bera það upp á þingi, í sumar, og var
það umræðulaust samþykkt með meiri hluta
atkvæða, að hann gjörði svo. Úr ýmsum
prófastsdæmum höfðu komið fram tillögur
um, að nauðsynlegt væri að fá lög, sem heim-
iluðu sóknarnefndum að jafna á sóknarmenn
gjaldi til að launa orgamstum og halda uppi
söng í kirkjum; gaf synodus því eindregm
meðmæli sín og beindi því máli eiukaulega
til síra Arnljóts Olafssonar, er kvaðst þegar
hafa iagt fyrir alþingi frumvarp um þetta
efni. Biskup skýrði frá, að Prestaekknasjóð-
urinn hefði í síðustu árslok átt 17479 kr. 59
au., og stakk upp á því, að á næstu sýnodus
verði útbýtt 500 kr. úr sjóðnum í stað 400
kr. undanfarin ár, og var það samþykkt.
Að lyktum flutti þórarinn prófastur Böð-
varsson hinum fráfarandi biskupi hjartanlega
þakkarkveðju í nafni viðstaddra og fjar-
staddra presta og allra landsmanna yfir höf-
uð. Biskup þakkaði, og bað blessunar yfir
hinni íslenzku prestastjett og samvinnu eptir-
manns síns og hennar í þjónustu kirkjunnar.
Búnaðarfjelag Suðnramtsins. Síð-
ari aðalfundur þess var haldinn í gær.
1. Forseti skj'rði frá gjörðum fjelagsstjórn-
arinnar síðan síðasti fundur var haldinn og
frá fjárhag fjelagsins, þar á meðal því, að,
sótt hefði verið um 2000 kr. styrk úr lands-
sjóði. Hann gat látinna fjelagsmanna: Magn-
úsar dbr. Jónssonar í Bráðræði, þórðar bónda
þorsteinssonar á Leirá og W. Fischers kaup-
manns. Nýir fjelagsmenn höfðu gjörzt: Gísli
Guðmundsson í Bitru (2 kr. á ári), Ólafur
þormóðsson í Hjálmholti (10 kr.), Björn
Bjarnason, cand. jur., Stefán kennari Stef-
ánsson á Möðruvöllum (10 kr.).
2. Forseti las upp brjef frá sýslumannin-
um í Skaptafellssýslu, dags. 9. apr. þ. á. þar
sem farið er fram á, að fjelagið veiti 500 kr.
til að framhalda vatnsveitingum á sandana í
Skaptafellssýslu milli Skaptár og Geirlands-
ár, til þess að reyna að græða þá upp. Var
samþykkt, að veita hinar umbeðnu 500 kr.
3. Forseti las upp beiðni frá 5 ábúend-
um á Svínafelli í Öræfum um styrk til að
fullgjöra ýmsar tilgreindar jarðabætur, að
upphæð 100 kr. Var samþykkt að veita hin-
ar umbeðnu 100 kr., þannig að fjelagsstjórn-.
in skyldi hafa í ráðum með sjer stjórn bún-
aðarfjelags Öræfinga, hvernig verkið væri af
hendi leyst.
4. Forseti las upp beiðni frá formanni fyr-
ir jarðbótafjelagi Kjósarhrepps, Eggert Finn-
syni, um styrk handa fjelaginu til að geta
haldið ferðabúfræðing um mánaðartíma í
sumar. Var synjað um styrkinn, sakir þess,_
að ekki lá fyrir nein upplýsing um starfsemi
fjelagsins.
5. Forseti lagði fram álit verðlaunanefnd-
arinnar um beiðni Helga Magnússonar í Birt-
ingaholti um vagn með aktygjum sem verð-
laun fyrir jarðabætur, og rjeði nefndin frá,
að veita verðlaunin. Var ákveðið að fresta
málinu, vegna þess, hve fáir voru á fundi og
þess, að nefndarmenn voru ekki við, nema
1 þeirra, sem hafði skrifað álitið.
6. Eptir uppástungu forseta voru kosnir
fulltrúar í Seltjarnarneshreppi í stað Krist-
ins Magnússonar í Engey og Olafs Guðmunds-
sonar í Mýrarhúsum þessir: Ingjaldur Sig-
urðsson á Lambastöðum og þorlákur Guð-
mundsson í Hvammkoti.